Morgunblaðið - 10.04.2015, Síða 35

Morgunblaðið - 10.04.2015, Síða 35
skólaþróunar við Háskólann á Akur- eyri og hefur starfað þar síðan. Jenný lauk diplómanámi í mennt- unarfræðum með áherslu á sér- kennslu vorið 2004 frá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í mennt- unarfræðum með sérhæfingu í læsi frá sama skóla 2010: „Starf mitt hefur að mestu snúist um lestrarkennslu og læsi. Lestur og læsi er þungamiðja í kennslu yngri barna og sérkennslu í grunnskólanum þar sem ég starfaði í 15 ár. Í Háskólanum á Akureyri vinn ég ásamt fleiri sérfræðingum mið- stöðvarinnar með kennurum og skól- um víðs vegar á landinu að ýmiss kon- ar starfsþróun sem snýr að læsi. Fyrirferðarmesta starfsþróunar- verkefnið er byrjendalæsi sem ætlað er yngri nemendum grunnskólans. Auk þess vinnum við með kennurum á eldri stigum grunnskólans og í leik- skólum að eflingu læsis. Ég kem einnig að kennslu í Kenn- aradeild HA á námskeiðum sem snúa að lestrarkennslu og læsi. Lífið hjá mér snýst því um læsi og að sjálfsögðu um samveru með fjöl- skyldu og vinum. Fjölskyldan er stór og samhent og svo er ég í gamal- grónum saumaklúbbi og bókaklúbbi sem heldur mér vel lesinni. Annars er fjölskyldan dugleg við að ferðast. Við förum mikið á skíði á vetrum og þegar vorar eru reiðhjólin tekin út. Það er t.d. orðin hefð að hjóla yfir Vaðlaheiði, í Lundskóg, í sumarbústað fjölskyldunnar, tvisvar yfir sumarið. Fyrir skömmu vaknaði svo áhugi á gönguferðum og sl. sumar fórum við í fyrstu löngu gönguna, fjögurra daga göngu um Gerpis- svæðið með góðum hópi fólks.“ Jenný er einn af stofnfélögum og fyrsti formaður Mý deildar, Delta Kappa Gamma, sem eru alþjóðleg samtök kvenna í fræðslustörfum. Deildin er sú 12. á Íslandi og var stofnuð 26.4. 2011. Hún hefur sungið í kór og stofnaði nýverið gítarklúbb í vinnunni. Að vísu hafa einungis verið haldnar tvær æfingar og eitt gigg, en klúbburinn stefnir hátt. Fjölskylda Eiginmaður Jennýjar er Bjarni Rúnar Sigurðsson, f. 2.7. 1964, at- vinnurekandi. Foreldrar hans eru Sigurður Aðalgeirsson, f. 19.12. 1945, kennsluráðgjafi, og Sigurhanna Sal- ómonsdóttir, f. 16.3. 1946, kennari. Þau eru búsett á Húsavik. Börn Jennýjar og Bjarna eru Kristín Hanna Bjarnadóttir, f. 18.9. 1987, sérfræðingur hjá Ríkisskatt- stjóra á Akureyri en maður hennar er Andri Snær Stefánsson grunnskóla- kennari og er sonur þeirra Sölvi Snær Andrason, f. 2012; Bergþóra Agnes Bjarnadóttir, f. 11.4. 1994, aðstoð- armatráður í leikskóla á Akureyri en maður hennar er Svavar Jensen verk- stjóri; Sigurður Máni Bjarnason, f. 3.8. 2000, grunnskólanemi á Akureyri. Hálfsystir Jennýjar, samfeðra, er Hafdís Gunnbjörnsdóttir, f. 8.12. 1955, hjúkrunar- og teymisstjóri á Reykjalundi í Mosfellsbæ. Alsystkini Jennýjar eru Kristín Gunnbjörnsdóttir, f. 4.12. 1956, stuðn- ingsfulltrúi á Akureyri; Anna Gunn- björnsdóttir, f. 5.11. 1958, leikskóla- kennari á Akureyri; Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir, f. 6.5. 1961, kennslustjóri í Eyjafjarðarsveit; Jón- heiður Gunnbjörnsdóttir, f. 14.1. 1969, leiðbeinandi í Hafnarfirði; Björgvin Rúnar Gunnbjörnsson, f. 3.3 1974, d. 7.7. 1974. Foreldrar Jennýjar: Gunnbjörn Jónsson, f. 3.2. 1931, d. 31.5. 1988, bóndi í Yzta-Gerði, og Svanhildur Agnes Friðriksdóttir, f. 9.12. 1937, fyrrverandi bóndi í Yzta-Gerði, nú glerlistakona á Akureyri. Úr frændgarði Jennýjar Gunnbjörnsdóttur Jenný Gunnbjörnsdóttir Anna Sigríður Sigurgeirsdóttir húsfr. á Brattavöllum Sigurður Flóvent Sigurðsson b. og sjóm. á Brattavöllum Anna Soffía Sigurðardóttir húsfr. á Selá Friðrik Þorsteinsson b. á Selá Svanhildur Agnes Friðriksdóttir fyrrv. b. í Ysta-Gerði, nú glerlistakona á Akureyri Valgerður Sigfúsdóttir húsfr. á Litlu-Hámundastöðum Þorsteinn Þorsteinsson b. og útgerðarm. á Litlu-Hámundastöðum Ragnheiður Júlíana Árnadóttir vinnukona Sigurður Bjarnason b. í Syðra-Dalsgerði Kristín Sigurðardóttir húsfr. í Yzta-Gerði Jón Jónsson b. í Yzta-Gerði Gunnbjörn Jónsson b. í Yzta-Gerði Kristín Guðmundsdóttir húsfr. í Fjósakoti Jón Valdimar Jónsson b. í Fjósakoti Ung og hress Afmælisbarnið Jenný Gunnbjörnsdóttir. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015 Jónas fæddist á Fremstafelli 10.4. 1924, sonur Rósu Guðlaugsdóttur og Kristjáns Jónssonar. Eftirlifandi eiginkona Jónasar er Sigríður Kristjánsdóttir húsmæðra- kennari og eignuðust þau fjögur börn; Kristján, Aðalbjörgu, Gunn- laug og Áslaugu. Stjúpsonur Jón- asar er Egill B. Hreinsson. Jónas lauk stúdentsprófi frá MR, cand.mag. prófi í íslenskum fræðum 1948 og varði doktorsritgerð sína Um Fóstbræðrasögu 1972. Jónas kenndi við Samvinnuskól- ann, sinnti útgáfu hjá Hinu íslenska fornritafélagi og Háskólanum, var skjalavörður á Þjóðskjalasafni Ís- lands, handritafræðingur á Hand- ritastofnun Íslands og forstöðu- maður Stofnunar Árna Magnússonar 1971-94. Jónas var fulltrúi Íslands í skila- nefnd íslensku handritanna frá Dan- mörku 1972-86, var forseti Vísinda- félags Íslendinga, formaður orðunefndar, og sat m.a. í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags, Hins íslenska fornritafélags og í Sjóði Ásu Wright. Hann samdi fjölda greina og rita um íslensk fornrit og annað sagnfræðilegt efni en meðal rita hans má nefna Handritin og forn- sögurnar, Eddas and Sagas, og Handritaspegil. Hann skrifaði tvær sögulegar skáldsögur sem heita Eld- vígslan og Veröld víð. Árið 2012 sendi hann frá sér bókina Sögueyj- an, sögu Íslands á þjóðveldisöld. Hann þýddi rit Will Durants, Grikk- land hið forna og Rómaveldi, og mörg þekkt leikrit sem sýnd voru á sviði Þjóðleikhússins á síðari hluta 20. aldar. Eftir að Jónas lét af embætti var hann sístarfandi við útgáfu íslensku fornritanna og rannsóknir á „Vín- landi hinu góða“, byggðum nor- rænna manna í Ameríku en hann fór níu ferðir til Nýfundnalands, oftast með öðrum fræðimönnum til að rannsaka og staðsetja ferðir og bú- setu Leifs heppna, Þorfinns karls- efnis og fleiri Íslendinga í Vestur- heimi. Um þessar rannsóknir gaf hann út ritið Landnámsmaður Vest- urheims og hélt fjölda fyrirlestra. Jónas lést 7.6. 2014. Merkir Íslendingar Jónas Kristjánsson 95 ára Halldóra Gísladóttir Sigríður Einarsdóttir 85 ára Aðalsteinn Árnason Svava Valdimarsdóttir 80 ára Bergljót Sveinsdóttir Elínborg Ósk Elísdóttir Gunnar Kristján Finnbogason Gunnhildur S. Helgadóttir Leifur Erling N. Karlsson Málfríður Gunnarsdóttir 75 ára Árdís Björnsdóttir Gunnar Guðbergsson Jörgen Naaby Matthías Þorbergsson Ólöf Sylvía Magnúsdóttir Sæbjörg M. Vilmundsdóttir Zofia Wozniak 70 ára Aðalsteinn Hermannsson Bára Guðmundsdóttir Guðjón E. Ólafsson Guðjón Grétar Grímsson Guðmunda Jóna Kristjánsdóttir Hjörtur Ingi Vilhelmsson Kristrún S. Pétursdóttir Oddur Sigurðsson Sigurður Sigurðsson Sólveig Steinunn Sigurðardóttir Steingerður Jónsdóttir 60 ára Anna Friðriksdóttir Árni Þorvaldsson Búi Gíslason Erna Erlingsdóttir Gróa D. Gunnarsdóttir Guðjón Eiríksson Ingvar Ásgeirsson Jón Bæring Hauksson Júlíus Baldvin Helgason Kristín Þorsteinsdóttir Lilja Ástvaldsdóttir Pétur Örn Björnsson Torfi Júlíus Karlsson Þóra Flygenring 50 ára Agnes Ásta Grétarsdóttir Anna Sigríður Stefánsdóttir Ármann Jóhannsson Bára Þuríður Einarsdóttir Dóra Björk Reynisdóttir Gunnar Svanbergsson Haukur Ingólfsson Hulda Egilsdóttir Jón Rúnar Rafnsson 40 ára Arnar Geir Magnússon Birkir Björnsson Einar Eiríksson Eva Hrund Willatzen Eyrún María Elísdóttir Guðbjörg B. Jónsdóttir Guðný Birgisdóttir Harpa Steingrímsdóttir Helena G. Óskarsdóttir Ingibjörg Birgisdóttir Jóhanna B. Helgadóttir Katarzyna Krupinska Kristjana S. Jónsdóttir Ottó Þórðarson Steingrímur Guðmundsson 30 ára Halldór Andri Halldórsson Jóna M. Konráðsdóttir Kristófer Kristófersson Margrét Freyja Viðarsdóttir Sighvatur Halldórsson Sigurður Árni Vilhjálmsson Skúli Helgi Sigurgíslason Til hamingju með daginn 30 ára Theódóra ólst upp í Keflavík, býr í Grindavík, lauk stúdentsprófi frá FS og starfar nú hjá Ice- landair. Maki: Eggert Daði Páls- son, f. 1985, rafvirki og vélstjóri hjá Vísi. Dóttir: Guðmunda Júlía Eggertsdóttir, f. 2011. Foreldrar: Anna Guðrún Garðarsdóttir, f. 1960, sjúkraliði, og Kári Guð- mundsson, f. 1959, hús- gagnasmiður. Theódóra S. Káradóttir 30 ára Heiðdís býr í Garðabæ, lauk prófum í hjúkrunarfræði frá HA og ljósmæðraprófi frá HÍ og starfar á kvenlækninga- deild LSH. Maki: Viðar Garðarsson, f. 1982, bifvélavirki. Dætur: Bjarney Halla, f. 2008, og Alma Karen, f. 2010. Foreldrar: Elísabet Lilja Jóhannsdóttir, f. 1963, og Sigurbjörn Ingi Reim- arsson, f. 1967. Heiðdís D. Sig- urbjörnsdóttir 30 ára Jón Helgi ólst upp í Hafnarfirði, býr í Reykja- vík, lauk sveinsprófi í raf- virkjun og stundar nám í tölvunarfræði við HR. Maki: Katrín Pálsdóttir, f. 1984, lögfræðingur. Sonur: Jón Óttar Jónss- son, f. 2012. Foreldrar: Drífa Heið- arsdóttir, f. 1958, ritari í Öldutúnsskóla, og Jón Helgi Jónsson, f. 1950, starfsmaður við Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Jón Helgi Jónsson Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is Gripahúsagluggar á góðu verði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.