Morgunblaðið - 10.04.2015, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 10.04.2015, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Sequences er eina hátíðin á Ís- landi sem einblínir eingöngu á myndlist og hefur það að markmiði að skapa vettvang fyrir framsækna myndlist. Lögð er sérstök áhersla á tímatengda list á borð við gjörn- inga, hljóðlist og vídeólist,“ segir Ragnheiður Maísól Sturludóttir, fjölmiðlafulltrúi alþjóðlegu mynd- listarhátíðarinnar Sequences VII, sem hefst í dag og stendur til sunnudagsins 19. apríl. Að hátíðinni, sem fyrst var hald- in árið 2006, standa m.a. Kynning- armiðstöð íslenskrar myndlistar, Nýlistasafnið og Kling&Bang. „Hátíðin hefur vaxið og dafnað frá ári til árs. Í fyrsta sinn í ár er er- lendur sýningarstjóri,“ segir Ragn- heiður Maísól og vísar þar til þess að sýningarstjórinn er Alfredo Cramerotti, en hann gegnir stöðu forstöðumanns MOSTYN stærstu samtímaliststofnunar Wales, og að- stoðarsýningarstjóri er Edda Kristín Sigurjónsdóttir. „Á opinberri dagskrá hátíð- arinnar í ár taka þátt 26 myndlist- armenn frá átta löndum. Sýnenda- hópurinn hefur breiðan bakgrunn, allt frá því að nýútskrifaðir lista- menn yfir í stórar kanónur á borð við Carolee Schneemann, sem er heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár,“ segir Ragnheiður Maísól. Af íslenskum þekktum listamönnum sem þátt taka nefnir hún Margréti H. Blöndal og Finnboga Péturs- son. Rafræn samskipti til skoðunar Hátíðin verður sett í Kling- &Bang í dag kl. 17 með opnun sýningar með Carolee Schneem- ann. „Samhliða sýningu Schneem- ann mun Hanna Kristín Birg- isdóttir opna sýningu í Kling&Bang og mun hún flytja gjörning á opnuninni.“ Í dag mun Ragnar Helgi Ólafs- son einnig sýna nýtt verk í nýju sýningarrými Nýlistasafnsins. „Það nefnist Núllið og er staðsett í Bankastræti 0 þar sem áður var almenningsklósett,“ segir Ragn- heiður Maísól og tekur fram að nýi sýningarstaðurinn kallist vel á við þema hátíðarinnar í ár sem er „plumbing“ eða pípulagnir. „Sýn- ingarstjórinn er að skoða birting- armynd rafrænna samskipta sam- tímans og óséða strúktúrinn á bak við þessi samskipti, sem birtist bæði í líkamanum og umhverfinu,“ segir Ragnheiður Maísól og bendir á að margir þeirra íslensku mynd- listarmanna sem taka þátt í hátíð- inni vinni markvisst með líkamann. Nefnir hún í því samhengi lista- menn á borð við Dagrúnu Aðal- steinsdóttur, Kolbein Huga Hösk- uldsson, Margrét Helga Sesseljudóttir og Helgi Þórsson. 11 sýningarstaðir Að sögn Ragnheiðar Maísólar mun opnunarhátíðin standa yfir til sunnudagsins 12. apríl. „Sýningar Sequences VII munu teygja anga sína út um alla borg. Níu lista- menn munu sýna í JL húsinu þar sem áður var verslunin Nóatún, opnuð verður sýning í Nýlistar- safninu í Breiðholti, boðið verður upp á reglulega gjörninga á Hótel Holti og svo má lengi telja,“ segir Ragnheiður Maísól, en alls verða opinberir sýningarstaðir 11 með Skaftfelli á Seyðisfirði. „Samhliða opinberri dagskrá Se- quences VII fer fram fjölbreytt og þéttskipuð off-venue dagskrá með yfir 20 viðburðum,“ segir Ragn- heiður Maísól og nefnir sem dæmi að Gjörningaklúbburinn muni frumsýna nýja kvikmynd í Bíó Paradís. Dagskrá Sequences VII og allar nánari upplýsingar um sýningar og listamenn má einnig finna á vefn- um sequences.is, en þess má að lokum geta að flestir viðburðir á hátíðinni eru ókeypis. Tímatengd list í brennidepli  Myndlistarhátíðin Sequences VII sett í dag og stendur til 19. apríl  Alls sýna 26 listamenn frá átta löndum á hátíðinni í ár  Myndlistarkonan Carolee Schneemann er heiðurslistamaður í ár Morgunblaðið/Golli Framsækin „Sequences er eina hátíðin á Íslandi sem einblínir eingöngu á myndlist og hefur það að markmiði að skapa vettvang fyrir framsækna myndlist,“ segir Ragnheiður Maísól Sturludóttir um Sequences VII. The Death Show eða Dauðasýningin nefnist gjörningur sem Styrmir Örn Guðmundsson verður með á Sequences VII. „Ég mun leiða fá- mennan hóp um Hótel Holt og segja ákveðna sögu sem tengist dauð- anum,“ segir Styrmir Örn, en aðeins komast tíu manns í hvern leiðangur. „Kveikjan að verkinu er sjálfs- ævisöguleg,“ segir Styrmir Örn og rifjar upp að hann hafi búið í Amst- erdam í Hollandi síðustu ár. „Í eld- húsinu í íbúðinni var tæki til að hita vatn sem gekk fyrir gasi. Dag einn uppgötvaði ég að tækið væri farið að leka með tilheyrandi dauðagildru fyrir mig. Þegar píparinn kom og lagaði tækið upplýsti hann mig um að pípurnar í húsinu mínu væru allar úr blýi sem myndi hægt og rólega draga mig til dauða úr blýeitrun. Þar með kom ein dauðaógn í stað ann- arrar á heimilinu mínu,“ segir Styrmir Örn sem í framhaldinu skrifaði stutta bók um þetta ástand. „Í verkinu skoða ég ótta minn við eigin dauða og set í samhengi við ótta annarra,“ segir Styrmir Örn sem sýnt hefur gjörning sinn í ólík- um myndum m.a. í Mexíkó, Hollandi og Póllandi. „Viðtökur hafa verið góðar. Dauðinn sem viðfangsefni er ákveðið tabú,“ segir Styrmir Örn og tekur fram að hann beiti húmor óspart til að takast á við efnið. Allar nánari upplýsingar um verk- ið og sýningartíma má nálgast á se- quences.is, en á tímabilinu frá 12. til 18. apríl verður Styrmir Örn alls með 13 leiðsagnir. Hver gjörningur tekur um 30 mínútur. Aðgangur er ókeypis, en skrá þarf þátttöku sína með því að senda póst á netfangið: performance@sequences.is. Dauði Flutningur Styrmis Arnar á The Death Show í Kraká í Póllandi. Horfist í augu við óttann Bandaríska myndlistarkonan Caro- lee Schneemann er heiðurslista- maður Sequences VII. Hún er 75 ára og einn af brautryðjendum gjörn- ingalistar, en verk hennar hafa verið sýnd á helstu samtímalistasöfnum heims. „Hún er ein af framsæknustu myndlistarmönnum samtímans og í hópi þeirra listamanna sem um- breyttu skilningi samfélagsins á myndlist. Hún er einna þekktust fyr- ir femíníska gjörninga sína en í þeim tekst hún á við boð og bönn samfélagsins gagn- vart líkamanum, kyn- hneigð og birtingu kynjanna,“ segir Ragnheiður Maísól. Verk Schneemann verða sýnd í Kling- &Bang, þeirra á meðal ljósmyndir af verkinu Eye Body sem Erró tók. Þar verður líka sýnd upptaka af viðtali sem listfræðingurinn Hans-Ulrich Obrist tók við hana. 19. apríl kl. 16 verður myndin Breaking the Frame with Carolee Schneemann eftir Marielle Nitoslawska frá 2012 sýnd í Bíó Paradís og Skaftfelli. Klukkan 18 sama dag verður Fuses frá 1965 sýnd í Kling&Bang auk þess sem boðið verður upp á listamannaspjall við Schneemann gegnum Skype sem Ragnar Kjartansson stýrir. Tekst á við boð og bönn samfélagsins CAROLEE SCHNEEMANN HEIÐURSLISTAMAÐUR SEQUENCES VII Carolee Schneemann ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.