Morgunblaðið - 10.04.2015, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 10.04.2015, Qupperneq 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Guðni Kolbeinsson, þýðandi og rit- höfundur, hlaut í gær bókmennta- verðlaun IBBY á Íslandi, Sögustein. IBBY eru samtök um barnabók- menntir og barnamenningu. Verð- launafé er 500.000 krónur og hlýtur Guðni einnig verðlaunagrip til eign- ar. Verðlaunin eru veitt rithöfundi, myndlistarmanni eða þýðanda sem með höfundarverki sínu hefur auðg- að íslenskar barnabókmenntir. Sögusteinn var fyrst afhentur á Degi barnabókarinnar árið 2007 og hafa Sigrún Eldjárn, Kristín Steins- dóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir og Þór- arinn Eldjárn hlotið hann. Það var einróma álit valnefndar að Guðni skyldi hljóta verðlaunin í ár. Val- nefndin er skipuð Brynju Bald- ursdóttur, íslenskufræðingi og kennara, Dagnýju Kristjánsdóttur prófessor og Ragnheiði Gests- dóttur, rithöfundi og myndlistar- manni. Guðni er íslenskufræðingur að mennt og hefur starfað sem kenn- ari, málfarsráðunautur, þáttagerð- armaður, þýðandi sjónvarpsefnis, fræðimaður og rithöfundur og er einhver afkastamesti og besti þýð- andi barna- og unglingabóka hér á landi, eins og segir í tilkynningu. Verk hans megi finna á nær hverju heimili í landinu og hann hafi kynnt nokkrar ástsælustu persónur barnabókmenntanna fyrir íslensk- um ungmennum, m.a. Skúla skelfi og Herramennina. Á annað hundrað bóka Guðni hefur þýtt erlendar barna- og unglingabækur í yfir fjóra ára- tugi og hlotið fjölda verðlauna fyrir. Spurður að því hver sé fyrsta barna- bókin sem hann þýddi segir hann það vera Briggskipið Bláliljuna sem kom út árið 1980. Og spurður hversu margar barna- og unglinga- bækur hann hafi þýtt upp frá því segir Guðni þær líklega á annað hundrað. „Sumar barnabækurnar eru nú ekki mjög stórar, ekki mikill texti,“ segir hann kíminn. En hver er lykillinn að góðri þýð- ingu á barna- og unglingabók? „Ætli það sé nú ekki að þýðingin sé læsi- leg. Ég vorkenni börnum ekkert þótt það komi fyrir eitt og eitt orð sem þau þurfa að spyrja um. Ég vil ekki þýða barnabækur á eitthvert sérstakt barnamál,“ svarar Guðni. Lykilatriðið sé að vanda sig. „Ég held það sé ekkert voðalega mikill munur á því að þýða fyrir börn og fullorðna. Maður þarf náttúrlega að reyna að vera trúr frumtextanum og skila honum eins og maður best get- ur en ég velti því yfirleitt ekkert mikið fyrir mér hvort viðtakandinn á að vera átta ára barn eða sjötug kona,“ segir Guðni og hlær. – Er ekki ánægjulegt að hljóta þessi verðlaun? „Jú, þakka þér fyrir. Ég er mont- inn af þessu og verulega ánægður.“ Mikilvægast að vanda sig Morgunblaðið/Ómar Hátíðarstund Haldið var upp á Dag barnabókarinnar í gær og þá m.a. með frumflutningi á smásögu eftir Gunnar Helgason fyrir grunnskólanema landsins. Hér sést Gunnar með Guðna við verðlaunaafhendingu í gær.  Guðni Kolbeins- son hlaut Sögu- stein IBBY í gær Tríó Reykjavíkur heldur tónleika á Kjarvalsstöðum í dag kl. 12.15, flytur tvö önd- vegisverk kamm- ertónlistar; pí- anótríó eftir Mozart og fiðlu/ píanósónötu eftir Brahms. Píanó- tríó Mozarts er gætt miklum léttleika, sjarma og skopskyni í ytri þáttunum en 2. þátturinn er syngjandi fagur og ljóðrænn, segir í tilkynningu. Són- ata Brahms sé ein af þekktustu og vinsælustu sónötum sem til séu fyr- ir fiðlu og píanó og Guðný Guð- mundsdóttir hafi leikið hana reglu- lega á tónleikum sínum. Flytja önd- vegisverk Guðný Guðmundsdóttir Aukasýningar verða haldnar í Norræna húsinu á leiksýningunni Þú kemst þinn veg í kvöld og 12. apríl kl. 20. Þú kemst þinn veg er nýr íslenskur einleikur eftir Finn- boga Þorkel Jónsson, byggður á sögu Garð- ars Sölva Helgasonar sem hefur glímt við geðklofa frá unga aldri. „Hann lifir í dag eftir umbunarkerfi sem hann þróaði sjálfur til að takast á við geðklofann og lífið. Í dag vegnar Garðari vel og hann flytur fyr- irlestra í skólum og stofnunum um umbun- arkerfið og líf sitt með geðklofa. Finnbogi Þorkell Jónsson, höfundur og leikari verks- ins, hefur unnið að verkinu síðastliðin tvö ár en verkið er byggt á viðtölum hans við Garðar. Þú kemst þinn veg veitir einstaka innsýn í lífsbaráttu manns með geðsjúkdóm. Bat- ann og bakslögin, líf á ofsahraða og líf einn dag í einu. Verkið er mannlegt, beinskeytt, heiðarlegt og fyndið,“ segir í tilkynningu. Aukasýningar haldnar á Þú kemst þinn veg Höfundurinnn Finnbogi Þorkell Jónsson. Danska metsöluljóðskáldið Yahya Hassan hyggst hasla sér völl í póli- tík. Fyrr í vikunni var tilkynnt að hann myndi bjóða sig fram fyrir Nationalpartiet (Þjóðarflokkinn). Flokkurinn var stofnaður í nóv- ember sl. af þremur bræðrum af pakistönskum uppruna. Að sögn Kashifs Ahmad, formanns flokks- ins, hefur flokkurinn það að mark- miði að standa vörð um dönsk gildi á borð við virðingu, umburðarlyndi og samstöðu, auk þess að boða mannúðlegri stefnu í innflytjenda- málum. Segir hann þessi gildi hafa verið á hröðu undanhaldi í dönsku samfélagi og kennir hægriöfga- flokkum um. Yahya Hassan tilkynnti framboð sitt á blaðamannafundi fyrr í vik- unni og flutti við það tækifæri klukkustundarlanga ræðu sem sumir stjórnmálaskýrendur líktu við ljóðagjörning. Í ræðu sinni lagði Hassan áherslu á mik- ilvægi aukinnar samstöðu í dönsku sam- félagi. Hann gerði einnig utanríkis- málastefnu danskra stjórn- valda að umtals- efni. „Fram- ganga okkar á alþjóðavettvangi hefur áhrif innanlands. Það má líkja þessu við að ganga örna sinna meðan maður stendur á höndum. Slíkt kemur manni í koll,“ sagði Hassan og benti á að Danir gætu ekki vænst þess að standa í stríðs- rekstri í Mið-Austurlöndum án þess að slíkt leiddi til bæði aukins flóttamannavanda og haturs meðal múslima. Thomas Larsen, stjórnmálarýnir hjá danska dagblaðinu Berlingske Tidende, segist hafa miklar efa- semdir um að Hassan muni hafa erindi sem erfiði. „Ég er ekki viss um að umbreyting Hassans frá því að vera ljóðskáld og samfélags- rýnir yfir í að vera stjórnmála- maður muni verða jafn auðveld og hann virðist sjálfur halda,“ segir Larsen. Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður Dansk folkeparti (Danska þjoðarflokksins), segist í samtali við Berlingske ekki óttast að mæta Hassan í þingsalnum enda telur hún litlar líkur á að hann nái kjöri. Segir hún framboð Hassans hafa mikið skemmtana- gildi. „En stjórnmálin eru sífellt að þróast meira í þá átt.“ Þingkosn- ingar fara fram í Danmörku á þessu ári, í seinasta lagi fyrir 15. september. silja@mbl.is Yahya Hassan vill á þing Yahya Hassan Billy Elliot (Stóra sviðið) Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Sun 3/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Þri 5/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Fim 7/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 19:00 Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fös 8/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Mið 22/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Fös 24/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Sun 26/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Mið 29/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Fim 30/4 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 11/4 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Síðustu sýningar leikársins Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Sun 17/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi Hystory (Litla sviðið) Lau 11/4 kl. 20:00 3.k. Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Fim 14/5 kl. 20:00 Sun 12/4 kl. 20:00 4.k. Mið 29/4 kl. 20:00 6.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fös 8/5 kl. 20:00 Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur Beint í æð! – ★★★★ , S.J. F.bl. leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið) Fös 10/4 kl. 19:30 5.sýn Fös 17/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 25/4 kl. 19:30 11.sýn Lau 11/4 kl. 19:30 6.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 9.sýn Fim 16/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/4 kl. 19:30 10.sýn Eitt magnaðasta verk íslenskra leikbókmennta í uppsetningu Stefan Metz. Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Sun 19/4 kl. 19:30 Aukas. Allra síðasta aukasýning. Segulsvið (Kassinn) Fös 10/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 17/4 kl. 19:30 9.sýn Lau 11/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 18/4 kl. 19:30 10.sýn Nýtt leikverk eftir Sigurð Pálsson Konan við 1000° (Stóra sviðið) Sun 12/4 kl. 19:30 Aukas. Allra síðasta aukasýning. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Sun 12/4 kl. 13:30 Sun 19/4 kl. 13:30 Sun 12/4 kl. 15:00 Sun 19/4 kl. 15:00 Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Everywhere (Aðalsalur) Fös 10/4 kl. 22:00 Carroll: Berserkur (Mörg rými Tjarnarbíós) Fös 10/4 kl. 20:00 Þri 14/4 kl. 20:00 Fös 17/4 kl. 20:00 Lau 11/4 kl. 20:00 Mið 15/4 kl. 20:00 Sun 12/4 kl. 20:00 Fim 16/4 kl. 20:00 Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.