Morgunblaðið - 10.04.2015, Qupperneq 44
FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 100. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Eldingin gataði nefið
2. „Hann minntist aldrei á að …“
3. „Hann hafði stjórn á Scott“
4. Barðist fyrir lífi sínu í Mosfellsbæ
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Karlakórinn Hreimur heldur tón-
leika með Ljótu hálfvitunum að Ýdöl-
um í Aðaldal á laugardaginn, 11. apríl,
kl. 20.30 og í Háskólabíói viku síðar,
18. apríl, kl. 15. Í tilkynningu segir að
fertugsafmæli sé ekki verri tími en
annar til að fá klikkaðar hugmyndir
og framkvæma þær. „Það sannast
þessa dagana hjá hinum fjörutíu ára
gamla þingeyska karlakór Hreimi. Þar
á bæ datt þeim í hug að bjóða hinni
þjóðþekktu gleðisveit Ljótu hálfvit-
unum í afmælið. Hljómsveitin er
vissulega úr sömu sveit, en dvelur að
jafnaði í allt öðru tónlistarlandi,“
segir þar. Á tónleikunum muni Hreim-
ur og Ljótu hálfvitarnir flytja tónlist á
sinn hefðbundna hátt, en jafnframt
rugla reytum. Hljómsveitin hafi út-
sett nokkur alþekkt lög af efnisskrá
Hreims eftir sínu höfði og leiki undir
hjá kórnum. Einnig hafi nokkur af
lögum Hálfvita fengið karlakórs-
meðferð. Um meðfylgjandi mynd seg-
ir að eftir skipulagsfund Hreims-
manna og Hálfvita á Möðruvöllum
hafi verið ákveðið að hafa helgistund
í kirkjunni. „Það fór nú bara eins og
það fór,“ segir um þá helgistund.
Hálfvitar með Hreimi
Ástralski saxófónleikarinn Daniel
Rorke og gítarleikarinn Hilmar Jens-
son halda tónleika í menningarhús-
inu Mengi í kvöld kl. 21. Á tónleik-
unum munu þeir bæði
spinna og spila ákveð-
in tónverk sem sam-
eina áferðar- og upp-
byggingaratriði sem
mætast í litrófi þeirra
þátta sem lagðir eru
til, eins og því er lýst
í tilkynningu.
Rorke og Hilmar
leika í Mengi
Á laugardag Norðan og norðvestan 15-23 m/s og snjókoma, tals-
verð á Norður- og Norðvesturlandi. Hægari vindur fyrir austan
undir kvöld. Hiti við frostmark en frostlaust með austurströndinni.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt en dregur úr vindi á Suðaustur-
og Austurlandi í kvöld. Frost 0 til 5 stig, en allvíða frostlaust yfir
hádaginn.
VEÐUR
Valur og Haukar mætast í
undanúrslitum Íslands-
móts karla í handknattleik
en bæði liðin tryggðu sér
sæti þar í gærkvöld. Vals-
menn sigruðu Framara í
annað sinn á mjög
öruggan hátt og
Haukar lögðu erki-
fjendurna úr FH með
fjögurra marka mun á
Ásvöllum. Einvígin end-
uðu því 2:0 og engir
oddaleikir þar. »2
Valur og Haukar í
undanúrslitum
Kylfingurinn ungi, Jordan Spieth frá
Bandaríkjunum, virðist ætla að gera
aðra atlögu að sigri á Masters-
mótinu sem hófst á hinum glæsilega
Augusta National-velli í Georgíuríki í
Bandaríkjunum í gær. Spieth fór á
kostum á fyrsta hringnum í gær og
lék á 64 höggum sem er átta undir
pari vallarins og aðeins höggi frá
vallarmetsjöfnun. »1
Frábær byrjun hjá hin-
um unga Jordan Spieth
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Halda mætti að heimsborgin Toronto
í Kanada hefði allt sem slík borg þarf
upp á að bjóða en svo virðist sem þörf
hafi verið fyrir íslenskt bakarí, miðað
við móttökurnar sem Viking Bakery
hefur fengið.
„Þetta hefur gengið framar öllum
vonum,“ segir Birgir Róbertsson
bakarameistari sem opnaði bakaríið
um miðjan mars sl. og hefur ekki haft
undan síðan.
Birgir flutti til Kanada í kjölfar
bankahrunsins og opnaði bakaríið
Reykjavik Café á Gimli í Manitoba
2010. Hann segir að þótt hann hafi
byrjað í hjarta Íslendingabyggðar-
innar vestra hafi hann alltaf sett
stefnuna á Toronto. „Maður þarf að
sjá meira af Kanada en Gimli og mig
langaði alltaf til Toronto. Ég flutti
hingað fyrir um fjórum mánuðum og
reksturinn gengur sérstaklega vel.“
Bakaríið er í blönduðu hverfi á
Danforth-stræti, ekki langt frá gríska
hverfinu. Birgir segir að ekkert bak-
arí hafi verið í hverfinu og það sé vel
staðsett í göngufæri frá lestarstöð.
„Hérna er mikið líf og mikil umferð,“
segir Birgir. „Hverfið er yndislegt og
íbúarnir leita ekki langt yfir skammt
þegar innkaup eru annars vegar og
ég nýt góðs af því. Hér vantaði bakarí
og því hefur verið vel tekið.“
Möguleikar með beinu flugi
Icelandair flýgur daglega beint frá
Íslandi til Toronto og segir Birgir það
skipta miklu máli. Hann leggur
áherslu á að bjóða upp á íslenskt góð-
gæti eins og kleinur, snúða, flatkökur
og að sjálfsögðu vínartertur. Auk
þess er hann meðal annars með malt-
brauð og normalbrauð. „Skandinav-
arnir eru sólgnir í kransakökurnar en
annars er ásóknin mest í kleinurnar,
ekki síst hjá fólki af úkraínskum upp-
runa, sem er vant kleinum.“ Birgir
bætir við að hann taki eitt skref í einu
og hann hafi hug á að nýta sér beina
flugið og flytja inn íslenskt sælgæti
og harðfisk, þegar fram í sækir.
Dagblaðið Toronto Star sagði frá
bakaríinu daginn áður en það var
opnað og segir Birgir að umfjöllunin
hafi haft mikil áhrif. „Það var biðröð
fyrir utan fyrsta morguninn og við
höfum ekki haft undan síðan,“ segir
hann. „Veðrið hefur ekki verið sér-
stakt en það hefur ekki skipt máli og
við höfum fengið viðskiptavini víðs
vegar að,“ segir Birgir, sem er með
þrjá starfsmenn í vinnu með sér.
Árlegt þorrablót Íslendingafélags-
ins í Toronto verður á morgun og í
gær höfðu selst 266 miðar. Boðið
verður upp á góðgæti frá Íslandi auk
þess sem Birgir ætlar að baka flat-
kökur og kökur fyrir blótið. „Ég
hlakka til að mæta á fyrsta þorrablót
mitt í Kanada,“ segir hann.
Hefur ekki undan að baka
Fyrsta íslenska
bakaríið opnað í
Toronto í Kanada
Ljósmynd/Reynir Sæm
Frumkvöðull Birgir Róbertsson bakarameistari í nýja bakaríinu, Viking Bakery, í Toronto í Kanada.
Birgir Róbertsson útskrifaðist
sem bakarameistari frá Iðnskól-
anum í Reykjavík, en sinnti síðan
ýmsum öðrum störfum þar til
hann lét aftur reyna á mennt-
unina á Gimli í Manitoba í Kan-
ada 2010.
Þegar hann rak Blúsbarinn á
Laugavegi gaf hann sig á tal við
kanadíska gesti, sem ráðlögðu
honum að fara til Gimli ef hann
vildi flytja til Kanada, því þar
væri Íslandstengingin mest. Hann
segir að Atli Ásmundsson, þáver-
andi aðalræðismaður í Winnipeg,
hafi líka gefið sér góð ráð, eitt
hafi leitt af öðru og hann flutt út
sumarið 2009. „Bakaríið gekk
mjög vel á Gimli enda mikill
ferðamannastraumur þar á sumr-
in, en staðurinn leggst í dvala á
veturna og þá lokaði ég í tvo til
þrjá mánuði,“ segir Birgir. Hann
bætir við að hann hafi selt tæki
og tól í haust sem leið enda þá
kominn tími á að flytja til To-
ronto, sem hafi alltaf verið
áfangastaðurinn.
Kominn á áfangastað
BIRGIR RÓBERTSSON BAKARAMEISTARI HEFUR KOMIÐ VÍÐA VIÐ
Ævintýraleg karfa sem Stefan Bon-
neau skoraði tveimur sekúndum fyrir
leikslok tryggði Njarðvík sigur á KR,
85:84, í öðrum undanúrslitaleik lið-
anna á Íslandsmóti karla í körfu-
knattleik í gærkvöld. „Ég æfi svona
erfið skot reglulega,“ sagði Bonneau
við Morgunblaðið en staða liðanna er
nú jöfn og þau mætast í þriðja sinn á
sunnudagskvöldið. » 3
Ævintýraleg sigurkarfa
hjá Bonneau gegn KR