Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015
SMÁRALIND • 2 HÆÐ
SÍMI 571 3210
1.495
Verð áður 2.495
Stærðir 24-35
1.495
Verð áður 2.495
Stærðir 19-24
1.495
Verð áður 2.495
Stærðir 40-46
1.495
Verð áður 2.495
Við erum 1 árs Afmælis-tilboð
14.-16. apríl
Stærðir 36-41
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Mér líður vel í dag og éger lyfjalaus. Ég heflært að mataræði,svefn, hugleiðsla og
hreyfing skipta miklu máli fyrir mig.
Ef ég næ að vinna með það á réttan
hátt er auðvelt fyrir mig að stjórna
minni lífsorku og þá þarf ég ekki
hjálp frá kerfinu eða lyfjum. Ég hug-
leiði í tuttugu mínútur á hverjum
morgni og næ þannig að hafa stjórn
á hugsunum mínum. Ég þekki þær
hugsanir sem ég áður fyrr sogaðist
inn í, en nú næ ég að stöðva þær, ég
hleypi þeim ekki að. Ég hef verið
þátttakandi í Al-anon-samtökunum
og farið í gegnum tólf spora kerfið
og það hefur gefið mér frelsi til að
geta valið um það í lífinu við hverju
ég bregst og hverju ekki. Þetta
snýst líka um innri fullvissu og að
vera ekki háður ytri viðurkenningu,“
segir Héðinn Unnsteinsson sem ný-
lega sendi frá sér bókina Vertu úlf-
ur, sem er vægðarlaus saga af ham-
skiptum, en þar segir hann frá eigin
reynslu af geðhvörfum, aðallega frá
versta uppsveiflukastinu sem varð
hjá honum árið 2008 sem endaði með
nauðungarvistun á geðdeild. Bók
Héðins er sannarlega saga af sigri,
líf hans er nú í föstum skorðum og
hann stundar vinnu sína sem stefnu-
mótunarsérfræðingur í forsæt-
isráðuneytinu.
Losnar aldrei við stimpilinn
„Ég hef aldrei litið á geðhvörfin
sem alvörusjúkdóm, heldur sem
ákveðinn hluta af persónuleika. Ég
hef alltaf litið á þetta sem ýmist
óstjórnlega mikla orku eða óstjórn-
lega litla orku. Við getum aldrei sett
einhverja hlutlæga mælistiku á
normið. Sá tími sem ég hef verið
veikur er samtals um tvö ár, það er
stuttur tími af lífi mínu, og þess
vegna er ég ekki tilbúinn til að skrifa
undir það að ég sé geðveikur maður.
En ég kemst ekkert undan þeim
dómi að hafa verið greindur með
geðhvörf. Þótt ég álíti að í dag sé ég
heilbrigðari en margur annar sem
ekki hefur fengið þennan huglæga
stimpil, þá losna ég aldrei við hann.
Það er fólk út um allan heim sem lif-
ir lyfjalausu lífi þótt það hafi ein-
hvern tímann fengið einhverja
greiningu. Í dag getur nánast eng-
inn gengið inn á læknastofu án þess
að ganga út með einhver lyf. Það eru
mikil hagsmunaöfl sem viðhalda því
að greina sem flest fólk til að geta
selt lyf. Það er þversögn og eitthvað
að þegar heilbrigðisþjónusta batnar
með hverju árinu, en sífellt fleiri eru
greindir veikir,“ segir Héðinn, sem
missti fyrst stjórnina á tilfinningum
sínum og líðan þegar hann var 19
ára. Þá datt hann í þunglyndi og
kvíða en náði sér á strik eftir nokkra
mánuði.
Þegar maður hættir
að sofa fer allt í rugl
„Tveimur árum síðar lenti ég í
þessu aftur þegar ég kom heim frá
Bandaríkjunum og fór í læknanám í
Háskólanum, en þá var það ekki
þunglyndi eins og í fyrra skiptið
heldur allt of mikil orka. Ég hlakk-
aði svo til morgundagsins að ég gat
ekki farið að sofa og þegar maður
hættir að sofa fer allt í rugl. Ég
missti stjórnina. Þá kom kerfið og
sagði: „Þú ert með röskun. Þú ert
með sjúkdóm. Þú verður að taka
litíum alla ævi.“ Það voru þau skila-
boð sem ég fékk hjá geðlækni.
Síðan var lífið heldur flatt í tíu
ár, en þá ákvað ég að hætta á litíum,
því afleiðingarnar voru að
skjaldkirtillinn var
blæðandi og safn-
ast hafði upp kreat-
ín í nýrunum hjá
mér. Ég gerði þetta
í samráði við minn
lækni, að minnka
litíumskammtinn
smátt og smátt.“
Var eins og raf-
magnskapall með
engri einangrun
Til að bregðast
við blæðandi skjald-
„Venjulegt fólk er
ekki til, bara fólk“
Hann líkir uppsveiflunni við það að breytast í varúlf, fara í ham þar sem hann
öðlast eiginleika úlfsins; hraða, styrk og hyggindi. Hér áður fyrr voru þeir sem
voru útskúfaðir úr samfélaginu reknir burt með þeim orðum að þeir ættu að lifa
eins og úlfar. Héðinn Unnsteinsson er höfundur bókarinnar Vertu úlfur, þar sem
hann segir frá reynslu sinni af geðhvörfum. Þetta er saga af sigri.
Morgunblaðið/Eva Björk
Umvafinn Þær flykktust að Héðni til að láta hann árita fyrir sig bókina
Vertu úlfur. Sigríður Zebitz, María Arnalds og Aldís Sigurðardóttir.
Útgáfuhóf Héðinn
fagnaði útgáfu
bókarinnar í Iðnó.
Það er alltaf gaman að heyra höf-
unda bóka segja frá því hvernig verk
þeirra urðu til, en það ætlar hún
Bryndís Björgvinsdóttir einmitt að
gera í dag. Hún ætlar að ræða um
bók sína, Hafnfirðingabrandarann, í
fyrirlestraröðinni „Hvernig verður
bók til?“ í Háskóla Íslands í dag kl.
12-13, í stofu 101 í Odda.
Fyrir Hafnfirðingabrandarann
hreppti Bryndís Bókmenntaverðlaun
starfsfólks bókaverslana, Fjöruverð-
launin og Íslensku bókmenntaverð-
launin 2014. Áður hafði hún skrifað
bókina Flugan sem stöðvaði stríðið
og fengið fyrir hana Íslensku barna-
bókaverðlaunin 2011.
Fyrirlestraröðinni Hvernig verður
bók til? hefur verið haldið úti af
námsgrein í ritlist og Bókmennta-
og listfræðastofnun Háskóla Íslands
frá 2009. Þar hafa alls um tuttugu
höfundar rætt um tilurð ritverka
sinna.
Aðgangur er ókeypis og allir eru
velkomnir.
Hvernig verður bók til?
Bryndís segir frá því hvernig
Hafnfirðingabrandarinn varð til
Morgunblaðið/Ómar
Bryndís Fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Hafnfirðingabrandarann.
Bókin er tileinkuð öllum þeim
sem hafa í hugsunum sínum,
orðum eða gjörðum staðið utan
hringsins. Eitt af markmiðum
Héðins með bókinni er að hvetja
samfélag okkar til þess að
endurskoða skilgreiningar sín-
ar, gildismat og forsendur fyrir
þeim kerfum sem við
höfum smíðað til að
hjálpa fólki til að takast
á við lífsorku sína. Héð-
inn spyr í eftirmála:
Getum við greint og
byggt upp það sem er
heilt meðal manna í
stað þess að einblína á
það sem kann að vera
óheilt? Getum við met-
ið einstaklinga út frá
manngildi, hæfileikum
og getu?
Byggjum
upp það
sem er heilt
VERTU ÚLFUR