Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015 Atkvæðagreiðsla um nýjan kjara- samning félagsmanna í Félagi fram- haldsskólakennara og Félagi stjórn- enda í framhaldsskólum hófst í gær og lýkur í dag. Guðríður Arnar- dóttir, formaður Félags framhalds- skólakennara, segist bjartsýn á að samningurinn verði samþykktur, um sé að ræða verulega kjarabót. Kennarar kusu um vinnumat, sem var hluti af kjarasamningi þeirra í lok febrúar, felldu það og þá voru samningarnir, sem skrifað var undir í apríl í fyrra eftir þriggja vikna verkfall, lausir. Sest var að samn- ingaborðinu að nýju og nýr samn- ingur síðan undirritaður 1. apríl. Reyndar er ekki um alla framhalds- skólakennara að ræða, kennarar í Verzlunarskóla Íslands og Mennta- skóla Borgarfjarðar samþykktu vinnumatið, en kennarar í ríkis- reknum framhaldsskólum og Tækni- skólanum felldu vinnumatið. Helsta ástæða þess að kjarasamn- ingurinn var felldur í febrúar var óánægja kennara með nýtt vinnu- mat, sem gagnrýndu m.a. að það fæli í sér mun á kjörum kennara eftir því hvaða greinar þeir kenndu. „Mér finnst fólk vera jákvæðara gagnvart þessum samningi en þeim fyrri, en vissulega eru líka einhverjir sem gagnrýna hann,“ segir Guðríður. Hún segir að meðal þess sem felist í vinnumatinu sé að eftir því sem kennari kenni fleiri nemendum reiknist fjöldi tíma hans meiri. Kynnt viðsemjendum á morgun Um 1.400 félagar í þessum tveim- ur félögum hafa atkvæðisrétt og kosningu lýkur klukkan 16 í dag. Þar sem kosið er rafrænt liggur nið- urstaðan strax fyrir, en hún verður ekki birt fyrr en kjörstjórn kemur saman. Niðurstaðan verður síðan kynnt viðsemjendum á morgun. „Ég er bjartsýn á að kennarar samþykki samninginn. Sjálfri finnst mér þetta þetta nýja kerfi skyn- samlegt. Það gerir vinnu kennara miklu augljósari og sýnilegri,“ segir Guðríður. „Það verður heldur ekki hjá því litið að launahækkanir á samningstímanum eru samtals upp á 11,3%; 9,3% þann 1. júní og 2% 1. janúar 2016. Það hlýtur að vera frummarkmið samninganefndar að kjör kennara batni og ég get ekki sagt annað en að það muni nást, verði samningurinn samþykktur.“ annalilja@mbl.is Kennarar kjósa um kjarasamning á ný  Nýtt vinnumat og 11,3,% launa- hækkun  Formaðurinn er bjartsýnn Morgunblaðið/Þórður Úr framhaldsskóla Framhalds- skólakennarar kjósa um samninga. Forseti Íslands flutti í gær setn- ingarræðu á ráð- stefnu Fletcher- skólans við Tufts- háskólann í Bost- on um norður- slóðir, en hana sækja vísinda- menn, sérfræð- ingar og fulltrúar stjórnvalda í Washington. Segir frá þessu í til- kynningu frá forsetaembættinu. Mun forsetinn einnig funda með stjórnendum Fletcher-skólans og Kennedy-skólans við Harvard- háskóla um aukið samstarf að rann- sóknum á norðurslóðum. Þá mun forsetinn einnig eiga fund með framkvæmdastjóra umhverfis- stofnunar Harvard og viðræður við ýmsa sérfræðinga á sviði hafrann- sókna auk orku- og umhverfismála. Fundirnir sýna vaxandi áhuga há- skóla vestanhafs á rannsóknum og vísindastarfsemi á norðurslóðum. Fundað um norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavíkurborg - skrifstofa eigna og atvinnuþróunar ı Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnargötu 10 ı www.reykjavik.is/sea ı s. 411 11 11 Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins kynningarfundar um fjárfestingu og framkvæmdir í Reykjavík. Sagt verður í máli og myndum frá ýmsum framkvæmdum í borginni og áformum sem eru í deiglunni: Hótel og ferðaþjónusta í Reykjavík – Umfang og uppbygging Þekkingarþorpið í Vatnsmýrinni – Samstarf háskólanna, Landspítalans og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu Samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni – Nýr tengipunktur Austurhöfn – Þjónusta, verslun og íbúðabyggð Iðnaðarsvæði – Gagnaver og græn fjárfesting Faxaflóahafnir – Ný atvinnustarfsemi á hafnarsvæðum Lóðir og nýjar íbúðir – Samstarf um þéttingu byggðar og nýju Reykjavíkurhúsin Fundurinn verður haldinnmiðvikudaginn 15. apríl kl. 8.30 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og er hann öllum opinn. Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8.00. Gert er ráð fyrir að fundurinn verði búinn fyrir kl. 10.00. Opinn kynningarfundur R E Y K J A V ÍK U R B O R G Framkvæmdagleði um alla borg Ný erlend fjárfesting Fjárfesting í Reykjavík Aukin ferðaþjónusta kallar á meiri uppbyggingu Hugmyndir um ný hverfi „Guðröður [Há- konarson] kynnti þær hugmyndir sem uppi eru og snerta uppbygg- ingu í ferðaþjón- ustu sem ég tel um margt áhuga- verðar,“ segir Björn Ingimars- son, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, og vísar í máli sínu til þess að kaup- tilboð liggur nú fyrir af hálfu óstofn- aðs hlutafélags, sem tengist Hildi- brand-hóteli í Neskaupstað, um kaup á Eiðastað. Var það félag kvikmyndaframleið- andans Sigurjóns Sighvatssonar, Stóraþinghá ehf., sem keypti áður- nefnt húsnæði árið 2001. Stóð þá til að reisa þar menningarsetur. Björn segir bæjarráð hafa sam- þykkt að leggja til við bæjarstjórn að sveitarfélagið falli frá forkaups- rétti sínum að þeim eignum sem samningarnir ná yfir. Aðspurður segir Björn umrædda eign vera í nokkuð misjöfnu ásigkomulagi. „Þarna hefur nú ekki verið mikil starfsemi undanfarin ár, en í grunn- inn held ég að þetta sé ágætlega byggt húsnæði.“ Þá segist Björn fagna öllum hug- myndum er snúa að uppbyggingu í ferðaþjónustu á svæðinu. „Við fögn- um öllum hugmyndum sem gætu orðið til þess að efla atvinnulíf og menningu,“ segir hann. Þegar Morgunblaðið náði tali af Guðröði í gærkvöldi vildi hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ferða- þjónusta á Eiðastað  Tilboð komið Björn Ingimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.