Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 104. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Kalt sumar framundan? 2. Dóttirin fann stolna bílinn 3. Fylgst með honum í tæp þrjú ár 4. Rakst á „ÍR-ing“ í Tansaníu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Bandaríska hljómsveitin The Nat- ional mun 22. júní nk. gefa út sex klukkustunda langan gjörning á níu vínilplötum. Gjörningurinn, A Lot of Sorrow, var samstarfsverkefni hljóm- sveitarinnar og myndlistarmannsins Ragnars Kjartanssonar og fólst í því að hljómsveitin lék lagið „Sorrow“ endurtekið í sex klukkustundir í nú- tímalistasafninu MoMA í New York í maí árið 2013. Hljómsveitin lék lagið yfir 100 sinnum. Plöturnar níu verða gefnar út í kassa og rennur ágóði af sölunni til bandarísku heilbrigðis- samtakanna Partners in Health, að því er segir á vef breska dagblaðsins The Guardian. Morgunblaðið/Einar Falur Sex tíma gjörningur á níu vínilplötum  Tónleikar til heiðurs Serge Gains- bourg verða haldnir í kvöld kl. 21 á Kaffi Rósenberg við Klapparstíg. Gainsbourg var franskur söngvari, textahöfundur, píanóleikari, tón- skáld, leikari og leikstjóri og lést árið 1991. Hann var afar vinsæll bæði í heimalandi sínu og utan þess og tón- list hans einkar fjölbreytileg. Lög Gainsbourgs verða flutt í kvöld af hljómsveit sem skipuð er ungum tón- listarmönnum. Unnur Sara Eldjárn syngur, Daníel Helgason leikur á gít- ar, Halldór Eldjárn á trommur og Alex- andra Kjeld á kontrabassa. Á myndinni sést Unnur Sara. Gainsbourg heiðr- aður á Rósenberg Á miðvikudag Suðvestlæg átt 5-13 m/s og skýjað en víða létt- skýjað á Austurlandi. Bætir í vind á Norðvesturlandi um kvöldið. Hiti 2 til 8 stig. Á fimmtudag Sunnan og suðvestan 5-13 m/s. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 5-13 m/s og skúrir en norðlægari á Norðurlandi með dálitlum éljum eða slydduéljum. Dregur úr vindi og úrkomu. Hiti 2 til 10 stig, en um frostmark fyrir norðan. VEÐUR KR-völlurinn er hulinn snjó að hluta en ekki eru nema þrjár vikur í fyrsta leik Íslands- mótsins í knattspyrnu. Knatt- spyrnuáhugamenn velta því fyrir sér hvort völlurinn verði tilbúinn þá en risarnir KR og FH mætast í stórleik fyrstu umferðar. „Við höfum engar áhyggjur eins og veðurspáin er. Leikurinn fer alltaf fram, það er bara spurning í hvaða ástandi völlurinn verður,“ segir vallarstjórinn. » 1 KR-ingar hafa eng- ar áhyggjur Gunnar Magnússon, frá- farandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara ÍBV, verður í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka. Gunnar tekur við starfinu eftir yfirstand- andi leiktíð eftir að hafa stýrt liði ÍBV síðustu tvö árin. Hann tekur við af Patreki Jó- hannessyni, sem hættir þjálfun Haukaliðsins við lok leiktíðar í vor. »1 Flytur frá Vestmanna- eyjum til Hafnarfjarðar Haukar urðu fyrstir til að leggja Tindastól að velli í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfuknatt- leik í ár þegar þeir unnu þriðja leik liðanna á Sauðárkróki í gærkvöldi, 93:79. Haukar, sem hefðu verið úr leik með tapi í gær, voru betri í leikn- um frá upphafi. Heimamenn áttu í vök að verjast. Liðin mætast fjórða sinni í Hafnarfirði annað kvöld. »2 Haukar sneru við taflinu á Sauðárkróki ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem brynjadogg@mbl.is Íva Marín Adrichem var fulltrúi Menntaskólans við Hamrahlíð í Söng- keppni framhaldsskólanna þetta árið. Atriði skólans komst í úrslit en það samanstóð af Ívu, sem sá um söng og spilaði á píanó, Ástu Rún Agnars- dóttur, sem túlkaði lagið á táknmáli, og Þórdísi Dröfn, sem lék á gítar. Stöllurnar fluttu lagið Loving you með Minnie Riperton. Íva er á 17. aldursári og stundar nám á félagsfræði- og tónlistarbraut við skólann. Hún segist vera algjört sviðsskrímsli, en með því á hún við að hún nýti öll tækifæri til að koma fram. Hún hefur sungið frá því hún man eftir sér en byrjaði að læra klassískan söng þegar hún var 13 ára. „Ég er í tveimur kórum, skólakórn- um og Gradualekórnum, í söngnámi, ég er að fara að taka miðpróf í því, og svo læri ég á píanó.“ Mikill jafnréttissinni Íva segir markmiðið með atriðinu hafa verið að reyna að höfða til allra. Upphaflega hafi staðið til að Íva flytti lagið ein með gítarleikara en Ásta hafi haft samband og spurt hvort hún mætti syngja lagið á táknmáli. „Ég tók rosa vel í það. Hún vissi greini- lega hversu mikill jafnréttissinni ég er. Við hefðum getað nýtt hljómsveit sem var í boði í keppninni sjálfri en við ákváðum að gera það ekki þar sem í MH er fullt af tónlistar- og hæfileikafólki, það hefði verið synd að leyfa ekki sem flestum úr skólanum að njóta sín,“ segir hún. Góður námsmaður Íva stefnir á að ljúka námi á þrem- ur árum í stað fjögurra líkt og flestir gera. Hún segist vera góður náms- maður og bætir við, glettin í bragði, að hún hafi alltaf vilja flýta sér að öllu. „Oftast er það aðgengilegt en stundum ekki og því þarf ég að takast á við mótlæti og vesen en það er þó alltaf yfirstíganlegt. Maður lærir líka mikið á því,“ segir Íva, aðspurð hvort allt námsefni sé aðgengilegt fyrir hana, þar sem hún er blind. Íva myndi vilja sinna félagslífinu í skólanum betur og taka meiri þátt í því sem nemendafélagið býður upp á. Hún reynir þó að mæta á böll og helstu viðburði á vegum skólans. Tón- listin er tímafrek en hún nær þó góð- um stundum með fjölskyldu sinni, sem er mjög samrýnd, en hún er allt- af í fyrsta sæti. Í sumar ætlar Íva að vinna og fara í Mið-Evróputúr með Gradualekór Langholtskirkju. Kór- inn ferðast til Þýskalands, Austur- ríkis og Sviss en eftir kórferðina ætl- ar Íva að heimsækja fjölskyldu sína í Hollandi. Lífið snýst um söng og tónlist  Í píanó- og söngnámi og í tveimur kórum Morgunblaðið/Golli Söngkeppni Í atriði Menntaskólans við Hamrahlíð spilaði Íva Marín Adrichem á píanó og söng, Ásta Rún Agnars- dóttir túlkaði á táknmáli og Þórdís Dröfn lék á gítar. Þær komust í úrslit söngkeppninnar, sem sýnd var á RÚV. Söngkeppni framhaldsskólanna var haldin í 25. skiptið um síðustu helgi en í keppninni hefur fjöldi landsþekktra tónlistarmanna stigið sín fyrstu skref. Fulltrúar úr 29 skólum kepptu á laugardeginum og 12 skólar komust í úrslit og fluttu lög sín aftur um kvöldið, í beinni útsendingu á RÚV úr gamla sjón- varpshúsinu. Atriði Menntaskólans í Reykjavík bar sigur úr býtum, Borgar- holtsskóli hreppti annað sætið og Fjölbraut í Garðabæ það þriðja. Atriði Fjölbrautaskólans í Garðabæ var jafnframt kosið vinsælasta atriði keppninnar samkvæmt símakosningu. Í dómnefnd sátu Sigríður Thorlacius úr hljómsveitinni Hjaltalín, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir úr FM Belfast og Krummi Björgvinsson. Steiney Skúladóttir og Vilhelm Anton Jónsson (Villi naglbítur) voru kynnar. Fulltrúar frá 29 skólum SÖNGKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.