Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015
✝ Sigurður Jó-hann Þor-
björnsson var
fæddur á Bakka í
Siglufirði 23. júní
1926. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eir á páska-
dag, 5. apríl 2015.
Foreldrar hans
voru hjónin Þor-
björn Jósefsson og
Oddný Kristín
Baldvinsdóttir. Bræður hans
voru Friðvin og Hallgrímur
sem eru látnir og Guðjón sem
er á lífi.
Sigurður kvæntist Svan-
björgu Sigurjónsdóttur, f. 11.
maí 1929, þann 16. apríl 1949.
Foreldrar hennar voru hjónin
Sigurjón Pálsson og Júlía
Guðný Magnúsdóttir. Eignuðust
þau átta börn: Þorbjörn Rúnar
sem er látinn, Sigurjón, Oddný,
Hallgrímur Þór,
Svala, Ásdís, Sig-
rún og Sigurður
Baldvin. Barna-
börnin þeirra eru
22 og barnabarna-
börnin eru orðin
33.
Sigurður var
gagnfræðingur frá
Gagnfræðaskóla
Akureyrar og var
einn af stofn-
félögum Flugbjörgunar-
sveitarinnar. Hann lærði bif-
vélavirkjun á Reykjavíkur-
flugvelli þar sem hann starfaði
ásamt því að sinna starfi hjá
togaraafgreiðslunni. Lengst af
vann hann hjá Vita- og hafna-
málastofnun, þar sem hann
endaði starfsævi sína.
Útför Sigurðar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 14. apríl
2015, kl. 13.
Elsku pabbi minn, þú ert far-
inn frá okkur. Ég er svo fegin og
þakklát fyrir að hafa átt þig.
Minning um pabba sem var ein-
staklega hlýr, góður, klár, örlát-
ur, með fallegt bros og alltaf
stutt í kímnina.
Pabbi gat reddað og bjargað
öllu, allt lék í höndum hans og
það var hans ánægja að ögra
sjálfum sér með allskonar erfið-
um verkefnum. Heimili mömmu
og pabba var mjög oft eins og
viðgerðarverkstæði og aldrei
sagði hann nei þegar hann var
beðinn að laga og redda öllum
stærðum og gerðum af allskonar
tækjum og tólum og aldrei tók
hann borgun fyrir.
Mamma tók þessu með stakri
þolinmæði, einhvern veginn var
þetta bara sjálfsagt.
Pabba tókst að finna tíma til
að fara með okkur krakkana á
skíði, í sund, að veiða o.fl. þrátt
fyrir mjög langa vinnudaga.
Hann var góður íþróttamaður og
það var alger unun að horfa á
hann renna sér á skíðum niður
brekkurnar með sinn einstaklega
fallega stíl.
Pabbi var einstaklega góður
penni og minnist ég þess þegar
ég bjó í Bandaríkjunum á mínum
yngri árum hvað ég hlakkaði allt-
af til að fá bréfin frá honum sem
voru uppfull af skemmtilegum og
húmorískum frásögnum, oftar en
ekki fylgdu líka galsafull ljóð
með.
Þessi bréf eru mikill fjársjóður
fyrir mig og eru vel geymd.
Barnabörnunum var hann
góður og elskaði hann hvert og
eitt þeirra.
Afi var alltaf að bardúsa eitt-
hvað enda var hugmyndaflugið
hans alveg óþrjótandi og höfðu
börnin gaman af.
Dætur mínar elskuðu afa sinn
út af lífinu og hafði elsta dóttir
mín, hún Sigrún heitin, oft orð á
því hvað hún kviði fyrir því þegar
Siggi afi færi.
Hún þarf víst ekki lengur að
kvíða því, nú er hann farinn á
hennar fund.
Í dag er komið að kveðju-
stund, elsku pabbi, takk fyrir að
hafa verið góður og elskandi faðir
og alltaf til staðar fyrir mig og
mína.
Minningar um þig munu ylja
mér um alla framtíð.
Þín dóttir,
Ásdís.
Hann elsku pabbi minn hefur
kvatt þennan heim eftir erfiða
sjúkdómslegu. Að horfa upp á
þennan hrausta og heilbrigða
mann verða erfiðum sjúkdómi að
bráð er sárara en tárum taki, þó
að aldraður væri.
Pabbi var grannur að eðlisfari
og léttur á fæti, en margra
manna maki þegar kom að því að
lyfta þyrfti grettistaki.
Oft hef ég sagt að ef einhver
myndi bjarga sér uppi á Vatna-
jökli allslaus og bara með hug-
vitið eitt sér til hjálpar, þá væri
það hann.
Ef pabba hefði enst ævin og þá
helst til 110 ára hefði hann aldrei
skort áhugamál.
Hann og mamma byggðu sér
sumarbústað í Skorradal löngu
áður en það gerðist almennt og
að sjálfsögðu voru þar minnst
tvær gerðir af bátum í senn. Þau
veigruðu sér ekki við að taka
bátana langt upp á land fyrir vet-
urinn bara tvö – það tók því ekki
að bíða eftir öðrum, hvað þá að
biðja um hjálp. Við systkin og
barnabörn og allir sem áttu leið
hjá voru alltaf velkomnir í kaffi
og með því og helst mat og gist-
ingu líka.
Þegar heilsa þeirra fór að
þverra keyptu Svala og fjöl-
skylda bústaðinn og þykir mér
mjög vænt um það.
Pabbi og mamma brölluðu
margt saman og voru miklir vin-
ir. Við systkinin höfum ferðast
um allt land frá fjöru til fjalla á
rússajeppanum og var það aðal-
lega að ég held vegna ævintýra-
þrár mömmu og pabba og oft var
Friðvin föðurbróðir og hans góða
fjölskylda með í för.
Þessi ferðaþrá hefur fylgt
flestum okkur systkinum upp frá
þessu.
Ef eitthvað bilaði hjá okkur
var pabbi fyrstur á staðinn ásamt
mömmu ef ske kynni að hún gæti
nú hjálpað líka. Engu var hent ef
vera skyldi að hægt væri að nota
síðar, og alltaf studdi mamma
hann í þessu.
Þau fóru saman á sjó á Svan-
björginni, bátnum sem pabbi gaf
náttúrlega nafn elskunnar sinn-
ar.
Pabbi og mamma áttu saman
um 70 ár, og elsku mömmu bíður
nýtt hlutverk og það er að vera
ein án æskuástarinnar og ástar
lífs síns, en hún má vita það að
það verður engin lognmolla í
kringum hana frekar en fyrri
daginn. Nú er komið að okkur að
gæta hennar.
Við systkinin vorum heppin að
alast upp við ást og umhyggju
foreldra okkar og þakka ég fyrir
það.
Litríkir persónuleikar eins og
pabbi var, eru ekki á hverju strái
og kveð ég pabba minn með mikl-
um söknuði.
Elsku pabbi, vegni þér vel á
ferðalaginu sem þú ert farinn í.
Þín dóttir,
Sigrún.
Minning um elsku pabba
minn.
Daginn sem þú komst í heiminn,
gréstu en ástvinir þínir glöddust. Lifðu
þannig að daginn sem þú kveður, gráti
ástvinir þínir en þú sért sjálfur glaður.
Orð Sören Kirkegaard finnst
mér eiga vel við líf föður míns
sem lést á páskadag, umvafinn
ástvinum sínum.
Í lífinu fara saman gleði og
sorg líkt og rós og þyrnar. Ungur
missti faðir minn móður sína er
dó ung frá fjórum sonum. Hann
talaði oft um móður sína, fullur
söknuðar, og um æskuna heima á
Siglufirði. Eftir móðurmissinn
fór hann í fóstur til yndislegra
hjóna á Akureyri, þeirra Krist-
ínar og Guðmundar. Til þeirra
bar hann ætíð hlýjar tilfinningar
og orti þessa vísu um fósturmóð-
ur sína.
Í huga sé ég stjörnu sem skín mér æði
bjart.
Hún Kristín Magnúsdóttir sem var mér
næstum allt.
Í móðurstað hún gekk mér er ungur ég
var.
Ég þakka alla blíðu sem hún í brjósti
bar.
Eftir gagnfræðanám á Akur-
eyri hélt hinn ungi maður til
Reykjavíkur og fann þar ástina
sína, hana móður mína.
Ung að aldri urðu þau foreldr-
ar, hún aðeins sextán ára og hann
þremur árum eldri. Þá átti fólk
að taka ábyrgð á sér og sínum.
Það gerðu þau með sóma, komu
upp átta börnum án barnabóta
sem voru þá enn á teikniborði
framtíðarinnar. Þröngt máttu
sáttir sitja, en alltaf var pláss fyr-
ir þá sem þurftu gistingu eða
barnapössun. Greiðvikni og
hjálpsemi voru þeim í blóð borin.
Faðir minn var mikilhæfur
maður, hugur hans var ætíð frjór
og áhugamálin á ævinni mörg.
Skíði og skíðastökk á sokka-
bandsárunum á Akureyri varð
honum oft tíðrætt um, enda
skíðamaður góður. Allt sem varð-
aði tækni og verksvið var hins
vegar hans helsta áhugasvið, þar
kom enginn að tómum kofunum
hjá honum. Ekkert verkefni var
svo stórt að ekki væri hægt að
leysa það.
Frelsi pabba til athafna var
honum nauðsynlegt í lífinu og tók
mamma oftast þátt í því með hon-
um, sjóferðir, veiðiferðir og allar
útilegurnar með krakkaskarann.
Ótal minningar sem ylja leita á
hugann, pabbi var alltaf til staðar
þegar á þurfti að halda, þess
vegna er mér svo kært að hafa
verið til staðar þegar hann þurfti
á því að halda.
Elsku pabbi minn, mynd þína
og minningu mun eg ætíð geyma
í hjarta mínu. „I love you“ eins og
þú sagðir svo oft við okkur.
Takk fyrir alla ástúðina.
Þín dóttir,
Svala.
Elsku afi kvaddi okkur á
páskadag, afi grallari, afi húm-
oristi, afi umhyggjusami, afinn
okkar. Það breyttist ekki þótt af-
komendum ömmu og afa fjölgaði
hratt og jafnt og þétt, allir voru
einstakir í augum afa. Hann hafði
alltaf nóg af tíma, ást og gleði
fyrir okkur öll. Þrátt fyrir að
vera fíngerður maður var alltaf
pláss í fanginu á honum.
Afi var handlagið tæknitröll,
hann átti sitt herbergi í Háagerð-
inu fyrir tölvur, talstöðvar og
önnur tæki og tól, flest í góðu lagi
en önnur sem biðu þess að hann
kæmi þeim í lag. Það var eitt af
því ævintýralega í barnæskunni
að fá að fara með afa á haugana
til að finna gersemar sem aðrir
höfðu gefið upp á bátinn, afi gaf
þessum gersemum framhaldslíf.
Frá útvarpstækjum til þvotta-
véla; allt fékk þetta annað tæki-
færi. Siggi Bjarki spurði hann
eitt sinn hvernig hann færi að því
að koma öllu í lag aftur. Svarið
var einfalt: „Maður finnur bara
bilunina og hendir henni út um
gluggann.“ Þetta var einmitt það
sem einkenndi afa, hann var aldr-
ei að mikla hlutina fyrir sér eða
flækja þá.
Margir hafa heyrt söguna af
Snæja þegar hann var stoppaður
á Álftanesveginum, á þríhjólinu
sínu! Þegar hann var spurður
hvert hann væri að fara var svar-
ið mjög ákveðið, hann var jú auð-
vitað að leggja af stað upp í
Skorradal! Já, Skorradalur var
undraheimur barnsins og marg-
ar ómetanlegar minningar eigum
við þaðan. Smíðaverkstæðið,
bátsferðirnar og kamínan eru
meðal þess sem sköpuðu þennan
undraheim. Þarna var afi sko á
heimavelli, alltaf nóg að gera við
að smíða og dytta að. Þrátt fyrir
að hafa nóg að gera virtist hann
hafa ótakmarkaðan tíma til að
sinna öllum á einn eða annan hátt
eins og að skreppa með krakka-
skarann út á bát og freista þess
að ná í soðið, saga eldivið sem var
stórt áhugamál hjá okkur, því
auðvitað fengum við að sjá til
þess að eldurinn slokknaði ekki í
kamínunni. Alltaf var hann tilbú-
inn að finna til spýtur sem við
gátum tálgað eða smíðað okkur
báta úr, til að fleyta á vatninu. Afi
átti oftar en ekki frumkvæðið að
þessu öllu, hann naut þess að
vera einn af okkur.
Æðruleysi afa var algjört og
hann tók hlutina ekki of hátíð-
lega. Amma og afi komu eitt sinn
út á Álftanesið til að passa yngsta
gorminn á heimilinu sem þá var
um tveggja ára. Sá litli gekk að
afa sínum og rétti honum bolla
með vatni og sagði: „Afi dúpa
(súpa)“ og afi kláraði auðvitað úr
bollanum, stuttu síðar kom sá litli
aftur til afa, búinn að fylla boll-
ann aftur af vatni, og sagði: „Afi
dúpa“, afi kláraði vatnið en ákvað
að kanna hvaðan barnið náði í
þetta fína vatn. Sá stutti leiddi
afa inn á baðherbergi og sýndi
honum stoltur ofan í klósettskál-
ina! Afi sá bara spaugilegu hlið-
ina á þessu og hafði gaman af því
að rifja upp þessa sögu.
Elsku amma, vá hvað þið afi
voruð heppin að finna hvort ann-
að og við afkomendurnir ennþá
heppnari. Það eru sannkölluð
forréttindi að eiga ömmu og afa
eins og ykkur! Við söknum Sigga
afa sárt en við erum endalaust
rík í hjarta okkar og minning-
arnar um hann munu halda á
okkur hita um ókomna tíð.
Svanbjörg, Snæbjörn,
Sigurður Bjarki og fjöl-
skyldur (Didda, Snæi
og Siggi Bjarki).
Sigurður Jóhann
Þorbjörnsson
✝ Jón Vilhjálms-son fæddist 17.
júlí 1944 í Reykja-
vík. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 4.
apríl 2015.
Foreldrar hans
eru Kristín Álfheið-
ur Jónsdóttir hús-
móðir sem lifir son
sinn og Vilhjálmur
Ingólfsson málara-
meistari, látinn. Systkini Jóns
eru Anna Friðrika, Ingibjörg,
Álfheiður og Ásgeir.
Jón kvæntist 9. apríl 1966 eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Guð-
rúnu Jónu Þorbjörnsdóttur, f. 4.
febrúar 1948, og eiga þau fjögur
börn. Þau eru: 1. Erla Þorbjörg,
f. 3.10. 1966, gift Kristmundi
Gylfasyni og eiga þau fjögur
börn og tvö barnabörn: a) Harpa
Dögg, f. 6.1. 1983, gift Amadou
Barry og eiga þau börnin Vikt-
firði og minntist þess tíma ávallt
með gleði og hlýju. Jón hóf ung-
ur að árum að starfa með föður
sínum við húsamálun og tók
sveinspróf í faginu árið 1965 og
öðlaðist meistararéttindi árið
1978. Hann rak málningar-
þjónustu fyrir eigin reikning frá
þeirri stundu og veitti fjölda
manna vinnu um starfsævi sína.
Heildsölu með leikföng og tóm-
stundavörur rak Jón um stutt
skeið með æskufélaga sínum.
Jóni var margt til lista lagt og
sinnti ýmsum hugðarefnum sín-
um, var mikill safnari fágætra
steina og listmuna sem oft þurfti
að betrumbæta til fyrra horfs.
Jón var góður teiknari og list-
málari hvort sem unnið var með
vatnsliti eða olíumálningu. Jón
naut sín við veiðiskap úti í nátt-
úru landsins og hann hafði yndi
af ferðalögum með fjöldskyldu
og vinum bæði innanlands og ut-
an.
Útför Jóns fer fram frá Ár-
bæjarkirkju í dag, 14. apríl
2015, og hefst athöfnin klukkan
15.
oríu Erlu og
Adoulaye Odinn. b)
Gylfi Jón, f. 25.7.
1988. c) Þorvaldur
f. 16.10. 1990, í
sambúð með Diana
Marie Jörgensen.
d) Viktor Arnar, f.
14.11. 1996. 2. Vil-
hjálmur, f. 17.5.
1968, í sambúð með
Kristínu Sigurfljóð
Konráðsdóttur og
eiga þau tvö börn: a) Halldór
Rúnar, f. 2.9. 1997 og b) Katrín
Sigurfljóð, f. 16.11. 2004. 3.
María Rós, f. 22.2. 1971, gift
Karli Georg Ragnarssyni og
eiga þau tvö börn: a) Jón Krist-
ófer, f. 25.6. 1992, og b) Guðrún
Ragna, f. 26.2. 1998. 4) Jóhannes
Oddur, f. 12.9. 1980, í sambúð
með Guðrúnu Línu Thoroddsen.
Jón ólst upp í Reykjavík en í
æsku dvaldi hann sumrin hjá
föðurforeldrum sínum á Ólafs-
Ljúfmenni er fallið frá. Ég
minnist föður míns með hlýju
og þakklæti. Hugurinn reikar
til æskunnar og til föður sem
hafði lítinn snáða oft með sér
víða, í veiðiferðir fram á nætur,
í heildsöluna að stússa, sem
hjálparhellu við uppgerð gam-
allar íbúðar.
Alltaf fékk snáðinn á tilfinn-
inguna að hlutverk hans skipti
máli, honum var veitt ábyrgð
og hrósað fyrir unnið verk.
Faðir minn veitti mér vinnu við
húsamálun frá fjórtán ára aldri
og vann ég hjá honum í um tíu
ár.
Vinnan tryggði skólastrák
tekjur alla skólagönguna, en
það sem meira er um vert var
veganestið fyrir lífið.
Faðir minn var góður meist-
ari og ég lærði góð vinnubrögð
hjá honum. Hann lagði áherslu
á að gæðin lægju ekki síður í
undirbúningi verka en loka-
strokunni. Ég hef lært að yf-
irfæra þessi sannindi á lífið
sjálft.
Ég minnist mannkosta föður
míns, handbragðsins, vinnu-
seminnar, fagmennsku, list-
hneigðar og hæfileika á því
sviði, kímnigáfu, nýtni og
hversu vel hann fór með sitt.
Hann naut þess að horfa á góð-
ar bíómyndir, lestur bóka og
tónlistar af ýmsu tagi. Veiði var
áhugamál sem hann stundaði
með góðum vinum.
Árlega var farið í mörg
ferðalög innanlands og utan.
Ein ferð stendur upp úr í huga
margra vina og ættingja, sem
fóru með honum upp á Arn-
arvatnsheiði á gömlum her-
sjúkrabíl af Dodge Weapon-
gerð, sem hafði verið breytt í
smárútu.
Í öllum þessum ferðum var
gleðin með í för og hrotukons-
ertinn sunginn inn í bjartar
sumarnætur.
Faðir minn var kvæntur
móður minni í 49 ár. Þau áttu
ástríkt og gott hjónaband en
oft undraðist ég þolinmæði
móður minnar gagnvart áfeng-
issýki föður míns. Bakkus
markaði spor á lífsgönguna og
sjúkdómurinn var frekur á
heilsu og vinnuþrek föður míns.
Foreldrar mínir áttu það sam-
eiginlegt að veita okkur börn-
unum gott uppeldi, en ekki síð-
ur frelsi til að lifa lífinu eftir
okkar eigin höfði að uppeldinu
loknu og fyrir það er ég þakk-
látur.
Faðir minn, Guð gefi þér ljós
og frið.
Þinn sonur,
Vilhjálmur.
Elsku pabbi minn er látinn,
hversu oft hefur maður ekki
lesið þessa línu án þess að gera
sér grein fyrir þeim sársauka,
sorg og söknuði sem henni
fylgir.
Elsku pabbi minn, öll orð
virðast fremur fátækleg á þess-
um tíma, en minningarnar sem
flæða fram eru svo óendanlega
margar, eins og síðastliðið sum-
ar þegar þú hélst upp á þinn
stóra afmælisdag og húsið var
vægast sagt fullt af fólki, það
laumaðist að sá grunur að þú
værir veikur, en að veikindin
væru svona alvarleg hefði ég
nú ekki reiknað með.
Þar sem ég ligg hér í sóf-
anum þínum og virði fyrir mér
allar þær gersemar sem þú hef-
ur fyllt heimili ykkar mömmu
af koma upp minningar um
ýmsar ferðir bæði innanlands
og utan, þar sem nýir hlutir
prýddu heimilið sem minning
um hverja ferð.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(Valdimar Briem)
Elsku pabbi minn, ég kveð
þig með sorg í hjarta.
Þín
Erla.
Glettinn, vinnusamur, snyrti-
menni, fagurkeri, fagmaður, li-
taglaður, veiðimaður, ferða-
langur og með tindrandi svart
hár. Þessi lýsing átti við pabba
minn.
Minningar ryðjast fram af
miklum þunga frá barnæsku
minni sem einkenndist af sjálf-
stæði okkar barnanna, útlanda-
ferðum, tjaldútilegum og sum-
arbústaðarferðum. Seinni árin
naut ég og fjölskylda mín sam-
veru með pabba í sumarhúsa-
kotinu okkar, þar komu margir
gullmolar frá pabba í sögu-
formi, dreypt á rauðvíni, enda-
laust hægt að spila, en þá
þurfti hann að hafa „réttu“
spilagleraugun.
Það er komið að kveðjustund
okkar pabba, með sorg og
söknuði kveð ég stórbrotinn
mann og fyrirmynd mína á
mörgum sviðum.
Þín dóttir,
María Rós.
Blessaður góði. Þetta var
orðatiltæki sem við notuðum
ætíð í hvert sinn sem við hitt-
umst. Hvað segir okkur þetta
um einn af mínum bestu vinum
sem nú er fallinn frá.
Jú, virðing og tillitssemi á
báða bóga í samskiptum manna
á milli.
Fallegir hlutir valdir eða
gerðir af honum sjálfum fylgdu
honum þegar hann kom í heim-
sókn. Oftar en ekki sérvaldir
hlutir úr Góða hirðinum. Fyrir
þremur mánuðum vann hann
seinasta verk sitt fyrir mig við
málun húsnæðis með bros á
vör, hoppandi í stiga við verk
sitt og sönglaði lagstúf.
Þetta er sú besta og ynd-
islegasta minning sem til er
eftir fráfall fyrir-
myndartengdaföður.
Far þú á guðs vegum.
Þinn tengdasonur,
Karl Georg.
Jón Vilhjálmsson