Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is NISSAN QASHQAI SE 05/2012, ekinn 107 Þ.km, DIESEL, sjálfskiptur. Verð 3.890.000. Raðnr. 253362 NISSAN QASHQAI+2 SE 06/2011, ekinn 77 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, 7manna. Verð 3.980.000. Raðnr. 253442 SUZUKI GRAND VITARA LUXURY 01/2011, ekinn 48 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, leður ofl. Verð 3.690.000. Raðnr. 285657 BMW 530D 09/2006, ekinn 93 Þ.km, DIESEL, sjálfskiptur. Gríðarlega flott eintak!Verð 4.290.000. Raðnr. 133687 AUDI A4 AVANT 1,8 TURBO 02/2011, ekinn 42 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, leður ofl. Verð 5.490.000. Raðnr.253431 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lífsbarátta íslenskra refa er upp á líf og dauða. Einar Guðmann (www.gudmann.is) ljósmyndari varð vitni að hrikalegum slag tveggja steggja á Hornströndum þegar fengitíminn stóð sem hæst. Einar fór ásamt fleirum norður í Hornvík í síðari hluta mars sl. Þau dvöldu þar í viku og fylgdust með refum. Fyrstu dagana voru refirnir styggir við gestina en vöndust þeim fljótt. Það var mikill snjór og fimb- ulkuldi og oft hvasst með skafrenn- ingi. Það var köld vist í snjóholu eða snjóbyrgi til að bíða eftir réttu myndefni en það skilaði árangri. Skyndilega heyrði Einar skerandi ýlfur og ámátlegt væl. Þetta reynd- ust vera ástarköll steggs og læðu. Þau náðu saman, mökuðust í skaf- renningnum og festust saman eins og tilheyrir við mökun refa. Þriðji refurinn, steggur, sem átti næsta óðal við parið, nálgaðist samfasta refina. Steggurinn, sem var enn fast- ur við læðuna, varð kolvitlaus meðan sá staki gerði sig líklegan til að ráð- ast á parið. Óhljóðin í refunum mögnuðust og urðu reiðilegri. Læð- an reyndi að losna frá steggnum sín- um, sem varðist árásum óboðna gestsins. Skyndilega losnaði læðan og þá hófst blóðugur bardagi steggj- anna. „Tennur sukku í andlit, augu, læri og háls. Heiftin var taumlaus,“ skrif- aði Einar. Paraða steggnum tókst að bíta yfir auga og kjálka óboðna rebbans og kaffæra hann í sjónum svo hann varð holdvotur. Sá sigraði komst undan helsærður. Ljósmyndir/Einar Guðmann Heift Parið, sem var fast saman eftir mökun, tók ekki vel á móti stegg af næsta óðali sem ætlaði að ráðast á þau. Reiðiöskrin hljómuðu um Hornvíkina og læðan reyndi að slíta sig lausa. Slagurinn Steggirnir slógust upp á líf og dauða. Sá paraði hafði hinn undir á endanum, kaffærði hann í polli svo refurinn gegnblotnaði í frostinu. Tilhugalíf Ástarhljóð refanna líktust skerandi ýlfri og ámátlegu væli. Hér er tilhugalífið komið á fullt og steggurinn brosir á sinn hátt til kerlunnar. Ástir og örlög refanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.