Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur á tilfinningunni að ein- hverjir séu að leyna þig mikilvægum stað- reyndum. Gerðu ráð fyrir því að sinna skap- andi störfum á næstunni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér hættir til að vera óskipulagður og gleyminn. Ekki er ráðlegt að leggja spilin á borðið núna, misskilningur og blekkingar liggja í loftinu. Galdrar gerast ef maður trúir því nógu mikið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þegar einhver segir þér að þú get- ir reitt þig á viðkomandi skaltu deila í með tveimur. Vitandi það er það á þína ábyrgð að taka afstöðu með réttlátum málstað. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Fyrir meira en 400 árum sagði hinn vitri Erasmus: „Í blindra manna landi er sá eineygði konungur.“ Athugaðu hversu mikil alvara fylgir máli og afgreiddu það svo eftir ástæðum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Mundu bara að halda ró þinni á meðan því upphlaup hafa ekkert upp á sig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það liggur ýmislegt jákvætt í loftinu en þú þarft að vanda þig þegar þú velur þá hluti sem þú vilt sinna. Láttu undan því þá munt þú koma meiru í verk. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hver er sinnar gæfu smiður segir mál- tækið og það á við um þig sem aðra. Reyndu að ná samkomulagi með því að sýna sanngirni en gæta líka eigin hagsmuna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Leggðu þitt af mörkum svo að samstarfið gangi áfallalaust fyrir sig. Margir átta sig alls ekki á því hvert raunverulegt vandamál þeirra er. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þig langar að nota eitt verkefni til að forðast annað. Ekki láta gylliboð og skyndigróða afvegaleiða þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Lánið leikur við þig þegar fjárfest- ingar eru annars vegar. Brettu bara upp ermarnar og byrjaðu að vinna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gættu þín í umgengni við aðra, einkum þá sem þú hefur ekki ástæðu til að telja á þínu bandi. Einhleypir eru í þann mund að kynnast nýjum ástvini. 19. feb. - 20. mars Fiskar Allt virðist leika í höndunum á þér og þú nýtur aðdáunar annarra. Vertu því óhræddur við að leita þér aðstoðar til þess að þú getir skilað af þér verkefnum í tæka tíð. Arnar Sigbjörnsson skrifaði íLeirinn: Það hefur varla farið fram hjá neinum að Megas varð sjötugur í vikunni. Þrátt fyrir blendinn hug landans í gegnum tíðina er að- dáun á meistaranum augljós um þessar mundir. Ef staðið er hæst á stalli er strembið að verjast falli. En Megas er klettur sem mjög sjaldan dettur þótt stallurinn stundum halli. Það hefur verið rysjótt tíð. Sig- rún Haraldsdóttir lét það ekki á sig fá en sagði: „Ég lét ekki bug- ast þó að í dag væri bæði rok og rigning og sinnti útreiðunum með stæl. Fast mig lamdi rigning reið og rokið var með læti, því ég klárnum skellti á skeið og skríkti af tómri kæti.“ Jón Arnljótsson hafði orð á því á laugardag, að „í morgun var óveður, sem spáð hafði verið, ekki komið og fleiri slík hafa klikkað“: Vindar oft þó vel sig sperri og vissar dembur fáir, sjaldan eru veður verri, en Veðurstofan spáir. Davíð Hjálmar Haraldsson minnti á að nútíma veðurfræði er ekki einhlít: Oft er veðrið vandasamt að spá í, virðast þeir samt reyna, fræðingarnir. Máske ættu mennirnir að gá í músarholur eða kindagarnir? Þennan sama laugardag skrifaði Sigurlín Hermannsdóttir: Allt hvítt þegar ég fór á stjá í morgun. Þá fæddist þetta: Á langferð hún sá nú lítinn hæng í lóuna togaði strengur. Hún brá því undir sig betri væng og brunaði eins og gengur En vorið hvarf undir hvíta sæng og hvílist þar eitthvað lengur. Og svo var „nammidagur – af því að það er að koma helgi“: Finnbjörgu fannst það hreint smotterí er fór hún og keypti sér gotterí og ídýfu og snakk hún át uns hún sprakk og sagði þá: Lífið er lotterí. Á Boðnarmiði orti Hallmundur Kristinsson: Karl hennar Kollu á Akri, kallaður oft hinn vakri, skammlítið bjó. Skilaði þó skuldastöðunni lakri. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Megasi, veðrinu og nammibar Í klípu „ÞAÐ ER EKKI AUÐVELT AÐ SANNFÆRA GOTT FÓLK UM AÐ VERA ÁFRAM. ÞAÐ SNÝST ALLT UM AÐ SETJA ÞVÍ TAKMÖRK“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ER ORÐINN LEIÐUR Á ÞVÍ AÐ SJÁ ÞENNAN VATNSTANK FARA FRAMHJÁ TÍU MÍNÚTUR YFIR NÍU Á HVERJUM EINASTA MORGNI“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...að leyfa honum að lesa dagblaðið fyrst. ÉG HEF VERIÐ AÐ HUGSA ÉG ER UPP MEÐ MÉR... EN ÉG ÓTTAST AÐ ÉG GETI ÞAÐ EKKI ÉG BÝST VIÐ AÐ ÉG SÉ EKKI SÁ FYRSTI SEM ÞÚ HRYGGBRÝTUR GIFSTU MÉR OG GERÐU MIG AÐ HAMINGJUSAMASTA MANNI Í HEIMI VÁ! OG ÞEIR SÖGÐU AÐ ÞAÐ VÆRI EKKI HÆGT! OG... BÍDDU, ER MEIRA?! Víkverji reynir að halda í verðvit-und sína eins og rjúpan rembist við staurinn. Yfir neytendur flæða tilboð um hinn og þennan afsláttinn, stundum upp á marga tugi prósenta. Verslanir gefa upp „verð fyrir“ og „verð eftir“ og Víkverji efast um að nokkur átti sig á hvað verðið var áð- ur. Fólk myndi þá ekki gera annað en að fylgjast með verðlagningu verslana. x x x Eftirlitsaðilar eins og Neytenda-stofa, Neytendasamtökin, Sam- keppniseftirlitið og hagdeild ASÍ reyna hvað þeir geta til að fylgjast með markaðnum en verslanir kom- ast áreiðanlega upp með ýmis belli- brögð. Vissulega er eitthvert aðhald í verðkönnunum ASÍ en Víkverja grunar að t.d. matvöruverslanir séu búnar að sjá út hvaða vörur lendi í könnunum og haldi vöruverðinu niðri þannig. Víkverji er í eðli sínu efasemdamaður og á erfitt með að treysta þeim sem hann á viðskipti við, sama hvort það er kaupmaður, tannlæknir, bifvélavirki, lögmaður eða læknir. Alltaf er uppi illur bifur um að verið sé að pretta og okra á saklausu almúgafólki. x x x Það kemur nær ævinlega fyrirþegar farið er í búð að versla í matinn að Víkverji hristir höfuðið yf- ir okurverði á ýmsum vörum. Af hverju er t.d. harðfiskur svona hrikalega dýr? Það er ekki eins og framleiðslukostnaður sé hár við að þurrka fisk. x x x Þetta á við um fleiri matvörur.Álegg er gott dæmi. Kunningi Víkverja vakti á því athygli að hann hefði farið út í búð og keypt hangi- kjötsbréf, sem vó heil 170 grömm. Fyrir þetta þurfti hann að borga hvorki meira né minna en 770 krón- ur, sem jafngildir um 4,5 krónum fyrir hvert gramm. Kílóverðið af þessu hangiáleggi er því um 4.500 krónur. Er þetta ekki galið? Víkverji er á því að minnsta kosti. Það er líka galið að borga 300 krónur fyrir hálf- an lítra af kolsýrðu vatni. Þess vegna notar Víkverji Soda Stream. víkverji@mbl.is Víkverji En helgið Krist sem Drottin í hjörtum ykkar. Verið ætíð reiðubúin að svara hverjum manni sem krefst raka fyrir von- inni sem þið eigið. (Fyrra Pétursbréf 3:15) • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is • BLI A3 MFP Line of the Year 2013 • BLI A3 MFP Line of the Year 2012 • BLI A3 MFP Line of the Year 2011 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.