Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015 Nýtni, hagsýni og minni sóun eru ær og kýr Rakelar Garðarsdóttur í hennar nútímalega neytendaþætti. NEYTENDAVAKTIN www.hringbraut.is við miðlum af reynslu Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Rannsókninni var ekki ábótavant. Þetta er bara niðurstaða dómsins eftir að farið var yfir málsatvik og þau metin út frá lögunum,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, en ellefu starfsmenn Húsasmiðjunnar, Byko og Úlfsins byggingarvara voru á dögunum sýknaðir af ákæru sérstaks sak- sóknara. Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri byggingarsviðs Byko var hins vegar dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fang- elsi. Fyrst voru 19 handteknir Alls verða um 90 milljónir króna greiddar úr ríkissjóði í málsvarn- arlaun verjenda. Sérstakur sak- sóknari höfðaði málið á hendur starfsmönnunum í maí síðastliðn- um vegna gruns um verðsamráð. Rannsóknin hófst þó í mars 2011 þegar Sam- keppniseftirlitið og efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra framkvæmdu húsleitir hjá Byko, Húsasmiðjunni og Úlfinum bygg- ingarvörum. Í fyrstu voru 19 manns handteknir en þeim sleppt að loknum yfirheyrslum. Rúmri viku síðar voru 15 handteknir og færðir til frekari yfirheyrslu. „Nú er þetta niðurstaða í Hér- aðsdómi, þá fara menn náttúrlega bara fyrst og fremst yfir forsendur dómsins og meta hvað það er sem dómurinn er í raun að binda nið- urstöðuna við. Síðan er eftir ákvörðun hjá ríkissaksónara hvort héraðsdómi verði unað eða hvort málinu verði áfrýjað,“ segir Ólafur Þór. Ekki mörg sambærileg mál „Þetta mál er mjög sérstakt og þessi samkeppnismál eru ekki mörg í réttarsögunni. Menn vega það því mjög vel og meta hvað sé réttast að gera þegar svona nið- urstöður koma. Þetta er langt og mikið ferli á þessu máli og það gef- ur því náttúrlega enn frekar vægi að það sé mjög vel farið yfir nið- urstöðuna og athugað hvort það sé tekin ákvörðun um málskot eða ekki,“ segir hann. Kveður rannsókn ekki hafa verið ábótavant  Um 90 milljónir króna greiddar úr ríkissjóði vegna málsins Ólafur Þór Hauksson Malín Brand malin@mbl.is Einstakt þykir að enginn skuli hafa slasast alvarlega í stórslysi á Holta- vörðuheiði á sunnudag. Fjöldaárekst- ur varð um miðjan daginn og liggur enn ekki fyrir hve margir bílar teljast ónýtir eftir áreksturinn en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru þeir tíu hið minnsta því það er sá fjöldi bíla sem tekinn var af númerum. Fólk á vettvangi sýndi snarræði við afar erf- iðar aðstæður í miklum veðurofsa. Bæði var dimmt í kófinu og mikil hálka. Tveir menn slösuðust og var út- lit fyrir að illa hefði farið. Lögreglu- þjónn varð fyrir bíl og einn af farþeg- um varð undir flutningabíl. Æðandi flutningabíll Að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á Blönduósi, byrj- aði árekstrahrinan á Holtavörðuheið- inni með því að nokkrir fólksbílar rákust saman inni í niðdimmu kófinu. „Síðan kemur flutningabíll og keyrir inn í þetta. Lögreglumaðurinn og far- þegi eins bíls voru að bisa þarna við bíl til að reyna að færa eitthvað til,“ segir Kristján. Þegar lögreglumað- urinn hafi komið auga á flutningabíl- inn hafi hann öskrað á farþegann að forða sér og reynt að koma sér sjálfur á brott en það var um seinan. „Vöru- bíllinn fór á kyrrstæða bílinn sem kastaðist við það á lögreglumanninn, sem hentist langt út fyrir veg, en far- þeginn varð undir flutningabílnum og menn töldu að hann væri sennilega bara farinn. En hann stóð upp og settist inn í bíl,“ segir Kristján. Lög- regluþjónninn var mættur aftur til vinnu daginn eftir, stálsleginn, og maðurinn sem varð undir bílnum var útskrifaður af sjúkrahúsi eftir hádeg- ið í gær. „Það er með ólíkindum að enginn skuli hafa fallið í valinn,“ segir Kristján feginn. Alversta vindáttin Veðurfræðingurinn Einar Svein- björnsson þekkir vel til á svæðinu umhverfis Holtavörðuheiðina en slys- ið varð í námunda við Miklagil. „Það var suðvestanátt þennan dag og tólf til fjórtán metrar á sekúndu á mæl- inum uppi á Bláhæð um þetta leyti,“ segir Einar. „Suðvestanáttin er leið- inleg vindátt á Holtavörðuheiðinni og álitin leiðinlegri en flestar áttir. Menn urðu varir við það þegar verið var að opna vegi að morgni þessa dags að snjórinn var léttur og laus í sér. Nýi snjórinn hafði fallið í dálitlu frosti og fauk auðveldlega til. Það var komið skafrenningskóf þótt það væri til- tölulega hægur vindur,“ segir hann. Þannig var það víða um norðvestan- vert landið. „Þegar það er laus snjór og éljagangur að auki er yfirleitt lítið skyggni á veginum yfir Holtavörðu- heiði og því erfitt um vik. Oft er það þannig á fjallvegunum að þeir eru vel uppbyggðir og þótt það sé skafrenn- ingur og lítið skyggni sest snjórinn ekkert endilega á vegina þannig að þeir haldast opnir því þeir teppast ekki. Hins vegar getur verið vont að keyra þá og erfitt,“ segir Einar um þær erfiðu aðstæður sem sköpuðust á afmörkuðu svæði á heiðinni. Ótrúlegir menn sem sluppu með skrekkinn  10 bílar teknir af númerum  SV- áttin og laus snjór það versta á svæðinu Slys Mikið mildi þykir að enginn skyldi hafa fallið í valinn í slysinu sl. sunnudag. Tuttugu farþegar voru um borð í hvalaskoðunarbátnum Faldi þegar reykur kom upp í vélarrúmi bátsins í gær. Stefán Guðmundsson, forstjóri hvalaskoðunarfyrirtæk- isins Gentle Giants, sagði í samtali við mbl.is í gær að reykurinn hefði aðeins verið minniháttar. Reykurinn kom upp eftir um 30 mínútna siglingu frá Húsavík og var strax haft samband við stjórnstöð Land- helgisgæslunnar. Björgunarsveit og nærstaddir bátar voru komnir til aðstoðar á örskotsstundu að sögn Stef- áns og farþegar færðir um borð í Bjössa Sör. Ljósmynd/Börkur Kjartansson Eldur í hvalaskoðunarbát frá Húsavík Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Alls 217 fasteignir á Austurlandi, sem eru í eigu Íbúðalánasjóðs, eru til sölu, en í eignasafni sjóðsins eru alls 238 eignir eystra. Alls 103 eignir eru á skrá hjá fasteignasölum á Austur- landi. Til viðbótar eru í sérstöku sölu- ferli 114 eignir; það er að eignir eru settar saman í pakka og verða seldar þannig. Með því er höfðað til fjárfesta sem ef til vill vilja kaupa nokkurn fjölga eigna, svo sem til útleigu. Sjóðurinn fékk eignir í fangið Eignir Íbúðalánasjóðs á Austur- landi í útleigu til lengri sem skemmri tíma eru 121. Mál viðvíkjandi 13 eign- um eru í frekari úrvinnslu og skrán- ingu. Ákvörðun um ráðstöfun þeirra verður tekin þegar þegar greiningar- vinnu og öðru lýkur. Kraftur var settur í byggingu íbúð- arhúsnæðis á Austurlandi fyrir um áratug, það er um líkt leyti og fram- kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og álver Alcoa á Reyðarfirði stóðu sem hæst. Búist var við mikilli fjölgun íbúa, en reyndin var sú að byggðar voru fleiri eignir en þörf var fyrir. Fyrir vikið fékk Íbúðalánasjóður, sem lánað hafði fé til framkvæmda, margar eignir í fangið. Í Fjarðabyggð á Íbúðalánasjóður alls 176 fasteignir. Flestar eru á Reyðarfirði, alls 92, og af þeim eru 46 til sölu og 45 í útleigu. Á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði eru eignirnar 35 á hvorum stað og er skiptingin þar milli fyrirhugaðrar sölu og útleigu því sem næst jöfn. Þá á sjóðurinn 35 eignir á Eskifirði, og eru 12 þeirra til sölu, 16 í leigu og fjórar standa auðar. Þegar er svo litið á stöðuna á Egils- stöðum þar sem sjóðurinn á 54 eignir; 35 eru í leigu, ein stendur auð og 18 eru falar. Í öðrum sveitarfélögum á Austurlandi á Íbúðalánasjóður færri eignir. Af Austurlandseignunum 238 eru 143 íbúðir í fjölbýlishúsum og ein- býlishús og íbúðir í raðhúsum alls 72, 36 í hvorum flokki. Eignir séu til sölu eða í leigu „Hér á bæ leggjum við áherslu á að eignir séu í hreyfingu á markaðnum, það er annað hvort í sölu eða til út- leigu,“ segir Ágúst Kr. Björnsson, framkvæmdastjóri eignasviðs Íbúða- lánasjóðs, í samtali við Morgunblaðið. Almennt um sölu eigna sjóðsins segir hann að reynt sé að stíga skrefin í samræmi við stöðu markaðarins á hverjum tíma. Væri til dæmis fjöldi eigna settur í sölu í einu raskaði slíkt verðmyndun og jafnvægi. Slík beri að forðast. Nú sé sala á höfuðborgar- svæðinu, Suðurnesjum og víðar orðin ágæt og því sé aukin áhersla lögð á sölu eigna á Austurlandi. Eystra sé markaður þó skemmra á veg kominn en sunnanlands, en teikn séu á lofti um breytingar til bóta. Alls 217 fasteignir til sölu  Íbúðalánasjóður á 238 íbúðir á Austurlandi  Flestar í Fjarðabyggð  Blokkaríbúðir áberandi  Margar í útleigu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.