Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015 ✝ VilhjálmurÓlafsson fædd- ist 19. janúar 1930 á Grænumýri á Sel- tjarnarnesi. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 6. apríl 2015. Foreldrar hans voru hjónin Ingi- björg Eiríksdóttir húsfreyja, f. á Króki í Garði 30. mars 1894, d. 14. febrúar 1973, og Ólafur Jónsson, gjaldkeri hjá Kveldúlfi, f. í Eyjarkoti í Vind- hælishreppi, A-Hún., 28. desem- ber 1874, d. 12. nóvember 1949. Þau bjuggu á Grænumýri, Sel- tjarnarnesi, frá 1925. Systkini Vilhjálms eru Ing- ólfur, 1916-2012, Jón Jason, 1918-2011, Eiríkur, 1919-1989, Ásta María, 1921-1947, Ásgeir, 1923-1927, Magnús, 1925-1941, og Ásgeir, 1928-2014. Vilhjálmur kvæntist 1958 Nonný Unni Björnsdóttur, 1938- vinsdóttir, f. 1942, og áttu þau soninn Ólaf, f. 1981. Þau bjuggu í Simrishamn í Svíþjóð, í Hafn- arfirði og Innri-Njarðvík. Þau skildu. Vilhjálmur ólst upp á Seltjarnarnesi og gekk þar til starfa eftir skólagöngu í Mýr- arhúsaskóla og Ingimarsskóla. Hann vann ásamt Ásgeiri bróð- ur sínum við byggingarvinnu, m.a. við byggingu sænsku húsanna svokölluðu í Skjól- unum, og þeir voru einnig vinnumenn á Bessastöðum. Vil- hjálmur gerðist ungur sjómað- ur, fyrst 14 ára á síld á Reyni frá Eyjum, síðan á togaranum Þór- ólfi og svo á ýmsum bátum og skipum, m.a. Helgunni, Ögra og Vigra, Öskju og Skeiðsfossi. Hann settist í Stýrimannaskól- ann veturinn 1963-64 og lauk þaðan fiskimannaprófi. Hann sigldi frá Svíþjóð í fimmtán ár, 1979-1994, á ferjum, flutn- ingaskipum og olíuskipum. Vil- hjálmur hætti störfum árið 2001, settist þá að í Jökulgrunni við Hrafnistu og fluttist síðan þangað inn í árslok 2012 þegar heilsunni var farið að hraka. Útför Vilhjálms verður gerð frá Neskirkju í dag, 14. apríl 2915, og hefst athöfnin kl. 13. 2009, og bjuggu þau lengst af á Seltjarnarnesi. Þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Linda, f. 1958, sjúkraliði og rithöf- undur, eiginmaður hennar Mörður Árnason íslensku- fræðingur. 2) Haf- dís, f. 1960, fram- kvæmdastjóri, dætur hennar Vera, f. 1981, kvikmyndaleikstjóri (faðir Sölvi Ólafsson), dóttir hennar Saga, f. 2014, og Sara Björk, f. 1989, há- skólanemi (faðir Martin Regal), dóttir hennar Ronja, f. 2011. 3) Ásta, f. 1962, klæðskeri og kennari, sambýlismaður hennar Steinþór Birgisson kvikmynda- gerðarmaður, dætur hennar Þórhildur, f. 1992 (faðir Krist- ján Steingrímur Jónsson), og Katla Steinþórsdóttir, f. 2003. Síðari eiginkona Vilhjálms var Guðmunda Guðrún Björg- Það var alltaf eins og einhver selta væri í loftinu kringum Vil- hjálm Ólafsson. Kvikur í hreyf- ingum, reffilegur, hæfilega fínn í tauinu, glaður í bragði, snareyg- ur, hress. Hann var sjómaður allt sitt líf, fæddur og uppalinn í útgerðar- byggðinni á Nesinu, fór fyrst á sjóinn 14 ára, á síld með gamla norska laginu, og var unglingur á kolatogaranum Þórólfi – sem sigldi til Hamborgar rétt eftir stríð þegar íslenskir sjómenn buðu svöngu börnunum í mat um borð – og var svo á hverskyns fiskveiðum og farskipum. Á sænskum farskipum hálfan annan áratug um öll heimsins höf, og enn á sjóinn og í fiskverkun þegar heim kom. Líklega átti sjómannslífið við hann. Fjölbreytileiki og ævintýr við veiðar og í siglingum en regla og föst hrynjandi í daglegum háttum, við verkin um borð, mat- artímarnir, frívaktirnar. Vil- hjálmur tók svo fiskimannaprófið kominn nokkuð á fertugsaldur og vildi halda áfram í Stýrimanna- skólanum en til þess voru aðstæð- ur ekki hagfelldar fjölskyldu- manni og þriggja dætra föður. Ég kynntist Villa tengdaföður mínum ekki fyrr en hann var far- inn að reskjast. Hann hafði flækjulausa lífssýn og heims- mynd, sótti sinn rétt og studdi sitt fólk í lífsbaráttunni en lagði mest upp úr björtu hliðunum eins og lengi hefur einkennt íslenskan al- þýðuaðal, hlýr og glaður í tónlist og dansi, lék á hljómborð, sund- maður. Hélt fullri tryggð við Kveldúlf Thorsaranna og föður síns en hreifst í Svíþjóð af Palme og sósíaldemókrötunum: Þeir stjórna svo vel. Síðustu árin slóst senuþjófur- inn alzheimer í för með Villa. Honum var ekki alltaf ljóst hversu tíðindum vatt fram eða hvað ætti til bragðs að taka, en þá hjálpaði brosið og augun stóru. Hann hlustaði á plöturnar sínar – ekki síst á músíkina hans Magga frænda. Fletti bókum um gamla tíma og skoðaði myndir af fjöl- skyldunni, vinum og kunningjum. Þessi! Og þessi! Og hér er víst Vil- hjálmur! – Taldi fuglana sem flugu hjá eða kroppuðu á túnum. Og hjalaði við litlu afabörnin sem skildu hann líklega miklu betur en við sem þóttumst vera nær í aldri. En nú heldur áfram lífsins sipp og hoj án Vilhjálms Ólafssonar. Dæturnar þrjár, Óli bróðir og að- standendur aðrir hafa eftir minn- ingar um hlýjan vin og góðan dreng. Mörður Árnason. Afi minn var töffarakarl. Fáir trúðu því hversu gamall hann var. Hann hugsaði um heilsuna, tók sundsprett í Laugardalslaug á hverjum degi og fór í langa göngutúra um götur Reykjavík- ur. Oftar en ekki lá leið hans frá Hrafnistu þar sem hann bjó niður í gamla Vesturbæ til að heim- sækja þá sem honum þótti vænt um, okkur. Hann er einn hraust- asti maður sem ég hef kynnst og margir höfðu orð á hversu mynd- arlegur afi væri. Vel snyrta, skjannahvíta yfirvaraskeggið gerði hann enn afalegri. Börn hændust að honum enda hafði hann góða nærveru og öllum leið vel í návist hans. Hann var lífs- glaður, góðhjartaður maður sem var alltaf til í ævintýri með yngstu fjölskyldumeðlimunum. Þegar afi var áttræður plataði Katla litla systir mín hann með sér í eina stærstu sundrennibraut landsins. Þar fékk ég endanlega staðfest- ingu á afa töffara. Katla og afi voru miklir félagar og ég sé margt líkt með þeim, eins og prakkara- skapinn í þeim báðum og áhuga þeirra á harmonikkuleik. Afi upplifði merka tíma í sögu heimsins og Íslands. Hann átti margar góðar sögur í pokahorn- inu sem hann deildi með okkur til skemmtunar. Hann fór ungur á sjó og á langri starfsævi sigldi hann um heimsins höf og kom í margar er- lendar hafnir, lenti í sjávarháska og ýmsum ævintýrum. Rétt eftir seinni heimsstyrjöld hjálpuðu afi og áhöfn togarans Þórólfs stríðs- hrjáðum börnum í Þýskalandi og gáfu þeim mat að borða. Á togar- anum Víkingi bjargaði afi skipi frá því að sökkva í hramma Grænlandshafs og við Kýpur- strendur var töffaraskapurinn ekki sparaður. Hann var á sænskri bílaferju og vaknaði eina nóttina standandi í kojunni sinni. Hann fór upp á þilfar og sá að skipið var að sökkva. Áhöfnin var í uppnámi, allir drifu sig í björg- unarbátana og sigldu eins langt frá skipinu og hægt var. Þá var afi Villi sallarólegur meðal Sví- anna. Hann fór aftur niður í káet- una sína, pakkaði niður öllum eigum sínum og byrjaði að taka myndir af slysinu. Myndirnar voru notaðar í forsíðufréttir víða um heiminn en hann var sá eini sem datt í hug að mynda þennan atburð, íslenski sjóarinn. Í mínum augum er afi Villi hetja sem ber að minnast með brosi. Ég er þakklát fyrir allar sögurnar, minningarnar, hlátur- inn og tímana sem ég fékk með þessum lífsglaða töffarakarli. Þegar ég hugsa um afa Villa sé ég hann fyrir mér á gangi upp Rán- argötuna. Það er sumar, græn laufin á trjánum og sólin skín á andlitið. Hann er á leiðinni til okk- ar í einum af fjölmörgum göngu- túrum sínum. Ég mun alltaf sakna þín elsku besti. Sjáumstumst. Þórhildur Kristjánsdóttir. Vilhjálmur Ólafsson HINSTA KVEÐJA Villi vinur kær í guðs hendi ert þú nú. Minningar um þig gleðja alla greiddir götu allra í lífinu. Guð blessi þig. Guðs gjöf er líf þitt. Þinn vinur, Grímur Marinó. Elsku afi minn. Það er bæði erfitt og sárt að kveðja þig. Á sama tíma er ég þakklát fyrir all- ar minningarnar sem við eigum saman. Ég er líka þakklát fyrir allt sem þú kenndir mér. Þú kenndir mér að vinna fyr- ir hlutunum, vera skynsöm og hafa trú á sjálfri mér. Þú varst alltaf stoltur af því sem ég afrek- aði og það er ég þakklát fyrir. Þegar ég kláraði mitt nám varstu ánægður með afrek mín og líklega Jóhann Indriðason ✝ Jóhann Indr-iðason fæddist 7.8. 1926. Hann lést 2.4. 2015. Út- förin fór fram 13. apríl 2015, hafði enginn jafn- gaman af því að lesa mastersritgerðina mína. Þú sýndir mér mikinn áhuga og þegar ég kom í heim- sókn voru málefni líðandi stundar yfir- leitt rædd og mitt álit í hávegum haft. Þeg- ar ég hugsa til baka eru mér minnisstæð- ar allar stundirnar sem ég eyddi i Ljósheimunum hjá ykkur ömmu að læra. Þá var mik- ið haft fyrir mér og okkur krökk- unum og þú varst alveg til í að láta kapalinn í tölvunni bíða rétt á meðan maður fékk að prenta út. Að þínu mati var ég tölvumann- eskjan í fjölskyldunni þó svo að allir væru færir um að taka mynd- ir út af myndavélinni þinni. Þetta var mitt hlutverk og auðvitað var beðið eftir mér til að klára mitt verk. Þú ert fyrirmynd í lífi okkar allra og ég er stolt af því að hafa fengið að læra af þér, stolt af því að hafa þig sem fyrirmynd en fyrst og fremst stolt af þér. Takk fyrir allt elsku afi minn. Ég vona að pabbi sé að hugsa vel um þig. Þín Hildur. Elsku afi minn, nú hefur þú kvatt okkur. Með sorg sit ég hér og skrifa um þig minningarorð. Það er sárt og erfitt en um leið finn ég hvað hjarta mitt er fullt þakklætis. Upp í hugann koma margar góðar minningar um þig og ömmu Helgu í Ljósheimunum. Mínar fyrstu minningar um þig eru þar sem þú sast í rauða hægindastólnum þínum inni á kontór. Þú reyktir pípu og last í bók mjög einbeittur á svip og fátt gat raskað ró þinni. Þú varst fróð- ur á svo mörgum sviðum og alltaf tilbúinn að miðla. Ég eyddi ófáum stundum með þér við skrifborðið inni á kontór þar sem þú hjálpaðir mér í gegnum stærðfræðina í menntaskóla. Í öllum prófa- törnunum á mínum námsárum settist ég að hjá þér og ömmu í Ljósheimunum. Þar fékk ég frið, ró, stuðning og alla þá þjónustu sem þreyttir námsmenn þurfa. Eitt sinn var amma að heiman og þú tókst að þér að elda kvöldmat fyrir mig. Stoltur og ánægður kallaðir þú á mig í mat og er þetta í fyrsta og eina skiptið sem ég hef fengið soðna sperðla með tómat- sósu og sinnepi. Elsku afi, þú varst blíður, góð- ur og umhyggjusamur afi og langafi. Stelpurnar mínar, Júlía Rósa, Laufey og Katla (Beta þín), fengu að kynnast því og sakna þín mikið. Við fjölskyldan eigum margar yndislegar minningar um þig sem eiga eftir að lifa með okk- ur um ókomin ár. Ég þakka þér, elsku afi, fyrir allt sem þú gafst mér. Kveðja Helga Steinþórsdóttir. Okkur langar að minnast afa Jóhanns í nokkrum orðum. Hann var fallegur, blíður og hvers manns hugljúfi. Hann var mjög vandvirkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar við keyptum okkar fyrstu íbúð saman aðstoðaði hann okkur með rafmagnið og eyddi miklum tíma með okkur. Eitt skiptið bilaði lampinn okkar og að sjálfsögðu kom afi hlaupandi. Við höfum oft hlegið að því að þetta er dýrasti lampinn á Íslandi miðað við vinnuna sem fór í hann. Þegar amma og afi fluttu í Mörkina var gaman að geta að- stoðað þau við flutningana og að koma sér fyrir. Yndisleg íbúð og góður andi. Elsku amma, pabbi og aðrir að- standendur, innilegar samúðar- kveðjur. Elsku afi, við viljum þakka þér fyrir allar samverustundirnar, all- ar bústaðaferðirnar, allan tímann með þér. Þú varst einstakur og það er sárt að kveðja þig. Sökn- uðurinn er mikill og við vonum að þú sért kominn á betri stað. Takk fyrir allt, elsku afi. Sigríður Rut og Ólafur Jafet. Afi minn. Það er alltaf mikil sorg sem fylgir því þegar fjölskyldumeð- limur eða vinur fellur frá. En það sem huggar okkur á þessari stundu er að afi minn lifði löngu og afar hamingjuríku lífi. Afi hafði svo marga kosti að það tæki mig of langan tíma að lista þá alla upp. Hann kenndi mér marga góða hluti um ævina en eitt þeirra stendur upp úr. Mig minnir að ég hafi verið um sex ára þegar að afi kenndi mér mannganginn í tafli. Flestir afar leyfa kannski barna- börnunum sínum að vinna sig á meðan verið er að læra eitthvað nýtt en ekki afi minn. Hann hrein- lega pakkaði mér saman hvað eft- ir annað og þegar ég var að gefast upp á að reyna og sennilega að fara að skæla þá kom viskusvipur á gamla og hann sagði mér að ár- angur í íþróttum eða í lífinu al- mennt kæmi ekki nema maður legði sig fram. Það myndi enginn rétta mér árangur, ég þyrfti að hafa fyrir honum. Þetta er nokkuð sem hefur fylgt mér síðan og þá sérstaklega á mínum íþróttaferli. Ég man ennþá stundina sem mér tókst að vinna hann í skák, ég held ég hafi verið að nálgast 16 ára ald- urinn, og þá brosti hann og óskaði mér til hamingju. Það myndu flestir segja að afi hefði verið rólegur og afar hljóð- látur maður en samt kölluðu börn- in mín hann langafa hávaða. Það var þannig tilkomið að áramóta- veislan hjá okkar fjölskyldu var yfirleitt haldin hjá ömmu og afa. Síðan kom hávaðinn frá þessum rakettum og sprengjunum frá öll- um húsunum í kring. Einhverra hluta vegna kenndu krakkarnir langafa hávaða um þetta. Hann bara brosti og bað þau afsökunar á látunum. Það er yndislegt að börnin mín eiga bara góðar minn- ingar um góðan mann, sem og ég. Ég veit að afi lagðist á koddann fullan af góðum minningum. Hann var mér svo góð fyrir- mynd og verður sárt saknað. Atli Rúnar. Látinn er í hárri elli Jóhann Indriðason rafmagnsverkfræð- ingur og stofnandi Verkfræði- stofu Jóhanns Indriðasonar. Það er sárt fyrir okkur eldri starfs- menn VJI að horfa á eftir okkar gamla foringja og læriföður en minningarnar eru eingöngu ljúfar um hæfileikaríkan verkfræðing sem gott var að vinna með. Eftir að Jóhann kom frá fram- haldsnámi í raforkuverkfræði í Danmörku starfaði hann nokkur ár hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Það var svo árið 1960 sem hann hóf að starfa sem sjálfstæður ráð- gjafi í eigin nafni. Það var þá sem grunnurinn var lagður að Verk- fræðistofu Jóhanns Indriðasonar, ráðgjafafyrirtæki sem enn er í blómlegum rekstri eftir 55 ára samfelldan rekstur og ber fyrir- tækið enn nafn stofnanda síns. Á þeim árum sem Jóhann stofnaði VJI var raforkukerfi landsins veikt en þá var fiskiðn- aðurinn að byggjast upp víða um landið. Þessi iðnaður gerði kröfur um að hægt væri að nota stóra rafmótora til að drífa kælipressur sem oft gat reynst erfitt á veiku raforkuneti. Jóhann hafði víða að- komu við að leysa þessi verkefni og önnur er upp komu í raforku- kerfinu víða á landinu. Meðal verkefna sem Jóhann kom að, þá oftast sem aðalhönn- uður og ábyrgðarmaður á allri rafkerfishönnun, má nefna bygg- ingu Laxár-, Grímsár- og Bjarn- arflagsvirkjunar, Kísilverksmiðj- una við Mývatn, Riðbreytistöðina á Keflavíkurflugvelli, uppbygg- ingu Hitaveitu Suðurnesja við Svartsengi, Búrfellsvirkjun, Sig- ölduvirkjun og Landspítalann við Hringbraut. Einnig kom hann að fjölda annarra verka, stórum sem smáum, bæði í orkudreifingu og í byggingum. Jóhann starfaði ávallt hjá VJI eftir að hann stofnaði félagið, lengst af sem framkvæmdastjóri. Þegar árin fóru að færast yfir hann tók Ólafur J. Sigurðsson raf- magnstæknifræðingur, sem ný- lega er látinn, við keflinu og bar það áfram. Jóhann lét af stöfum fyrir félagið þegar hann var kom- inn á áttræðisaldri en lengi hafði hann borð hér hjá okkur þar sem hann hafði aðstöðu til að sinna ýmsum störfum. Oftast var þar um að ræða að hann var að hjálpa félögum sínum í Oddfellow eða öðrum félagsskap sem hann var virkur í. Jóhann var mikill fræðimaður og ótrúlega vel að sér í raforku- kerfum og ýmsum öðrum grein- um rafmagnsverkfræðinnar. Við starfsmenn VJI komum aldrei að tómum kofunum þegar okkur vantaði fagleg ráð og leiðsögn, Jó- hann hafði alltaf góð svör á reiðum höndum. Jóhann hafði líka gaman að ýmsum þrautum og var manna fljótastur að reikna í hug- anum og áttum við ungu starfs- mennirnir nýkomnir úr námi ekki séns í kappann þar. Jóhann var skemmtilegur og mjög skapgóður maður. Þegar all- ir þessi mannkostir þ.e. snjall ráð- gjafi, skapgóður og skemmtilegur koma saman í einum manni þá er hægt að tala um afburðaráðgjafa því ef samskiptafærnin er ekki til staðar getur verið lítið gagn í mik- illi þekkingu. Jóhann var afburða- maður á sínu sviði, brautryðjandi á okkar sviði enda lifir arfleifð hans enn góðu lífi. Við hjá VJI sendum Helgu, börnum þeirra og öðrum ættingj- um okkar bestu samúðarkveðjur. F.h. starfsmanna VJI, Magnús Kristbergsson framkvæmdastjóri. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN SKAFTASON, fv. yfirlæknir og prófessor, lést á heimili sínu fimmtudaginn 9. apríl í faðmi fjölskyldunnar. . Maj Skaftason, Hauður Helga Stefánsdóttir, Hafberg Þórisson, Anna Marie Stefánsdóttir, Guðni Ragnar Björnsson, Jóhann Stefánsson, Hanna-Maria Kauppi, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI GUÐJÓN BJARNASON bryti, Hringbraut 2a, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 12. apríl. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hrafnistu í Hafnarfirði. . Anna Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.