Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015                                    !"  "# $$  $! % !! % %$% "# $# &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 ## !"!  "  %  "$! %$ " %  #  $"  !"!! ""$ $"  ! %$ $  % " $# " Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Alls var 713 kaupsamningum um fasteignir þinglýst við sýslumannsemb- ættin á höfuðborgarsvæðinu í liðnum mánuði og nam heildarvelta þeirra 27,7 milljörðum króna. Þetta er 63,5% fleiri kaupsamningar en þinglýst var í febrúar og 75,9% meiri velta. Sé litið til sama mánaðar í fyrra þá fjölgaði kaupsamningum um 33,5% miðað við mars 2014 og velta jókst um 50,3%. Meðalupphæð á hvern kaup- samning var 38,8 milljónir króna í síð- asta mánuði en hún var 34,5 milljónir króna í sama mánuði í fyrra. Þinglýstum kaupsamn- ingum fjölgaði í mars ● Ný verðbólguspá Arion banka gerir ráð fyrir því að neysluverð hækki ein- ungis um 0,1% í þessum mánuði og mun ársverðbólgan því lækka úr 1,6% í 1,4% gangi spáin eftir. Spáin fyrir apríl lækkar frá bráðabirgðaspá bankans sem gefin var út í mars, aðallega vegna lækkunar á flugfargjöldum til útlanda. Annars gerir greiningardeild Arion ráð fyrir frekar litlum tíðindum í verðlags- málum í mánuðinum og spáir bankinn hóflegri hækkun húsnæðisverðs miðað við síðustu ár. Þá er gert ráð fyrir að eldsneytisverð hækki á milli mánaða og ýmsir aðrir liðir hækki lítillega. Arion banki spáir verð- bólgunni niður í 1,4% STUTTAR FRÉTTIR ... Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Vaxtamunur þriggja stærstu við- skiptabankanna var lægstur á árinu 2007 þegar bankakerfið var hvað stærst eða 1,7%. Eftir fjármálahrun- ið rauk vaxtamunurinn upp og reyndist mestur 3,3% á árinu 2012. 2,6% vaxtamunur bankanna á síð- asta ári þykir hár þegar borið er saman við nágrannalönd en með vaxtamun er átt við hreinar vaxta- tekjur á móti heildareignum bank- anna. Ásdís Kristjánsdóttir, for- stöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að innheimtur vaxtamunur bankanna, þ.e. munur á vaxtatekjum og vaxtagjöldum, sé mikill í alþjóðlegum samanburði. „Það er ekki undarlegt að þessi mikli vaxtamunur sé gagnrýndur því hann greiðist af almenningi og fyrirtækj- um. Vaxtakjörin sem viðskiptavinum bankanna býðst eru ekki samkeppn- ishæf við það sem gengur og gerist í löndunum í kringum okkur.“ Arðsemi banka undir kröfum Viðskiptabankarnir þrír skiluðu samtals 80 milljarða króna hagnaði á síðasta ári og voru með tæpa 600 milljarða króna bundið í eigið fé. Arðsemi eigin fjár var því um 14% og segir Ásdís að út frá þeim mæli- kvarða hafi arðsemi bankanna verið 1-4 prósentum umfram kröfu mark- aðarins sem liggi á bilinu 10-13%. „En það er í raun ekki góður mæli- kvarði á undirliggjandi rekstur bankanna þar sem hluti hagnaðar þeirra er tilkominn vegna endurmats á útlánasafni en ekki vegna rekstr- artekna. Hluti af hagnaðinum verður því til vegna þess að bankarnir reikna með betri heimtum af úti- standandi lánum í framtíðinni sem m.a. helst í hendur við betri horfur í efnahagslífinu. Ef hins vegar hagn- aðurinn er skoðaður án virðisbreyt- inga útlána þá er arðsemi eigin fjár um 9% og þar af leiðandi undir kröf- um markaðarins.“ Lakari vaxtakjör vegna skatta Ásdís segir að íslensku bankarnir séu dýrir í rekstri miðað við banka í öðrum löndum. „Með aukinni hag- ræðingu væri hægt að minnka hluta þess kostnaðar en stór hluti kostn- aðar þeirra er tilkominn vegna ytri þátta sem bankarnir hafa litla stjórn á. Þar á meðal er smæð landsins, há krafa um eiginfjárbindingu, aukin skattbyrði og sívaxandi regluverk. Allt liggur þetta utan áhrifasviðs bankanna en er til þess fallið að auka rekstrarkostnað þeirra og þar af leiðandi tekjuþörf þeirra.“ Ásdís seg- ir að auknar álögur á bankana eins og bankaskattur og sérstakur fjár- sýsluskattur sé ígildi um 15% af þeim vaxtamun sem bankarnir innheimtu árið 2014 og sé í raun greitt af al- menningi. „Þessar álögur koma nið- ur á samkeppnishæfni bankastofn- ana og um leið á þeim vaxtakjörum sem almenningi og fyrirtækjum býðst. Því er það umdeilanlegt hvort rétt sé að skattleggja banka umfram önnur fyrirtæki, sérstaklega í ljósi þess að almenningur beri að miklu leyti kostnaðinn.“ Ásdís segir mjög eftirsóknarvert að minnka vaxtamuninn. „Leiðin til þess er að draga úr sértækum skött- um og álögum sem lagðar eru á bankakerfið og þar með er hægt að draga úr kostnaði heimila og fyrir- tækja sem gætu fengið betri vaxta- kjör hjá bönkunum.“ Mætti draga úr bankaskött- um til að minnka vaxtamun Vaxtamunur íslenskra viðskiptabanka Hreinar vaxtatekjur í hlutfalli við meðalstöðu heildareigna 4% 3% 2% 1% 0% Heimild: Ársreikningar viðskiptabankanna, útreikningar efnahagssviðs SA 1999 20072003 20112000 20082004 20122001 Fjármálahrun 20102005 20132002 20092006 2014 3, 1% 2, 9% 2, 9% 2, 5% 2, 2% 1, 9% 1, 9% 1, 7% 3, 0 % 3, 0 % 3, 2% 3, 3% 2, 9% 2, 6% 3, 3%  Banka- og fjársýsluskattur ígildi 15% af vaxtamun segir hagfræðingur hjá SA Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, skilaði 8,9% hreinni raunávöxtun á síðasta ári sem jafngildir 10,1% nafn- ávöxtun. Þetta kemur fram í nýju árs- uppgjöri LSR. Þegar horft er til síðustu fimm ára er meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR 5,7%. Eignir aukist um 156 milljarða Tekjur af fjárfestingarstarfsemi á síðasta ári voru 49,5 milljarðar króna og heildareignir LSR voru 535,5 millj- arðar króna í árslok. Undanfarin þrjú ár hafa eignir LSR aukist um 156 milljarða króna sem er að stærstum hluta rakið til ávöxtunar sjóðsins því á sama tíma námu tekjur af fjárfesting- um 150,1 milljarði króna. Af eignum sjóðsins í árslok voru 52% í skuldabréfum, þar af 32,5% í skuldabréfum með ríkisábyrgð, um 12% voru í innlendum hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum, liðlega 31% voru í erlendum hlutabréfum og hlut- deildarskírteinum, og loks voru 4,6% í innlánum. Nafnávöxtun innlendra hlutabréfa og hlutdeildarskírteina var 12,4% á árinu sem jafngildir 11,3% raunávöxt- un. Nafnávöxtun erlendra hlutabréfa og hlutdeildarskírteina var 15,6% á árinu sem jafngildir 14,4% raunávöxt- un. 32,9 milljarðar til 18.542 félaga Á síðasta ári fengu 18.542 sjóð- félagar eða makar þeirra lífeyris- greiðslur frá sjóðnum, samtals 32,9 milljarða króna. Að meðaltali greiddu 29.569 sjóðfélagar iðgjald til sjóðsins á árinu að fjárhæð 22,9 milljarðar króna. Morgunblaðið/Golli Lífeyrissjóður Iðgjöld LSR námu 23 milljörðum króna á síðasta ári. LSR með 8,9% ávöxtun í fyrra  Heildareignir í árslok námu yfir 535 milljörðum Kringlan 2.hæð | Sími 588 0640 | casa.is flott hönnun – flottar vörur Ný glæsile g verslun í Kringlunni Nýjar vörur frá þekktum fram- leiðendum, ásamt okkar þekktu merkjum... ... og miklu fleira Kíktu við og njó ttu þess að skoða úrvalið h já okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.