Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015 Þýski rithöfundurinn Günter Grass lést í gær í Lübeck, 87 ára að aldri. Grass var einn kunnasti rithöfundur Evrópu á seinni hluta 20. aldar, virt- asti höfundur Þýskalands, og hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1999. Verðlaunin hlaut hann ekki síst fyrir höfuðverk sitt, Die Blech- trommel, Blikktrommuna, sem kom út árið 1959. Kvikmyndagerð sög- unnar, frá 1979, hlaut bæði Óskars- verðlaun sem besta erlenda kvik- myndin og Gullpálmann í Cannes. Grass kom til Íslands sem gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík árið 2000, tók þá þátt í samræðum á há- tíðinni og ræddi við lesendur. Günter Grass var fjölhæfur lista- maður. Hann var menntaður í graf- ík og steinhöggi og skrifaði skáld- sögur, leikrit og ljóð. Hann var fæddur í borginni Danzig, sem þá var í Þýskalandi en nefnist nú Gdansk og er í Póllandi. Eftir að hafa þjónað síðustu mánuði seinni heimsstyrjaldarinnar í SS-sveitum nasista var hann handtekinn af Bandaríkjamönnum og sat í varð- haldi í tæpt ár. Árið 2006 greindi Grass frá þátttöku sinni í SS- sveitunum og vakti það talsverðar deilur og þótti sumum gagnrýn- endum sem hann hefði farið á bak við þjóð sína með því að greina ekki fyrr frá því. Eftir að hafa lokið myndlistar- námi tók Grass að skrifa á sjötta áratugnum. Kunnustu verk hans er svokallaður Danzig-þríleikur, þar sem sögusviðið er heimur æsku hans: Blikktromman, sem hefur ver- ið lýst sem lykilverki evrópsks töfraraunsæis, Katz und Maus (1961), Köttur og mús í þýðingu Guðrúnar B. Kvaran, og Hunde- jahre (1963). Í Mein Jahrhundert (1999) fjallar Grass um marga öfgafyllstu við- burði 20. aldar og í nóvellunni Im Krebsgang (2002), Krabbagangur í þýðingu Bjarna Jónssonar, sem hlaut mikið lof og seldist vel, sneri hann aftur til sögusviðs þríleiksins og fjallar um skip fullt af þýskum flóttamönnum sem eru fórnarlömb styraldarinnar. Þá hafa endurmin- ingabækurnar Beim Häuten der Zwiebel (2006) og Die Box: Dunkel- kammergeschichten (2008) hlotið verðskuldað lof. Allt sama blekið Í samtali Fríðu Bjarkar Ingv- arsdóttur og Grass, sem birtist í Morgunblaðinu 13. september árið 2000, kemur glögglega í ljós hvað myndlistin var honum mikilvæg. „Í handritum mínum, sem ég skrifa með penna, teikna ég oft myndir inn á milli setninganna,“ út- skýrir Grass. „Myndirnar eru þá til þess að útlista ákveðnar kring- umstæður, ljá söguhetju persónu- leika eða til þess að gefa ákveðnum hópi fólks hlutverk í sögunni. Þegar teikningin er nægilega skýr held ég áfram að skrifa og þannig þróast handritið. Það eru því sterk tengsl á milli þess myndræna og þess sem ég skrifa í mínu vinnuferli […] Blaðamenn spyrja mig alltaf hvort ég sé frekar rithöfundur held- ur en myndlistarmaður og vilja þannig láta mig gera upp á milli, en í mínum augum er þetta allt sama blekið.“ Og hann sagði að í sínum augum væri fantasían hluti af raunveruleik- anum – þess sér glögglega stað í glæstu höfundarverki Günter Grass. efi@mbl.is Sagði fantasíuna hluta af raunveruleikanum  Þýski nóbelshöfundurinn Günter Grass látinn Morgunblaðið/Golli Nóbelskáldið Günter Grass er þekktastur fyrir Danzig-þríleikinn. Kvartett söngkonunnar Kristjönu Stefánsdóttur kemur fram í kvöld á djasskvöldi Kex hostels og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Auk Krist- jönu skipa kvartettinn Ómar Guð- jónsson sem leikur á gítar, Valdi- mar Kolbeinn Sigurjónsson sem leikur á kontrabassa og Magnús Tryggvason Elíassen sem leikur á trommur. Kvartettinn mun flytja fjölbreytta blöndu af djass- og blús- tónlist. Tónlistin hefst kl. 20.30 og stendur í u.þ.b. 2 klst. með hléi. Að- gangur er ókeypis. KEX Hostel er á Skúlagötu 28. Á Kexi Kristjana Stefánsdóttir kemur fram með kvartetti sínum á Kex hosteli í kvöld kl. 20.30. Djass og blús með kvartetti Kristjönu Píanóleikararnir Birna Hallgríms- dóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir leika verk fyrir tvö píanó á tón- leikum í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 19. Á efniskránni verða verk eftir Debussy, Milhaud, Arvo Pärt og Lu- toslawski. Tónleikarnir eru hluti af tónleika- röðinni TKTK. Almennur aðgangs- eyrir er 2.000 kr. en frítt er fyrir nemendur Tónlistarskóla Kópavogs og aðstandendur þeirra. Birna lauk BA- gráðu frá Listahá- skóla Íslands árið 2006 og meistara- prófi frá Royal College of Music í London árið 2009 auk þess að hafa stundað nám við tónlistarháskóla í Kuopio í Finnlandi og Stavanger í Noregi. Hún starfar við píanó- kennslu í Tónlistarskóla Kópavogs og við Tónmenntaskóla Reykjavík- ur. Eva Þyri lauk píanókennaraprófi og burtfararprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík og diplómaprófi og einleikaraprófi frá Tónlistarhá- skólanum í Árósum í Danmörku undir handleiðslu John Damgaard. Hún stundaði MA-nám í meðleik við The Royal Academy of Music í London, útskrifaðist með hæstu ein- kunn og hlaut heiðursnafnbótina DipRAM og The Christian Carpen- der Piano Prize fyrir framúrskar- andi lokatónleika. Píanóleikarar Eva Þyri Hilmarsdóttir og Birna Hallgrímsdóttir. Eva Þyri og Birna leika á tvö píanó Sænski ljósmyndarinn Lars Tun- björk er látinn, 59 ára að aldri. Tunbjörk hefur á síðustu tveimur áratugum verið einn kunnasti ljós- myndari Svía, og Norðurlanda, og hafa verk hans birst jöfnum hönd- um í bókum, tímaritum og á veggj- um virtra sýningarsala. Tunbjörk sendi nokkrar bækur frá sér á ferl- inum og kom sú þekktasta, Landet utom sig, út árið 1993. Meðal ann- arra merkra verka hans má nefna Kontor (2002), I love Borås! (2006) og Vinter (2007). Gagnrýnendum hefur þótt Tun- björk hafa einstaka sýn á umhverfi sitt, sýn sem hann tjáði í litríkum og á tíðum súrrealískum ljósmyndum. Dægurmenning heimalands hans var ekki síst gjöfult viðfangsefni, þar sem listamaðurinn náði á ein- stakan hátt að draga fram skopleg- ar hliðar á verslunarmiðstöðvum sem úthverfum. efi@mbl.is Sýndi skoplegar hliðar mannlífsins Slyngur Sænski ljósmyndarinn Lars Tunbjörk er látinn, 59 ára að aldri. Jesús, sem að dauðann deyddir er yfirskrift hádegistónleika sem haldnir verða í Hafn- arfjarðarkirkju í dag milli kl. 12.15 og 12.45. Þar leikur Douglas A. Brotchie á bæði orgel kirkjunnar. Á efnisskránni eru Hymne eftir Joseph Canteloube, Choral- Improvisation ‘Freu dich sehr, O meine Seele’ Op. 65/5 eftir Sigfrid Karg-Elert, Partita ‘Freu dich sehr, O meine Seele’ eftir Georg Böhm og Praeludium D dúr BuxWV 139 eftir Dietrich Buxtehude. Aðgangur er ókeypis og að vanda er boð- ið upp á kaffisopa að tónleikum loknum. Hádegistónleikar í Hafnarfjarðarkirkju Organisti Douglas A. Brotchie. Skáldyrðingar á 19. öld – Aðferðir og viðfangsefni er yfirskrift fyrir- lesturs sem Sigurður Gylfi Magn- ússon, prófessor í menningarsögu við HÍ, flytur í fyrirlestrasal Þjóð- minjasafnsins í dag kl. 12. „Sigurður Gylfi mun skýra út hugtakið skáldyrðingar sem komið er frá Magnúsi Hj. Magnússyni sem gekk undir nafninu Skáldið á Þröm. Fólk sem orti, skrifaði upp texta frá liðinni tíð og vann fræðilegt efni af ýmsum toga kallaði Magnús skáldyrðinga. […] Í fyrirlestri sín- um mun Sigurður Gylfi skoða hvernig hægt sé að meta framlag þessa fólks til íslenskrar menningar og hvort íslensk háskólafræði hafi gefið efni þeirra nægilegan gaum,“ segir m.a. í tilkynningu. Aðgangur er ókeypis. Skáldyrðingar á 19. öld til skoðunar Morgunblaðið/Ásdís Prófessor Sigurður Gylfi Magnússon. Billy Elliot (Stóra sviðið) Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Þri 5/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fim 7/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Mið 22/4 kl. 19:00 Fös 8/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 19:00 Fim 23/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Fös 24/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Sun 26/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Mið 29/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Fim 30/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Sun 3/5 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 18/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sun 17/5 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Sun 3/5 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 10/5 kl. 13:00 Síðustu sýningar leikársins Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Fim 21/5 kl. 20:00 Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi Hystory (Litla sviðið) Fös 17/4 kl. 20:00 Mið 29/4 kl. 20:00 6.k. Fös 15/5 kl. 20:00 Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fös 8/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Fim 14/5 kl. 20:00 Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.