Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það eru tæptvö ár tilforseta- kosninga í Banda- ríkjunum. Umræð- an þar í fjölmiðlum er þó þannig að ókunnugir mættu ætla að kjördagur sé eftir aðeins fáeina mánuði. Reglubundið gerast nú „stór- tíðindi“ í baráttunni um Hvíta húsið, en þar á þó ekki að skipta um húsráðanda fyrr en í janúar árið 2017. Stórtíðindin að undanförnu eru nýir formlegir frambjóð- endur í undankeppni Repúblik- anaflokksins. Fyrstur bauð Ted Cruz sig fram, öldungadeildarþingmað- ur frá Texas. Cruz hefur aðeins setið tvö ár í öldungadeildinni. Hann er lögfræðingur frá Har- vard-háskóla og áður dóms- málaráðherra Texas. Cruz er ættaður frá Kúbu. Næstur í framboð var Rand Paul, sonur Rons Pauls, sem þrívegis hefur boðið sig fram til forseta utan flokka, en þeir feðgar teljast frjálshyggjumenn. Rand Paul starfaði lengi sem augnlæknir. Sumir flokksbræður hans líta hann hornauga vegna þess að stefna hans í utanríkismálum sé um margt keimlík stefnu Obama. Frambjóðandinn lagði sig fram við að lagfæra þessar áherslur er hann kynnti fram- boð sitt fyrir skömmu. Í gær kom svo Marco Rubio með sitt framboð, en sá hefur setið tveimur árum lengur en Cruz í öldungadeildinni og er einnig ættaður frá Kúbu. Spænsku- mælandi kjósendum hefur fjölgað verulega í Bandaríkj- unum og þykja tengsl við þá því mikilvæg. Jeb Bush, fyrrverandi ríkis- stjóri í Flórída, er ekki enn kominn formlega í framboð. En hann er að öllu öðru leyti í framboði. Enginn hefur fengið annan eins fjárhagslegan stuðning og Jeb Bush nú þegar. Kona hans, Columba, er frá Mexíkó og er Jeb jafnvígur á ensku og spænsku. Hann ber þekktasta nafn allra hugsan- legra frambjóðenda repúblik- ana. Forsetasonur og forseta- bróðir. Í stórríki eins og Bandaríkjunum skiptir miklu að kjósendur hafi heyrt þín get- ið. En þetta eitt þekktasta ætt- arnafn stjórnmálanna vestra getur þó reynst bæði kostur og galli. Bróðir Jebs er enn um- deildur þótt andúð á honum hafi minnkað frá því hann lét af embætti. Forsetinn fyrrver- andi hefur látið lítið fyrir sér fara og er til þess tekið að hann hefur aldrei látið styggðaryrði falla um eftirmann sinn, Obama forseta. En stóra frétt síðustu helgar var enn ein ekki- fréttin. Hún var að Hillary Clinton ætlaði að gefa kost á sér til að verða forsetaefni demókrata. Það hafði lengi ver- ið vitað. En ólíkt frambjóð- endum repúblikana (aðeins fá- einir voru nefndir hér að framan) virðist Hillary Clinton vera nánast ein um hituna sín megin. Mörgum þykir það veik- leikamerki fyrir Demókrata- flokkinn í þessu stóra og vold- uga landi að ekki komi aðrir hæfir frambjóðendur til greina og stefni í að Hillary verði ekki kjörin heldur krýnd sem for- setaframbjóðandi. En á móti kemur að það sýnir auðvitað um leið mikinn styrk frambjóð- andans, að ári fyrir útnefningu sé hann nánast sjálfkjörinn til þess að vera í framboði fyrir flokkinn. Fjárhagsleg geta í forseta- framboði skiptir mjög miklu vestra. Og á meðan repúblik- anar bítast um fé og þurfa að kasta fúlgum fjár í innan- flokksbaráttu er stútur pening- anna demókratamegin aðeins einn, til Hillary Clinton. Hillary er mjög umdeildur stjórnmálamaður. Hún hefur ekki til að bera alla þá leikni sem Bill eiginmaður hennar hefur sýnt. En hún stendur vel fyrir sínu, er harðsnúin og fylgin sér. Og gagnstætt því sem gjarnan er haldið fram hefur hún viðfelldna persónu- lega nálægð, eins og ýmsir Ís- lendingar geta borið vitni um. Margt bendir enn til þess að það verði stjórnmálalegu stór- ættirnar sem sem muni takast á um Hvíta húsið á næsta ári. Einhverjum þykir það súrt í broti. En líklegt er þó, að þau átök muni kynda undir baráttuanda í báðum fylk- ingum. Þær eiga öfluga fylgj- endur og svo eru þeir fjölmenn- ir sem geta ekki hugsað sér að sjá „Clinton“ aftur í Hvíta hús- inu og ekki síður hinir, sem mega ekki til þess hugsa að þar verði einn „Bush“ til. Þótt Bandaríkjamenn ham- ist í kosningabaráttu um for- setaembættið í tvö ár er það svo sérkennilegt að einungis liðlega helmingur þeirra lætur sjá sig á kjörstað til að kjósa. En þegar svo öflugar fylk- ingar takast á og að auki þegar engu er líkara en að Ewing- ættin og Underwood-ættin séu að slást um ættaróðalið hvíta, þá ætti að hitna verulega í kolun- um. Þá verður kannski slegið að- sóknarmet á kjörstöðum í Bandaríkjunum. Margt bendir til stórmeistarabaráttu um Hvíta húsið } Kosningar eða ættbálkastríð? F rá því var sagt á baksíðu Morg- unblaðsins sl. fimmtudag að til stæði að endurútgefa bókina Handbók húsmæðra – 1000 hús- ráð sem upprunalega kom út árið 1951. Það er útgáfan Nýhöfn sem á heiðurinn af þessu framtaki og verður sannarlega forvitni- legt að berja þessa tímavél augum því góðu heilli verður textinn óbreyttur fá gömlu útgáf- unni. Ekki þarf að draga í efa að fengur er í 1000 húsráðum frá því um miðja síðustu öld, bæði af því mörg þeirra eru enn í fulli gildi þótt þau hafi legið í láginni um áratuga skeið, og þá ekki síður fyrir sagnfræðilegt gildi textans. Hvernig stýrðu húsmæður heimilisskútunni fyrir rúmum sextíu árum? Af þessu tilefni rifjaðist upp fyrir mér texti sem gekk milli manna á tölvupósti í kringum síðustu aldamót. Text- inn innihélt upptalningu á því hvernig húsmóðir með sjálfsvirðingu ætti að taka mót bónda sínum er hann kæmi heim úr vinnunni, örþreyttur og uppgefinn eftir að hafa fórnað sér fyrir málstað fjölskyldunnar í vinnunni allan daginn. Meðal þess sem þar kom fram var eftirfarandi: Hafðu kvöldmatinn tilbúinn þegar hann kemur heim. Hafðu þig til og vertu frísklega útlítandi, gættu þess að vera glaðvær og áhugaverð. Hafðu heimilið fínt. Hafðu börnin vel tilhöfð. Takmarkaðu hávaða og láttu ekki góma þig með upp- þvottavélina í gangi. Hafðu drykk tilbúinn fyrir eiginmanninn þegar hann kemur heim, ásamt inniskónum. Og rúsínan í pylsuendanum? Vertu meðvituð um stöðu þína sem eig- inkona. Það var og. Nú hef ég ekki haft tök á að skoða endur- útgefnu bókina og veit því ekki hvort textinn sem forðum gekk milli manna sé úr umræddri bók. Sé svo þarf að hafa í huga að þetta er vita- skuld nálgun sem er barn síns tíma og margt hefur breyst síðan þá. Sá sem þetta ritar eldar til að mynda oftar en ekki kvöldmatinn á heim- ili okkar hjóna, af einskærum áhuga og sæl- keramennsku. Ég er á því að rétt sé að skoða bókina með þeim gleraugum að hún sé öðrum þræði gluggi inn í veröld sem var. Bókin ku ennfremur vera fagurlega myndskreytt í takt við efni og innihald og hafi þar tekist vel til þá verður þetta ómissandi rit í eldhús Mad Men-elskandi hipstera um allt land. Er þá sess við hliðina á brautryðjandabókum Helgu Sigurðardóttur ekki svo fráleitur, gæti ég trúað. Það er alltént vonandi að 1000 húsráð sé meira í ætt við Helgu Sig. en Tíu litla negrastráka sem einhver ákvað að endurútgefa fyrir nokkrum árum með afskaplega dræm- um árangri. Þar átti að dusta rykið af gamalli „klassík“ fyrir yngri kynslóðir en það framtak uppskar almennt tak- markaða hrifningu og þarf víst engan að undra. Það er oft gaman að kíkja í baksýnisspegilinn en sumt má liggja í glatkistunni áfram. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Pistill Þegar fortíðin bankar upp á STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Síðastliðna viku hefur þurft að fella niður 180 skurðaðgerðir á Landspítalanum og 15 aðgerðir á hjartaþræðingarstofu. Einnig hef- ur þurft að fresta 60% mynd- greiningarannsókna, til dæmis röntgenmyndum og 700 komum á dag á göngudeildum. Þá starfa geislameðferðir krabbameina með 40-50% afköstum, samkvæmt upp- lýsingum frá Landspítalanum Áhrifin eru veruleg en á venjulegum degi væru um 60 skurðaðgerðir framkvæmdar en til samanburðar eru nú um 25 að- gerðir framkvæmdar á dag eða eingöngu bráðatilfelli. Greining- arferlið, til dæmis röntgenmyndir eða sýnarannsóknir, sætir þannig miklum truflunum í verkfallinu. Þarf því að fara fram klínískt mat læknis, í hvert sinn, á því hvort brýn þörf sé á aðgerð og hvort gera eigi viðeigandi rannsóknir henni til stuðnings, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. „Sjúkdómar og slys taka ekki tillit til hátíða, verkfalla eða veð- urs og halda áfram og þeim þarf að sinna,“ segir Ólafur Baldurs- son, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. „Hver einasta truflun á starfi spítalans, af hvaða ástæðu sem hún er, hefur þannig afleiðingar fyrir þjónustuna við sjúklingana og reksturinn,“ bætir hann við en starfsemi spítalans er nú þegar keyrð á fullum afköstum hvað varðar húsnæðispláss og mannafla. Núverandi verkföll taki til stétta sem séu gríðarlega mik- ilvægar fyrir starfsemi spítalans og því sé róðurinn einkar þungur án þeirra krafta. Öryggi sjúkling- anna er þó ávallt haft að leiðar- ljósi og leggur spítalinn áherslu á að þeir sem þurfa á bráðaþjón- ustu að halda leiti til læknis en reyni ekki að bíða af sér verk- fallið. Engum skjölum þinglýst „Það hafa komið tæplega þús- und skjöl inn til þinglýsingar síð- an verkfallið hófst og þau sem bárust 2-3 dögum fyrr liggja líka og bíða,“ segir Þórólfur Halldórs- son, sýslumaðurinn á höfuðborg- arsvæðinu, um þau áhrif sem ótímabundið verkfall lögfræðinga hjá sýslumanninum í Reykjavík hefur á starfsemi embættisins. „Við getum ekki sagt til um það hvaða afleiðingar þetta kann að hafa fyrir samskipti skuldara og kröfuhafa ef við erum að tala um veðskuldabréf til dæmis,“ seg- ir Þórólfur en þau skjöl sem ber- ast til þinglýsingar á meðan verk- fallið stendur eru eingöngu færð í dagbók sem hefur þýðingu þegar ákvarða þarf hvenær skjal barst þinglýsingastjóra ef tveimur skjöl- um um sömu eign lýstur saman. „Öllum fyrirtökum, sem búið var að ákveða, hefur verið frestað ótímabundið, eins og verkfallið er,“ segir Þórólfur og á það meðal annars við í framhaldsuppboðum á fasteignum og vegna hjónaskiln- aða eða sambúðarslita. „Ekki er heldur hægt að ljúka skiptum á dánarbúum, né gefa út búsetu- leyfi,“ segir hann en tekur þó fram að enn séu gefin út dánar- vottorð og útfararleyfi þar sem þau krefjist ekki aðkomu lögfræð- inga.Verkfallið hefur einnig áþreifanleg áhrif á meðlagsmál og forræðismál. Spurður um við- brögð þeirra er leita til sýslu- mannsembættisins segir Þórólfur að fólk sætti sig á endanum við orðinn hlut. „Auðvitað er fólk mis- jafnlega skilningsríkt,“ bætir hann við. Sjúkdómar taka ekki tillit til verkfalla Morgunblaðið/Eggert Verkfall Mikill fjöldi skurðaðgerða og annarra aðgerða, til dæmis hjarta- þræðinga, hefur verið felldur niður á Landspítalanum vegna verkfalla. „Það hafa verið einhverjar ábendingar um meint verk- fallsbrot sem félögin telja sín megin að séu verkfallsbrot,“ segir Erna Guðmunds- dóttir, lögmaður BHM, aðspurð hvort slík brot hafi komið upp en vill ekki nefna ákveðin tilvik. Í hverju tilfelli er þó meint brot skoðað og leitað eftir rökstuðn- ingi stjórnenda áður en ákveðið er hvort málinu verði vísað til félagsdóms. Segir hún mikið lagt upp úr góðu samstarfi við stjórnendur stofnananna. Verkfallsbrot eru til dæmis þegar sá sem á að vera í verk- falli sinnir störfum sínum samt sem áður, einhver gengur í störf þeirra sem eru í verkfalli eða ef fleiri eru boðaðir til starfa en eru á undanþágulista stofn- ananna. Meint verk- fallsbrot ÁBENDINGAR BORIST BHM Erna Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.