Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015 Morgunblaðið/Árni Sæberg Seðlabankinn Rætt er um vextina vegna afnáms gjaldeyrishafta. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrstu skref til afnáms hafta gætu kallað á vaxtahækkanir, sem var- úðarráðstöfun til að sporna gegn mögulegu útflæði gjaldeyris. Þetta er mat hagfræðings og fyrrverandi ráðherra sem Morgun- blaðið ræddi við. Tilefnið er fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns VG og fv. fjármálaráðherra, á fundi efna- hags- og viðskiptanefndar með þremur af fimm fulltrúum peninga- stefnunefndar í gær. Spurði Stein- grímur hvert væri heppilegasta vaxtastigið í aðdraganda þess að skref til afnáms hafta verður stigið og svo eftir að það hefur komið til framkvæmda. Svaraði Már Guðmundsson seðla- bankastjóri því til að almennt gilti að skilyrði til að losa höft væru betri eftir því sem gengið væri lægra og eftir því sem vextir á Ís- landi í hlutfalli við vexti erlendis væru hærri. Már sagði það „svolítið mistúlkað ef fólk er að halda það að höftin verði bara öll horfin í júnímánuði“. Fyrst þurfi að semja um þrotabú- in. Svo þurfi að leysa aflands- krónuvandann í gegnum útboð eða mikla niðurskrift. „Það er ekki fyrr en kemur að þriðja fasanum, sem er losun á höftunum almennt, sem þetta samhengi … skiptir þá veru- lega máli,“ sagði Már og vísaði m.a. til spurningarinnar um vaxtastigið. Yrði mikill fórnarkostnaður Steingrímur situr í samráðshópi um afnám hafta. Hann telur að gefa þurfi meiri gaum að áhrifum af- náms hafta á vaxtastigið. Hvergi hafi verið minnst á vaxtastigið í gögnum um málið. „Kúnstin er að gera þetta þannig að jafnvægið ná- ist [milli innflæðis og útflæðis gjald- eyris eftir afnám hafta]. Sú hætta blasir við að menn gætu gripið til þess ráðs að hækka vexti til að hemja útflæði gjaldeyris. Það væri mikill fórnarkostnaður. Þá skiptir máli hvað vaxtastigið var áður en farið var að beita vaxtatækinu,“ segir hann. Ásgeir Jónsson, dósent í hag- fræði við Háskóla Íslands, telur ekki þörf á vaxtahækkunum til að búa hagkerfið undir afnám fjár- magnshafta. „Núverandi vaxtamunur við út- lönd ætti að nægja til að hefja haftaafnámið. Ég sé ekki að það þurfi sérstakar vaxtahækkanir. Það liggur hins vegar fyrir að ef eitt- hvað fer úrskeiðis, og krónan byrj- ar að falla, þarf Seðlabankinn að bregðast við með því að hækka vexti.“ Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir ekki hægt að svara því afdráttarlaust hvort hækka þurfi stýrivexti Seðla- bankans við næstu skref í afnámi fjármagnshafta. Útfærslan sé ekki komin fram og því sé ekki hægt að segja til um hvort það þurfi meiri vaxtamun en nú er til þess að verja krónuna frá því að lækka. „Við fullt frelsi í flæði fjármagns skiptir vaxtamunurinn verulegu máli varðandi gengisþróun. Nú er talsverður munur á innlendum og erlendum vöxtum. Til dæmis er vaxtamunur gagnvart evru nú 6,8 prósentur, ef miðað er við 10 ára ríkisbréf. Það er álitamál hvort við myndum þurfa meiri mun en það til að halda styrknum í krónunni við slíkar aðstæður. Nú sýnist mér menn hins vegar ekki vera að tala um fullt frelsi í fjármagnsflæði heldur að það taki við ákveðið haf- taumhverfi í formi þess að hér verð- ur til dæmis skattur á útflæði fjár- magns úr krónunni. Útfærslan á þessum skatti hefur ekki verið gerð opinber en sú útfærsla skiptir miklu um þann vaxtamun sem þörf verður á þegar þetta skref í haftaafnámi, eins og það hefur verið kallað, verð- ur stigið.“ Ræddu áhrif afnáms hafta á vextina  Seðlabankastjóri segir höftin afnumin í skrefum  Dósent segir þörf á vaxtahækkunum ef illa fer  Efahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði í gær með peningastefnunefnd Seðlabankans Einar K. Guðfinnsson, forseti Al- þingis, segir ósk um sumarþing ekki hafa komið inn á sitt borð. Ákvörðun um sumarþing sé aldrei tekin fyrr en mjög nærri fyrirhugaðri þing- frestun, sem nú er dagsett 29. maí. „Slíkt er ekki ákveðið fyrr en menn standa frammi fyrir því að geta ekki lokið nauðsynlegum verk- um fyrir þann tíma,“ segir Einar. Tilefnið eru þau ummæli Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar for- sætisráðherra að til greina komi að efna til sumarþings svo hægt sé að afgreiða frumvarp um stöðugleika- skatt í tengslum við afnám hafta. Spurður hvort það hafi komið til tals að önnur mál tengd afnámi hafta eða húsnæðismálin muni kalla á sumarþing segir Einar slík mál hvorki hafa verið rædd á vettvangi yfirstjórnar þingsins né í forsætis- nefnd. Ósk um sumarþing ekki komin  Ákvörðun líklega tekin í maímánuði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknar síðustu helgi að áætlun um losun hafta yrði framkvæmd „áður en þingið lýkur störfum“. Spurður hvaða væntingar Greining Íslandsbanka hafi í þessa veru eftir ræðuna segir Ingólfur að ferlið taki tíma. „Afnám hafta mun að okkar mati taka langan tíma. Í því ferli verða nokkur skref með því að við förum úr einu haftaumhverfi yfir í annað. Út- gönguskattur og ýmislegt annað mun fylgja í næsta skrefi,“ segir Ing- ólfur. Ferlið taki langan tíma ÁÆTLUN UM AFNÁM HAFTA Ein með öllu á Bæjarins bestu við Tryggvagötu klikkar ekki. Þessi ágæti réttur nýtur einnig vin- sælda meðal erlendra ferðamanna, svo mjög að ástæða er til að láta taka af sér mynd, líkt og þessar konur gerðu í gær, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tvær í fríi og með tvær með öllu Undirritun samninga um byggingu stöðvarhúss og veitna vegna Þeista- reykjavirkjunar fór fram í gær. Er virkjunin því komin á framkvæmda- stig, en undirritunin markar upphaf þessarar stærstu framkvæmdar Landsvirkjunar síðan Búðarhálsstöð var vígð í fyrravor. Haft er eftir Herði Arnarsyni, for- stjóra Landsvirkjunar, í tilkynningu frá fyrirtækinu að um sé að ræða einkar ánægjulegan áfanga. Áhersla lögð á góða umgengni „Við höfum lagt mikla vinnu í und- irbúning Þeistareykjavirkjunar í mörg ár og allan þann tíma lagt áherslu á góða umgengni við um- hverfi og sátt við samfélagið. Það er gott til þess að vita að innan þriggja ára getum við hafist handa við að framleiða frekari verðmæti fyrir eig- endur okkar, íslensku þjóðina, úr auðlind sem við eigum saman,“ er ennfremur haft eftir forstjóranum. Þeistareykjajörð er gömul land- námsjörð sem liggur suðaustur af Húsavík, frá Höfuðreiðarmúla í norðri og suður undir Kvíhólafjöll og frá Lambafjöllum í vestri að Ketil- fjalli og Bæjarfjalli í austri. Er jörð- in nú í eigu Þingeyjarsveitar. Skrifað var undir samning við verktakafyrirtækið LNS Sögu um byggingu stöðvarhúss og gufuveitna en framkvæmdir hefjast í sumar. Stendur til að rekstur virkjunar- innar hefjist í október 2017, en að sögn Harðar mun virkjunin mæta eftirspurn eftir jarðvarma á Norð- austurlandi. Gert er ráð fyrir að þessi 45 MW virkjunaráfangi verði fyrsta skrefið í uppbyggingu sjálf- bærrar jarðvarmavinnslu á svæðinu. Boraðar hafa verið átta vinnsluhol- ur, sem skila gufu sem jafngildir um 50 MW rafafli eða einni aflvél. Á blaðamannafundinum hélt Gunnar Guðni Tómasson, fram- kvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar, erindi þar sem far- ið var yfir framkvæmdina. Kom þar meðal annars fram að stöðvarhús og gufuveita verði byggð á árunum 2015 til 2016 en árið 2017 verði unnið að uppsetningu á búnaði. 20 til 24 milljarðar króna Heildarfjárhæð samninganna við LNS Sögu um byggingu stöðvar- húss og veitna er um 6,6 milljarðar króna. Gera áætlanir ráð fyrir að heildarkostnaður við fyrsta áfanga virkjunarinnar nemi á bilinu 20 til 24 milljörðum króna. Þegar mest lætur verða hátt í tvö hundruð starfsmenn við vinnu á svæðinu á framkvæmda- tímabilinu. Þeistareykjavirkjun komin á framkvæmdastig  Forstjóri Landsvirkjunar segir áfangann einkar ánægjulegan Ljósmynd/Landsvirkjun Virkjun Til stendur að rekstur virkjunarinnar hefjist í október 2017.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.