Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015 Sigríður Inga Sigurðardóttir er fædd og uppalin í Skuld í Vest-mannaeyjum og ætíð kölluð Sigga í Skuld. Hún er ein á lífi úrellefu systkina hópi, en foreldrar hennar voru Ingunn Jón- asdóttir frá Helluvaði á Rangárvöllum og Sigurður Pétur Oddsson sem var fæddur á Krossi í Landeyjum. Hún hefur alla tíð borið ein- stakan hug og kærleika til foreldra sinna og hefur haft gaman af því að segja frá þeim. Sérstaklega var hún tengd föður sínum og ljómar öll þegar hún minnist hans. Sigríður giftist ung Ingólfi Theódórssyni, netagerðarmeistara frá Siglufirði, og studdi hann dyggilega í hans starfsframa og rekstri netagerðarinnar Ingólfs, allt fram til hans dauðadags árið 1988. Sigríður rak í yfir 20 ár Gistiheimilið Hvíld í Vestmannaeyjum og var þar annáluð fyrir gestrisni og höfðingsskap. Hún tók sig svo upp fyrir 14 árum og flutti á höfuðborgarsvæðið til að vera í nálægð við afkomendur sína. Hún býr nú á fallegu heimili í Grafarvoginum í Reykjavík og nýtur þar návista við góðan vin sinn, Sverri Benedikts- son. Það sem hefur einkennt hana er mikill dugnaður og kraftur, sem hún býr enn að í dag. Sigríður ætlar að fagna tímamótunum laugardaginn 18. apríl í sal Bridgesambands Íslands í Síðumúla 37, 3. hæð, kl. 15-18. Hún af- þakkar blóm, en fjölskylda og vinir eru boðnir hjartanlega velkomn- ir að koma og njóta dagsins með henni. Sigríður Inga Sigurðardóttir er níræð í dag Sigga í Skuld Hún fæddist og ólst upp í Skuld í Vestmannaeyjum en flutti upp úr aldamótunum á höfuðborgarsvæðið. Kraftur og dugnað- ur einkennir hana Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kópavogur Isabella Diljá Torres fæddist 23. febrúar 2014 kl. 15.18. Hún vó 3.485 g og var 50 cm löng. For- eldrar hennar eru Edda Ósk Aradóttir og Carlos Torres. Nýr borgari Á rni fæddist á Ísafirði 14.4. 1940. Að loknu al- mennu námi stundaði hann flugnám um tíma í Reykjavík, kynntist blaðamennsku í Bandaríkjunum og lauk áfanga í heilsuhagfræði við Endurmenntunarstofnun HÍ 1996. Árni var blaðamaður við Alþýðu- blaðið, fréttastjóri þar 1959-63 og ritstjóri blaðsins 1976-77 og 1985-87. Hann var fréttamaður og varafrétta- stjóri við Ríkisútvarpið 1963-76 og fór þá m.a. til Víetnam, þar sem stríð stóð sem hæst. Hann var fréttarit- stjóri Vísis um tíma, alþingismaður Norðurlands eystra fyrir Alþýðu- flokkinn 1978-83 og 1987-91 og vara- þingmaður 1983-87. Árni starfaði hjá Hjálparstofnun kirkjunnar í hungursneyðinni í Eþí- ópíu 1985, var formaður Hjálpar- stofnunar kirkjunnar 1986-90, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins um tíma og framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ 1992-2004 og stóð þá fyrir mikilli uppbyggingu og endurbótum hjá stofnuninni. Árni Gunnarsson, fyrrv. framkvæmdastjóri og alþm. – 75 ára Fjölskyldan Árni með eiginkonunni og dætrunum tveimur, Hrefnu Filippusdóttur, Gunnhildi og Sigríði Ástu. Á draum um heilsuþorp Fréttamaðurinn Árni í Víetnam er hann var fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. 11.600 5.800 12.990 26.900 26.900 39.200 8.990 Bankastræti 12 | 101 Reykjavík | Sími 551 4007skartgripirogur.is Fallegt úr í fermingarpakkann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.