Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015 ✝ Kristrún IngaGeirsdóttir fæddist 12. sept- ember 1959 og lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi fimmtu- daginn 2. apríl 2015. Foreldrar henn- ar eru hjónin Geir Örn Ingimarsson, f. 16.2. 1930, og Her- borg Káradóttir, f. 14.4. 1942. Systkini hennar eru Óðinn Svan, f. 10.11. 1960, Brynjar, f. 20.12. 1961, Arna Ósk, f. 5.6. 1963, Geir Borgar, f. 5.1. 1966, og Gunnar Viðar, f. 27.7. 1950 (samfeðra). Eftirlifandi eiginmaður henn- ar er Ómar Svanlaugsson, f. 29.11. 1961, foreldrar hans voru Rannveig Ingibjörg Þormóðs- dóttir, f. 26.5. 1933, d. 29.5. 2000, og Svanlaugur Júlíus Jónsson, f. 18.8. 1937, d. 9.7. 1995. Börn Kristrúnar og Ómars eru 1) Rannveig Inga Ómars- dóttir, f. 14.12. 1985, gift Þóri Rafni Hólmgeirssyni, f. 23.2. 6.1. 2012, sonur Davíðs er Aron Bjarni, f. 3.12. 1994. Kristrún ólst upp á Akureyri og bjó þar alla tíð. Hún gekk í Oddeyrarskóla og síðar í Gagn- fræðaskólann á Akureyri. Hún vann hin ýmsu störf framan af samhliða barnauppeldi. 1997 hóf hún menntagöngu sína á ný í Menntasmiðju kvenna á Akur- eyri, í kjölfar þess hóf hún nám á Listnámsbraut við Verkmennta- skólann á Akureyri. Frá árinu 2003 rak hún Quiltbúðina í Sunnuhlíð ásamt eiginmanni sínum þar sem hún náði að sam- eina líf og leik, hannyrðir voru hennar ástríða í lífinu. Hún lagði mikinn metnað í allt sem hún tók sér fyrir hendur og gerði það vel. Í gegnum starf sitt ferðaðist hún víða um landið, hélt prjóna-, hekl- og bútasaumsnámskeið og eru orlofshelgarnar á Löngu- mýri í Skagafirði löngu lands- þekktar. Slökun sína undanfarin ár fann hún í sólinni og vörðu þau hjónin góðum tíma þar yfir vetr- armánuðina ásamt því að ferðast víða vegna starfs síns sem og til að skoða nýjar slóðir. Síðustu ár hafa útivera og fjall- göngur skipað æ stærri sess í lífi þeirra hjóna. Útför Kristrúnar Ingu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 14. apríl 2015, kl. 13.30. 1980. Dætur þeirra eru Alexía Kara, f. 25.4. 2011, og Alba Björk, f. 27.2. 2014. Rannveig á eina dóttur frá fyrra sambandi, Aldísi Marý, f. 7.9. 2007, og sonur Þóris er Daníel Bent, f. 9.6. 2005. 2) Katrín Ósk Ómarsdóttir, f. 12.11. 1986. 3) Óm- ar Svan Ómarsson, f. 18.5. 1990, kærasta hans er Harpa Hrönn Önnudóttir, f. 27.7. 1994, sonur Hörpu er Tristan Máni, f. 30.12. 2010. Fyrri eiginmaður Kristrúnar var Árni Arason, f. 31.1. 1958, og eru börn þeirra 1) Drengur Árnason, f. 31.12. 1975, d. 31.12. 1975. 2) Herborg Rósa Árna- dóttir, f. 16.12. 1976, börn henn- ar eru Jakob Darri, f. 14.10. 1995, Lovísa Ýr, f. 6.8. 1997, og Þormóður Geir, f. 17.11. 2001. 3) Guðrún Petra Árnadóttir, f. 31.8. 1980, gift Davíð Kristjáni Hreiðarssyni, f. 3.11. 1971. Son- ur þeirra er Davíð Steinberg, f. Elsku Kristrún mín. Þú gætir mín. Ég hefði getað svarið ég sá í andrá þig og í einni svipan þín angan nærði mig. Þá hvíslað var í húmið ég heyrði róminn þinn. Ég verð ætíð hjá þér vinur minn. Og þín ég verð að eilífu og ég mun varða þína leið hvert sem þú ferð. Ef ég ætti eina ósk ég myndi óska mér að ég fengi að sjá þig brosa á ný. Eitt andartak á ný í örmum þér á andartaki horfin varstu mér. Ó hve sárt ég sakna ég sé ekkert né skil Ég vil ei aftur vakna né vera lengur til. Samt í huga geymi ljóðið þitt og lag af öllu hjarta þakka sérhvern dag og þinn ég verð að eilífu þú gætir mín á þeirri ferð. Ég trúi því á englana að aftur leyfi mér að sjá hana. Ef ég ætti eina ósk ég myndi óska mér að ég fengi að sjá þig brosa á ný. Eitt andartak á ný í örmum þér á andartaki horfin varstu mér. Ég trúi því á andartaki aftur verð hjá þér. (Hannes Örn Blandon) Ég elska þig, þú lifir í hjarta mínu. Þinn Ómar. Elsku dóttir okkar, Kristrún Inga, sem fæddist á Akureyri 12. september 1959, er látin. Það eru mjög þung spor að kveðja þig svona fyrirvaralaust, þú sem varst svo yndislegt barn og fyrsta barnið okkar. Við höfum misst mikið að missa þig og stórt skarð er höggvið í tilfinningar okkar sem aldrei mun gróa. Það var okkur mikið áfall að heyra af fyrirvaralausu dauðsfalli þínu og það er okkur þungbært að kveðja þig svona langt fyrir aldur fram, elsku dóttir okkar. Þú varst fyrsta barnið okkar, fæddist á fallegum haustdegi og heilsaðir okkur með stórum brúnum augum. Á uppvaxtarár- unum varstu ávallt glöð, dugleg og vinnusöm, allt sem þú tókst þér fyrir hendur gekk mjög vel og þægilegri manneskju er vart hægt að hugsa sér. Snemma byrjaðirðu að passa yngri systk- ini þín og varst alltaf til staðar fyrir þau í uppvextinum. Þú full- orðnaðist snemma og hófst bú- skap einungis 15 ára gömul, sem sýnir hversu ákveðin, dugleg og kraftmikil kona þú varst alla tíð. Við fengum bæði að njóta þess að vera foreldrar þínir og sam- starfsfélagar, þú starfaðir í hann- yrðaverslun okkar og við svo síð- ar í þinni. Það er mikið tóm að mæta í Quiltbúðina þessa dagana og erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur og eiga ekki okkar vanalega góða spjall sem aldrei bar skugga á. Við kveðjum þig með þeirri blessun sem þú veittir okkur ávallt og biðjum góðan Guð að taka á móti þér. Við gleymum þér aldrei, þú verður ljóslifandi minn- ing í huga okkar meðan við lifum. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Pabbi og mamma. Elsku mamma mín. Lífið er vont núna. Sumt mun ég aldrei skilja. Ég veit ekki hver tilgangurinn er. Ég á engan hátt skil hvað er að ger- ast. Það eru engin svör. Þú ert með réttu svörin fyrir mig. Þú ert límið. Þú ert sú sem ég leita til. Þú ert fyrirmyndin mín. Þú ert minn helsti stuðningur. Þú ert vinkona mín. Þú ert mér svo mik- ið. Þú ert mamma mín. Ég er þakklát fyrir svo ótal margt. Þakklát fyrir allar stund- irnar okkar, allar yndislegu minningarnar sem við sköpuðum saman á síðasta ári. Fyrir að hafa flutt tímabundið til ykkar pabba og fengið að deila með þér öllum litlu hversdagslegu hlutunum. Þakklát fyrir fjallgöngurnar, Löngumýrarhelgina og Kanarí- ferðina. Þakklát fyrir alla þá þol- inmæði og skilning sem þú hefur sýnt mér. Fyrir allt sem þú hefur kennt mér. Fyrir allt. Ég á endalaust af dýrmætum minningum um þig sem ég mun varðveita í hjarta mínu. Þú ert farin úr sýn en þú munt aldrei fara úr lífinu mínu. Þú fylgir mér hvert sem ég fer, verður með mér á hamingjusömustu augnablikun- um mínum og þeim erfiðustu. Hjá mér áttu alltaf stað. Ég mun minnast þín sem hinn- ar einu sönnu móður, sem var skilningsrík og hjartahlý kona og einstök á sinn kraftmikla og gef- andi hátt. Sem var svo yndislega skemmtileg, hæfileikarík, um- hyggjusöm og vildi allt fyrir alla gera. Elsku mamma, þú varst svo góð. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Tilhugsunin ein nístir. Hvernig sem við förum að, þá finnum við leið til að þrauka. Við grípum hvert annað þegar sorgin verður óbærileg. Við erum sterk, samheldin fjölskylda út af þér, elsku mamma. Við munum finna styrkinn. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Þú lifir áfram í okkur öllum. Þín Katrín Ósk. Elsku fallega mamma. Orð fá ekki lýst hvað ég á eftir að sakna þín mikið. Ég átta mig engan veginn á þessu þessa stundina, en veit að það mun koma síðar þegar dofinn fer. Ég veit að þá mun taka við mjög erfitt tímabil þegar öll sorgin kemur. Hvernig á ég að vinna úr því án mömmu til að hjálpa mér? Ég fæ tár í augun, kökk í hálsinn og hroll við til- hugsunina. Einhvern veginn hef ég ekki haft mikinn tíma þessa dagana til að hugsa um þetta allt saman, lífið heldur áfram og mað- ur flýtur með í gegnum daginn, og samt veit ég ekki hvernig ég komst í gegnum daginn. Börnin kalla, þurfa sína athygli og í nógu að snúast þessa dagana. Skipu- lagning á jarðarför elskulegrar móður minnar en ég trúi því í augnablik að ég sé að skipuleggja flotta veislu handa þér, allri þinni yndislegu fjölskyldu og vinum. Spennan magnast í huganum, hvernig þér myndi líka þetta allt saman og hvort þú yrðir ánægð með þetta. Svo allt í einu ranka ég við mér og þarf að horfast í augu við raunveruleikann og átta mig á að þú munir ekki hoppa óvænt inn í „gleðina“. Ekki nema í hjarta okkar. Þá blasir við sú staðreynd að við erum að skipu- leggja jarðarför mömmu okkar. Samt leyfi ég mér að ýta sorginni til hliðar og held í vonina um að ég vakni upp af þessum hryllilega draumi. Svo koma áhyggjur dætra minna. Aldís er uppfull af spurningum: Fær amma ekkert aftur að borða? Er amma svöng? Hvar er hún? Er hægt að sjá hana? Þarf afi að búa núna einn í húsinu? Mig langar að kveðja hana. Get ég sagt bless við hana? Get ég komið við hana? Ég sakna ömmu svo mikið. Svo þessi yngri, hún Alexía: Er amma uppi í geimnum? „Ég sakna ömmu í geimnum“ er það fyrsta sem hún segir þegar hún vaknar. Stelp- urnar rífast um hvort amma sé á himninum eða í geimnum. Rétt skal vera rétt hjá þessari eldri en sú yngri á enn eftir að læra margt. Ég geri mitt besta til að svara þessum spurningum frá þeim en það er svo erfitt. Ég er engan veginn tilbúin til að takast á við þetta. Um leið og þessar hugsanir taka yfir reyni ég að ýta þeim til hliðar, samt hugsa ég um þetta allan daginn. Af hverju núna? Nú áttir þú að fara að lifa lífinu, á besta aldri, ásamt pabba. Áhyggjurnar af pabba, að missa þig sem eiginkonu og besta vin. Það er svo sorglegt og mjög óréttlátt, þið sem áttuð svo margt framundan. Eitt veit ég að pabbi á góðan hóp og við munum gera okkar allra besta til að halda utan um hann! Svo kemur þakklæti upp í huga mínum, er svo þakklát að hafa átt þig sem mömmu, fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gert fyrir mig. Allar stundirnar okkar sem ég geymi. Þakklát fyr- ir að eiga þennan yndislega pabba, allan þennan systkinahóp, mann og börnin mín. Þakklát fyr- ir að vera rík af vinum og fjöl- skyldu. Ég dáðist að dugnaðinum í þér, þeirri vinnu sem þú lagðir í allt sem þú tókst þér fyrir hend- ur. Mér fannst þú duglegust allra og vildi svo mikið að þú hefðir fengið að njóta lengur. Þú munt alltaf eiga stóran part í mínu hjarta! Elska þig, elsku mamma. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín, í þeim las ég alla elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd, bar hún mig og benti björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt; gengu hlýir geislar gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best hjartað blíða, heita – hjarta, er sakna’ ég mest. (Sumarliði Halldórsson) Þín Rannveig. Elsku mamma mín. Ég kveð þig með miklum söknuði. Það eru svo margar góðar minningar sem koma upp þegar ég hugsa um þær stundir sem ég hef átt með þér. Þetta er bara brot af þeim. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig þegar ég hef þurft á þér að halda. Þú hefur hjálpað mér að takast á við hin ýmsu verkefni sem ég hef fengið upp í hendurn- ar. Þú hefur hjálpað mér að vera bjartsýn, taka hlutunum af æðru- leysi og sjá þá frá öðru sjónar- horni. Að eiga við þig gott spjall gaf mér svo mikið. Ég var oft ein- hvern veginn endurnærð og til í allt. Við gátum talað um svo margt og áttum oft erfitt með að hætta. Þegar ég þurfti að leggjast inn á spítalann með meðgöngueitrun tveimur mánuðum fyrir áætlaðan fæðingardag varstu fljót að stökkva af stað og komst suður til okkar. Þú hjálpaðir okkur við all- an undirbúning, mér þótti svo vænt um það þótt mér hafi þurft erfitt að geta ekki gert það sjálf. Þú varst til staðar þegar Davíð Steinberg fæddist og mér fannst mjög gott að hafa þig. Að fara með ykkur Ómari á rúntinn leiddist mér aldrei. Það var stoppað á ýmsum stöðum og farið út að rölta og skoða. Síðasta sumar keyrði ég með ykkur á Siglufjörð. Þar löbbuðum við um allt og skoðuðum, við stóðum t.d. heillengi niðri á höfn og horfðum á trillu landa. Ég er svo þakklát fyrir mæðgnaferðina okkar til Boston árið 2012. Þú fórst með okkur systrunum. Yndisleg ferð þar sem þú fórst á kostum í akstr- inum og við höfum hlegið mikið að. Ferðirnar áttu að verða svo miklu fleiri og við vorum farnar að huga að næstu ferð. Við syst- urnar munum halda áfram að fara en þær verða ekki eins án þín. Mér hefur alltaf fundist þú svo sanngjörn og þú hefur alltaf tekið mark á mér þótt þú hafir ekki alltaf verið sammála mér. Þú fórst svo oft samningaleiðina þannig að við vorum báðar nokk- uð sáttar. Þegar ég fékk þá flugu í hausinn að fara bara ekkert í framhaldsskóla samdir þú við mig að fara allavega eina önn. Ég fór þessa önn og hélt svo að sjálf- sögðu áfram, ég þakka þér fyrir það. Eitt sem ég verð að nefna og það er brennda poppið þitt. Ég skildi aldrei hvernig þér gat fundist brennt popp gott. Ég hef alltaf litið upp til þín, elsku mamma mín, þú varst ynd- isleg og ég sakna þín. Hvíldu í friði og Guð geymi þig. Þín dóttir, Guðrún Petra. Elsku amma mín. Þú varst og verður alltaf fyr- irmyndin mín, alltaf svo sterk og dugleg, ég er stolt að hafa fengið að kalla þig ömmu mína. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig þegar ég þurfti á þér að halda og leitaði til þín. Ég er þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og allar minningarnar sem þú gafst mér. Ég hugsa mikið til Spánarferð- arinnar sem við Jakob Darri fór- um með ykkur í, það eru ekki all- ar ömmur sem fara með í rússíbanann af því litla ömmu- stelpan þorði ekki ein en langaði svo. Þú hefur alltaf stutt við bakið á mér og hjálpað mér að gera drauma mína að veruleika, mætt- ir á allar leiksýningar sem ég tók þátt í og varst svo sannarlega aðdáandi númer eitt. Ég mun sakna þín mikið og veit að þó ég geti ekki séð eða hitt þig ertu ávallt með mér í hjarta mínu og ég mun minnast þín og sjá til þess að framtíðarbörnin mín viti hversu yndisleg og gullfalleg amma Kristrún var. Hvíldu í friði, elsku fallega amma mín. Þín ömmustelpa, Lovísa Ýr. Elsku amma mín. Takk fyrir allar góðu stundirnar okkar, ég vildi svo að þær hefðu orðið fleiri og nú sé ég eftir að hafa ekki komið með pabba að laga þvotta- vélina um daginn. Ég man alltaf hvað var gaman að fá ykkur afa heim frá útlönd- um, þið komuð alltaf með gjafir og eitthvert skemmtilegt nammi handa okkur. Ég man sérstak- lega eftir stóra Batmaninum sem ég fékk frá ykkur þegar ég var fjögurra ára, hann var stærri en ég og fylgdi mér hvert sem ég fór. Ég mun sakna þín mikið og sérstaklega þegar ég fermist seinna í vor en veit að þú verður með í hjartanu og ég veit að þú hefðir viljað vera með mér á þess- um degi. Hvíldu í friði. Ég elska þig amma mín, þinn Þormóður Geir. Elsku Kristrún er látin. Það er sárt að kveðja góða vinkonu sem svo snögglega er tekin frá sínum nánustu í blóma lífsins. Minningarnar streyma fram ljóslifandi um hressu og kátu Kristrúnu. Það var bútasaumur- inn sem leiddi vegi okkar saman fyrir rúmum tíu árum. Hún var þá nýbúin að kaupa bútasaums- búðina sína og ég nýbyrjuð að hanna bútasaumssniðin mín. Þar með hófst vinskapur og samstarf sem aldrei bar skugga á. Við fengum hverja hugmyndina af annarri, stofnuðum saman Dísu- klúbbinn í Quiltbúðinni, deildum hugmyndum og framkvæmdum. Hlutirnir voru aldrei neitt mál hjá Kristrúnu, alltaf gat maður leitað til hennar. Hún las yfir bækur sem ég vann að, prófaði að sauma verkefnin í þeim, gaf ráð og leiðbeindi af heilum hug, ynd- isleg alltaf hreint. Kristrún og Ómar voru ferða- félagar okkar Sölva á ótal búta- saumssýningar í Bandaríkjunum. Þetta var gott fyrirkomulag að ferðast saman, taka saman bíla- leigubíl, innanlandsflug ef þurfti og dvelja á sama hóteli. Ávallt var glatt á hjalla, Sölvi og Ómar skiptust á að keyra eftir löngum hraðbrautum á meðan við Krist- rún prjónuðum, hekluðum, hlóg- um og dottuðum á köflum í aft- ursætinu, ef villst var af vegi dró Kristrún upp kortið og var með allt á hreinu! Auðvitað komu upp ýmis óvænt atvik og þá átti Krist- rún mín það til að stressast smá upp. Ógleymanlegt er atvik þeg- ar við vorum á hlaupum á flug- vellinum í Salt Lake City og það rann upp fyrir okkur að við höfð- um misst af flugi sem við áttum til Denver. Að sjálfsögðu fengum við öll nett áfall en ég vissi ekki hvert Kristrún ætlaði. „Kristrún mín, róa sig,“ sagði Ómar þá pollróleg- ur og klappaði sinni á bakið, já hann Ómar hafði lag á að róa sína niður. Stundum náðum við að ferðast og skoða okkur um í kringum sýningar. Minnisstætt er þegar við keyrðum til Las Vegas og upplifðum borg ljósanna, góðir dagar í New York þegar við vor- um sannir túristar, sigling í kringum fallegu Pittsburgh, þeg- ar við keyrðum upp í fjöllin við Portland og sólríkur dagur í ól- ympíuþorpinu Park City. Ljúfar og góðar eru minningarnar um ferðirnar okkar saman og góða vini sem við erum svo þakklát fyrir að hafa kynnst. Kristrún og Ómar voru sam- Kristrún Inga Geirsdóttir HINSTA KVEÐJA Til þín Elsku amma, þú varst alltaf svo góð og skemmti- leg og falleg. Ég mun sakna þín mjög mikið. Frá Aldísi þinni. Elsku amma. Ég sakna ömmu uppi í geimnum. Þín Alexía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.