Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015 Smáauglýsingar Barnavörur Fín sumargjöf - barnahjól Til sölu Schwinn Tigress tvíhjól í góðu ástandi. Hentar 2-5 ára. Hjálpardekk. Verð 10.000. Upplýsingar í síma 669 1127 - er í Hafnarfirði. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Jessenius Faculty of Medicine (JFM CU) í Martin, Slóvakíu mun halda inntökupróf í Reykjavík 16. apríl og 24. júní 2015. Ekkert prófgjald. Kennt er á ensku. Nemendur læra slóvakísku og geta tekið alla klíník í Slóvakíu. Nemendur útskrifast sem læknar (MUDr.) eftir 6 ára nám. Fjöldi Íslendinga stundar nám í læknisfræði við skólann auk Norð- manna, Svía og Finna og fleiri. Heimasíða skólans er www.jfmed.uniba.sk Uppl. í s. 544-4333 og 820-1071 kaldasel@islandia.is TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ Dömustígvél.Stakar stærðir. Verð: 12.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Teg. 1513 Þægilegir dömuskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41. Verð: 15.785. Teg. 1213 Þægilegir dömuskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-41. Verð: 15.900.. Teg. 1908 Þægilegir dömuskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36-40. Verð: 15.900. Teg. 06 Þægilegir dömuskór úr mjúku leðri, skinnfóðraðir. Litir: hvítt og svart. Stærðir: 36-42. Verð: 13.975. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar Volvo V-50 árg. 2005, ekinn 144 þús. Sjálfsk. Búið að skipta um tímareim og toppviðhald. Tveir eigendur frá upphafi. Engin skipti, ekkert áhvílandi. Nýleg Toyo-harðskeljadekk. Dekurbíll í alla staði. Verð: 1.390.000 kr. Upplýsingar í síma 821-5628. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald smidur.com Sími 897 9933 Tökum að okkur viðhald, við- gerðir og nýsmíði fasteigna fyrir fyritæki húsfélög og einstak- linga. Fagmenn á öllum sviðum. Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373. brbygg@simnet.is          NÝTT - og svoo fallegt ! Teg.REBECCA - í nýjum lit, stærðir 32-40 D,DD,E,F,FF,G á kr. 11.550,- Teg. RAPTURE - stærðir 32-38 D,DD,E,F,FF,G á kr. 9.985,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Siggi afi skilur eftir sig heilan hell- ing af frábærum minningum hjá fjöl- skyldu, vinum og vandamönnum. Hjá okkur barna- börnunum eru þó nokkrar sem standa upp úr sem okkur langar að rifja upp. Flestar þeirra eru úr Heiðar- bænum frá því þegar við vorum þar í pössun eða í fjölskylduboð- um hjá honum og Íu ömmu. Fram að kvöldmat var alltaf hægt að horfa á Cartoon Network og hvort sem pítsan var kringlótt eða „kössótt“ fúlsaði afi við henni, vildi bara fisk og fékk hann. Þá hummaði hann lágt með matnum, hærra þegar hann fékk kjötið næst beininu og bauð svo upp á nýmjólk með eftirréttinum enda er léttmjólkin vatnsblönduð. Afi kunni ætíð vel við sig í sumarbústaðnum í Grímsnesinu og í íbúðinni í Súðavík þar sem við nutum ófárra stunda með þeim. Í Súðavík vorum við oft á sumrin þar sem afi kenndi okkur að dorga krossfiska á hafnar- bakkanum sem við síðan þurrk- uðum í sólinni. Þegar við hugsum til baka þá þjónaði þetta engum sérstökum tilgangi en við vorum þó sammála um hvað þetta hefði verið skringilega skemmtilegt. Bústaðurinn í Grímsnesi er staður sem við höfum öll fengið að njóta frá barnæsku. Sumar- ferðirnar með ömmu og afa þang- að þar sem afi grillaði kjötið, kveikti svo upp í arninum og horfði á stöð 1 í litla túbusjón- varpinu eru okkur í fersku minni. Á seinni árum höfum við fengið afnot af bústaðnum, bæði til fjöl- skyldu- og veiðiferða. Afa þótti alltaf mjög gaman að fá símtal þaðan með fréttum af bústaðn- um, nágrönnunum og náttúrunni. Í hvert skipti sem við höfum farið er haldið í þá hefð að kveikja upp í arninum og grilla kjöt og stefnum við á að halda því áfram í þessum fallegasta bústað lands- ins, þótt við segjum sjálf frá. Í framtíðinni þegar við fáum okkur nýmjólk, dorgum kross- fisk, grillum uppi í bústað eða sjóðum fisk sjáum við Sigga afa fyrir okkur liggjandi í makindum í garðskálanum með nýbruggað bláberjavín að njóta fallega út- sýnisins úr Heiðarbænum: lognið á stíflunni, gæsin að verpa, laxinn að stökkva og sólin að setjast. Svona viljum við minnast afa okkar. Sindri, Óttar og Hugrún. Mánudaginn 30. mars var heiðskírt veður, snjóþekja á jörð og bjart sólskin. Veður til að gleðjast, veður til að lifa lífinu, en líka veður til að syrgja og sakna. Um hádegisbil andaðist vinur minn og mágur, Sigurður Rafnar Halldórsson. Andlát hans kom ekki á óvart; hann var búinn að berjast við krabbann síðan fyrir jól, síðustu sex vikurnar á líkn- ardeild Landspítalans. Kynni okkar hófust ekki að ráði fyrr en árið 1961 að ég kom heim frá námi ásamt þýskri eig- inkonu og tveggja ára dóttur. Þá höfðu þau Kristín systir mín og hann fyrir nokkuð löngu ruglað saman reytum sínum og áttu orð- ið synina tvo, Sigurbjörn Búa og Guðmund Tryggva, en systirin Hlíf var á leiðinni. Af litlum efn- um, en með þeim mun meiri bjartsýni, krafti og áræði voru þau búin að gera helminginn af tvíbýlishúsi við Auðbrekku að Sigurður Rafnar Halldórsson ✝ Sigurður Rafn-ar Halldórsson fæddist 24. júní. Hann 30. mars 2015. Útför hans fór fram 13. apríl 2015. hluta til íbúðarhæf- an og flutt þar inn. Þau voru að mörgu leyti ólík hjón, en stóðu saman eins og klettur í því sem máli skipti í lífinu. Sigurður var glæsilegur maður, hávaxinn, grannur og vel á sig kominn. Hárið var ljóst og mikið og þrátt fyrir að hann gerðist snemma nokkuð snoðinn, rétt einsog forfaðir hans, Egill Skallagrímsson, var maðurinn allur hinn vörpulegasti. Hann lærði trésmíði, varð bygg- ingameistari og stundaði nám í tæknifræði í Danmörku. Hann starfaði sem byggingameistari og tæknifræðingur alla sína starfs- ævi hjá Reykjavíkurborg sem eftirlitsmaður með framkvæmd- um. Því til viðbótar teiknaði hann mikinn fjölda íbúðarhúsa og ann- arra mannvirkja sem sjálfstætt starfandi hönnuður. Honum féll sjaldan verk úr hendi. Hann var sístarfandi. Eftir að hafa byggt húsið í Kópavogi byggðu þau hjón einbýlishúsið að Heiðarbæ 16, mest af eigin rammleik, og þar hafa þau búið síðan. Eftir hann liggur mikið ævistarf. Sigurður var hagur maður og greiðvikinn, afkastamikill og góð- ur viðskiptis. Listmálun var hans tómstundagaman. Til hans var gott að leita, ég á honum miklar þakkir að gjalda fyrir trausta vin- áttu, ráðgjöf og hollráð. Hann var glaðsinna og hafði gaman af að tala við fólk, ekki síst í sundpottunum í Árbæjarlaug þar sem hann var fastagestur og þau hjón bæði. Einkanlega leit- aðist hann við að lýsa annarri skoðun en viðmælandinn. Í um- ræðum um stjórnmál til dæmis talaði hann gjarnan sem vinstri maður við hægri menn og öfugt. Stundum erfitt að átta sig á því hvað hann var að fara. Ólíkinda- tól. Hann ólst upp á Akranesi og þangað hafði hann sterkar taugar og ekki síður að Helgavatni þar sem hann var fæddur og löngum í sveit hjá afa sínum. Sigurður tók sjúkdómi sínum af karlmennsku og mælti ekki æðruorð. Lífið heldur áfram, en tilveran verður ekki sú sama. Við hjónin munum sakna mágs okk- ar. Við sendum systur minni og afkomendum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Tryggvi Sigurbjarnarson. Ég hitti Sigurð mág minn í fyrsta skipti 1958 þegar ég var 18 ára, hann 23 ára. Það var á sum- ardegi í Breiðfirðingabúð, á djammsessjón sem þar var haldin á milli klukkan þrjú og fimm á sunnudegi. Þangað mætti ungt fólk til að dansa. Ég var þar með Birgi, bróður Sigga, sem síðar varð maðurinn minn. Sú stund þegar Siggi birtist allt í einu við borðið hjá okkur er mér mjög minnisstæð; þarna stóð hann hár og grannur, brosmildur með myndavél á öxlinni og byrjaði strax að glettast við mig. Ári seinna var ég orðin mágkona hans. Það var gaman að tengjast Sigga og foreldrum hans, fjöl- skyldunni á Sunnubraut 22 á Akranesi, en margt var þar ólíkt því sem ég átti að venjast. Í mín- um huga var þetta lítil fjölskylda, foreldrar og tveir synir. Sjálf kom ég úr stórum systk- inahópi. Heimili Rutar Guð- mundsdóttur og Halldórs Þor- steinssonar á Sunnubraut var mikið menningarheimili og þar voru listir, bókmenntir og leiklist í hávegum höfð. Rut var mjög listræn, skrifaði sögur og málaði myndir. En hún var af þeirri kyn- slóð kvenna sem fengu ekki alltaf tækifæri til að þroska slíka hæfi- leika til fulls, en málverk hennar prýða veggi fjölskyldu okkar. Þessa hæfileika erfði Siggi og myndir hans prýða einnig mína veggi. Svo var annað sem ég þurfti að takast á við og það var pólitíkin á heimilinu. Þarna var ég komin inn í mikla vinstri fjöl- skyldu, á meðal fólks sem á þess- um árum var kallað kommúnist- ar. Það var stór biti að kyngja þar sem faðir minn var mikill sjálf- stæðismaður. En ég var fljót að komast yfir þessa hindrun því þetta var fólk með gott hjartalag og ákaflega skemmtilegt. Á þeirri rúmu hálfu öld sem liðin er frá okkar fyrsta fundi höf- um við Siggi átt nána samleið. Siggi og Ía og við Birgir giftum okkur með stuttu millibili. Þá tóku við baslárin með húsbygg- ingum og barneignum en þegar ég lít til baka finnst mér að basl- árin hafi kannski verið bestu ár- in. Siggi og Biggi létu sér ekkert fyrir brjósti brenna, dugnaður og kátína einkenndi þá báða, fjöl- skyldurnar hjálpuðust að við að koma sér upp húsnæði og gæta barna. Það er margs að minnast þegar ég kveð Sigga mág; ótal samverustundir og fjölskyldu- veislur treystu böndin. Siggi var lánsamur í einkalífi sínu, eignað- ist góðan lífsförunaut og börn sem hafa verið lánsöm í lífinu. Siggi reyndist mér og mínum börnum mjög vel þegar Birgir lést tæplega 59 ára gamall; þá sýndi hann okkur mikinn stuðn- ing og fyrir það vil ég þakka. Löngum kafla í lífi mínu er lok- ið við andlát Sigga og ég á eftir að sakna þessa glaðlega manns með sinn sérstaka húmor og brandar- ana sem hann hafði ætíð á hrað- bergi. Um svipað leyti og Siggi veikt- ist af þeim sjúkdómi sem nú hef- ur lagt hann að velli dreymdi mig Birgi. Hann var að mála bjart og fallegt herbergi, hann var að und- irbúa komu einhvers. Ég reikna með að Siggi sé nú fluttur þangað og að fjölskyldan á Sunnubraut sé nú saman á ný. Megi minning Sigga mágs míns lifa. Íu, börnum þeirra og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigríður Auðunsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.