Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015
Að sögn talsmanna Sameinuðu
þjóðanna hafa að minnsta kosti 900
manns komið á land á Horni Afríku
síðustu tíu daga. Þar á meðal eru
344 Jemenar sem sækjast eftir
skjóli í Djíbútí á meðan loftárásir
Sádi-Araba halda áfram að dynja á
dvalarstöðum uppreisnarmanna.
Jemensk börn bregða á leik fyrir
utan flóttamannabúðir Sameinuðu
þjóðanna í Obock, smáum hafnarbæ
á norðurströnd Djíbútí.
AFP
Finna öruggt skjól handan Rauðahafsins
Hundruð þúsunda Brasilíumanna
hafa tekið þátt í mótmælum gegn
ríkisstjórn landsins eftir að upp
komst um mikla spillingu tengda
ríkisrekna olíurisanum Petrobras.
Saka mótmælendur stjórnmála-
og embættismenn hins ríkjandi
Verkamannaflokks um að hafa þeg-
ið mútur frá olíurisanum, á sama
tíma og núverandi forseti landsins,
Dilma Rousseff, var forstjóri fyr-
irtækisins.
Rannsókn ríkissaksóknara lands-
ins hefur þegar losað hana undan
allri ábyrgð en þrátt fyrir það trúa
því enn margir að hún hlyti að hafa
vitað af mútunum. Kalla þeir eftir
því að henni verði vísað úr embætti.
Margir mótmælenda hafa klæðst
gulum treyjum knattspyrnulands-
liðsins og veifað fána landsins. Aðr-
ir hafa haldið á loft spjöldum sem á
er letrað ýmist „Dilma út“ eða
„Spillt ríkisstjórn“.
Önnur álíka mótmæli áttu sér
stað í marsmánuði og í kjölfarið lof-
aði ríkisstjórnin aðgerðum til að
berjast gegn spillingu og refsileysi
glæpa stjórnmálamanna.
Fyrr í apríl samþykkti hæstirétt-
ur Brasilíu rannsókn á rúmlega 50
manns sem sakaðir eru um að hafa
tekið þátt í spillingunni en í henni
fólst að einkafyrirtæki greiddu
embættismönnum mútur til að
tryggja sér arðsama samninga við
Petrobras.
Meðal þeirra sem sæta rannsókn
eru forseti þingsins, forseti neðri-
deildar þingsins og fyrrverandi
orkumálaráðherra ásamt fyrrver-
andi forseta landsins, Fernando
Collor de Mello.
Mútuhneyksli
veldur mótmælum
Brasilíumenn mótmæla ríkisstjórn
landsins og forsetanum Dilmu Rousseff
AFP
Mótmæli Brasilíumenn hafa flykkst
út á götur landsins til að mótmæla.
Bandarísk stjórnvöld segjast ætla
að skila inn formlegri kvörtun
vegna atviks sem átti sér stað hinn
7. apríl sl. Rússar hindruðu þá för
bandarískrar könnunarflugvélar
sem var á flugi yfir Eystrasalti.
Bandarísk flugmálayfirvöld hafa
kallað aðferðir rússneska hersins
„óöruggar og ófagmannlegar“.
Varnarmálaráðuneyti Rússlands
neitaði allri sök og segir majórinn
Igor Konashenkov í samtali við
rússnesku fréttastofuna Interfax
að bandaríska flugvélin hafi nálg-
ast landamæri Rússlands jafnt og
þétt.
„Rússneskri þotu var þá flogið á
loft og flaug hún framhjá þeirri
bandarísku nokkrum sinnum, áður
en hún breytti loks flugstefnu,“
segir Konashenkov.
Rússar hafa undanfarna mánuði
verið sakaðir um að fara yfir landa-
mæri í trássi við nágranna sína við
Eystrasaltið. Hafa Eystrasaltsrík-
in látið í ljós áhyggjur af auknum
heræfingum Rússa á svæðinu í
kjölfar innrásarinnar í Úkraínu.
Bandaríkjamenn kvarta
undan framgöngu Rússa
AFP
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Rússar hafa aflétt banni við flutn-
ingum á háþróuðu loftvarnakerfi til
Írans. Sendingunni var frestað árið
2010 eftir að Sameinuðu þjóðirnar
hófu refsiaðgerðir gegn Íran vegna
kjarnorkuáætlunar landsins.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
skrifaði hins vegar í gær undir til-
skipun sem leyfir Rússum að flytja
svokallað S-300-eldflaugakerfi til
landsins. Þetta liðkar samskipti milli
ríkjanna á nýjan leik, en þau hafa
verið stirð frá því Rússar hættu við
samning um sölu kerfisins í kjölfar
refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna.
Rússar með forskot á hin ríkin?
Aflétting bannsins kemur í kjöl-
farið á samningi heimsveldanna, þar
á meðal Rússlands, við Íran um að
yfirvöld þar í landi hægi á kjarn-
orkuáætlun sinni. Þá þykir þetta
einnig benda til þess að stjórnvöld í
Kreml hafi ákveðið forskot á hin
heimsveldin þegar kemur að því að
hagnast á afléttingu refsiaðgerða SÞ
gegn landinu.
Vonast eftir vænni uppskeru
Fréttastofa Reuters hefur eftir
ónafngreindum heimildarmanni inn-
an rússnesku stjórnarinnar að Rúss-
ar hafi strax í gær hafist handa við að
senda korn, byggingarefni og ýmsan
búnað til Írans í skiptum fyrir hrá-
olíu frá landinu. Íran er fjórði
stærsti olíuframleiðandi heims.
Rússar vonast því til að uppskera
verulega ef af lokasamningi verður á
milli heimsveldanna annars vegar og
Írans hins vegar, sem byggjast
myndi á því samkomulagi sem náðist
í svissnesku borginni Lausanne í
byrjun apríl.
Aðilar beggja vegna borðsins hafa
tíma fram til loka júnímánaðar til að
útfæra samning sem kveða myndi á
um að Íran beislaði kjarnorku sína í
skiptum fyrir afléttingu refsi-
aðgerða. Stjórnvöld í Íran hafa alltaf
neitað því að kjarnorkutilraunir
þeirra miði að framleiðslu kjarna-
vopna.
Rússar vilja eldflaugar til Írans
Aflétta banni við flutningum á háþróuðu loftvarnakerfi Korn, byggingarefni og búnaður í skiptum
fyrir hráolíu frá Íran Heimsveldin og Íran hafa tíma til júníloka til að útfæra lokasamning sín á milli
Íran og kjarnorkan
» Refsiaðgerðir hófust gegn
Íran árið 2010 vegna kjarn-
orkutilrauna landsins.
» Samkomulag náðist í byrjun
apríl um afléttingu refsi-
aðgerðanna.
» Samningsaðilar hafa tíma út
júní til að klára lokasamning.
35.900,-
Verð Kr.
USG CNIP4
Yfirskápur 4 skúffur.
Sterkur skápur með lás.
88.900,-
Verð Kr.
USG FIRP7B Verkfæraskápur
7 skúffur – 1/4", 3/8“ & 1/2" topplyklasett
Splittatangir, skrúfjárn, fastirlyklar, tangir,
skralllyklar, meitlar, sexkantar, rennimál,
þjalir.
115.900,-
Verð Kr.
USG FIRP7B-FOAM Verkfæraskápur
7 skúffur með frauðefnisbökkum. 1/4",
3/8“ & 1/2" topplyklasett. Splittatangir,
skrúfjárn, fastirlyklar, tangir, skralllyklar,
skiptilykill, meitlar, sexkantar, rennimál,
þjalir. 172 verkfæri í sterkum vagni með lás.
15.900,-
Verð Kr.
USG
B5094M
1/2“ & 1/4"
Topplyklasett 94 stk
Skrall 72 tanna, framlengingar,
hjörluliður, átaksskaft, djúpir-
toppar, kertatoppar, bitajárn.
USG GWB2045M
1/4“ Topplyklasett 45 stk
Skrall 72 tanna, framlengingar,
hjörluliður, átaksskaft,
bitar, sexkantar, bitajárn,
4.990,-
Verð Kr.
USG
GWB3029M
3/8“ Topplyklasett 29 stk
Skrall 72 tanna, hjöruliður,
djúpir & grunnirtoppar,
kertatoppar, framlengingar.
7.990,-
Verð Kr.
Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899
Póstfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is