Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 2
Í tæpa þrjá mánuði hefur númers-
laus bíll staðið í vegkanti á Eyrar-
bakka. Í fundargerð hverfisráðs
Eyrarbakka kemur fram að tekist
hafi verið á um það milli embættis-
manna sveitarfélagsins og Vega-
gerðarinnar hvorum beri að fjar-
lægja bílinn.
Siggeir Ingólfsson, formaður
hverfisráðs Eyrarbakka, segir sveit-
arfélagið ekki geta fjarlægt bílinn
þar sem hann standi á vegstæði
Vegagerðarinnar. „Sveitarfélagið
getur ekkert gert þar sem það hefur
ekki umráðarétt yfir þessum vegi,
það er Vegagerðin sem hefur það,“
segir Siggeir.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmda-
stjóri sveitarfélagsins Árborgar,
sagðist í samtali við Morgunblaðið í
Tekist á um númerslausan bíl
Aðeins Vegagerðin má fjarlægja bílinn Áminning frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands
gær vera nýbúin að kynna sér efni
þessa ágreinings. Bíllinn stæði á
þjóðvegi alveg upp við Eyrarbakka.
Starfsmenn sveitarfélagsins hefðu
rætt við Vegagerðina þar sem veg-
urinn væri á þeirra forræði og unnið
væri að lausn á málinu.
Í gær var síðan settur miði á fram-
rúðu bílsins frá Heilbrigðiseftirliti
Suðurlands. Var frestur gefinn til
23. apríl til að fjarlægja bílinn, að
öðrum kosti yrði honum fargað eða
tekinn í vörslu í einn mánuð.
„Hafi eigandi ekki vitjað bifreið-
arinnar að þeim tíma liðnum verður
henni fargað, allt á kostnað eiganda
og með lögveði í bifreiðinni,“ segir
m.a. í áminningu heilbrigðis-
eftirlitsins.
brynjadogg@mbl.is
Ljósmynd/Helgi Hermannsson
Eyrarbakki Bíllinn hefur verið númerslaus á þjóðveginum við Eyrarbakka.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Hjörtur J. Guðmundsson
Viðar Guðjónsson
Jón Atli Benediktsson hlaut 48,9%
greiddra atkvæða í rektorskjörinu í
Háskóla Íslands í gær. Guðrún Nor-
dal hlaut 39,4% og Einar Steingríms-
son 9,7%. Það er því ljóst að kjósa
þarf á nýjan leik á milli tveggja efstu
frambjóðendanna þar sem hljóta
þarf meirihluta atkvæða til að ná
kjöri. Síðari umferð kosninganna fer
fram eftir viku.
Á kjörskrá voru 14.110, þar af 1.486
starfsmenn og 12.624 stúdentar. At-
kvæði greiddu alls 1.286 starfsmenn,
eða 86,6% á kjörskrá, og 5.080 stúd-
entar, eða 40,2% á kjörskrá. Alls
greiddu 6.366 atkvæði og var kosn-
ingaþátttaka því í heild 45,1%. At-
kvæði utan kjörfundar voru 71 og
auðir seðlar 206 eða 3,2% greiddra at-
kvæða. Gild atkvæði voru því 6.160.
Atkvæði háskólakennara og ann-
arra starfsmanna sem hafa háskóla-
próf jafngiltu 60% greiddra at-
kvæða. Atkvæði stúdenta giltu 30%
og atkvæði annarra atkvæðisbærra
aðila 10%.
Jón Atli Benediktsson, sem verið
hefur aðstoðarrektor, var þakklátur
sínum stuðningsmönnum eftir kjör-
ið. „Það munaði ekki miklu en ég er
mjög ánægður að vera í þessari
stöðu. Það hefur yfirleitt verið þann-
ig í þessum rektorskosningum að
það þarf tvær umferðir til og það er
heilmikil vinna eftir. Ég hlakka til
þess að ræða áfram við starfsfólk og
nemendur,“ segir Jón Atli. Bæði
hann og Guðrún Nordal segja að um
málefnalega baráttu hafi verið að
ræða. „Ég er bara mjög ánægð með
niðurstöðuna og hlakka til næstu
viku,“ segir Guðrún, sem m.a. hefur
verið forstöðumaður Stofnunar Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum.
Hún segir að baráttan hafi verið í
góðum anda. „Fólk vill breytingar og
það verður gaman að vinna á næstu
dögum,“ segir Guðrún.
Ekki náðist í Einar Steingríms-
son í gærkvöldi þegar úrslit lágu
fyrir.
Þörf á annarri kosningu
Enginn fékk meirihluta í rektorskosningu Valið stendur á milli Jóns Atla
Benediktssonar og Guðrúnar Nordal Jón Atla vantaði 1,1% til að ná meirihluta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rektorskjör Guðrún Nordal og Jón Atli Benediktsson fengu flest atkvæði.
Björg Thorarensen, formaður kjörstjórnar, er til hægri á myndinni.
anda skal til verka þegar unnið er í borgarland-
inu og því voru fjórir starfsmenn Reykjavíkur-
borgar sendir til þess að ausa möl úr fötu við tvö
upplýsingaskilti sem standa við Austurvöll. Var
grasið þar farið að láta á sjá vegna átroðnings
ferðamanna og við því þurfti að bregðast með
skjótum hætti. Þurfti ungi maðurinn með þjóð-
legu ullarvettlingana því að hinkra um stund áð-
ur en hann gat barið skiltin augum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Brugðist við ágangi ferðamanna
Hugað að grasbletti við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur
Vilhjálmur
Bjarnason, þing-
maður Sjálfstæð-
isflokksins, segir
sporin hræða
þegar hugmyndir
Frosta Sigur-
jónssonar, for-
manns efnahags-
og viðskipta-
nefndar, um að
breyta Lands-
bankanum í samfélagsbanka eru
annars vegar.
„Við höfum samfélagsbanka sem
heitir Íbúðalánasjóður. Þarf ég að
segja meira? Það er búið að moka í
hann á annað hundrað milljörðum
króna og sér ekki fyrir endann á,“
segir Vilhjálmur.
Frosti kynnti hugmyndina á
flokksþingi Framsóknarflokksins í
Reykjavík síðustu helgi.
Spurður hvort þessi áform setji
strik í reikning þeirra áforma ríkis-
stjórnarinnar að selja hluta af 98%
eign sinni í Landsbankanum segir
Vilhjálmur þetta ekki hafa komið til
umræðu. Það sama gildi um tillögu
Karls Garðarssonar, þingmanns
Framsóknarflokksins, um að banna
bankabónusa. Framsóknarflokkur
hafi nýlega „samþykkt að banka-
bónusar skuli vera í ákveðnu ferli“.
„Öll frásögn af þingi Framsóknar
var heldur kómísk, án þess að nokk-
uð hafi verið gert til að færa það í
kómískan búning. Framsóknarmenn
sáu um það sjálfir,“ segir Vil-
hjálmur. baldura@mbl.is
Líst ekki
á tillögu
Frosta
Vilhjálmur
Bjarnason
Héraðsdómur
Reykjavíkur
dæmdi konu í
átta mánaða
fangelsi fyrir
brot gegn vald-
stjórninni. Hafði
hún m.a. bitið
fjóra lögreglu-
menn auk þess
sem konan hótaði að myrða börn
tveggja lögreglumanna.
Fullnustu refsingarinnar var
frestað og mun hún falla niður að
þremur árum liðnum haldi konan
almennt skilorð.
Fyrir dómi neitaði konan sök og
sagðist ekki muna eftir áðurnefnd-
um atvikum. Var hún dæmd til að
greina 56 þúsund krónur í sakar-
kostnað og málsvarnarlaun verj-
anda síns, rúmar 500 þúsund kr.
Kona dæmd fyrir of-
beldi í garð lögreglu
Ekki verður gef-
in út ákæra
vegna mannsláts
sem varð á
Hvammstanga í
júní á síðasta ári.
Samkvæmt upp-
lýsingum frá
embætti Ríkis-
saksóknara
leiddi rannsókn
málsins ekki í
ljós að andlát mannsins hefði borið
að með saknæmum hætti og féll
málið niður. Fyrst voru fjórir menn
handteknir vegna málsins, grun-
aðir um líkamsárás. Talið var að
mennirnir hefðu ráðist á annan,
sem lést þremur dögum síðar.
Fjölmargir voru yfirheyrðir en
fjórir handteknir. Þeir voru síðar
úrskurðaðir í gæsluvarðhald en
tveimur sleppt nokkrum dögum síð-
ar. Hinum mönnunum var jafn-
framt sleppt síðar í sama mánuði.
Mál vegna manns-
láts fellt niður
Mannslát varð á
Hvammstanga.