Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015 Gildi - lífeyrissjóður Sætúni 1 105 Reykjavík Sími 515 4700 www.gildi.is gildi@gildi.is Á R S F U N D U R Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 15. apríl kl. 17.00. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Samruni Gildis-lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og eru birtar á heimasíðunni, Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Kynningarfundur fyrir sjóðfélaga verður haldinn á Hótel Ísafirði föstudaginn 17. apríl. kl. 17.00. Reykjavík 31. mars 2015, lífeyrissjóður Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs. 2015 www.gildi.is Það hefur, sem betur fer, veriðlítið að frétta af hugmyndum um náttúrupassa upp á síðkastið.    Í frétt á Mbl í gær sagði hinsvegar frá því, að á Alþingi hefði fjármálaráð- herra svarað spurningu Kristjáns Möllers um gistinátta- gjald.    Gistináttagjaldið var sett á íársbyrjun 2012.    Fjármálaráðherra upplýstiKristján Möller og þar með okkur hin að gjaldið hefði gert betur en gróðavonir stóðu til.    Það hefði halað 680 milljónirkróna inn í ríkissjóð síðan 2012.    Það eru peningar líka, eins ogkarlinn sagði, þegar hann tapaði fimmeyringunum í harkinu forðum.    Þegar frumvarp um náttúru-passa var kynnt sáu þeir sem rýndu vel að þessi passi hafði ná- kvæmlega sama tilgang og hið ný- tilkomna gistináttagjald.    Passinn hafði það þó umframgistináttagjaldið að hægt var að nota hann til að abbast upp á, angra og auðmýkja landann þegar hann labbaði inn á forna slóð.    Um leið og þetta skrýtna skír-teini verður endanlega jarð- að væri tilvalið að Kristján Möller eða einhver annar ágætur þing- maður nældi sér í nákvæma útlist- un á því, hvernig gistinátta- gjaldinu hefur verið varið síðan 2012. Gistináttúrugjald STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.4., kl. 18.00 Reykjavík 5 skúrir Bolungarvík 5 alskýjað Akureyri 9 skýjað Nuuk -7 snjóél Þórshöfn 7 skúrir Ósló 7 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 8 léttskýjað Helsinki 7 léttskýjað Lúxemborg 15 léttskýjað Brussel 12 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 10 alskýjað London 16 skýjað París 20 heiðskírt Amsterdam 11 heiðskírt Hamborg 8 léttskýjað Berlín 11 skúrir Vín 16 alskýjað Moskva 10 heiðskírt Algarve 20 heiðskírt Madríd 22 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 18 heiðskírt Róm 17 léttskýjað Aþena 18 léttskýjað Winnipeg 8 léttskýjað Montreal 18 heiðskírt New York 17 heiðskírt Chicago 15 alskýjað Orlando 28 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:00 20:57 ÍSAFJÖRÐUR 5:56 21:11 SIGLUFJÖRÐUR 5:39 20:54 DJÚPIVOGUR 5:27 20:29 Samningafundur samninganefnda Bandalags há- skólamanna (BHM) og ríkisins í húsi ríkissátta- semjara í dag bar ekki árangur. Næsti fundur er boðaður á fimmtudaginn. „Það mun í sjálfu sér ekkert gerast fyrr en það koma auknir fjármunir inn,“ sagði Páll Halldórsson, formað- ur BHM, í samtali við mbl.is eftir fundinn. Unnið var að öðrum atriðum samningsins er snúa að tæknilegri hlið hans og innihaldi á fundinum sem stóð yfir í rúmar tvær klukku- stundir. Síðasti fundur í deilunni var á föstudag og segir Páll að engar breytingar hafi orðið á milli fundanna. „Ef eitthvað væri að ger- ast værum við ennþá á fundi,“ segir Páll. Hann segir mikinn hug í fé- lagsmönnum og þeir séu tilbúnir til að berjast. Rætt hefur verið um að bæta við vinnustöðvunum. „Það er enn verið að ræða það og síðan á eftir að kjósa um það,“ segir Páll. Fundur BHM án árangurs  Ekkert að gerast að svo stöddu Páll Halldórsson Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Hætta er á að almennt viðhald og umhirða Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæmis verði ekki með þeim hætti sem æskilegt er í sumar. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæmis, segir aðeins hægt að ráða 110 sumarstarfsmenn en almennt hafi starfað 160 til 170 ungmenni yf- ir sumartímann hjá kirkjugörð- unum. „Hér voru yfir 200 manns í sumarstarfi þegar ég kom til starfa árið 1995 og eftir það 160-170 á hverju sumri. Núna er staðan hins vegar sú að við getum ekki ráðið fleiri en 110 sumarstarfsmenn vegna fjárskorts en á sama tíma hefur það svæði sem við þurfum að sinna stækkað og verkefnum fjölg- að,“ segir Þórsteinn en fækkun sumarstarfsmanna hefur þær afleið- ingar að ekki verður hægt að halda uppi ákjósanlegu viðhaldi í sumar. „Það er alveg ljóst að garðarnir verða lubbalegri því við höfum ekki mannskapinn til að sinna þeirri um- hirðu sem við teljum ákjósanlega. Engu að síður munum við halda görðunum við og gera það sem við getum til að halda þeim fallegum og snyrtilegum,“ segir Þórsteinn en framlag ríkisins til kirkjugarða hef- ur verið skorið niður sjö ár í röð. Fjárskortur dregur úr viðhaldi  Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmis geta ekki mannað sumarstörf sem skyldi Morgunblaðið/ÞÖK Vinna Ungmenni í sumarvinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.