Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015 ✝ Málfríður AnnaGuðmunds- dóttir kennari fædd- ist í Sveinungsvík í Þistilfirði 30. nóv- ember 1929. Hún lést á Landakoti 1. apríl 2105. Foreldrar Mál- fríðar Önnu voru Sigurbjörg Björns- dóttir, húsmóðir í Sveinungsvík og á Raufarhöfn, f. 25. nóvember 1906 og Guðmundur Eiríksson, bóndi í Sveinungsvík og kennari og skólastjóri á Raufarhöfn, f. 11. maí 1898. Bræður Málfríðar Önnu voru Jón, f. 1931, d. 2006, Þor- bergur, f. 1932, d. 2011, Björn, f. 1933, d. 1998, Gissur, f. 1936, d. 1943, og Eiríkur, f. 1941, d. 2012. Maki var Sæmundur Kjart- ansson læknir, f. 27. september 1929 í Eystri-Garðsauka í Hvol- hreppi, d. 21. september 2014. Þau skildu. Foreldrar Sæmundar voru Ingunn Sæmundsdóttir hús- móðir, f. 30. júní 1902 og Kjartan 1967, maki Eiríkur Sigurðsson skipstjóri, f. 4.12. 1961. Dætur þeirra eru a) Málfríður Anna, f. 27.9. 1997; b) Hlín, f. 12.6. 2000; c) Arna, f. 14.9. 2002; og d) Bryn- dís, f. 7.10. 2005. Málfríður Anna varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1951 og cand. phil. frá Háskóla Íslands 1952. Hún lauk kenn- araprófi frá Kennaraskóla Ís- lands árið 1969. Málfríður Anna vann á skrifstofu hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins á Raufarhöfn á sumrin frá 1946 til 1952 og í Reykjavík 1951 og 1952. Hún vann á dagheimili í Minneapolis árið 1964. Málfríður Anna kenndi við Austurbæjarskóla 1969 til 1979 og við Seljaskóla 1979 til 1998, auk þess sinnti hún forfallakennslu í Æfingadeild Kennaraskólans, Fossvogsskóla og Rimaskóla. Málfríður Anna var húsmóðir í Reykjavík frá 1952 til 1957, á Kópaskeri og Raufarhöfn 1957 til 1960, í Min- neapolis 1960 til 1966 og í Reykjavík frá 1966. Helstu áhugamál hennar voru samvera með fólki, lestur, ættfræði og að spila brids. Málfríður Anna verður jarð- sungin frá Háteigskirkju í dag, 14. apríl 2015, og hefst athöfnin kl. 15. Ólafsson, útgerð- armaður í Vest- mannaeyjum, f. 23. maí 1905. Börn þeirra: 1) Ingunn verkfræðingur, f. 19.3. 1953, maki Elías Gunnarsson verkfræðingur, f. 17.1. 1953. Synir þeirra eru a) Sæ- mundur, f. 12.7. 1977, maki Guðrún Soffía Viðarsdóttir; b) Kjartan, f. 29.10. 1983, maki Ann Marie Wa- versik, sonur þeirra er Alexand- er, f. 15.2. 2015; og c) Elías Ingi, f. 12.5. 1990. 2) Guðmundur, verslunarmaður, f. 11.9. 1956, dáinn 18.11. 2009. 3)Sigurbjörg verkfræðingur, f. 25.3. 1962, maki var Hafsteinn Helgason verkfræðingur, f. 9.8. 1960. Synir þeirra eru a) Helgi Jason, f. 3.6. 1987, maki Guilia Remonda; b) Guðmundur Steinn, f. 14.6. 1989, maki Ása Dögg Aðalsteinsdóttir; og c) Sæmundur, f. 28.1. 2000. 4) Guðrún lyfjafræðingur, f. 12.6. „Sæll elskan mín, mikið er gaman að sjá þig, hvað má bjóða þér?“ hljómar í eyrum mér þegar ég hugsa til tengdamóður minnar. Með þessum orðum hefur mörg- um sem heimsóttu Barmahlíð 39 verið heilsað. Æskuheimili Mál- fríðar hafði verið gestkvæmt og gestrisnin fylgdi henni alla tíð. Málfríður var elst sex systkina frá Bakka á Raufarhöfn, átti fimm bræður en Bakkabræður eru nú allir látnir. Ég umgekkst Málfríði í hartnær 50 ár og fékk því að kynnast bræðrum hennar, afkom- endum þeirra og öðrum skyld- mennum að norðan en Málfríður var einskonar ættarhöfðingi þeirra í Reykjavík og sú sem allir leituðu til með stórt og smátt. Árið 1966 flutti fjölskylda Ing- unnar heim frá Minnesota þar sem þau höfðu búið meðan Sæ- mundur faðir hennar var í sér- námi. Tveimur árum síðar skildu Málfríður og Sæmundur, þessi þáttaskil voru henni áfall og komu töluverðu róti á líf fjölskyldunnar. Málfríður hafði ekki verið á vinnu- markaði og þurfti að finna út úr því hvernig best væri að fóta sig, en þá kom stúdentsprófið frá Ak- ureyri sér vel. Hún var tæplega fertug einstæð móðir með fjögur börn þegar hún skellti sér í kenn- aranám og lagði þar með grunn- inn að afar farsælu ævistarfi, fyrst sem kennari við Austurbæj- arskóla og síðar Seljaskóla. Þegar við Ingunn urðum kærustupar þótti mér strax vænt um Málfríði, það er góð tilfinning að finna að maður er velkominn og finna þá hlýju sem ég upplifði frá fyrstu tíð. Málfríður var með afbrigðum þolinmóð, sveigjanleg og skipti bókstaflega aldrei skapi. Hún var vel lesin, víðsýn og fordómalaus. Hún kom mikið við líf vinahópsins á menntaskólaárunum og hafði þroskandi áhrif á alla, hvort sem það var við spilaborðið, aðstoð við námið eða bara spjall um daglegt líf hvers og eins. Heimili hennar stóð okkur opið og öllum leið vel í návist hennar. Hún nöldraði ekki yfir næturlangri spilamennsku heldur var með í slag, spjallaði við unga fólkið og dekraði við okkur. Oftar en einu sinni þegar brids- sveit Ingunnar var með æfingu í Barmahlíðinni tók Málfríður sig til löngu eftir miðnætti og eldaði heilan kassa af humri handa hópnum, átti alltaf nóg í frysti- skápnum á árunum sem Baddi bróðir hennar var á sjó. Hún var skemmtileg kona og mikill húm- oristi. Árin liðu og barnabörn Málfríðar urðu tíu. Hún hefur verið stór hluti af lífi þeirra allra, kenndi þeim að lesa og lærði með þeim, natin og þolinmóð. Þó flestar minningar tengist Málfríði á heimavelli þá eru mér sérstaklega minnisstæðar ferðir okkar til Raufarhafnar, en einnig til Berlínar, Flórída, Kaupmanna- hafnar og Minnesota, þá kom enn í ljós hvað Máfríður var bráð- skörp og áhugasöm um mannlífið. Á seinni árum jókst yndi hennar af ættfræði, það varð næstum eins og keppni að finna skyldleika, lesa sér til og flétta úr tengslum. Málfríður var einstök kona, sterk og mjúk í senn. Hún hafði mikil áhrif á líf mitt, á menntun mína og lífsviðhorf með hvatningu og jákvæðni, hún var mér góð tengdamóðir. Hún myndi kveðja mig með orðunum „bless elskan mín, farðu varlega og líttu við fljótlega“. Elías Gunnarsson. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku amma, þú ert best af öll- um. Ég hef alltaf átt heima í sama húsi og þú og notið þeirrar gæfu að fá að vera með þér frá því ég fæddist. Við höfum gert svo ótal- margt saman. Ég verð alltaf litla gullið þitt þó að það séu mörg ár síðan ég varð hærri en þú. Ég sakna þín og mun alltaf muna eft- ir þér og öllum skemmtilegu stundunum með þér. Elsku amma mín ég þakka þér fyrir allt. Þinn Sæmundur Hafsteinsson (Sæmi „litli“). Elsku amma. Það eru svo margir fastir liðir á hverju ári sem við tengjum við þig og eigum svo góðar minningar um. Þú varst vanaföst og á ákveðnum tímum gat maður stólað á að öll fjölskyld- an hittist hjá þér, hvort sem það var sprengidagur eða áramót, þú varst límið í fjölskyldunni. Það sem við minnumst helst eru allar heimsóknirnar. Þér fannst alltaf of langt síðan maður kom síðast, jafnvel þótt það hafi verið fyrr sama daginn, og eins var maður kvaddur með spurn- ingu um hvenær maður kæmi næst. Það var ómögulegt að ætla sér að kíkja inn án þess að fá sér að borða eða í það minnsta að taka með sér kókómjólk eða sun lolly í nesti, ef maður væri á svo mikilli hraðferð. Þú varst með eindæm- um gestrisin og það var alltaf hægt að reiða sig á heitt á könn- unni í hádeginu og þá oft að þar sátu gestir við eldhúsborðið að borða og fletta blöðunum. Við bræðurnir eigum margar sameiginlegar minningar um þig en ofar öllu eru það allar stund- irnar sem við sátum við borðstofu- borðið að læra að lesa og skrifa. Þú varst svo þolinmóð að kenna okkur og það var alltaf góð stund milli lærdómsstríða að spila við þig rommí eða rússa. Enn til síðasta dags varst það þú sem hélst okkur barnabörnun- um saman og bauðst okkur alltaf út að borða, við útskriftir, afmæli eða þegar Helgi var á landinu. Þótt þú sért farin úr þessum heimi verður þú alltaf hluti af okk- ar daglega lífi, í hug okkar og hjarta. Elías, Kjartan og Sæmundur. Það er stundum sagt að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það var ekki þannig með ömmu, hún hafði svo mikla ást og umhyggju að gefa að nánast á hverjum degi skynjaði ég hversu heppinn ég væri að hafa hana á hæðinni fyrir neðan mig. Nánast frá því ég man eftir mér fór ég varla úr húsi án þess að líta inn hjá ömmu og sama átti við þegar ég kom aftur heim. Þegar farið var að lengja eftir mér heimafyrir var það sjaldnast svo að ég hefði skilað mér seint heim, oftar en ekki sat ég þá niðri hjá ömmu að spjalla, spila eða fá mér að borða. Ömmu þótti fátt skemmtilegra en að taka á móti fólki og bjóða því upp á eitthvert góðgæti, hjá mér var eplapæið hennar í sérstöku uppáhaldi. Annað sem amma hafði sér- staka ánægju af var að hjálpa barnabörnunum við lærdóminn og nýtti ég mér það til hins ýtr- asta. Seinni árin var farið að hægja svolítið á ömmu og fannst mér gott að geta gefið smá til baka af þeirri ótrúlegu umhyggju sem hún sýndi mér alla tíð. Ég skutl- aðist með hana hingað og þangað, í búð, bókasafn, banka eða hin ýmsu mannamót. Hvort sem það var til að spila brids, hitta gamla skólafélaga eða vikulega kaffi- húsaferðin með vinkonum sínum. Stundum fékk ég það á tilfinn- inguna að hún lifði virkara fé- lagslífi heldur en meðal-ungling- ur, enda var hún vinmörg. Þannig var amma einstaklega góð og alltaf ánægjulegt að vera í hennar félagsskap. Guðmundur Steinn. Málfríður, eða Gógó eins og hún var ævinlega kölluð innan fjölskyldunnar, var sannarlega einstök kona. Það var alltaf gott að kíkja til hennar í kaffi og spjall og yfirleitt kom maður aðeins fróðari út auk þess sem hún var einstaklega lag- in við að rekja úr manni garnirn- ar. Hún var mjög áhugasöm um fólk, sérstaklega fólk sem tengd- ist ættinni eða heimahögunum, og hafði frá mörgu að segja. Hún hafði sérstaklega gaman af því að tala um æskuárin á Raufarhöfn og menntaskólaárin á Akureyri og hafði oft orð á því hversu margir af gömlu félögunum væru horfnir á braut þótt hún upplifði þá alltaf jafnunga og þeir voru fyrir ára- tugum. Gógó var sú síðasta til að hverfa frá úr systkinahópnum sín- um og alla tíð fylgdist hún með öll- um sínum afkomendum og afkom- endum bræðra sinna þannig að maður fann að hún bar raunveru- lega umhyggju fyrir þeim öllum. Það leyndi sér aldrei að hún var ákaflega stolt af sínu fólki og sam- gladdist innilega þegar vel gekk hjá einhverjum sem hún kannað- ist við. Hún lá heldur ekkert á skoðunum sínum og lengi vel var það viðkvæðið þegar velja átti nafn á nýjan meðlim í ættinni að gaman yrði að heyra viðbrögð hennar við nafninu því á þeim hafði hún oftast sterkar skoðanir og vildi helst halda í hefðbundin íslensk nöfn og nafnahefðir. Félagslyndi hennar og um- hyggja fyrir ættmennum skilaði sér greinilega til baka því aldrei stoppaði maður hjá henni án þess að síminn hringdi og að minnsta kosti tveir aðrir gestir kíktu við hjá henni á sama tíma. Það var fólk úr öllum áttum sem átti er- indi til hennar og gaf sér tíma til að fá sér smá kaffisopa. Það var alltaf eitthvað um að vera í eld- húsinu hjá henni og fannst börn- um sérlega gaman að heimsækja hana. Það var ekki að ástæðu- lausu því hjá Gógó var allt leyfi- legt. Börnin mín muna enn eftir heimsókn sem þau fóru í til henn- ar fyrir margt löngu og það var nammi í skálum um allt hús og þau máttu smakka það allt og fá svo kókómjólk til að skola því nið- ur. Það var einhver friður og ró í andrúmsloftinu í Barmahlíðinni og stundum var eins og tíminn stæði þar í stað. Þangað voru allir velkomnir og þrátt fyrir allan gestaganginn leið manni alltaf eins og húsfreyjan sæi á eftir hverjum gesti sem kvaddi. Gógó var kennari af guðs náð og var menntun henni mjög hug- leikin. Hún naut þess að sjá börn taka framförum og spurði mikið um nám þeirra og áhugamál. Það er ekki í hverri heimsókn sem börn finna fyrir jafnmiklum áhuga á sínu lífi eins og Gógó sýndi og hún vildi svo gjarnan að þeim liði vel. Umhyggjan sem Gógó hafði sýnt sínu fólki alla tíð var svo sannarlega endurgoldin og hún naut mikillar alúðar og ræktar- semi barna sinna og barnabarna. Svo uppsker hver sem sáir, þessi orð sitja mér ofarlega í huga þeg- ar ég hugsa um þessa yndislegu konu sem naut þess að vera um- vafin ástvinum allt til síðasta dags. Ég naut lengi góðs af því að eiga hana að og hennar verður sárt saknað þegar leiðir liggja framhjá Hlíðunum. Það væri nefnilega svo gott að geta kíkt við hjá henni í kaffi. Petrína Soffía Eldjárn. Eins og hvítir svanir fljúga dagar vorir á brott til vatnanna sem niða hinumegin: af fjöðrum þeirra rýkur geislabrim í kvaki þeirra ómar jarðarinnar þrá. (Jóhannes úr Kötlum) Kær vinkona mín og frænka, Málfríður Anna Guðmundsdóttir, Gógó, er fallin frá. Nú er hún gengin inn í ljósið, land tekið handan við „áttirnar og nóttina“. Við Gógó komum frá Raufar- höfn og settumst í 1. bekk í MA haustið 1945. Við leigðum her- bergi í Aðalstræti 17 hjá heiðurs- hjónunum Soffíu Lilliendal og Birni Grímssyni. Hjá þeim bjugg- um við tvo vetur við afar gott at- læti og nutum gestrisni þeirra æ síðan. „Þarna koma meyjarnar frá nyrsta tanga landsins,“ sagði Sig- urður Guðmundsson skólameist- ari þegar tvær feimnar stelpur gengu á hans fund til þess að sækja um heimavist næsta vetur. Í heimavistinni vorum við fjóra vetur, alltaf saman í herbergi; ýmist vorum við fjórar eða þrjár fyrri tvo veturna, en í nýju vist- inni bara tvær saman, í herbergi nr. 13, Fríðutúni. Gógó var greind og hyggin. Mér er minnisstætt hve vel ís- lenska og stærðfræði lá fyrir henni. Samveran með sérlega góðum félögum og kennurum í menntaskólanum er ógleymanleg og minningarnar margar og dýr- mætar. Og enn er hópurinn sam- heldinn og ræktar vináttuna. Málfríður lauk kennaraprófi 1969 og hóf kennslu við Austur- bæjarskóla. Við Seljaskóla kenndi hún frá stofnun hans 1979 þar til hún hætti kennslu árið 1999. Hjalti Jónasson skólastjóri, bekkjarbróðir okkar, var ánægð- ur með að fá Gógó til kennslu við skólann. „Málfríður er framúr- skarandi kennari,“ sagði Hjalti einu sinni við mig. Margir nem- endur minnast hennar einnig með þökk og virðingu. Gógó las alla tíð mjög mikið. Í veikindum sínum undanfarna þrjá mánuði naut hún enn lesturs góðra bóka. Gógó var vinmörg og vinholl, gestrisin og dugmikil, glaðvær og skemmtileg. Hún var vel skapi farin og átti auðvelt með að sjá það skoplega í tilverunni. Hún var ættrækin og elsk að sínu fólki, unni mjög átthögunum í Svein- ungsvík og á Raufarhöfn. Yfir vel- ferð barna sinna og fjölskyldna þeirra var hún vakin og sofin, ætíð reiðubúin til að rétta hjálparhönd. Hún bar mikla umhyggju fyrir barnabörnum sínum og fylgdist vel með skólagöngu þeirra. Amma var alltaf nálæg. Sorgin vitjaði Gógóar þegar Guðmundur, sonur hennar, lést skyndilega árið 2009. Það mark- aði djúp sár í huga hennar og hjarta. Þau höfðu haldið heimili saman og áttu hvort annað að hjálparhellu. Guðmundur var einnig harmdauði systrum sínum, mágum og systurbörnum. Hann var einstakur bróðir, frændi og vinur barnanna. Vinkona mín var dul í skapi, hörð af sér og kvartaði ekki. Nokkrum dögum áður en hún lést gat ég engan bilbug á henni fund- ið. Nú átta ég mig á hve veik hún var í raun orðin. Minningin um Gógó mun lýsa upp líf mitt og allra sem þekktu hana. MA-stúdentar 1951 senda fjölskyldu Gógóar innilegar sam- úðarkveðjur. Ég kveð hana með söknuði og þakka henni vináttuna og öll góðu árin og stundirnar. Fjölskyldu hennar bið ég styrks og blessunar. Blessuð sé minning Málfríðar Önnu Guðmundsdóttur. Meira: mbl.is/minningar Hólmfríður Sigurðardóttir. Málfríði kennara kynntist ég strax í upphafi kennsluferils míns. Við vorum í hópi þeirra tíu kenn- ara sem hófu störf við nýjan Selja- skóla í Breiðholti haustið 1979. Með fullri virðingu fyrir ágætum lærimeisturum Kennaraháskól- ans sem útskrifuðu mig þá fyrr um vorið breyttust fljótt hug- myndir mínar um árangursríkar kennsluaðferðir við það að starfa með Málfríði. Að öðlast viður- kenningu hennar og umhyggju reyndist mér góður skóli og gæfa að eiga slíkan samkennara að vini. Við Málfríður kenndum lengst af í sama árgangi þau sjö ár sem við störfuðum við sama skóla. Ég kynntist þarna heilsteyptri mann- eskju sem hlífði sér hvergi í er- ilsömu starfi. Umsjónarnemend- ur Málfríðar voru henni undantekningarlaust kærir og um þá ræddi hún af mikilli væntum- þykju og metnaði. Málfríður var frábær bekkjarkennari, sterkur og litríkur persónuleiki sem nem- endur og foreldrar kunnu vel að meta. Fjölmargir nemendur sýndu henni tryggð alla tíð með kveðjum og heimsóknum. Í anna- sömu kennarastarfi fannst okkur fátt skemmtilegra en að taka í brids í frímínútum og matartím- um. Málfríður gætti þess líka að hafa spilastokkinn meðferðis þeg- ar við samstarfsfólkið skelltum Málfríður Anna Guðmundsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURVEIG ANNA STEFÁNSDÓTTIR, Gunnólfsgötu 8, Ólafsfirði, verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 17. apríl kl. 14. . Aðalsteinn S. Gíslason, Júlía V. Valdimarsdóttir, Gísli Gíslason, Anna S. Einarsdóttir, Björn Valur Gíslason, Þuríður L. Rósenbergsdóttir, Kristín Jónína Gísladóttir, Steingrímur B. Erlingsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför systur okkar, mágkonu og frænku, MARGRÉTAR SIGVALDADÓTTUR, Vesturbergi 50, Reykjavík. . Sigríður Valdís Sigvaldad., Sveinbjörn Guðmundsson, Kristján Sigvaldason, Elísabet Friðriksdóttir, Friðrik Helgi Vigfússon, Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir, Lilja Margrét Möller og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.