Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.04.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2015 Árlegur vöxtur makríls, bæði hvað varðar lengd og þyngd, hefur minnkað síðustu árin. Sömuleiðis hefur hægt á vexti innan hvers árgangs og ef dæmi eru t.d. tekin af þriggja ára makríl og svo aftur af sama árgangi fimm árum síðar kemur í ljós að vöxtur hef- ur minnkað um meira en helming síðustu ár í samanburði við eldri árgang. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nið- urstöðum rannsókna Önnu H. Ólafsdóttur, fiskifræðings við Havstovu Færeyja, en hún hefur stjórnað rannsóknum á breytileika í vexti makríls og á útbreiðslusvæði. Verk- efnið er unnið í samstarfi Færeyinga, Ís- lendinga, Norðmanna og Grænlendinga og er meðal annars byggt á gögnum frá Hafrannsóknastofnuninni í Bergen, sem spanna 30 ára tímabil frá 1984 til 2013. Fitnar minna í fæðugöngunum Um er að ræða líffræðileg gögn sem Norðmenn hafa safnað á haustin þegar fæðugöngunni norður á bóginn er lokið og makríllinn heldur aftur til baka og safnast saman við vesturströnd Noregs. Samkvæmt niðurstöðunum vaxa árgangarnir hægar en áður og fiskurinn fitnar ekki eins mikið á fæðugöngunni norður á bóginn. Anna Heiður segir að ekki liggi fyrir svör við spurningum um hvað valdi þessu, en sjálfsagt spili margir þættir þar inn í. Þá torveldi það þær rannsóknir að ekki liggi fyrir nákvæmar upplýsingar um fæðufram- boð á gönguslóðinni síðustu 30 ár. Samkeppni við annan makríl og síld „Við vitum hver stofnstærð makríls er og norsk-íslensku síldarinnar, en þessar teg- undir éta mikið sömu fæðu,“ segir Anna. „Ef stofnar makríls og síldar eru stórir hefur það neikvæð áhrif á vöxt makrílsins, bæði hvað varðar lengd og þyngd. Vissulega hefur síldarstofninn minnkað síðustu ár, en á sama tíma hefur stofn makr- íls stækkað og verið stærri en nokkru sinni. Makríllinn hefur síðustu ár dreift sér á stöð- ugt stærra svæði eins og þekkt er með torfufiska; eftir því sem meira verður af þeim og stofninn stækkar verður dreifingin meiri. Líklegasta skýringin á minni vexti makríls er að minna sé fyrir hann að éta vegna sam- keppni við annan makríl og síldina. Það get- ur líka verið að minna æti hafi verið í sjón- um, en þá er spurning hvort það hafi verið vegna minni framleiðslu á dýrasvifi í hafinu eða hvort það sé meira af fiski. Við höfum hins vegar ekki dýrasvifsgagnaseríu fyrir síðustu 30 ár og því er erfitt að meta ástæð- ur þess að vöxtur makríls er minni en áður.“ Hitastig setur göngunum skorður Anna Heiður segir að hitastig sjávar setji makrílgöngum norður á bóginn ákveðin tak- mörk. Hann haldi sig yfirleitt í 8-14 gráðu heitum sjó, vilji helst ekki vera í kaldari sjó en 6-7 gráðum og drepist við um tvær gráð- ur. Því hafi hann sótt vestur á bóginn og inn í lögsögu Íslands og Grænlands. Fræðilega séð virðist ekkert á móti því að hann gangi suðurfyrir Grænland og í átt til Kanada. Engin gögn séu þó til um blöndun makríls úr austri og vestri þótt tegundin sé hin sama, að sögn Önnu. Hún bætir því við að makrílstofninn við Kanada sé í mikilli lægð, nýliðun léleg og veiðar bannaðar. Minni vöxtur makríls en áður  Síld og makríll mikið í sömu fæðutegundum Vísindi Anna H. Ólafsdóttir í makrílleiðangri. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Merkingar á makríl með rafeindamerkjum hafa rutt sér til rúms á síðustu árum. Örflögu er skotið í kvið fisksins og gefur merkið upplýsingar um númer við endurheimt svipað og gerist á greiðslu- kortum. Norðmenn hafa verið í fararbroddi í þess- um efnum, en skanni til að lesa merkin var settur upp í frystihúsi HB Granda á Vopnafirði í fyrra og verð- ur settur upp fyrir sumarið hjá Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafirði og hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Merkið kostar um 200 krónur Norðmenn hafa merkt makríl allt frá árinu 1968 á vetursetustöðvum við vesturströnd Bretlands og Írland, samkvæmt upplýsingum Guðmundar Óskarssonar, fiskifræðings á Hafrannsóknastofnun. Þar er fiskurinn veidd- ur á færi og merkinu skotið í kvið hans. Í fyrra voru um 55 þúsund fiskar merktir á þennan hátt, en hvert merki kostar um 200 krónur. Í fyrra voru endurheimt 25 merki hjá HB Granda á Vopnafirði og segir Guðmundur það hlutfallslega í samræmi við aflann sem þar var landað í samanburði við aðrar vinnslur. Til framtíðar gefi endurheimturnar vissar upplýsingar um göngur makrílsins, en ekki síður vísitölur um stofnstærð til að nota við stofnmat. Er Norðmenn hófu merkingar á makríl var stálmerkjum skotið í kvið fisksins og merkin endurheimt á seglum í verksmiðjum. Síðan voru merkin send til þeirra sem stóðu fyrir merkingunum. Tilraunir voru gerðar í nokkur ár með málmskanna á færiböndum með sjálf- virkum örmum til að ná merktum fiskum en þeir gáfust ekki nógu vel. Frá árinu 2011 hafa hinsvegar eingöngu verið notuð þessi raf- eindamerki í merkingum á makríl. Skanni beintengdur við móðurtölvu Hér á landi verða skannar settir fyrir sum- arið í tvær vinnslur, á dælurör við löndun sem lesa merki er þau fara undir, sem er nýjung því skannarnir hafa eingöngu verið yfir færi- böndum hingað til. Skannarnir eru beintengd- ir við móðurtölvu í Noregi og senda upplýs- ingar beint þangað í gegnum netið um að fiski með ákveðið númer hafi verið landað í tiltek- inni höfn á tilteknum tíma. Það þarf því ekki að handleika merkin við endurheimtur eins og þurfti með gömlu stál- merkin. Skönnum í verksmiðjum og fiskiðju- verum hefur fjölgað í Noregi, Færeyjum og löndum Evrópusambandsins á síðustu árum. Guðmundur segir að rafeindamerkingar séu stöðugt að fá meira vægi. Í bolfiski séu oft notuð enn fullkomnari og dýrari merki, sem senda þá ákveðnar upplýsingar um hitastig, seltu og fleira. Enn sé þó eitthvað um að núm- eruð merki séu fest á ugga bolfiska. Ljósmynd/Leif Nötttestad Á norðurslóðum Úr sameiginlegum leiðangri Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga sumarið 2012, frá vinstri Árni Friðriksson, Christian í Grótinum, Brennholm og G.O. Sars. Rafeindamerkingar á makríl ryðja sér til rúms  Skannar settir upp í íslenskum fiskiðjuverum Guðmundur Óskarsson Breytingar á dreifingu uppsjávarfiskistofna og áhrif loftslagsbreyt- inga verða til umfjöllunar á Polshift-ráðstefnunni sem haldin verður í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar í dag og á morgun. Markmið POLSHIFT ráðstefnunnar er að fá saman til fundar vísindamenn og hagsmunaaðila til að ræða um hugsanleg áhrif sem loftslagsbreyt- ingar gætu haft á dreifingu uppsjávarfiskistofna í Norður-Atlants- hafi. Alls verða flutt 24 erindi á ráðstefnunni tengd þessu efni. Erindin fjalla m.a. um breytingar á ástandi hafsins, breytingar á dreifingu og magni svifdýra og uppsjávarfisktegunda og tengsl þessara þátta. Eins eru erindi um aðgreiningar fiskistofna, fæðuvistfræði, veiðar og fleira með tilvísun í möguleg áhrif loftslagsbreytinga á fiskistofna. Ræða áhrif loftslagsbreytinga POLSHIFT-RÁÐSTEFNA MEÐ 24 ERINDUM SÉRFRÆÐINGA Ljósmynd/Björn Gunnarsson Hafrannsóknir Kristín Valsdóttir og Agnes Eydal í eggjaleiðangri sumarið 2013.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.