Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015
Í fréttum Morgunblaðsins varþetta upplýst:
Ekki er hægt að greina að sykur-
skatturinn sem
lagður var á
sætindi 1. mars
2013 og afnum-
inn um síðustu
áramót hafi haft veruleg áhrif á
neyslu þann stutta tíma sem skatt-
heimtan stóð.
Þetta kemur fram í niðurstöðumrannsóknar Rannsóknaseturs
verslunarinnar á áhrifum sykur-
skatts á neyslu og tekjur ríkisins.“
Þessi niðurstaða er bæði athygl-isverð og sennileg.
En á hinn bóginn kemur húnekki á óvart.
Ríkisvaldið hefur ríka tilhneig-ingu til að hafa vit fyrir fólki
og reyna að stýra hegðun þess, þar
með talið neyslu, eftir sínu höfði en
ekki þess. Stjórnmálamenn á
vinstrikanti þjóðmála eru útsettir
fyrir þessari áráttu.
En þeir eru alls ekki einir umþað.
En stundum er meginmarkmiðiðþað að næla sér í nýjan eða
hækkaðan skatt fyrir ríkishítina í
skjóli góðs málefnis eða fagurs
fyrirheits.
Allra flokka ríkisstjórnir hafahækkað gjöld á áfengi með
þeirri meginröksemd að markmiðið
sé að draga úr drykkju þess.
Samt gera þeir útreikningar semjafnan fylgja slíkum fyrirætl-
unum ráð fyrir því, að tekjurnar
miðist við óbreytta drykkju.
Seljum meðalið
þótt það lækni ekki
STAKSTEINAR
Aðalfundur Félags bókagerðar-
manna verður í dag og þar verður
lögð fram tillaga um að breyta nafni
félagsins í Grafía - stéttarfélag í
prent- og miðlunargreinum.
Georg Páll Skúlason, formaður
Félags bókagerðarmanna, segir að
um margra ára skeið hafi verið um-
ræða þess efnis að nafnið Félag
bókagerðarmanna endurspeglaði
ekki nægjanlega vel það sem fé-
lagsmenn störfuðu við. Þegar graf-
ískir hönnuðir hafi sameinast félag-
inu árið 2000 hafi m.a. verið rætt um
að endurskoða nafnið. Fólk læri
grafíska miðlun áður en það taki
sveinspróf í prentsmíð, prentun og
bókbandi og nemar hafi ekki fundið
sjálfkrafa tengingu við Félag bóka-
gerðarmanna í framhaldinu enda
bókagerð aðeins
hluti starfa í
prent- og upplýs-
ingaiðnaði.
Hið íslenska
prentarafélag var
stofnað 1897 og
er elsta stéttar-
félag landsins
með samfellda
sögu. Nafninu var
breytt í Félag
bókagerðarmanna við sameiningu
Hins íslenska prentarafélags, Bók-
bindarafélags Íslands og Grafíska
sveinafélagsins 1980. Georg Páll rifj-
ar upp að þá hafi verið umræða um
hvort félagið ætti að heita Grafíska
félagið en það hafi þótt viðkvæmt að
nýta sér eitt af nöfnunum sem sam-
einuðust. Sameinast hafi verið um
málamiðlun en samfara breyttu
starfsumhverfi hafi umræðan haldið
áfram undanfarin ár.
Í Félagi bókagerðarmanna eru
rúmlega 1.000 félagsmenn og þar af
rúmlega 800 á vinnumarkaði.
steinthor@mbl.is
Bókagerðarmenn breyta nafni
Georg Páll
Skúlason
FBM verði Grafía - stéttarfélag í
prent- og miðlunargreinum
Viljayfirlýsing
um að komið yrði
á fót háskóla-
deild í Vest-
mannaeyjum á
sviði hafsæk-
innar nýsköp-
unar á vegum
Háskólans í
Reykjavík var
undirrituð á há-
tíðarfundi í
bæjarráði Vestmannaeyja í gær.
Meðal annars er horft til þess að
kennsla á BA/BS-stigi geti hafist á
haustönn 2016.
Undir viljayfirlýsinguna skrifuðu
Illugi Gunnarsson, mennta- og
menningarmálaráðherra, Ragnheið-
ur Elín Árnadóttir, iðnaðar og við-
skiptaráðherra, og Sigurður Ingi
Jóhannsson, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra. Fyrir hönd Vest-
mannaeyjabæjar skrifaði Hildur
Sólveig Sigurðardóttir, forseti
bæjarstjórnar.
Fundurinn var haldinn í tilefni af
3.000. fundi ráðsins, en hann var til-
einkaður eflingu háskóla- og fræða-
starfs í Vestmannaeyjum.
Háskóla-
deild sett á
fót í Eyjum
Viljayfirlýsing
undirrituð í gær
Eyjar Kennsla gæti
hafist árið 2016.
Veður víða um heim 15.4., kl. 18.00
Reykjavík 7 skýjað
Bolungarvík 6 skýjað
Akureyri 7 léttskýjað
Nuuk 0 snjóél
Þórshöfn 9 skýjað
Ósló 6 þrumuveður
Kaupmannahöfn 12 skýjað
Stokkhólmur 10 heiðskírt
Helsinki 6 skýjað
Lúxemborg 22 heiðskírt
Brussel 22 heiðskírt
Dublin 12 skýjað
Glasgow 10 upplýsingar bárust ekki
London 25 heiðskírt
París 25 heiðskírt
Amsterdam 16 heiðskírt
Hamborg 16 heiðskírt
Berlín 22 heiðskírt
Vín 23 skýjað
Moskva 2 skýjað
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 17 léttskýjað
Barcelona 18 léttskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 18 heiðskírt
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg 17 léttskýjað
Montreal 11 léttskýjað
New York 17 heiðskírt
Chicago 16 skýjað
Orlando 28 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
16. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:53 21:03
ÍSAFJÖRÐUR 5:49 21:18
SIGLUFJÖRÐUR 5:31 21:01
DJÚPIVOGUR 5:20 20:35