Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 ÁRMÚLI 17 533 12 34 WWW.ISOL.IS Batterís Höggborvél Batterís Skrúfvél Batterís Borvél Batterís Borvél Batterís Stingsög Batterís Sleðasög Batterí Hleðslutæki Batterí - Borvél 10,8VBatterís Borvél 10,8V Þyngd 2,1 kg m. magasíni og batteríi. Hægt að slökkva á höggi, Þyngd 2,6 kg m. batteríi. 4 gírar, 1,5-13mm patróna. Þyngd 1,8 kg m. batteríi. 2 gírar. 1,5-13mm patróna. Þyngd 1,7 kg m. batteríi. 1500-3800 str/min, Þyngd 2,4kg m. batteríi. Gengur á 1 eða 2 batteríum og afköstin eru á við snúrusög. 18V 5,2Ah-Li Ion batterí. Mjög fyrirferðarlítið, veggfesting og einfalt að koma snúrunni fyrir 2 gírar og 12 torkstillingar, 10,8V. Kemur í tösku með hleðslutæki og 2 batteríum. Þyngd 0,9kg með 2,6Ah batteríi. Kemur í tösku með hleðslutæki og 2 batteríum. Verð: 70.921 kr. með VSKVerð: 60.547 kr. með VSK Verð: 47.421 kr. með VSKVerð: 55.255 kr. með VSK Verð: 96.325 kr. með VSKVerð: 65.416 kr. með VSK Verð: 11.427 kr. með VSK Verð: 20.562 kr. með VSK Verð: 45.094 kr. með VSK Verð: 45.094 kr. með VSK Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ekkert vatn rennur lengur um vatnsfallið við Reykdalsvirkjun þar sem tveir bræður, 9 og 12 ára, festust í fyrradag. Þeim yngri er haldið sofandi í öndunarvél og er líðan hans óbreytt. Samkvæmt upplýsingum frá LSH er talið að svo verði áfram næstu daga. Hins vegar er búið að útskrifa eldri bróðurinn og er hann nú með fjölskyldu sinni. Karlmaður á þrítugsaldri, sem kom bræðrunum til bjargar, hefur verið út- skrifaður af sjúkrahúsi. Talið er að bræðurnir hafi verið að sækja bolta í Hamarkotslæk þegar slysið átti sér stað. Systir þeirra var með í för og hringdi hún í móður þeirra eftir hjálp þegar ljóst var að drengirnir hefðu lent í fossinum. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðar- bæ er búið að losa vatn úr stíflunni fyrir ofan virkjunina. Ekkert vatn fer því lengur í kerið fyrir neðan hana þar sem slysið átti sér stað. Að sögn Helgu Stefánsdóttur, aðstoðarsviðs- stjóra á umhverfis- og framkvæmdasviði hjá Hafnarfjarðarbæ, eru næstu skref að skoða svæðið umhverfis stífluna. „Við munum skoða hvað þarf að gera við kerið svo svona geti ekki endurtekið sig,“ segir Helga. Á morgun verður svo fundað með hönnuðum og fleirum til þess að ákvarða framkvæmdir við stífluna. Virkjunin er í eigu Reykdalsfélagsins. Árið 2005 fór fram samstarfsverkefni á milli Hafnarfjarðarbæjar og félagsins um endurgerð virkjunarinnar, þ.e. stíflunnar og stokksins sem leiðir vatnið í gegn. Var það af því tilefni að 100 ár voru liðin frá því virkjunin var tekin í notkun. „Við þurfum að skoða næstu skref vel en það er ljóst að ekki verður hleypt vatni í yfirfallið fyrr en það er komin niðurstaða um að breyta því sem þarf að breyta,“ segir Helga. Ekki hrapað að ályktunum Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hjá Hafnarfjarðarbæ, segir ljóst að úrbóta sé þörf. „Það er greinilegt að það þarf að gera betur. Við viljum ekki hrapa að neinum ályktunum strax um það hvað var að og verðum að skoða þetta vel,“ segir Sigurður. Jóhannes J. Reykdal reisti Reykdalsvirkjun, sem var fyrsta vatnsaflsvirkjunin er dreifði rafmagni til almennings á Íslandi. Hún var gangsett árið 1904. Ekkert vatn í yfirfallið á næstunni Morgunblaðið/Júlíus Ný hönnun Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar við Lækinn í gær. Til stendur að hanna umhverfi stíflunnar upp á nýtt, en Reykdalsvirkjun var fysta vatnsaflsvirkjunin, reist árið 1904.  Hafnarfjarðarbær hannar umhverfi stíflunnar upp á nýtt  Eldri bróðirinn kominn af spítala Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Samtökin ABC-barnahjálp á Íslandi, gætu þurft að loka 12 barnaskólum í Pakistan sem þau reka, ef ekki næst að uppfylla nýjar og hertar öryggis- reglur yfirvalda fyrir næstu mánaða- mót. Ástæðan fyrir þessum ströngu öryggisreglum, sem allir skólar í Pakistan þurfa að framfylgja, eru tíð- ar árásir talíbana á barnaskóla í land- inu. Kröfurnar voru settar eftir árás talíbana á grunnskóla í Peshawar hinn 16. desember sl. þar sem 150 létust, en flestir þeirra voru nem- endur. Einn af þeim 12 skólum sem sam- tökin reka er í Peshawar nálægt þeim stað sem árásin var gerð. „Við þurfum að vera búin að upp- fylla reglurnar um næstu mán- aðamót. Þær hljóða upp á u.þ.b. 2,2 milljónir króna sem við eigum ekki eins og stendur. Við stöndum frammi fyrir því að þurfa að loka skólunum ef við náum því ekki. En við reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að svo verði ekki,“ segir Guðrún Margrét Pálsdóttir, formaður ABC- barnahjálpar á Íslandi. Yfirvöld hafa þegar lokað skólum sem uppfylla ekki þessi skilyrði. Samkvæmt reglunum þarf að vera við alla skóla: vopnaður vörður, málmleitartæki, eftirlitsmyndavélar, öryggisveggir í kringum skólana þurfa að vera um 2,5 metra háir og gaddavír strengdur efst. Í skólunum 12 eru nú þegar til staðar öryggisveggir auk vopnaðra öryggisvarða en stjórnvöld gera kröfu um að þeir séu starfsmenn við- urkennds öryggisfyrirtækis. En ann- an öryggisbúnað vantar. „Starfsmaður okkar í Pakistan vinnur að því að að uppfylla öryggis- skilyrðin eftir því sem fjármagn leyf- ir en ástandið er viðsjárvert í land- inu,“ segir Guðrún. Skólaárið í Pakistan var að hefjast og alls ganga 3.000 börn í skólana tólf. Hún bendir á að baráttukonan Malala Yousafzai sé skýrt dæmi um þá ógn sem steðjar að börnum sem sækja sér menntun í Pakistan. Malala hlaut Friðarverðlaun Nóbels í fyrra en hún lifði af banatilræði talíb- ana fyrir þremur árum. Þeir sem vilja leggja málefninu lið og tryggja öryggi barnanna geta lagt inn á reikning: 515-14-303000. kt. 690688-1589. Öryggi Barnaskóli sem ABC-barnahjálp rekur er í Peshawar í Pakistan. ABC gæti þurft að loka 12 skólum  Þarf málmleitartæki og myndavélar Börn Guðrún Margrét, formaður ABC og pakistönsk skólabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.