Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
skadi.is
Þ. Skorri Steingrímsson,
Héraðsdómslögmaður
Steingrímur Þormóðsson,
Hæstaréttarlögmaður
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti
Varðskipið Týr kom til hafnar í
Taranto á Ítalíu í gærmorgun með
á fjórða hundrað flóttamanna sem
áhöfnin bjargaði af lekum báti um
50 sjómílur norðvestur af Trípólí sl.
mánudag.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landhelgisgæslunni var í fyrstu
áætlað að Týr færi með fólkið til
Sikileyjar en þar eru allar flótta-
mannabúðir orðnar yfirfullar og
því sigldi Týr með flóttafólkið til
Taranto. Um var að ræða 342
manns og voru sumir flóttamann-
anna nokkuð þrekaðir. Á sigling-
unni til Taranto hlúði áhöfn varð-
skipsins að flóttafólkinu en
allnokkrar konur um borð voru
ófrískar. Tveggja ára drengur var
einn af 27 börnum í hópnum. Á
Facebook-síðu Landhelgisgæsl-
unnar segir, að sá stutti hafi verið
með sár á höfði en setið hinn róleg-
asti með blöðru sem hann fékk að
gjöf frá áhöfninni, meðan gert var
að sárum hans.
Ítölsk yfirvöld tóku á móti flótta-
fólkinu er varðskipið kom til hafnar
og gekk vel að koma fólkinu í land.
Gert var ráð fyrir að Týr færi frá
Taranto nú í morgun.
7.500 manns á tæpri viku
Gríðarlegur straumur flóttafólks
hefur verið á því svæði sem varð-
skipið hefur verið starfandi á að
undanförnu. Hefur Týr, ásamt öðr-
um skipum og flugvélum á vegum
Frontex, bjargað um 7.500 manns
síðan á föstudag. Allar aðgerðirnar
áttu sér stað um 12-60 sjómílur frá
strönd Líbýu.
Týr flutti flóttamenn til Ítalíu
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Í höfn Varðskipið Týr kemur til hafnar í Taranto á Ítalíu í gærmorgun.
Áhöfn varðskipsins bjargaði 342 af lekum báti á Miðjarðarhafi
Jens Stolten-
berg, fram-
kvæmdastjóri
Atlantshafs-
bandalagsins
(NATO), kemur
til Íslands í dag í
boði Sigmundar
Davíðs Gunn-
laugssonar, for-
sætisráðherra.
Stoltenberg
mun m.a. ræða við ráðherra og þing-
menn, kynna sér varnartengda
starfsemi Landhelgisgæslu Íslands
á Keflavíkurflugvelli og loftrým-
isgæslu Bandaríkjanna, sem fram
fer nú um stundir undir merkjum
Atlantshafsbandalagsins og skoða
varðskipið Þór. Þá mun hann heim-
sækja Stofnun Árna Magnússonar.
Stoltenberg heldur af landi brott í
fyrramálið.
Framkvæmda-
stjóri NATO í
heimsókn
Jens Stoltenberg
Landssamband
eldri borgara
(LEB) tekur und-
ir kröfur verka-
lýðssamtaka um
hækkun lág-
markslauna.
Krefst Lands-
sambandið þess
að lífeyrir al-
mannatrygginga
taki sömu hækk-
unum og lágmarkslaun sem samið
verður um í næstu kjarasamningum
á almennum markaði og/eða hjá
opinberum starfsmönnum, segir í
ályktun sem Jóna Valgerður Krist-
jánsdóttir, formaður LEB, sendi frá
sér í gær fyrir hönd stjórnar. „Við
teljum að 300.000 kr. lágmarkslaun
á þremur árum sé ekki ofviða ís-
lensku atvinnulífi og ekki til þess
fallið að ógna þeim stöðugleika sem
við viljum varðveita,“ segir jafn-
framt í ályktun félagsins.
Lífeyrir hækki á
við lágmarkslaunin
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir
Líknarfélagið
Hvítabandið
verður 120 ára
föstudaginn 17.
apríl. Félagið hét
fyrst Bindindis-
félag kvenna og
var upphaflegt takmark þess að
„útrýma nautn áfengra drykkja“.
Nú helgar félagið sig líknarmálum
og beinir stuðningi sínum einkan-
lega til kvenna og barna sem eiga
undir högg að sækja. Félagar safna
fjár til starfsins með rekstri versl-
unar í Furugerði og með eigin
framlögum í formi árgjalda og
söfnunar á félagsfundum sem
haldnir eru fyrsta miðvikudaginn í
mánuði.
Í tilefni afmælisins heldur Hvíta-
bandið hátíðarfund að Hallveigar-
stöðum við Túngötu á föstudaginn
klukkan 16-18.
Hvítabandið fagnar
120 ára afmæli