Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar Gangandi listaverk Umhverfisverndarsinnarnir Gabríela og Dísa spóka sig með listræna innkaupapoka. Svo vonast hún til að senn verði allir dagar plastpokalausir. Þær Gabríela hafa unnið tölu- vert saman í áranna rás og hefur Dísa til að mynda verið fram- leiðslustjóri stórra vídeóverkefna listakonunnar. „Mér finnst gott að fara úr þessu daglega tölvuamstri, opna fyrir andlega þáttinn ef svo má segja og starfa með skapandi fólki eins og Gabríelu. Hún er um- hverfisverndarsinni eins og ég og var strax tilbúin að taka þátt í þessu verkefni með mér,“ segir Dísa. Hin eilífa umbreyting „Dísa er miklu öflugri en ég að koma hlutunum í verk. Ég einbeiti mér frekar að myndlistinni og von- ast auðvitað til að koma ákveðnum skilaboðum til skila í gegnum hana. Mér fannst fínt að fá tækifæri til að taka þátt í þessu pokaverkefni með henni. Við erum ekkert endi- lega að bjarga heiminum, en kannski vekjum við einhverja til vitundar um sóunina allt í kringum okkur og alla þá óþarfa hluti sem við sönkum að okkur,“ segir Gabrí- ela. „Húsmóðurreynslan kom okk- ur til góða þegar við pældum í út- færslu pokanna,“ upplýsir Dísa. „Við þurftum að fá níðsterkt og þvottekta efni, hafa pokana í hent- ugri stærð fyrir matarinnkaup, sundferðir og þess háttar og reikna út hæfilega lengd á höld- unum,“ nefnir hún sem dæmi. Verkin sem Gabríela valdi á list- pokana nefnast Melancholie’s first visit sem er frá 2002, The Dust Collector frá 2008 og Animalia frá síðasta ári. Hún segir verkin sem slík ekki túlka umhverfisvernd eða – sjónarmið, nema kannski The Dust Collector sem fjalli um hina eilífu umbreytingu. Pokar með David Bowie Þeim finnst teikningar og listaverk oft njóta sín mjög vel á óbleiktri bómull. Bómullarboli segja þær líka ágætan efnivið í innkaupapoka. Fyrir jólin í hitti- fyrra saumuðu þær slíka poka, handmáluðu þá og gáfu í jólagjöf. Dísa rifjar líka upp að hún hafi, ásamt Björgu Ingadóttur í Spaks- mannsspjörum, saumað og selt innkaupapoka úr bómullarbolum með myndum af David Bowie. „Eftir að ég og frænka mín, Ragn- heiður Hanson, héldum tónleika með listamanninum árið 1996,“ út- skýrir hún. Oddi hefur listpokana með verkum Gabríelu í smásölu og heildsölu, en þeir fást líka í Jör, Aftur, Gloriu, 38 þrepum og Spaksmannspjörum. „Að nota tau- poka í stað óendurnýtanlega plast- poka er ákveðin yfirlýsing,“ segir Dísa og bætir við að þar sem upp- lagið sé takmarkað geti listpok- arnir hugsanlega orðið safngripir með tíð og tíma. Við erum ekkert endi- lega að bjarga heim- inum en kannski vekjum við einhverja til vit- undar um sóunina allt í kringum okkur og alla þá óþarfa hluti sem við sönkum að okkur. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 Dísa stofnaði síðuna Plastpoka- laus laugardagur á Facebook fyrir tveimur árum og hefur æ síðan reglulega skrifað þar færslur um ýmsan óskunda sem plast veldur í umhverfinu. Á síð- unni kennir margra grasa en fyrst og fremst er fólk brýnt til að hætta notkun plastpoka, einkum og sér í lagi á laugar- dögum. Einnig eru fréttir um umhverfismál hér heima og er- lendis, vakin er athygli á sóða- legri umgengni hér og þar og bent á leiðir til úrbóta. Á síð- unni eru ennfremur uppskriftir og leiðbeiningar um gerð bréf- og taupoka. Áhugi almennings á umhverfisvernd birtist í því að margir leggja orð í belg og læka. Plastpoka- lausir dagar SÍÐAN HENNAR DÍSU – einstök dönsk hönnun Módel: Sandra Lind Þrastardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.