Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 Innihurðir í öllum stærðum og gerðum! Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Lei tið tilb oða hjá fag mö nnu m o kka r • Hvítar innihurðir • Spónlagðar innihurðir • Eldvarnarhurðir • Hljóðvistarhurðir • Hótelhurðir • Rennihurðir • Með og án gerefta Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Niðurstöður úr togararalli benda til að ástand helstu botnfiska sé gott og að bæði þorskárgangur og ýsuár- gangur 2014 séu stórir. Stofnvísitala þorsks mældist sú hæsta frá upphafi rannsóknanna árið 1985 og er nú tvöfalt hærri en árin 2002-2008, en svipuð og hún var 2012. „Fyrsta mat á 2014-árgangi þorsks bendir til að hann sé meðal stærstu árganga frá 1985, svipaður og árgangar 2008, 2009 og 2011,“ segir m.a. um þorsk- inn í frétt frá Hafrannsóknastofnun. Um ýsuna segir að lengdardreif- ing og aldursgreiningar bendi til að árgangurinn frá 2014 sé stór eftir röð sex lítilla áranga. Ýsan veiddist á landgrunninu allt í kringum land, en meira fékkst af ýsu fyrir norðan land en sunnan. Árin 1985-1999 fékkst alltaf mun meira af ýsu við sunnan- vert landið, en þessi breyting hefur átt sér stað undanfarinn áratug. Tillögur um aflamark í júní Stofnmæling botnfiska á Íslands- miðum, öðru nafni marsrall eða tog- ararall, fór nú fram í 31. sinn 25. febrúar til 22. mars. Niðurstöður eru mikilvægur þáttur árlegrar úttektar Hafrannsóknastofnunar á ástandi nytjastofna við landið. Lokaúttekt á niðurstöðum og tillögur um afla- mark fyrir næsta fiskveiðiár verða kynntar í fyrri hluta júní. Fjögur skip tóku þátt í verkefn- inu; rannsóknaskipin Árni Frið- riksson og Bjarni Sæmundsson og togararnir Bjartur NK og Ljósafell SU. Togað var með botnvörpu á tæplega 600 stöðvum allt í kringum landið. Helstu markmið rallsins eru að fylgjast með breytingum á stærð, útbreiðslu og líffræðilegu ástandi botnlægra fiskistofna auk breytinga á hitastigi sjávar á landgrunninu. Útbreiðsla þorsks var meiri en í mörgum fyrri stofnmælingum í mars og góður afli fékkst á stöðvum allt í kringum landið. Hækkun stofn- vísitölu þorsks má einkum rekja til aukins magns af stórum þorski. Í ár var vísitala allra lengdarflokka stærri en 60 cm yfir meðaltali tíma- bilsins, en minna mældist af 50-60 cm þorski, sem rekja má til lélegs árgangs frá 2010. Meðalþyngd 5 ára þorsks og eldri hefur farið vaxandi undanfarin ár og er nú yfir meðaltali rannsóknatím- ans, en meðalþyngd 3 og 4 ára þorsks er hins vegar nokkuð undir meðaltali. Magn fæðu í þorski var minna en árin 2010-2014. Loðnan var langmikilvægasta bráð þorsks- ins eins og ávallt á þessum árstíma. Af annarri fæðu má helst nefna síld, kolmunna, ísrækju og ýmsar teg- undir fiska. Stór ýsuárgangur eftir röð sex lítilla Stofnvísitala ýsu hækkaði veru- lega 2002-2006 í kjölfar góðrar nýlið- unar, en fór ört lækkandi næstu fjögur árin þar á eftir. Vísitalan í ár er svipuð því sem verið hefur í mars- ralli frá 2010. Lengdardreifing ýs- unnar sýnir að ýsa minni en 58 cm er undir meðaltali í fjölda, en stærri ýsa er yfir meðaltali. Lengdardreif- ing og aldursgreiningar benda til að árgangurinn frá 2014 sé stór eftir röð sex lítilla áranga. Meðalþyngd ýsu yngri en sjö ára hefur farið vaxandi undanfarin þrjú ár og er nú yfir meðaltali rann- sóknatímans. Hins vegar er með- alþyngd átta ára ýsu og eldri enn undir meðallagi. Mælt magn fæðu í ýsumögum var svipað og undanfarin ár og var loðna rúmlega helmingur fæðunnar. Af annarri fæðu má helst nefna slöngustjörnur og bursta- orma, en minna var af ljósátu en áð- ur líkt og í þorski. Meðal stærstu árganga þorsks  Stofnvísitala þorsks sú hæsta frá upphafi rannsóknanna árið 1985  Aukið magn af stórum þorski  Bæði þorsk- og ýsuárgangur 2014 stórir  Meira fékkst af ýsu fyrir norðan land en sunnan Stofnvísitala þorsks Mælingar í marsralli 1985-2015 og haustralli 1996-2014. Skyggða svæðið sýnir staðalfrávik í mati á vísitölum. Stofnvísitala (þyngd) 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 800 600 400 200 0 Heimild: Hafró Marsrall Haustrall „Það eru frá- bær tíðindi að sterkir árgang- ar séu á leiðinni og í samræmi við væntingar okkar,“ segir Jóhann Sigur- jónsson, for- stjóri Hafrann- sóknastofnunar, um niðurstöður mælinga á þorski í togararalli. Hann segir að síðasta haust hafi verið vísbendingar um að góður árgangur þorsks gæti verið í far- vatninu og nú virðist það hafa verið staðfest. „Það er langhlaup að byggja þorskstofninn upp og forsendur eru meðal annars vægari sókn þannig að fiskurinn fái að stækka og bæta við sig þyngd. Við höfum sagt að fyrr en fleiri sterkir árgangar bætist við stofninn verði ekki hægt að auka veiðarnar verulega. Stór hrygn- ingarfiskur er talinn auka líkur á góðum árgöngum og nú er árangur að nást í þeim efnum. 2014-árgangurinn virðist vera mjög sterkur sem er frábært og sýnir að virkilegur árangur er að nást,“ segir Jóhann. Virkilegur ár- angur að nást LANGHLAUP AÐ BYGGJA ÞORSKSTOFNINN UPP Jóhann Sigurjónsson Útbreiðsla ýsu í marsralli Heimild: Hafró Vísitala gullkarfa í marsralli hefur farið hækkandi eftir 2008 og mæl- ingar síðustu sex ára hafa verið þær hæstu frá 1985, að því er segir í frétt Hafrannsóknastofnunar. Lítið hefur hins vegar fengist undanfarin ár af smákarfa undir 30 cm. Stofnvísitala steinbíts var í lág- marki árið 2010 en hefur síðan farið hægt vaxandi. Lítið fékkst af 20-60 cm steinbít miðað við fyrri ár, en magn steinbíts stærri en 65 cm var hins vegar yfir meðallagi. Vísitala lúðu í stofnmælingunni lækkaði hratt 1986-1990 og hefur haldist lág síðan. Vísitalan í ár hækkaði frá fyrra ári og er nú svipuð og árin 2002-2007. Stofnvísitala skarkola var svipuð og verið hefur undanfarinn áratug, eftir að hafa mælst í lágmarki á ár- unum 1997-2002. Vísitalan nú er um þriðjungur þess sem hún var að meðaltali fyrstu fjögur ár mælingar- innar. Stofnvísitala ufsa breyttist lítið frá fyrra ári og er nú svipuð og að meðaltali undanfarinn áratug. Um ufsann segir að taka þurfi vísitölum ufsa með þeim fyrirvara að þær ráð- ist oft af miklum afla í stökum togum og staðalfrávik mælinganna séu þá há. Ekkert stórt ufsahal fékkst í ár. Vísitala löngu hækkaði 2003-2007 eftir að hafa verið í lágmarki áratug- inn þar á undan. Stofnvísitalan 2015 er sú þriðja hæsta frá 1985, en lítið mældist af löngu undir 40 cm. Vísitala keilu hefur haldist há frá árinu 2004, líkt og var 1985-1992. Svipað magn fékkst af skötusel og undanfarin þrjú ár, minna en árin 2005-2011, en mun meira en fyrstu tvo áratugi stofnmælingarinnar. Háar vísitölur gull- karfa, löngu og keilu Hitastig sjávar við botn mældist að meðaltali hátt líkt og undan- farin ár, en þó um einni gráðu lægra en í stofnmælingunni 2013. Í hlýsjónum við sunnan- og suðvestanvert landið var hitastig við botn í lægri kant- inum miðað við árin 2003-2014. Við Vestfirði var hitastig svip- að og í fyrra, en lægra en fjögur ár þar á undan. Við norðan- og norðaustanvert landið var botn- hiti nærri meðallagi hlýju ár- anna frá 1996. Heldur kaldara HITASTIG SJÁVAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.