Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þ rjú verk eftir listakon- una Gabríelu Friðriks- dóttur prýða takmark- að upplag innkaupa- poka úr bómull sem Dísa Anderiman, tölvufræðingur og frístundabóndi, átti hugmyndina að og lét sauma fyrir sig í Bretlandi. „Við notum listina til að bæta og fegra umhverfið. Pokarnir verða sannkölluð bæjar- og borgarprýði,“ segir Dísa. Gabríela tekur í sama streng og segir skemmtilega til- breytingu fyrir þá sem hafa áhuga á listum að kaupa listaverk til að ganga með frekar en að hengja upp á vegg. Það er þó ekki einungis vegna óbærilegs ljótleika plastpokanna sem margir nota daglega undir innkaupin að Dísa og Gabríela hönnuðu í sameiningu og létu framleiða fyrir sig fyrrnefnda bóm- ullarpoka, listpoka eins og þær kalla þá. „Með framtakinu viljum við taka þátt í að vernda jörðina með listrænum hætti og gera fólki kleift að sýna stuðning sinn við umhverfisverndarsjónarmið,“ segir Dísa. Plast í matarkistunni Plastpokar hafa lengi verið þyrnir í augum hennar. Fyrir tveimur árum stofnaði hún vefsíð- una plastpokalaus.com ásamt fleira áhugafólki um umhverfismál sem birti þar opið bréf til Íslendinga um að nota ekki plastpoka á laug- ardögum. Tiltækið átti rætur að rekja til niðurstaðna könnunnar sem hún gerði og leiddu í ljós að Íslendingar notuðu 50 milljónir burðarplastpoka (annað umbúða- plast var ekki talið með) árið 2013; plastpoka sem hvorki brotna niður né eyðast í náttúrunni. „Þeir molna á afar löngum tíma í smáar einingar sem verða að plastryki sem endar í sjónum og blandast fæðu fugla og fiska. Og kemst þar af leiðandi í matarkist- una okkar,“ segir Dísa, sem árum saman hefur talað fyrir notkun tau- poka í stað plastpoka. Og raunar ýmsu öðru sem lýtur að umhverf- isvernd ef því er að skipta. Hún hefur í hyggju er fram líða stundir að biðja fleiri listamenn að fá henni listaverk sín til afnota á taupoka. Listpokar í tak- mörkuðu upplagi Animalia 2014. Melancholie’s first visit 2002. The Dust Collector 2008. Barátta Dísu Anderiman gegn notkun plastpoka tók á sig listrænan blæ þegar hún fékk listakonuna og vinkonu sína, Gabríelu Friðriksdóttur, til að mynd- skreyta fyrir sig fjölnota innkaupapoka úr lífrænu bómullarefni. Hljóðasmiðja Lubba er nýtt kennslu- efni sem snýr að hljóðavitund og málörvun barna eftir talmeinafræð- ingana dr. Þóru Másdóttur og Eyrúnu Ísfold Gísladóttur. Kennsluefnið samanstendur af fjórum öskjum með margs konar verkefnum auk 80 síðna handbókar um hugmynda- fræðilegan grunn og notkunarmögu- leika. Árið 2009 sendu þær frá sér bókina Lubbi finnur málbein þar sem íslensku málhljóðin eru í brennidepli. Bókin var valin besta fræðibókin fyr- ir börn 2010 og er hugsuð til málörv- unar og hljóðanáms fyrir 2ja til 7 ára börn. Hljóðasmiðja Lubba hentar enn breiðari aldurshópi, frá mjög ungum börnum í formi snemmtækrar íhlut- unar til nemenda á eldri stigum grunnskóla sem glíma við lestrar- og stafsetningarvanda. Hljóðanám barna er sem fyrr í öndvegi en aukin áhersla er lögð á styrkingu hljóð- kerfis- og hljóðavitundar. Í Hljóð- asmiðju Lubba er umfjöllun tekin lengra og er henni skipt upp í fjórar undirsmiðjur; 1, 2, 3 og 4. Í fyrstu smiðjunni er fjallað um táknrænar hreyfingar fyrir hvert málhljóð sem byggja á hugmyndafræðilegri nálgun höfunda sem þær nefna „hljóðanám í þrívídd“, í annarri einingunni eru örsögur og verkefni sem styðja við hljóða- og hljóðkerfisvitund, þriðja einingin inniheldur hljóðstöðumyndir og lýsingu á myndun hljóðanna og sú fjórða hefur að geyma vinnuborð Lubba ásamt málbeinum og hringj- um sem smella má niður í vinnu- borðið og raða saman á ýmsa lund til að æfa hljóðtengingu. Verkefnin byggjast á áralöngum rannsóknum og samstarfi þeirra Þóru og Eyrúnar. Í tengslum við doktorsritgerð sína gerði Þóra um- fangsmiklar rannsóknir á hljóðþróun íslenskra barna og Eyrún var braut- ryðjandi í notkun Tákna með talin hér á landi. Hún þróaði aðferðina áfram á þann veg að laða megi fram meiri hljóðmyndun og skýrari fram- burð með táknrænum hreyfingum. Með því að samþætta sjón- heyrnar- og hreyfi-/snertiskyn eru hljóðin gerð sýnileg og áþreifanleg. Lubbi er hugarsmíð beggja höfunda og segja þær börn sýna honum mikinn áhuga. T.d. sé auðvelt að ná athygli þeirra þegar Lubbavísurnar eru sungnar og Lubbatáknin útfærð samhliða. Í Hljóðasmiðju Lubba þurfa börnin að leysa ýmsar þrautir sem miða að því að auka orðaforða, bæta framburð, og stíga fyrstu skrefin í lestri og rit- un. Um er að ræða lestur og ritun á grunni hljóðanáms. Til að gera verkefnið að veruleika fengu þær ýmsa í lið með sér, t.d Freydísi Kristjánsdóttur til að teikna Lubba samkvæmt hugmyndum sín- um og Þórarin Eldjárn til að semja Lubbavísurnar, sem Skólakór Kárs- ness syngur á mynddiski með bók- inni. Til að fagna útgáfunni verður efnt til útgáfuteitis í kvöld í búð For- lagsins við Fiskislóð kl. 16 til 18. Vefsíðan www.lubbi.is Morgunblaðið/Kristinn Talmeinafræðingar Eyrún Ísfold Gísladóttir og dr. Þóra Másdóttir. Lubbi fer nýjar leiðir í hljóðanámi, lestri og ritun Fjarðarkaup Gildir 16. - 18. apr verð nú áður mælie. verð Svínakótilettur úr kjötborði ............................... 1.098 1.598 1.098 kr. kg Lambaprime úr kjötborði.................................. 3.098 3.640 3.098 kr. kg Ali grísabógur pakkaður ................................... 598 898 598 kr. kg Fjallalambs lambahryggur frosinn ..................... 1.798 1.998 1.798 kr. kg Fjallalambs hangiframpartur í bitum ................. 998 1.349 998 kr. kg Prins póló kassi 28x50 g.................................. 1.198 2.998 71 kr. stk. Froosh smoothie 250 ml.................................. 298 338 298 kr. stk. Popcorners heilsusnakk ................................... 298 332 298 kr. stk. Pampers bleyjur Jumbo kassi+kaupauki............ 2.498 0 2.498 kr. pk. Kellogǵs Frozen ............................................... 658 0 658 kr. stk. Helgartilboð Þjóðleikur 2014-2015 fer nú fram í fjórða sinn og hafa á þriðja tug leik- hópa ungs fólks hvaðanæva af land- inu skráð sig til þátttöku. Leikskáldin Bergur Ebbi Bene- diktsson og Björk Jakobsdóttir, sem voru ráðin til að skrifa leikrit fyrir hátíðina, skiluðu handritum í lok árs 2014. Verk Bergs ber titilinn Hlauptu, týnstu! og Bjarkar Útskrift- arferðin. Bæði verkin voru skrifuð með leikara á aldrinum 13-20 ára í huga. Leikhópar um allt land hafa valið sér annað þessara verka til upp- setningar og æft stíft frá áramótum auk þess sem boðið var upp á nám- skeið og unnið að uppfærslum sýn- inga í heimabyggð. Lokahátíð Þjóðleiks á Austurlandi verður haldin í Sláturhúsinu í Menn- ingarmiðstöð Fljótsdalshéraðs föstudaginn 17. apríl og laugardag- inn 18. apríl. Uppfærslurnar verða níu en þó alls 18 sýningar því hver hópur sýnir tvisvar. Hægt er að kaupa armband sem gildir á allar sýningarnar. Níu uppfærslur á glænýjum íslenskum leikverkum Lokahátíð Þjóðleiks á Austurlandi BjörkBergur Ebbi Skannaðu kóðann til að lesa Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið:Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15 INNRÉTTINGAR DANSKAR Í ÖLLHERBERGIHEIMILISINS FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM, FRAMHLIÐUM,KLÆÐNINGUMOGEININGUM, GEFAÞÉR ENDALAUSAMÖGULEIKAÁ AÐSETJASAMANÞITTEIGIÐRÝMI. STERKAR OG GLÆSILEGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.