Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kosið verðurtil finnskaþingsins á sunnudag og má segja að ýmsar blik- ur séu þar á lofti. Flestar kannanir benda til að Miðflokkurinn, sem beið afhroð síðast, muni nú ná aftur vopnum sínum og verða stærsti flokkur- inn, og samsteypustjórn Jafn- aðarmannaflokksins og Samein- ingarflokksins, flokks Alexanders Stubbs forsætisráðherra, auk tveggja minni flokka, muni ekki halda velli. Þennan árangur Mið- flokksins má ekki síst þakka for- manni hans, Juha Sipilä, sem hef- ur leitt flokkinn frá árinu 2012 og mörgum þykir líklegastur til þess að verða næsti forsætisráðherra Finna. Að þessu sinni hefur kosninga- baráttan einkum snúist um tvennt: efnahagsmál og varnar- mál. Mjög hefur reynt á hvort tveggja á kjörtímabilinu. Gekk Stubb svo langt að segja við fjöl- miðla að flokkur sinn hefði verið fjötraður af vinstri flokkunum sem mynduðu stjórn með Samein- ingarflokknum, og því hefði ekki verið hægt að koma efnahagnum á betri kjöl. Stubb hefur einnig tal- að digurbarkalega um kjarkleysi finnskra stjórnmálamanna, en ólíklegt er að sá boðskapur muni duga til að flokkurinn haldi sínu. Það sem vekur þó kannski ekki síst athygli er sú staðreynd, að miðað við þær kannanir sem birst hafa gæti vel farið svo að Finna- flokkurinn, sem lengst af kallaði sig Sanna Finna, fengi ríflega 16% atkvæða, en árið 2011 fékk hann um 19%. Hann gæti því orð- ið þriðji stærsti flokkurinn, en raunar er munurinn á Finna- flokknum og Sameiningar- flokknum þar innan skekkjumarka. Þó að Finnaflokkurinn hafi þar með dalað aðeins, myndu slík úrslit þýða það að flokkurinn, sem talinn er eiga heima yst á hægri væng stjórn- málanna, hafi í raun náð að festa sig í sessi sem afl í finnskum stjórnmálum. Leiðtogar Finnaflokksins hafa látið í veðri vaka að þeir væru til- búnir til þess að taka þátt í stjórn- armyndunarviðræðum eftir kosn- ingarnar. En þá vandast málið, því að flokkurinn hefur ekki bara staðið fyrir harðri stefnu gegn innflytjendum, heldur hafa þing- menn hans lagst hart gegn öllum tilraunum til þess að greiða úr evrukreppunni og kosið þvert gegn allri aðstoð til Grikklands. Það gæti því orðið erfitt fyrir aðra flokka að samþykkja það að Finnaflokkurinn taki þátt í stjórn ríkisins. Sipilä og Miðflokkurinn hafa engu að síður léð máls á slíku stjórnarsamstarfi eftir kosning- arnar. Það yrði athyglisverð nið- urstaða, ekki síst þar sem Finna- flokkurinn yrði þá annar flokkurinn á Norðurlöndunum á eftir norska Framfaraflokknum, sem næði inn í ríkisstjórn, þrátt fyrir að teljast til svonefndra „hægriöfgaflokka“. Hvernig sem fer mun næsta ríkisstjórn þurfa að taka á efna- hagnum, en ástandið nú má að mörgu leyti rekja til ytri að- stæðna. Finnar hafa hins vegar sýnt það í áranna rás að þeir eru úrræðagóðir, eins og þegar gúmmístígvélafabríkka breytti sér í einn helsta tæknirisa heims á örfáum árum. Það skyldi því eng- inn afskrifa Finna. Finnski flokkurinn heldur sjó í könn- unum} Kosið í Finnlandi Ófremdar-ástandið á göt- um höfuð- borgarinnar hefur ekki farið fram hjá neinum í vetur. Víða hafa myndast stórar og djúpar holur, sem starfsmenn borgar- innar hafa vart við að fylla upp í og iðulega reynast viðgerðirnar skammgóður vermir. Holur eiga heima í svissneskum osti, en á vegum geta þær beinlínis verið hættulegar. Í gær sagði frá því á mbl.is að Vegagerðinni hefðu borist 200 til- kynningar um tjón vegna holu- aksturs það sem af væri þessu ári og væru þær nú þegar orðnar næstum helmingi fleiri en allt ár- ið í fyrra. Ítrekað hefur verið sagt frá ástandinu á götunum í Morgun- blaðinu og á mbl.is. Í frétt mbl.is í gær kemur fram að sprenging hafi orðið í þessum málum hjá tryggingafélaginu Sjóvá, sem tryggir stærstu veghaldara á höf- uðborgarsvæðinu, Vegagerðina, Reykjavík og Hafnarfjörð. Í lok mars lýsti viðmælandi mbl.is því hvernig sprungið hefði á tveimur dekkjum á bíl hans í holu á mótum Lækj- argötu og Kalkofnsvegar. Meðan ökumaðurinn beið eftir dráttarbíl lentu tveir bílar í nákvæmlega því sama. Þarna varð tjón á þremur bílum á sama klukkutímanum. Það er ótækt að ökumönnum líði eins og þeir séu í stórsvigi þegar þeir aka um götur borgar- innar. Hægt er að sneiða hjá hol- um þegar bjart er, en í myrkri og slæmu skyggni vandast málið. Á öllu er hægt að finna skýr- ingar, en þær duga þeim skammt, sem sitja uppi með ónýtan bíl. Vissulega er mikið álag á gatna- kerfinu og í vetur hefur oft snjóað og því þurft að ryðja og hreinsa göturnar. Augljóst er að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis í viðhaldi gatnakerfisins í höfuðborginni. Nú þarf að taka á vandanum og fyrirbyggja að það sama verði uppi á teningnum næsta vetur. Ástandið á götum borgarinnar er óboð- legt} Hættulegar holur E ins og víða annars staðar snýst bróðurpartur íslenskrar þjóð- félagsumræðu beint eða óbeint um peninga. Hver á of lítið af peningum, hver á of mikið af peningum, hver stal peningum, hver á skilið peninga, af hverjum ætti að hafa peninga, í hvað ætti að verja peningum, í hvað ætti ekki að verja peningum og svo framvegis. Aðsendar dagblaðagreinar, pistlar á borð við þennan hér, rökræður stjórnmálafólks, Facebook-rifrildi, heitapottsrabb og kaffistofuskraf – alla jafna eru peningar hjartað í þeim skoðanaskiptum sem þjóðin nýtir til að ávarpa sjálfa sig. Þetta er svo augljóst að það liggur við að það sé klisja að segja að samfélagið sé heltekið af peningum. Þessi staðreynd er engu að síður áhugaverð fyrir ýmsar sakir. Í fyrsta lagi eru peningar skáldskapur og sá sannleikur út af fyrir sig að mannlegt samfélag sé gegnsýrt af tilbúningi er afskaplega áleitinn. Goðsagnir eru – líkt og áður hefur verið vikið að á þessum vettvangi – gríðarlega mikilvægar í krafti sameiningar- máttar síns, en getur þjóðfélag sem er gagntekið af ein- hverju sem er ekki til verið í heilladrjúgum farvegi? Í öðru lagi er forvitnilegt að hugsa til þess að þrátt fyrir að samfélagið sé með peninga á heilanum, þá hafa þeir engu að síður takmörkuð áhrif á hamingju fólks. Mælingar og rannsóknir á hamingju eru eðli málsins samkvæmt erf- iðar í framkvæmd í ljósi þess að viðfangsefnið er að öllu leyti huglægt, en á síðustu áratugum hafa þó verið gerðar athyglisverðar rannsóknir á sambandi peninga og hamingju fólks. Niðurstaðan er sú að pen- ingar hafa afskaplega takmörkuð áhrif á lang- varandi vellíðan. Hamingja einstaklings sem þiggur, segjum, hefðbundin íslensk meðallaun um hver mánaðamót, mun ekki breytast til langframa þótt hann fái veglega launahækkun, og hið sama á við þótt laun hans lækki. Gleði- fregnir og áföll eru eins og steinvölur sem gára yfirborð Tjarnarinnar; vatnið ýfist og ólgar um stund, en leitar svo í sama ástand og ríkti fyrir. Það er ekki nema í jaðartilvikum sem fjár- hagsbreytingar skekja tilveru fólks svo harka- lega að hamingja þess breytist varanlega. Ein- stætt þriggja barna foreldri í láglaunavinnu mun upplifa umtalsverða hamingju við það að vinna í Víkingalottói, og þessi aukna vellíðan mun lifa, jafnvel þótt áhrif hennar dvíni vissu- lega með tímanum. (Þetta er þó allt sagt með þeim fyrir- vara að augljóslega er til mökkur af fólki sem helgar líf sitt baráttunni fyrir því að eiga meiri peninga í dag en í gær og upplifir eflaust vellíðan við að sjá draum sinn rætast.) Samfélög sem telja sig þróuð ættu að leggja minni áherslu á að velta sér upp úr peningum og skiptast frekar á skoðunum um hvað það er sem raunverulega gerir fólk hamingjusamt, hvað felst í inntaksríku lífi. Við erum öll hérna saman, á þessu augnabliki, á afskekktri eyju í köldu hafi, og hver er eiginlega tilgangurinn með þessu öllu sam- an ef við kappkostum ekki að hugsa um það sem virkilega skiptir máli – að fólki líði vel? Halldór Armand Pistill Að hugsa um það sem máli skiptir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Annar áfangi BALL-verkefnisins stendur núyfir. Hann felst í víðtækriviðhorfskönnun á Íslandi, Spáni og í Póllandi. BALL- verkefnið snýst um undirbúning þriðja æviskeiðsins, það er áranna eftir fimmtugt. BALL stendur fyrir „Be Active Through Lifelong Learning“ sem er þýtt „Virk með ævinámi“. BALL-verkefnið er til tveggja ára. Það hófst haustið 2014 og því lýkur haustið 2016. Verkefnið er unnið í samstarfi íslensku sjálfseign- arstofnunarinnar Evris Foundation ses., sem sérhæfir sig í evrópskri og alþjóðlegri samvinnu, U3A Reykja- vík (The University of the Third Age Reykjavík) og U3A-samtaka í Póllandi og á Spáni. Evris ber ábyrgð á stjórnun og heildar- skipulagi verkefnisins. U3A í Lublin í Póllandi starfar í umboði fimm háskóla í borginni. Permanent University Alicante á Spáni er áætlun á sviði vísinda, menningar og félagsmála á vegum háskólans í Alicante og tilheyrir einnig U3A. Verkefnið nýtur stuðn- ings Erasmus+ áætlunar ESB. Bakhjarlar BALL-verkefnisins hér á landi eru Bandalag háskólamanna, Reykjavíkurborg, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Landsvirkjun og Starfsmannasvið Háskóla Ís- lands. Íslensk hugmynd Dr. Hans Kristján Guðmunds- son, formaður U3A Reykjavík, segir að Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, fyrrverandi formaður U3A Reykja- vík, hafi átt hugmyndina að BALL- verkefninu. Fyrsta skrefið var ráð- stefna um þriðja æviskeiðið í Lista- safni Reykjavíkur í september síðastliðnum. Niðurstaða fyrsta áfanga verkefnisins var kynnt Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra 25. mars sl. „Verkefnið fjallar um að þróa hugmyndir, leiðbeiningar og jafnvel námsefni um hvernig best megi und- irbúa þriðja æviskeiðið og starfslok með góðum fyrirvara,“ sagði Hans. Þessar leiðbeiningar munu fyrir- tæki, samtök, skólar, stéttarfélög eða opinberar stofnanir geta notað til að undirbúa fólk þegar dregur nær starfslokum. Fram kom á hug- arflugsfundi BALL-teymisins með sérfræðingum og fulltrúum nokk- urra stórra fyrirtækja að undirbúa ætti starfslok fólks með því að bjóða upp á hagnýta fræðslu og námskeið. Líklega er árangursríkast að bjóða upp á slíka fræðslu í fleiri en einum áfanga og byrja alllöngu áður en við- komandi lætur af störfum. Auk þess þurfa að vera í boði vinnustofur, námskeið og þjálfun til að ýta undir og aðstoða fólk á ofanverðum miðjum aldri við að greina stöðu sína, skoða ferilinn að baki, langanir, möguleika, styrkleika og hamlanir. Síðan þyrfti það að eiga kost á stuðningi til forgangsröðunar og stefnumótunar vegna áranna sem framundan eru. Verið er að gera víðtæka við- horfskönnun á Íslandi, Spáni og í Póllandi og er það 2. áfangi BALL- verkefnisins. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vinnur að könnun á meðal fólks í úrtaki 50 ára og eldri um það sem lýtur að starfs- lokum og undirbúningi þeirra. Þriðji áfanginn mun snúast um að þróa ráðgefandi leið- beiningar sem geta t.d. nýst atvinnuveitendum og endurmenntunarstofn- unum um undirbúning starfsloka og þriðja ævi- skeiðsins. Að auka virkni á þriðja æviskeiðinu Morgunblaðið/Árni Sæberg U3A Samtökin halda m.a. fræðslufundi um fjölbreytt málefni og fara í kynningarheimsóknir í fyrirtæki og stofnanir. Myndin er úr safni. U3A eru samtök fólks á þriðja æviskeiðinu, árunum eftir fimmtugt, sem vill afla sér og miðla þekkingu. Fyrsta ævi- skeiðið er bernskan og ung- lingsárin. Annað æviskeiðið starfsárin og barnauppeldið og það þriðja tekur við þegar fólk fer að huga að starfslokum. U3A Reykjavík samtökin (www.u3a.is) voru stofnuð 2012 og eru hluti af alþjóðlegri hreyf- ingu U3A sem er að finna í 30- 40 löndum. U3A var upphaflega stofnað í Frakklandi 1972. U3A Reykjavík stendur meðal annars fyrir fyrir- lestrum og fræðsluheim- sóknum fyrir félags- menn sína. Hægt er að fræðast nánar um fræðsludagskrána og félagsstarfið á heimasíðu U3A Reykjavík. U3A sam- tökin ÁRIN EFTIR FIMMTUGT Hans Kr. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.