Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015
Ég er hjartanlega sammála því, sem
Guðjón Smári Agnarsson skrifaði í
blaðið um daginn. Það er varla orðið
hlustandi á Ríkisútvarpið, og skiptir
litlu máli, hvort það er útvarpið
sjálft eða sjónvarpið, a.m.k. hvað
fréttir og fréttatengt efni snertir eða
viðræðuþætti. Morgunþátturinn
hefur lítið skánað, og þetta inn-
gangsstef, sem hljómar eins og
draugalegur þokulúður úr skipi, er
nú ekki alveg það, sem maður þarf
fyrst á morgnana. Þátturinn er
hundleiðinlegur yfirleitt, svo að
maður nennir ekki að hlusta nema
rétt á upphafið. Margir tónlistaþætt-
irnir eru ágætir, og þættir Unu Mar-
grétar sérstaklega. Í sjónvarpinu er
Kastljósið svo ömurlegt, að á það er
varla hlustandi og alls ekki, þegar
Sigmar og Helgi fara að tala við fólk,
ef viðtöl skyldi kalla. Kvikmyndirnar
um helgar og hátíðir eru hundleiðin-
legar, svo að maður lokar fyrir eða
leitar á erlendu stöðvunum, sér-
staklega DR1. Hvernig stendur eig-
inlega á því, að það er verið að
þvinga svona útvarpi upp á okkur?
Við viljum þetta ekki.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Ríkisútvarpið leiðinlegt
RÚV Lesanda finnst tónlistarþættir Unu Margrétar á RÚV vera ágætir.
Húsnæðiskostnaður
hefur alla tíð verið stórt
vandamál verkafólks og
lítið verið gert til að
bæta þar úr síðan hið
stórgallaða kerfi ríkis
og lífeyrissjóða gaf upp
öndina. Þó að það væri
meingallað eignaðist
fjöldi fólks sína fyrstu
íbúð í gegnum kerfið og
tryggði sér öruggan
samastað. Þessa leið
þarf að endurvekja í bættri mynd.
Það er mun hagkvæmara fyrir ríki
og sveitarfélög að aðstoða fólk við að
kaupa íbúð en eyða háum fjár-
hæðum í endalausar niðurgreiðslur
á húsaleigu og vera þar með að
styrkja þá sem byggja til að okra á
leigjendum. Húsaleigumarkaður
þarf þó að vera til fyrir þá sem engin
leið er að aðstoða inn á eignamark-
aðinn.
Hækkun á eigna- og leiguverði
húsnæðis upp á 60-70% án þess að
greiðslugeta aukist á móti, byggist
aðeins á græðgi. Húsnæði, fæði og
föt eru frumþarfir mannsins og ber
samfélagið ábyrgð á og er skylt að
aðstoða þá sem af ein-
hverjum ástæðum geta
ekki séð sér farborða
sjálfir. Þess vegna er
það mjög undarlegt að
erlendir ferðamenn,
sem enga ábyrgð bera
á þjóðfélagsafkomunni
séu látnir valda hækk-
un á þessum frum-
þáttum og búa til
þensluvanda á hús-
næðismarkaði. Það á
engin tenging að vera
á milli leiguhúsnæðis
fyrir ferðamenn og
íbúðarhúsnæðis landsmanna. Það að
atvinnurekendur standi fyrir slíku,
samræmist ekki kröfu þeirra um að
verkafólk stilli launakröfum í hóf til
að koma í veg fyrir þenslu. Atvinnu-
rekendur virðast heldur ekki taka
eftir því að þeir eru sífellt að auka á
þensluna með verðmyndun í sam-
ræmi við framboð og eftirspurn á
móti samningsbundnum launum til
þriggja, fjögurra ára.
Nokkur hundruð árum fyrir Krist
fjölgaði mjög ánauðugum vinnusöm-
um bændum í Kína, sem með fram-
leiðslu sinni báru uppi yfirstétt her-
foringja og stjórnmálamanna og
skópu efnahagsleg skilyrði til auð-
ugrar menningar. Svo segir í Sögu
mannkyns um tímabilið frá 1200-200
fyrir Krist. Verkafólk á Íslandi er
nákvæmlega á sama stað í dag eftir
menningaruppbyggingu í þúsundir
ára. Skapa verðmæti til auðgunar
yfirstétta, en lifa sjálfir í nauð.
Það alvarlegasta í okkar samfélagi
í dag er tilraun heilbrigðisgeirans til
að ná alræðisvaldi yfir Alþingi með
því að þvinga fram kjarabætur með
aukinni ánauð á sjúklinga. Þessa að-
ferð hafa lögfræðingar lögfest með
því að lýsa verkföll á sjúkrahúsum
lögleg, en verkfall verkafólks ólög-
legt. Er ekki menntunin þarna farin
að snúa hausnum niður og löppunum
upp og nota tíu tær í stað fingra?
Húsnæðisokrið
Eftir Guðvarð
Jónsson
Guðvarður
Jónsson
» Það er mun hag-
kvæmara fyrir ríki
og sveitarfélög að að-
stoða fólk við að kaupa
íbúð en eyða háum fjár-
hæðum í endalausar
niðurgreiðslur á húsa-
leigu.
Höfundur er eldri borgari.
Á fallegum og notalegum stað
á 5. hæð Perlunnar
Næg bílastæði
ERFIDRYKKJUR
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is
Pantanir
í síma
562 0200
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Hátt skor og fjölmenni
í Gullsmáranum
Glæsileg þátttaka var í Gull-
smára mánudaginn 13. apríl. Spilað
var á 15 borðum. Úrslit í N/S:
Viðar Valdimarss. – Óskar Ólason 349
Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsd.296
Vigdís Sigurjónsd. – Þorleifur Þórarinss.
290
Gunnar Sigurbjss. – Sigurður Gunnlss. 286
A/V:
Kristinn Pedersen – Rúnar Sigurðsson 370
Haukur Guðmss. – Stefán Ólafsson 311
Ragnar Ásmundss. – Pétur Jósefsson 300
Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 287
Skor þeirra Kristins og Rúnars
er yfir 70%. Risaskor.
Félag eldri borgara
í Reykjavík
Mánudaginn 13. apríl var spil-
aður tvímenningur á 13 borðum hjá
bridsdeild Félags eldri borgara í
Reykjavík.
Efstu pör í N/S:
Magnús Oddsson – Oliver Kristófersson
366
Halla Bergþórsd. – Arnar G. Hinrikss.
334
Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 328
Guðjón Eyjólfss. – Sigurður Tómass. 327
A/V:
Albert Þorsteinss – Bragi Björnsson 377
Björn Péturss. – Valdimar Ásmundss. 373
Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannss. 364
Ormarr Snæbjss. – Sturla Snæbjörnss.
354
Spilað er í Síðumúla 37.
Nú þegar laun-
þegasamtökin leggja
fram kröfur sínar um
kjarabætur finnst
mér athyglisvert að
þær snúast aðeins
um kaupkröfur.
Kjarabætur eru
fleira en krónuhækk-
un á launum, t.d.
væru hækkun per-
sónuafsláttar og frí-
tekjumark góðar
kjarabætur, ekki síst fyrir lág-
launafólkið.
Nú er persónuafsláttur fyrir
alla skattgreiðendur 50.902 kr. og
frítekjumark 85.564 kr., eða sam-
tals 136.466 kr. fyrir ellilífeyr-
isþega en 142.152 fyrir launþega
sem borga í lífeyrissjóð. Ef frí-
tekjumark hækkaði um 20 þúsund
þá er það hrein kjarabót upp á
10% fyrir láglaunafólk með um
200 þúsund kr. á mánuði, því
hækkun frítekjumarks er skatta-
lækkun sem samsvarar hækkun
þess.
Ég geri mér fulla grein fyrir því
að þetta er alfarið krafa á ríkið,
en hví skyldi ekki farið með kröfu
á ríkisstjórn og þá sérstaklega
fjármálaráðherra sem alltaf er að
tala um að létta skattbyrði á fólk?
Núverandi ríkisstjórn hefur
hækkað skatta á matvörur um 4%,
sem bitnar þyngst á láglaunafólki,
en á sama tíma lækkað skatta á
hátekjufólk.
Því er raunhæft að launþega-
samtökin geri kröfu á stjórnvöld
um að þau taki þátt í því að leysa
þann vanda sem við blasir ef verk-
föll verða.
Það vekur mér furðu að ekki
skuli hafa komið fram krafa frá
launþegasamtökunum á hendur
stjórnvöldum, því óhjákvæmilega
verður ríkið að einhverju marki að
koma að þessu máli.
Með hækkun frítekjumarks
gætu launþegasamtökin í landinu
náð miklum árangri í baráttu fyrir
bættum kjörum.
Í fyrsta lagi yrði minni verð-
bólga vegna þessa (ekki valda rík-
isútgjöld verðbólgu). Í öðru lagi
yrði auðveldara að ná samningum
við AS (kröfur launþegasamtak-
anna ekki eins mikl-
ar). Og í þriðja lagi
hamlar þetta auknum
ójöfnuði í samfélaginu.
Sjálfsagt myndi rík-
isstjórn Sjálfstæðis-
flokksins og fram-
sóknarkalla kalla slíka
kröfu á stjórnvöld
stórpólitíska atlögu og
byrja að hamra á því
að verkalýðshreyf-
ingin eigi ekki að
skipta sér af pólitík,
en pólitík er ekkert
annað en hrein hagsmunabarátta
og það stendur engum nær en
samtökum launþega að taka þátt í
pólitík til hagsbóta fyrir meðlimi
sína.
Ég er nokkuð viss um að SA og
Þorsteinn Víglundsson hefðu ekk-
ert við það að athuga þó að rík-
isstjórnin tæki á sig bróðurpartinn
af þeim sjálfsögðu kröfum sem
launþegasamtökin leggja fram.
Ef þessi kaupmáttarauki (kjara-
bót) næðist frá ríkinu, þá yrði
örugglega léttara fyrir ASÍ að ná
10-15% kauphækkun í samningum
við SA. Og ég er viss um að VSÍ
hefði ekkert við það að athuga þó
að ríkisstjórnin tæki á sig bróð-
urpartinn af þeim sjálfsögðu kröf-
um sem launþegasamtökin leggja
fram.
Ef svo færi að ríkið væri tilbúið
að hækka frítekjumerk til skatts
til að liðka fyrir samningum þyrfti
það ekki að kosta ríkið stórar upp-
hæðir.
Ég veit að hætta er á aukinni
verðbólgu ef óraunhæfar kaup-
kröfur ná fram að ganga en þess-
ar hugmyndir, að ríkið tæki sinn
þátt í að bæta kjör láglaunafólks,
ættu ekki að orsaka óðaverðbólgu.
Kjarabætur
Eftir Hafstein
Sigurbjörnsson
Hafsteinn
Sigurbjörnsson
»Núverandi ríkis-
stjórn hefur hækkað
skatta á matvörur um
4%, sem bitnar þyngst á
láglaunafólki, en á sama
tíma lækkað skatta á
hátekjufólk.
Höfundur er eldri borgari.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/