Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 ✝ Björn Péturs-son fæddist á Siglufirði 20. júlí 1937. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. apríl 2015. Björn var sonur hjónanna Péturs Björnssonar, kaup- manns á Siglufirði, f. 25. október 1897 í Brekkukoti fremra, Akrahr., Skagafirði, d. 11. maí 1978, og Þóru Jóns- dóttur, f. 20 október 1902 á Ys- tabæ í Hrísey, d. 20. desember 1987. Systur Björns eru Hall- fríður Elín, f. 26. mars 1929, Stefanía María, f. 16. ágúst 1931, og Kristín Hólmfríður, f. 23. janúar 1934. Björn kvæntist 23. apríl 1959 Bergljótu Ólafsdóttur frá Stykk- ishólmi, f. 2. desember 1938 í Reykjavík, kennara. Foreldrar hennar voru Ólafur P. Jónsson læknir, f. 5. október 1899 á Ósi í Auðkúluhr., V-Ís., d. 1. desem- ber 1965, og Ásta Guðmunds- dóttir, f. 24. ágúst 1908 í Reykja- vík, d. 8. mars 1995. Börn Björns og Bergljótar eru 1) Ásta, f. 7. febrúar 1960, bókavörður á Akranesi. 2) Pétur, f. 13. nóv- ann á Akranesi og síðar Gagn- fræðaskólann allt til ársins 1967. Varð þá skrifstofumaður við Síldar- og fiskimjölsverk- smiðju Akraness og síðar fram- kvæmdastjóri við sama fyrir- tæki til ársins 1987. Þau hjónin fluttu til Hafnarfjarðar 1987. Þar starfaði hann fyrst við end- urskoðun en síðar á skrifstofu FÍB til starfsloka. Björn var mjög virkur í fé- lagsmálum. Fyrstu árin á Akra- nesi tók hann þátt í starfi leik- félagsins og söng með kirkju- kórnum. Hann var félagi í Stúdentafélaginu, formaður björgunarsveitarinnar Hjálpin til margra ára og í stjórn Slysa- varnafélags Íslands. Þá var hann einnig í stjórn Félags far- stöðvaeigenda um tíma. Hann tók þátt í starfi Sjálfstæðis- flokksins á Akranesi, var vara- bæjarfulltrúi 1974-1978, í rit- stjórn Framtaks og í stjórn Sjálfstæðisfélags Akraness. Var í fræðsluráði Akraness og Vest- urlands. Hann var lengi í stjórn Félags íslenskra bifreiðaeig- enda og formaður félagsins um tíma. Hann var mikill áhugamaður um frímerkjasöfnun og ættfræði og eftir hann liggur mikið rit, Krossaætt, gefið út 1998. Útför Björns fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 16. apríl 2015, kl. 13. ember 1964, varð- stjóri á Sauðár- króki, kvæntur Gróu Guðmundu Haraldsdóttur, f. 25. ágúst 1961, heima- vistarstjóra F.N.V. Börn þeirra: a) Georg Rúnar, f. 2. febrúar 1982, sam- býliskona hans er Kamma Dögg Gísla- dóttir, f. 26. mars 1986. Barn þeirra: aa) Hrafn- tinna, f. 31. desember 2013. b) Helgi, f. 30. ágúst 1986. c) Sif, f. 30. ágúst 1986, d. 25. ágúst 2004. d) Margrét Alda, f. 5. mars 1990, sambýlismaður hennar er Andri Þór Árnason, f. 8. maí 1980. Barn hans er Bríet Eva, f. 14. mars 2011. e) Bergljót Ásta, f. 27. september 2001. 3) Þóra, f. 30. nóvember 1969, söngkona, gift Örvari Má Kristinssyni, f. 21. júní 1972, söngvara og leiðsögu- manni. Barn þeirra er Björn Ari, f. 9. september 1997. Björn lauk stúdentsprófi frá MA 1957 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1959. Björn starfaði sem ungur maður á síldarplönum á Siglufirði. Hann var kennari á Akranesi frá árinu 1959 fyrst við Barnaskól- Vertu í tungunni trúr, tryggur og hreinn í lund. … Þessa vísu Steingríms Thor- steinssonar valdi amma Þóra til að skrifa í minningabók sem hún gaf pabba þegar hann var 10 ára gamall. Vísan lýsir vel vega- nestinu sem hann fékk úr for- eldrahúsum. Hann var trúr því sem hann tók sér fyrir hendur. Vann allt eins vel og hann gat og stundum örlítið betur. Hvort sem það var vinna á síldarplani á Siglufirði, kennsla barna og ung- linga í Gagnfræðaskólanum, skrifstofustörf á skrifstofu Síldar- verksmiðjunnar og Heimaskaga eða á skrifstofu FÍB. Hann var virkur í félagslífinu, var í mörgum félögum og sinnti öllu af áhuga og elju. Stundum sáum við krakkarnir ekki mikið af honum því þá var hann upptekinn við allt hitt sem tók við eftir vinnu; Slysavarnafélagið, pólitík- ina, nefndir, stjórnir og ráð. Hann tók þátt í uppsetningu á Nýárs- nótt á Akranesi árið 1960 og söng um tíma með kirkjukórnum. Minningar koma upp í hugann; sundferðir í Bjarnalaug og skautaferð á Berjadalsánni. Bíl- túrar snemma morguns til að vera fyrst til að aka um bæinn í nýföllnum snjó. Söngstundir við orgelið, pabbi spilaði og söng. Hann hafði fallega söngrödd og leiddi okkur systkinin í söngnum. Minnisstætt er þegar hann notaði gamla spólusegulbandið hans afa til að taka upp jólalögin með okk- ur krökkunum og senda til skyld- fólks í Kanada. Pabbi var mikill áhugamaður um akstur, en ók sjaldnast á flott- um bílum. Bílnúmerið E 577 var á gömlum Fíat, nokkrum Mosk- owitz-um og enn fleiri Trabönt- um. Ferðalögin frá Akranesi til höfuðborgarinnar gátu stundum verið söguleg. Hann hafði gaman af því að reyna bílana og sjá hvað þeir kæmust langt. T.d. fór hann einu sinni langleiðina upp á Skarðsheiðina á Trabant. Fjölskyldan ferðaðist mikið um landið. Hann var snillingur í að raða öllum farangrinum inn í bílana svo að vel færi. Stundum þurfti að tína allt út og byrja upp á nýtt til að allt kæmist á sinn stað. Kennarinn var aldrei fjarri og alltaf þurfti að hlýða okkur krökkunum yfir öll örnefnin; nöfn á fjöllum, eyjum og ám. Leiðin Akranes-Siglufjörður var okkur vel kunn strax á unga aldri. Pabbi hafði áhuga á vegamál- um og vegagerð. Hafði hugmynd- ir um hvernig brúa mætti hér og setja göng þar. Síðustu árin voru ferðir um landið oft skipulagðar til þess að prófa nýja spotta í vegakerfinu. Ættfræðin átti hug hans allan. Hann var ófeiminn að spyrja fólk hverra manna það væri og var fljótur að finna út skyldleikann. Eftir stutta stund var viðkomandi orðinn „frændi“ eða „frænka“. Hann nýtti sér þennan áhuga og skrifaði mikið rit, Krossaætt í tveimur bindum. Fyrir nokkrum árum gaf hann svo allan gagna- grunn sinn, sem var ógnarstór, til Amtbókasafnsins á Akureyri. Pabbi var afskaplega bóngóður og átti erfitt með að segja nei ef til hans var leitað. Hann hafði fengið fleira í veganesti úr foreldrahús- um en vísuna góðu frá ömmu Þóru. Rætur hans voru á Norður- landi, sérstaklega á Siglufirði og hann hélt alltaf mikla tryggð við heimabyggðina. Að lokum viljum við þakka starfsfólki heimahjúkrunar Heilsugæslu Hafnarfjarðar, Hrafnistu í Hafnarfirði og á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut fyrir afskaplega fag- lega, hlýja og ljúfa þjónustu við pabba. Ásta, Pétur og Þóra. Strax er ég kom inn í líf Björns tengdapabba var mér tekið með opnum örmum, með hlýju og traustu faðmlagi og þannig var það allt til loka. Það var mjög auð- velt að þykja vænt um tengda- pabba, hann var hinn mesti ljúf- lingur og rólegheitamaður. Ættfræðin var hans líf og yndi og oft á tíðum er hann var í heim- sókn hjá okkur Pétri og vinkonur mínar kíktu í kaffibolla var hann sestur hjá þeim og spurði þær hverra manna þær væru og fyrr en varði var hann kominn með ættartölu þeirra á prenti. Björn var mikill fjölskyldu- maður og elskaði að hafa börnin sín, tengdabörn og barnabörn í kringum sig og nú seinasta árið langafabörnin … og oftar en ekki er við vorum öll samankomin og sest við matarborðið, gerðist hann pínu væminn af gleði að hafa okkur öll hjá sér. Björn á þrjár systur og hefur mér alltaf þótt fallegt að sjá hversu gott og traust samband þau hafa átt, systkinakærleikur í hámarki. Tengdaforeldrar mínir, þau Björn og Bergljót, eru kær- leiksríkustu hjón sem ég hef séð. Ást þeirra og virðing svo mikil og falleg að annað er ekki hægt en reyna að taka þau sér til fyrir- myndar. Ég mun sakna Björns mikið, ég mun sakna þess að geta ekki lagt hönd mína í lófa hans þar sem hann situr í stólnum sínum í holinu, já ég mun sakna þess að eiga ekki lengur tengdaföður hér hjá okkur sem auðvelt var að elska. Kvöldið sem hann dó náði ég að halda í höndina á honum og bjóða honum góða nótt og svaraði hann mér með sömu orðum til baka. Ég trúi því að elsku tengda- pabbi minn sé nú kominn í hóp þeirra sem gæta hennar Sifjar minnar. Takk, elsku Björn minn, fyrir það sem þú hefur gefið mér og börnunum mínum sem veganesti út í lífið. Við Pétur minn og börnin okkar munum sakna þín mikið, kæri vinur. Við munum öll gæta hennar Beggu þinnar, já við mun- um passa hana vel. Elsku Björn, minning þín lifir. Þín tengdadóttir, Gróa G. Haraldsdóttir (Gógó). Okkar kæri mágur og svili Björn Pétursson er látinn eftir langa og oft stranga baráttu við illvíga hjartveiki. Liðinn vetur var Birni sérstaklega erfiður. Okkur systkinum er í fersku minni þegar Begga systir kom heim í Stykkishólm frá Akureyri og kynnti Björn fyrir fjölskyld- unni, en þau kynntust í MA, þar sem þau stunduðu nám. Eftir MA fór Björn í KÍ og leigðu þeir þá saman herbergi á Ránargötunni Björn P. og Björn Ó., tilvonandi mágar. Margs er að minnast frá langri samferð. Öll jólaboðin sem við systkin Beggu skiptumst á að halda fyrir allan hópinn. Útilegur og veiðiferðir fórum við. Eftir- minnileg er ferð okkar systkina flestra með börn og buru hring- inn um landið 1974. Vígðum brýrnar! Ógleymanleg helgarferð okkar systkina og maka í Stykk- ishólm þegar við minntumst 100 ára afmælis pabba okkar, Ólafs P. Jónssonar, og færðum gömlu fermingarkirkju okkar gjöf í minningu hans. Björn var mikill ættfræðingur og hélt vel og nákvæmlega utan um ættbók fjölskyldunnar, færði nýja fjölskyldumeðlimi reglulega til bókar, sem er ærinn starfi. Er- um við ekki þau einu sem nutu góðs af fræðimennsku hans. Björn og Begga hafa verið dugleg við að halda utan um stór- fjölskyldur sínar. Ófá boðin höf- um við setið á fallegu og hlýju heimili þeirra í gegnum árin og glatt á hjalla á góðum stundum. Ávallt ríkir mikill gestrisni á heimili þeirra. Björn var hlýr og mikill fjölskyldumaður og hafði mikinn áhuga á fólki. Mikill er missir Beggu systur og barna þeirra, Ástu, Péturs, Þóru og fjölskyldna þeirra. Þau hafa staðið sem einn maður við hlið Björns í veikindum hans. Við kveðjum með þakklæti. Er nú skarð fyrir skildi. Blessuð veri minning Björns Péturssonar. Fyrir hönd systkina Bergljótar og maka, Björn Ólafsson. Björn Pétursson mágur minn Björn Pétursson Elsku pabbi minn, seinustu dag- ar hafa verið mjög furðulegir. Alltaf hafði ég ímyndað mér að ég fengi tíma til þess að kveðja þig og segja við þig hluti sem ég vildi að ég gæti sagt núna. Það koma upp allskonar tilfinning- ar og minningar í huga mér, bæði góðar, fallegar og sárar. Ég man eftir skemmtilegum úti- legum og veiðiferðum þar sem þú naust þín í botn með veiðistöngina í hendi og lagðir svo mikinn metnað í að elda fyrir okkur dýrindis mál- tíð úr fengnum. Þú naust þess að elda fyrir vini og ættingja og tókst þinn tíma í það en þegar maturinn var lagður á borð þá fékkstu þér bara örlítið sjálfur, sagðir okkur frekar ýmsar sögur yfir matnum og naust þess að horfa á okkur njóta þinnar eldamennsku. Einnig fórstu oft með okkur í bíó og þá urðu vel valdar kvikmyndir fyrir valinu og við fengum að velja okkur það sem við vildum í bíósjoppunni. Svo var það þegar ég var 9 ára og þú kenndir mér á skíði. Við fórum nokkrum sinnum upp í Bláfjöll með nesti og kakó í brúsa. Eftir nokkr- ar kennslustundir var ég farin að geta verið ein í barnabrekkunni og þú fórst í stóru brekkurnar á með- an en einn daginn datt ég illa og fótbraut mig. Þú komst strax brun- andi á skíðunum og raukst af stað með mig til Reykjavíkur á allt of miklum hraða. Vikurnar eftir brot- ið voru góðar því ég hafði pabba Þorbjörn Ágúst Erlingsson ✝ ÞorbjörnÁgúst Erlings- son fæddist 17. september 1955. Hann lést 28. mars 2015. Útförin fór fram 10. apríl 2015. minn til þess að hugsa um mig, bera mig, baða mig, elda fyrir mig og veita mér félagsskap og þú naust þess að hugsa um litlu stelp- una þína. Það var erfitt að sjá hvernig líf þitt fór seinustu árin, það var erfitt að sætta sig við það en ég lærði að gera það eins og hægt var og elskaði þig eins og þú varst. Það var erfitt að sjá þig veikan og ég fann til með þér þó ég hafi ekki sýnt það mikið. Það var ekki sama gleði í augunum og áður en þó kom hún stundum fram. Ég veit að þú varst svo stoltur af okkur börnunum þínum og þú varst stoltur þegar ég fór í söngnám og þar tengdumst við tónlistarbönd- um. Þú sagðir með stolti að ég hefði þitt tóneyra og þú varst ánægður með það að ég erfði ein- hverja af þínum hæfileikum. Þú reyndir alltaf að mæta og horfa á mig þegar ég kom fram en alltaf hafðir þú eitthvað að segja um hljóðið, því þú vildir að rödd dótt- ur þinnar fengi að blómstra og þér fannst auðvitað enginn geta séð um hljóðið eins vel og þú. Elsku pabbi minn, það er sárt að kveðja þig en á sama tíma þá er hugsunin um það að þú sért frjáls og farinn inn í ljósið falleg og ró- andi. Ég vona að ég hitti þig ein- hvern tímann í ljósinu og við get- um fengið að syngja og spila saman og ég fái að upplifa gamla Tobba sem naut þess að spila á hvaða hljóðfæri sem er, hlæja og njóta lífsins. Þín dóttir, Margrét Rán Þorbjörnsdóttir. Þegar ég hugsa til móður minnar eru orðin ást, fórn- fýsi og umhyggja efst í huga. Hún um- vafði okkur bræðurna móður- kærleik og lét okkur ekkert skorta. Bar hag okkar ætíð fyrir brjósti þótt kjörin væru stundum kröpp. Hún var síkvik og létt á fæti og lét ekki verk úr hendi fyrr en því var lokið. Heimilið bar ætíð vott um snyrtimennsku og alúð. Hún hafði mikla listræna hæfileika, teiknaði, málaði, prjón- aði og saumaði. Var fljót að tileinka sér breytta tískustrauma og saumaði á okkur bræðurna heilu jakkaföt- in ef þörf var á. Hún hafði mikið yndi af blómum og prýddu þau heimilið ætíð. Mamma var tón- listarunnandi og hafði gaman af söng og dansi. Liðlega tvítug eignaðist hún gítar og spilaði sér til ánægju. En annríki á stóru heimili jókst sífellt og frístundum fækkaði. Pabbi spilaði á harmón- iku og orgel og kenndi mér fyrstu skrefin en þegar bítlaæðið skall á átti gítarinn hug minn allan. Guðlaug Gísladóttir ✝ Guðlaug Gísla-dóttir fæddist 12. júní 1920. Hún lést 16. mars 2015. Guðlaug var jarð- sungin 24. mars 2015. Mamma var snill- ingur í bakstri og matargerð og fannst gaman að fá gesti í heimsókn. Hún var ákaflega ættrækin og rækt- aði frændgarðinn vel. Sem barn var ég frekar heilsuveill og varð það hlutskipti mitt um tíma að hjálpa mömmu inn- anhúss meðan bræður mínir sinntu útiverkum með pabba. Það voru lærdómsríkar stundir sem nýttust vel síðar á lífsleið- inni. Mamma hafði ákaflega gaman af ferðalögum, innanlands og ut- an. Dugnaður hennar og atorka vakti oft athygli. Eitt sinn er hún var á ferð í Austurríki, orðin 86 ára gömul, hikaði hún ekki við að ganga 99 tröppur til að komast upp í þekktan kastala á fjalli. Margir yngri menn og konur í þessum ferðahópi treystu sér ekki í þá raun. Elsku mamma, innilegar þakkir fyrir allt. Þín er sárt sakn- að en minning þín lifir. Þú varst dyggðum prýdd, ástrík móðir með ríka fórnarlund og gafst mér veganesti út í lífið sem byggðist á þínum gildum: trú, von og kær- leik. Guð blessi þig. Þinn elskandi sonur, Marinó Björnsson. Þá hefur mamma mín fengið hvíldina eftir langferð um lífs- ins haf. Mikil ævi er að baki og við sem þekktum hana og áttum hana að, höfum margs að minn- ast. Ég kveð hana með innilegu þakklæti fyrir allt sem hún var mér, því það opnast alltaf betur og betur fyrir mér hvað hún var Guðrún Jónasdóttir ✝ Guðrún Jón-asdóttir (Dúnna) fæddist 25. desember 1921, hún lést 18. mars 2015 á hjúkrunar- heimilinu Skógar- bæ í Reykjavík. Útför Guðrúnar fór fram frá Grens- áskirkju 30. mars 2015. Meira: mbl.is/ minningar mér mikils virði. Þó að reynt sé að endurgjalda vel- gjörðir, verður það seint gert þar sem elskufullt móður- hjarta á í hlut. Hún mamma var alltaf að þjóna, hjálpa og gefa. Hún þreyttist aldrei á slíku. Það bjó í hennar innsta eðli að gera öðrum gott. Hún var dóttir Guðrúnar í Múla. Ég trúi því að mamma mín sé komin heim, að hún sé komin í friðarhöfn Frelsarans. Þar veit ég að henni líður vel eftir lang- an starfsdag hér á jörð. Ég þakka Guði fyrir að hann gaf mér svo góða og elskuríka móð- ur. Guðrún Hrólfsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR KRISTÓFERSSON, sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 4. apríl, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 17. apríl kl. 15. . Margrét Hauksdóttir, Bragi Kr. Guðmundsson, Guðrún H. Hauksdóttir, Jóhannes Bj. Jóhannesson, Haukur K. Bragason, Margrét Geirsdóttir, Rósa H. Bragadóttir, Ásgeir S. Ásgeirsson, Dóra Ósk Bragadóttir, Fjóla Kristín Bragadóttir, Katrín I. Kristófersdóttir, Leó Kristófersson, Jóhannes H. Jóhannesson og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.