Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 35
og ég held að ég hafi varla þegið vasapeninga frá 11ára aldri.“ Eiríkur var í grunnskóla Grinda- víkur og síðasta veturinn á Laugum í Reykjadal, fór í Stýrimannaskóla Ís- lands og lauk farmannsprófi 1986, lærði flug, fékk einkaflugmanns- skírteini 1986 og lærði köfun. Eiríkur varð stýrimaður á Gauki GK 660 sumarið eftir fyrsta og annan bekk, leysti af sem skipstjóri og var þar til 1988. Þá stofnaði hann saltfiskverkunina Saltvík ehf. með vini sínum. Þeir handflöttu og unnum úr 120 tonnum þann vetur, keyptu sér hraðfiskibát næsta sumar en hættu starfseminni um haustið. Eiríkur varð annar stýrimaður á Grindvíkingi GK 606 1988-90, stýri- maður á Gauknum til ársloka 1991 og skipstóri á Ólafi GK 33 frá ársbyrjun 1992-2000 en þeir urðu svo lánsamir að bjarga fimm mönnum úr sjávar- háska í mars 1992 er Ársæll Sigurðs- son sökk í innsiglingunni til Grinda- víkur. Eiríkur kom í land sumarið 2000 og hefur síðan verið útgerðarstjóri frystiskipa hjá Þorbirni Fiskanesi hf. og síðar Þorbirni hf. Eiríkur var gjaldkeri Lions og verður formaður á næsta starfsári. Hann var, ásamt áhöfn, sæmdur orðu Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur fyrir björgun sjómanna úr sjávarháska. Áhugamál Eiríks eru af ýmsum toga: „Við hjónin ferðumst talsvert, bæði innan lands og utan, Ég hjóla mikið og geng oft á Þorbjarnarfell hér í nágrenninu. Pabbi hefur lengi átt hesta og við bræður tókum við þeim eftir að hann lenti í slysi. Ég á líka tvær rollur eftir róttækan nið- urskurð sl. haust en þá átti ég 10 hausa á fjalli. Auk þess er ég einka- flugmaður og hef einnig stundað módelflug með misgóðum árangri. Við bræðurnir eigum svo hrað- fiskibátinn Grindjána GK 169 en þar eigum við okkar bestu stundir.“ Fjölskylda Eiginkona Eiríks er Sólveig Ólafs- dóttir, f. 20.10. 1964, verslunarmaður og liðveitandi. Foreldrar: hennar: Ólafur Gamalíelsson, f. 14.12. 1935, d. 21.9. 2005, bóndi og fiskverkandi, og Guðbjörg Thorstensen, f. 3.4. 1932, húsfreyja í Grindavík.. Dætur Eiríks og Sólveigar eru Telma Rut Eiríksdóttir, 6.4. 1987, þroskaþjálfi í Fjölbrautaskóla Suður- nesja, en maður hennar er Sævar Magnús Einarsson flugvirki og eru tvíburasynir þeirra Einar Þór og Ei- ríkur Óli Sævarssynir, f. 2012; Rakel Eva Eiríksdóttir, f. 6.5. 1992, nemi í viðskiptafræði við HÍ og þjónustu- fulltrúi hjá Landsbankanum í Grindavík, en maður hennar er Óli Baldur Bjarnason. styrktarþjálfari; Elsa Katrín Eiríksdóttir, f. 9.5. 1998, nemi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, og Karín Óla Eiríksdóttir, f. 20.11. 2000, nemi. Systkini Eiríks eru Einar Dag- bjartsson, f. 11.5. 1960, flugstjóri í Grindavík; Elín Þóra Dagbjarts- dóttir., f. 27.9. 1961, starfar á Nort- hern Light Inn Hotel; Jón Gauti Dagbjartsson, f. 9.3. 1971, útibús- stjóri Olís í Grindavík, og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, f. 8.12. 1975, sjó- maður í Grindavík Uppeldisbróðir Eiríks er Ásgeir Guðmundsson, f. 27.12. 1964, fyrrv. flugstjóri og nú ferðamálamógúll í Namibíu. Foreldrar Eiríks eru Birna Óla- dóttir, f. 12.7. 1941, húsfreyja og Dagbjartur Garðar Einarsson, f. 26.6. 1936, fyrrv. forstjóri. Hjónin Eiríkur Óli og Sólveig eftir flugferð að Holuhrauni. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 Helgi fæddist á Akranesi 16.4.1933 og ólst þar upp. For-eldrar hans voru Daníel Þjóðbjörnsson, múrarameistari á Akranesi, og s.k.h., Sesselja Guðlaug Helgadóttir húsfreyja. Daníel var bróðir Hannesar, verkamanns á Akranesi, föður Guð- bjarts, fyrrv. heilbrigðisráðherra. Bróðir Sesselju Guðlaugar var Jak- ob Helgason í Grímsey, afi Svan- fríðar Jónasdóttur, fyrrv. alþing- ismanns og bæjarstjóra á Dalvík. Helgi var kvæntur Steindóru S. Steinsdóttur skrifstofumanni og eignuðust þau þrjá syni. Helgi lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akraness, sveins- prófi í prentun 1957 og prófi frá Lögregluskóla ríkisins 1967. Helgi var starfsmaður Akranes- kaupstaðar og ÍA 1956-58 og vann hjá Sementsverksmiðju ríkisins 1958-64. Hann varð lögreglumaður á Akranesi 1964, varðstjóri þar 1966, rannsóknarlögreglumaður hjá Saka- dómi Reykjavíkur 1972, varð rann- sóknarlögreglumaður hjá RLR 1977, lögreglufulltrúi þar sama ár og yfirlögregluþjónn RLR 1984. Helgi var með þekktustu knatt- spyrnumarkmönnum hér á landi, lék með liðum Skagamanna og Vals um árabil og tuttugu og fimm landsleiki 1953-65. Hann var formaður knatt- spyrnufélagsins Kára og heiðurs- félagi þess, sat í stjórn og ýmsum nefndum ÍA, í stjórn knattspyrnu- félagsins Vals, í stjórn KSÍ og vara- formaður þess, var einn af stofn- endum og fyrsti formaður Íþróttasambands lögreglumanna 1982, og einn stofnenda og formaður Skagamanna, stuðningsfélags knatt- spyrnufélagsins ÍA í Reykjavík. Helgi sat í stjórn Alþýðuflokks- félags Akraness og Reykjavíkur. Síðari árin hélt hann úti ljósmynda- og söguvef um Akranes. Hann var sæmdur gullmerkjum ÍSÍ, KSÍ og ÍSL og var heiðursfélagi í Íslands- deild Alþjóðasambands lögreglu- manna. Hann var mörgum kær, enda bóngóður, hjartahlýr, hressi- legur í framkomu, sögufróður og manna skemmtilegastur. Helgi lést 1.5. 2014. Merkir Íslendingar Helgi Daníelsson 95 ára Kristjana Pétursdóttir 90 ára Fanney Kristjánsdóttir Sigríður Kristjánsdóttir Steinunn Ástgeirsdóttir 85 ára Guðmundur Guðmundsson 80 ára Ana María Einarsson Friðrik Pálmar Pálmason Sveinn Bjarklind Þórarinn Þórarinsson Þórunn S. Magnúsdóttir 75 ára Ari Árnason Haukur Bachmann Róbert Albert Spanó Signý Ósk Ólafsdóttir 70 ára Benedikt Benediktsson Daníel R. Dagsson 60 ára Björn Halldórs Sverrisson Guðmundur Jón Jónasson Halla Þórhallsdóttir Hjörtur Ársælsson Inga Sigríður Ragnarsdóttir Jens Guðfinnur Jensson Jóna Guðný Jónsdóttir Ólöf Guðfinnsdóttir Páll Kristjánsson Sigurbjörg Snæbjörnsdóttir Sigurjóna Hauksdóttir Steinar Sigurðsson 50 ára Arna Aspelund Ásgeir Þórðarson Gerður Sigfúsdóttir Guðrún Heiður Óladóttir Hassan Ali Harazi Helga Björk Einarsdóttir Kristín Áslaug Magnúsdóttir Njáll Ingvason Rúnar Þór Steingrímsson Sigvarður Ari Huldarsson Sirimal W. Hettiarachchige Valgerður Ásta Sveinsdóttir Vesel Veselaj Virginia Galicia Isorena 40 ára Aðalgeir Jónasson Ágúst Þór Ágústsson Elva Eir Þórólfsdóttir Eyjólfur Róbert Eiríksson Guðjón Helgi Gylfason Helga Rósa Atladóttir Hjálmar Edwardsson Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir Jón Ragnar Gunnarsson Kári Sigurbjörnsson Linda Björk Sveinsdóttir Lísa Zachrison Valdimarsdóttir Njörður Njarðarson Petra Kristín Kristinsdóttir Svandís Jóna Sigurðardóttir 30 ára Andreas Egede Lassen Ágústa Margrét Jóhannsdóttir Barbara Sylwia Sychowska Bergur Ingi Bergsson Daði Rúnar Pétursson Emma Hildur Helgadóttir Gantuya Jargalsaikhan Jóhannes Ingi Sigurðsson Mindaugas Stankevicius Ólöf Auður Erlingsdóttir Ragnheiður Helga Pálmadóttir Samuel Lee Tillen Til hamingju með daginn 30 ára Tómas býr á Ísa- firði, lauk sjúkraþjálfara- prófi frá HÍ og er sjúkra- þjálfari hjá Sjúkraþjálfun Vestfjarða. Maki: Elín M. Eiríksdóttir, f. 1982, sjúkraþjálfari. Dætur: Sölvey, f. 2010, og Ylfa, f. 2012. Foreldrar: Guðmundur Högnason, f. 1958, verk- fræðingur og fram- kvæmdastjóri í Kanada, og Anette Hansen, f. 1963, hjúkrunarfr. Tómas Emil Guðmundsson 30 ára Guðlaugur ólst upp í Garðinum, býr þar og starfar í flugeldhúsinu í Leifsstöð. Maki: Hulda Björk Páls- dóttir, f. 1988, starfs- maður hjá IGS Hreinsun. Dætur: Svanhildur, f. 2007, Aðalheiður, f. 2008, og Málfríður, f. 2011. Foreldrar: Málfríður Jó- dís Guðlaugsdóttir, f. 1962, og Snorri Einars- son, f. 1954, d. 2010. Guðlaugur J. Snorrason 30 ára Nína Guðrún býr á Álftanesi, lauk prófum í snyrtifræði og kerfis- stjórnun og er að ljúka sjúkraliðanámi. Maki: David Park, f. 1981, rafvirki. Börn: Sóldís Hulda, f. 2009, og Almar Orri, f. 2010. Foreldrar: Katrín Hilm- arsdóttir, f. 1960, starfsm. við grunnskóla, og Baldur Pálsson, f. 1964, bifreiðasmiður. Nína Guðrún Stígðu vorhreingerningavals Hækkaðu í tónlistinni, farðu í parketskautana og æfðu skautadans um leið og húsið verður hreint. Hreingerningaskór með örtrefjum 600 kr. Fleiri litir. Se nd um íp ós tk rö fu · s. 52 88 20 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.