Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tectonics, tónlistarhátíð Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, fer fram í fjórða sinn í dag og á morgun í Hörpu. Hátíðin er haldin af SÍ í samvinnu við Hörpu og listrænn stjórnandi hennar er sem fyrr Ilan Volkov, fyrrverandi aðalhljómsveit- arstjóri SÍ. Dagskráin í ár, líkt og fyrri ár, er fjölbreytt og þétt og margir forvitnilegir tónleikar í boði. Hátíðin hefur ávallt beint sjónum að því hvað gerist þegar ólíkir lista- menn úr ýmsum geirum tónlistar mætast og brjóta upp formið og stuðlar því að kraftmikilli til- raunastefnu, eins og fram kom í við- tali við Örnu Kristínu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra SÍ, í Morgun- blaðinu í fyrra. Af flytjendum Tectonics í ár má nefna bandarísku tónlistarmennina Robyn Schulkowsky, Alvin Curran, Stephen O’Malley, áströlsku tónlist- armennina Jon Rose, Joel Stern og bresku tilraunadúóin Part Wild Horses Mane On Both Sides og Us- urper og SÍ mun frumflytja fimm ný verk eftir Áka Ásgeirsson, Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Hlyn Aðils Vilmarsson, Úlf Hansson og mynd- listarmanninn Magnús Pálsson. Þá verða flutt hljómsveitarverk eftir tónskáldin Catherine Lamb, Klaus Lang, Jon Rose/Elena Kats Chern- in og Iancu Dumitrescu, svo nokkur séu nefnd. Mikil hreyfing á flekaskilum „Það er þessi spurning sem hann Ilan lagði upp með: Hvernig er hægt að þróa sinfóníuna á 21. öld?“ segir Berglind María Tómasdóttir, verkefnastjóri Tectonics, spurð að því hvert sé listrænt markmið hátíð- arinnar. Hún segir nafn hátíðar- innar lýsandi fyrir það sem í boði sé á henni. „Þetta eru flekaskil og á þeim gerast hlutir. Á flekaskilum er mikil hreyfing, þar eru eldsumbrot og á þeim verður nýtt land til, um- fram allt,“ segir Berglind. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í Hörpu árið 2012 og Tectonics- hátíðir hafa einnig verið haldnar í Glasgow, Adelaide, Tel Aviv og New York. Berglind bendir á að öll er- lendu verkin sem leikin verði á há- tíðinni í Hörpu í ár hafi verið frum- flutt á öðrum Tectonics-hátíðum. Volkov hafi átt frumkvæði að því að panta þau verk. „Þannig að þetta er orðinn svolítill heimsklúbbur hjá honum,“ segir Berglind. – Listgreinar hafa líka runnið saman á hátíðinni, m.a. myndlist og tónlist? „Já, algjörlega. Á fyrstu tónleik- unum í ár heyrist í hljóðfærum sem eru búin til af Söruh Kenchington og félagsskapnum S.L.Á.T.U.R. Þetta eru ævintýraleg hljóðfæri að horfa á, sett saman úr allskyns drasli eins og hjólapörtum og garð- slöngum og alls konar pumpum,“ segir Berglind. Kenchington er ensk tónlist- arkona og skúlptúristi og býr í hjól- hýsi úti í sveit í Skotlandi (stutt myndband um hana má finna á slóð- inni vimeo.com/42044785). „Hún er dásamleg og ekki alveg af þessum heimi,“ segir Berglind kímin. Malagjörð frá Hæli á tjaldi – Það er mikil listræn tilrauna- mennska á hátíðinni og þá m.a. í verki Magnúsar Pálssonar mynd- listarmanns, Kúakyn í hættu? „Jú. Það er rosalega spennandi. Ef ég skil rétt Áshildi Haralds- dóttur, flautuleikara í Sinfó, þá stakk hún upp á því við Magnús og Ilan að gera eitthvað og það stór- kostlega við Ilan er að hann er svo rosalega opinn. Hann réð Magnús í verkið, að semja fyrir hljómsveitina og Magnús gerði það,“ segir Berg- lind. Þráinn Hjálmarsson tónskáld hafi aðstoðað Magnús við að færa hugmyndir hans yfir í nótur þannig að hljómsveitin gæti flutt það. SÍ flytur verkið með Nýló-kórnum og leikurunum Arnari Jónssyni og Guðrúnu Gísladóttur og á tjaldi verður sýnt myndband eftir Stein- þór Birgisson, af kúnni Malagjörð frá Hæli. „Við erum búin að fá öll tilskilin leyfi fyrir því að fá að inn- vikla lyktarskyn fólks, virkja það líka við flutninginn. Þetta verk er al- farið helgað íslenska kúastofninum og heitir Kúakyn í hættu og þarna er Magnús að líta til orðræðunnar eins og hún birtist um kúastofninn í málgögnum eins og Bændablaðinu. Textinn sem kórinn fer með er síðan fluttur af hljómsveitinni, grunn- hugmyndin er að hún líki eftir tal- máli. Þetta er rosalega spennandi, mikill gjörningur í stíl Magnúsar,“ segir Berglind. Drone, málmur og Sinfó – Þeir sem fylgjast lítið með klassískri tónlist þurfa væntanlega ekki að óttast Tectonics, hún höfðar til það breiðs hóps? „Algjörlega og það vinnur ekkert endilega með fólki og ekki á móti því heldur að koma úr þeirri hátt. Þeir sem koma að hátíðinni eru með alls konar bakgrunn eins og t.d. gít- arleikarinn Stephen O’Malley. Hann er svona „drone metal“-maður, spil- ar einleik á rafmagnsgítar með hljómsveitinni,“ segir Berglind. Af- ar öflugir magnarar verði notaðir á þeim tónleikum sem fara fram í kvöld kl. 20 í Eldborg. „Þannig að hljómurinn er ekkert úr sinfón- íuheimum þó sinfóníuhljómsveit sé að spila með honum,“ segir Berglind og nefnir einnig lokatónleika hátíð- arinnar þar sem ólíkindatólin í dú- óinu Usurper koma síðust fram. „Það verður öllu tjaldað til,“ segir Berglind um hátíðina að lokum. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á tectonicsfestival.com. „Það verður öllu tjaldað til“  Tónlistarhátíðin Tectonics hefst í Hörpu í dag  Nýtt verk eftir Magnús Pálsson, Kúakyn í hættu, verður flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands, Nýló-kórnum, Arnari Jónssyni og Guðrúnu Gísladóttur Morgunblaðið/Kristinn Í hættu Frá æfingu í Eldborg í gær á verki Magnúsar Pálssonar, Kúakyn í hættu, sem helgað er íslenska kúastofninum. Morgunblaðið/Kristinn Ævintýralegt Berglind við heimatilbúin hljóðfæri ensku tónlistarkonunnar og skúlptúristans Söruh Kenchington. Fimmtudagur 16. apríl  Norðurljós kl. 18. Upphafstónleikar. Sarah Kenchington og S.L.Á.T.U.R. Frumflutningur á nýjum verkum með sérsmíðuðum hljóðfærum.  Anddyri Hörpu kl. 19. Robyn Schul- kowsky: Piers and Oceans 23 (frum- flutningur). Robyn Schulkowsky flytur verkið ásamt hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ung- sveit SÍ.  Eldborg kl. 20. Hljómsveitar- tónleikar I. Úlfur Hansson – Int- erwoven (frumflutningur), Kristín Þóra Haraldsdóttir – Water’s voices (frumflutningur), Áki Ásgeirsson – 247° (frumflutningur), Catherine Lamb – portions transparent/opaque: 1. Expand (2014), Iancu Dumitrescu – Elan and Permanence (2013) fyrir raf- magnsgítar og hljómsveit. Einleikari: Stephen O’Malley. Hljómsveitarstjóri: Ilan Volkov.  Norðurljós kl. 22. Dúó – sóló. Jon Rose og Alvin Curran – dúó, Anna Thorvaldsdottir – sóló, Joel Stern – sóló. Föstudagur 17. apríl  Norðurljós kl. 18. One4. Robyn Schulkowsky – slagverk, Morton Feld- man – King of Denmark (1964), John Cage – One4 (1990), Part Wild Horses Mane On Both Sides – slagverk og flau- tudúó.  Anddyri Hörpu kl. 19. Beams. Alvin Curran – Beams fyrir hljómsveit og raddir (frumflutningur), hljóðfæraleik- arar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ungsveit SÍ ásamt kór Listaháskóla Íslands. Stjórnandi kórs: Sigurður Halldórsson.  Eldborg kl. 20. Hljómsveitartón- leikar II. Hlynur Aðils Vilmarsson (frumflutningur), Jon Rose/Elena Kats Chernin – Elastic Band (2014) fyrir fiðlu og hljómsveit. Jon Rose leikur á fiðlu. Klaus Lang – the thin letter (2014). Magnús Pálsson – Kúakyn í hættu – fyrir hljómsveit, kór og tvo leikara (frumflutningur). Kór: Nýló- kórinn. Stjórnandi kórs: Þráinn Hjálm- arsson. Leikarar: Arnar Jónsson og Guðrún Gísladóttir. Höfundur mynd- bands: Steinþór Birgisson. Aðstoð: Ás- hildur Haraldsdóttir. Hljómsveitar- stjóri: Ilan Volkov.  Norðurljós kl. 22. Lokatónleikar. Bergrún Snæbjörnsdóttir og Kristín Þóra Haraldsdóttir, Klaus Lang og Us- urper – dúó. Dagskrá Tectonics 2015 Stjórnandinn Ilan Volkov er list- rænn stjórnandi Tectonics. 22. apríl vinnur heppinn áskrifandi glæsilega Toyota Corolla bifreið að verðmæti 4.899.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.