Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015
Snæbjörg RósaBjartmars-dóttir býr í
Fremri-Hundadal í
Miðdölum í Dala-
sýslu og hefur búið
þar síðan 1973. Hún
ólst upp í Skaga-
firði en á ættir að
rekja til Eyja-
fjarðar og Þingeyj-
arsýslu. „Við erum
með kindur og
hross en höfum ver-
ið að minnka við
okkur. Það eru
núna 150 hausar í
fjárhúsunum en það
eru bara þrjú hross
eftir. Við notuðum
mikið hross áður
fyrr en það er liðin
tíð. Það er svona
þegar maður er
orðinn fullorðinn og
börnin flutt að
heiman. Við von-
umst þó til að hafa
heilsu til að vera hér áfram og hafa kindur. Það er gaman að
vera með þær og það er ekki hægt að vera í sveit og hafa engar
skepnur. Þótt sauðburður sé ekki byrjaður þá erum við komin
með tvær drottningar en fyrsta gimbrið er kölluð það.
Fyrir utan búskapinn þá ég er dálítið í handverki og er að
mála á steina og tálga út fugla og fleira. Ég er í handverkshópi
hér í Dölunum sem heitir Bolli og seljum við handverkið í versl-
un sem við erum með í Búðardal. Verslunin er opin á sumrin og
það er alltaf verið að lengja afgreiðslutímann en svo er alltaf
hægt að komast inn ef óskað er eftir því og við í hópnum skipt-
umst á að vera í afgreiðslunni.“
Eiginmaður Snæbjargar er Ólafur Ragnarsson, en hann er
rótgróinn Dalamaður og hefur alla tíð búið í Miðdölum og í
Fremri-Hundadal frá því hann var tíu ára. Þau Ólafur eiga fjög-
ur börn, Hrefnu, Sigríði Perlu, Málfríði Kristínu og Ragnar
Gísla.
Snæbjörg ætlar ekkert að gera í tilefni dagsins. „Ég verð
heima, maður kemst ekkert frá og við erum frekar heimakær
og lítið fyrir tilstand.“
Snæbjörg Bjartmarsdóttir er 70 ára í dag
Býr í Fremri-Hundadal Snæbjörg hefur búið
í Dölunum í meir en 40 ár.
Nauðsynlegt að hafa
skepnur í sveitinni
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Hinn 11. apríl 2015 gengu Hreinn Pálsson, sendiráðunautur við sendiráð Íslands í
Moskvu, og Isabel Pifarrer, sérfræðingur í samskiptum og alþjóðalögum, í heil-
agt hjónaband í Veracruz í Mexíkó.
Brúðkaup
E
iríkur Óli fæddist í
Grindavík 16.4. 1965
og ólst þar upp: „Fyrir
mér var lífið fiskur og
Grindavík nafli al-
heimsins. Þó var ég nokkur sumur
hjá ömmu og afa í Grímsey, byrjaði
sjö ára að róa með afa og yngsta
bróður mömmu og þegar við afi rér-
um tveir, þá lét hann mig stundum
stýra í land og var sjálfur í aðgerð.
Ég var einnig með elsta bróður
mömmu til sjós, Óla, ásamt syni hans
og tengdasyni, þegar ég var 12 ára.
Þá lærði maður á kompás og var
treyst fyrir stíminu, en þessi reynsla
hefur nýst mér vel. Ég fékk líka að
fara á sjó með afa í Grindavík á Ólafi
GK 33 og seinna varð ég skipstjóri á
þeim báti. Auk þess var ég 11 daga í
sveit að Seljavöllum undir Eyjafjöll-
um og í tvær vikur við grænmetis-
ræktun að Grafabakka í Hruna-
mannahreppi. Það var ágætt en
sjómennskan heillaði.
Ég var á Geirfugli með bróður
pabba á lúðulóð þegar ég var 14 ára
og um haustið sigldum við til Þýska-
lands. Þar keypti ég mér m.a. við-
gerðarborð og Bosch-borvél og á ég
hvort tveggja ennþá. Ég var þar aft-
ur næsta sumar en vann auk þess á
sumrin í Fiskanesi og stundum í síld-
inni á haustin með skóla.
Það voru forréttindi að fá að kynn-
ast sjómennsku og útgerð svo ungur
Eiríkur Óli Dagbjartsson útgerðarstjóri – 50 ára
Eiginkona og dætur Sólveig í miðju með dætrunum fjórum, Rakel Evu, Elsu Katrínu, Karínu Ólu og Telmu Rut.
Sjómaður – dáðadrengur
Afastrákar Afmælisbarnið með tvíburunum Eiríki Óla og Einari Þór.
Smiðjuvegi 7
200 Kópavogi
Sími: 54 54 300
ispan@ispan.is
ispan.is
Allt í gleri
ÚTI OG INNI
M
ynd:Josefine
Unterhauser
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón