Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Suðvestan stórviðri sem gengið
hafa yfir landið í vetur hafa skilið
eftir sig ummerki. Sandskaflar
hafa myndast í húsagörðum og á
götum Víkur í Mýrdal og á þjóð-
veginum við Óseyrarbrú á Ölfusá
og gróðurþekja á bjargbrún á
Stórhöfða í Vestmannaeyjum hef-
ur rofnað og uppblástur aukist.
„Það hafa verið endalausir suð-
vestan stormar frá því í haust og
sandurinn safnast upp,“ segir Ás-
geir Magnússon, sveitarstjóri í
Vík. Starfsmenn sveitarfélagsins
eru þessa dagana að moka sandi
af götum kauptúnsins. Tekur það
marga daga en þetta er í annað
skiptið í vetur sem þarf að moka
burtu sandi sem safnast hefur í
skafla á götum og í görðum fólks.
Töluverður kostnaður er við
hreinsun og sandmokstur. „Mesti
kostnaðurinn er þó þegar við
missum sandinn ofan í niðurföll og
í holræsakerfið, það er dýrast,“
segir Ásgeir. Þegar það gerist
þarf að fá sérhæfðan mannskap og
tæki að til að hreinsa holræsakerf-
ið.
Reynt að græða upp sandinn
Ástæðan fyrir sandfokinu í Vík
er sú að fjaran framan við neðstu
húsin á sandinum hefur verið að
færast út eftir að útbúinn var
sandvarnagarður til að hamla
gegn landbroti. Sveinn Runólfsson
landgræðslustjóri segir að fjaran
hafi færst um 400 metra að
byggðinni á fjörutíu árum og með
því landbroti hafi allar sandfoksv-
arnir Landgræðslunnar horfið í
sjóinn. „Fyrir nokkrum árum var
ákveðið að setja þennan sandfang-
ara. Hann svínvirkar, sérstaklega
á milli Reynisfjalls og garðsins,“
segir Sveinn. Sandfjaran hefur
færst út um nálægt 100 metra.
Reynt er að græða hana upp til að
hefta sandinn og verja þorpið en
það tekur tíma. „Þetta sandfok í
vetur er kjaftshögg en það er eng-
in uppgjöf í okkur. Það verður
haldið áfram að græða upp sand-
inn um leið og fjaran stækkar,“
segir Sveinn. Melgresið verður
styrkt með áburðargjöf og sáð
verður melgresi í sandskafla. „Við
verðum að fylgja eftir þessu nýja
landi og binda það.“
Auk Landgræðslunnar og sveit-
arfélagsins vinnur öflug sveit
heimamanna sem kallar sig Fjöru-
lalla ómetanlegt starf við upp-
græðslu og landvarnir í Vík.
Sandfangarinn er farinn að láta
á sjá og komin í hann skörð.
„Hann gerir samt sitt gagn. Ef við
hefðum ekki haft hann í vetur
hefðum við misst töluvert land,“
segir Ásgeir sveitarstjóri.
Áætlað er að gera annan sand-
fangara austar til að verja iðn-
aðarhverfið austan við íbúð-
arbyggðina í Vík. Ásgeir segir að
byrjað verði á þeirri framkvæmd á
næsta ári og reiknar með að um
leið verði gert við eldri garðinn.
Bílar hafa skemmst
„Það hefur verið viðvarandi út-
synningur í vetur, útsynningsstór-
viðri,“ segir Hannes Sigurðsson,
útgerðarmaður á Hrauni II í Ölf-
usi. Í þessum veðrum, ekki síst í
storminum sem gekk yfir fyrr í
þessum mánuði, fauk sandur úr
fjörunni yfir Óseyrartanga við
veitingahúsið Hafið bláa og yfir
þjóðveginn. Mikið af gróðri, sem
varnað hefur uppblæstri, er komið
í kaf og sandskaflar hafa gengið
inn á veginn og sjást í vegköntum.
Það hefur skapað hættu fyrir veg-
farendur. Hannes segist hafa
heyrt af ökumönnum sem hafi
skemmt bíla sína. Þá eru allar
rúður veitingastaðarins sem snúa
út að sjónum sandblásnar og
mattar.
Sveinn landgræðslustjóri segir
að Landgræðslan og Vegagerðin
muni í sameiningu styrkja gróður
og sá melgresi í sandskafla til að
binda sandinn á Óseyrartanga.
Enn að moka sandi eftir veturinn
Suðvestan stormarnir feykja sandi úr fjörum Suðurlands og auka uppblástur á viðkvæmum stöð-
um Mikill kostnaður við sandmokstur og hreinsun í Vík Skaflar við veginn um Óseyrartanga
Ljósmynd/Áskell Þórisson
Óseyrartangi Sandurinn úr fjörunni er að kæfa gróður og liggja sandskaflarnir yfir veginn eftir sunnan hvassviðri.
Ljósmynd/Jónas Erlendsson
Mokað Starfsmenn Mýrdalshrepps moka sandi af götum og úr görðum fólks í hrúgur sem síðan þarf að fjarlægja.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015
Gróðurþekja hefur rifnað ofan af
bjargbrúninni á Stórhöfða í Vest-
mannaeyjum í suðvestanstormi í
vetur. Sveinn landgræðslustjóri
segir að skemmdirnar séu áveðurs
og erfitt geti verið að eiga við
þær. „Það gæti þurft að klæða
bjargið og binda niður,“ segir
Sveinn og vísar til aðferða sem
notaðar voru 2002 eftir að upp-
blástur byrjaði á Stórhöfða. Þá
var borinn húsdýraáburður í sárið
og reynt að halda jarðvegi í
skorðum með loðnunót.
Umhverfis- og skipulagsráð
Vestmannaeyja fór á dögunum í
vettvangsferð um Heimaey til að
skoða helstu staði sem orðið hafa
fyrir náttúrulegu raski. Staðfestist
þá að ákveðin svæði eru illa farin
og þarfnast sértækra aðgerða svo
koma megi í veg fyrir frekari
skemmdir.
Sveinn segir starfsmenn Land-
græðslunnar munu hitta Vest-
mannaeyinga og gefa þeim góð
ráð. Hann bætir því við að mikið
beitarálag sé í Eyjum, allt árið, og
það hafi sín áhrif. „Við höfum ver-
ið að vinna með þeim og veitt ráð
í sambandi við stjórnun beitar-
álags,“ segir landgræðslustjóri.
Ljósmynd/Vestmannaeyjabær
Stórhöfði Stormur hefur flett jarðvegi út frá rofabörðum og moldin fýkur.
Rof í Stórhöfða
Landgræðslustjóri segir að binda
þurfi jarðveginn á bjargbrúninni