Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015 ✝ Ingeborg EideGeirsdóttir fæddist á Húsavík 6. október 1950 . Hún lést á Land- spítalanum 6. apríl 2015. Hún var dóttir hjónanna Paule Hermine Eide Eyj- ólfsdóttur, f. 26. ágúst 1911, d. 4. febrúar 1979, og Geirs Benediktssonar, f. 19. júní 1907, d. 16. desember 1962. f. 12. september 1953, maki Helga Möller, f. 3 október 1950. Börn Benedikts, Runólfur Geir og Bergrún Elín. Ingeborg ólst upp á Húsavík til 9 ára aldurs, síðan flutti hún að Skálatúni í Mosfellssveit. Ár- ið 1982 flutti Ingeborg til Reykjavíkur á sambýli í Siglu- vogi og ári síðar í Auðarstræti 15, þar sem hún bjó til æviloka. Ingeborg vann frá 1978 þar til síðasta haust í Þvottahúsi ríkis- spítalanna. Ingeborg var áhuga- söm um lestur, orti ljóð, sótti matreiðslunámskeið og hafði gaman af því að ferðast. Henni var mjög umhugað um sína nán- ustu ættingja. Ingeborg verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, 16. apríl 2015, kl. 15. Systkini hennar eru Hlíf Geirsdóttir, f. 18. maí 1949, maki Stefán Ásgeirsson, f. 9. júlí 1947. Börn Hlífar eru Margrét Herborg, Arnar Geir og Sigurður Sveinn. Ólína Geirsdóttir, f. 24. nóvember 1951, maki Sveinbjörn Björnsson, f. 9. júní 1942. Börn Ólínu eru Kristín Ólöf og Geir. Benedikt Geirsson, Elskuleg systir mín Ingeborg er látin. Hún var næstelst í fjög- urra systkina hópi. Hún fæddist bæði andlega og líkamlega fötluð. Ingeborg var oft ein langdvölum frá fjölskyldunni, það sett mark sitt á hana og á okkur öll. Á níunda ári fluttist Ingeborg að Skálatúni í Mosfellssveit á þeim tíma var ekki nægilegan stuðning að fá frá hinu opinbera til að gera fötluðum kleift að búa heima, því miður. Þegar Ingeborg kom í Ská- latún var Gréta Bachmann for- stöðumaður heimilisins, hún reyndist systur minni afar vel. Frá 1983 hefur Ingeborg búið í Auðarstræti 15 í Reykjavík í sjálf- stæðri búsetu með stuðningi. Hún hafði íbúð út af fyrir sig og naut þess að eiga sitt eigið heimili. Vinum og kunningjum fannst þeir þekkja hana í gegnum sam- veru við okkur ættingja og frá- sagnir af henni, þeir sem kynntust Ingeborgu gleyma henni aldrei. Systir var ákveðin kona það verður oft vitnað í tilsvör hennar því hún var orðheppin, minnug á ártöl, haf- sjór af fróðleik, og fór sínar eign leiðir. Ingeborg tók þátt í öllum viðburðum með okkur bæði í gleði og sorg. Hún hafði ánægju af því að gefa gjafir, allir biðu spenntir eftir gjöfum frá Ingeborgu. Hún var fróðleiksfús, las og orti ljóð, kom fram opinberlega og las upp úr ljóðum sínum. Ingeborg hafði gaman af að ferðast, síðasta utanlandsferð var vikuferð til Parísar sumarið 2010. Af öllum ferðalögum hennar held ég að hún hafi notið þeirrar ferðar best. Þegar við systkinin stofnuð- um fjölskyldur eða frá 1970 hefur Ingeborg eytt öllum hátíðum með okkur ásamt því að koma í sum- arheimsóknir. Í tvo áratugi hafa hjónin Guð- rún og Davíð á Arnbjargarlæk í Borgarfirði tekið Ingeborgu til sín í sumardvöl, þar leið henni vel. Öllum sem hafa komið að þjón- ustu við systur mína þakka ég af alhug, ég þakka hjúkrunarfólki á deild 33c á Landspítala fyrir alúð sem þau sýndu bæði systur minni og okkur ættingjum á meðan hún dvaldi þar. Elsku systir, frá því um miðjan janúar hrakaði heilsu þinni mjög hratt, þú gafst okkur til kynna að það væri komið nóg og þú vildir fara til pabba og mömmu. Ég vil trúa því að nú hafi þau fengið stúlkuna sína til sín og leiði þig sér við hlið um alla eilífð, einnig vil ég trúa því að Ólöf frænka sé þér ná- læg og þú fáir nú að njóta um- hyggju hennar eins og við systkini þín fengum í svo ríkum mæli en þú ekki vegna fjarlægðar. Jesús vakir yfir öllum. Þegar litlu börnin sofa koma litlir englar og vaka yfir þeim. Guð vakir yfir börnunum í nótt og engl- arnir vernda börnin. Guð og englarnir láta börnin dreyma fallega drauma. Jesús passar börnin í rúmunum sínum í nótt. (Höf. IEG.) Nú er síminn hljóður klukkan hálfníu á kvöldin og engin sem býður mér góða nótt en til margra ára hringdir þú alltaf á sama tíma til að bjóða góða nótt. Við elskuðum þig öll, þú auðg- aðir líf okkar með nærveru þinni, hvíl þú í friði, engillinn minn. Þín systir, Meira: mbl.is/minningar Hlíf Geirsdóttir og Stefán Ásgeirsson. Systir mín var einstök mann- eskja og margs er að minnast. Við litlar heima á Húsavík að leika okkur. Litlu fötluðu fæturnir hennar í sérsmíðuðum skóm með spelkum sem náðu upp að hnjám. Það var ekki létt að hreyfa sig og fylgja okkur systkinunum eftir í leikjum en samt var hún ótrúlega dugleg að bjarga sér. Við fórum saman í barnaskólann en fljótt kom í ljós að hún fylgdi okkur ekki eftir í námi. Hún fór á Skálatún 9 ára, langt langt í burtu fannst okk- ur, langt frá ástvinum sínum. Hún lærði að lesa og skrifa og varð sjálfbjarga að mestu leyti. Hún var mjög sjálfstæð og vissi hvað hún vildi og var mörgum góðum gáfum gædd. Allt lífið hennar var í föstum skorðum, ákveðnar stundir notaðar til lesturs ævintýra sem voru í mestu uppáhaldi og ort ljóð sér til yndis. Hún trúði á álfa og huldufólk og átti sér þar vini sem hún hitti að hennar sögn. Hún var mjög lagviss, kunni gömlu söng- lögin og texta þeirra. Við áttum margar eftirminni- legar stundir saman. Jólaböllun- um á Kópahvoli mátti hún ekki missa af, hún varð alltaf að komast á jólaball, syngja, dansa og ekki síst að spyrja jólasveininn spjör- unum úr. Við tókum flugið saman 1980 til Kaupmannahafnar og keyrðum þaðan til Stokkhólms. Það var sungið alla leiðina í bílnum. Við saman í bústaðnum mínum, mikið talað saman, göngutúrar á litlu stígunum, stoppað við litla lækinn, hlustað á nið hans og fuglasöng. Skoðuðum nýútsprungin blóm og hún gladdist yfir fegurð náttúr- unnar. Hún var mikið náttúru- barn. Fyrir nokkrum árum spurði hún mig af hverju hún færi sjaldan til útlanda. Ég spurði á móti, hvert langar þig að fara? Nú til Parísar. Og hvað viltu gera í París? Jú ég vil fara upp í Eiffelturninn, sjá Mónu Lísu og fara á kaffihús. Þar með var það ákveðið. Við systurn- ar þrjár fetuðum í fótspor „Linnéu í garði Monet“ eftir að hafa lesið bókina og séð mynddiskinn um hana og garðyrkjumanninn vin hennar sem fóru til Parísar og fóru einnig að heimili listamanns- ins Monet fyrir norðan París. Við gerðum allt eins og Linnéa gerði, sáum þökin í kvöldrökkrinu, skor- steina og ketti hlaupa eftir þak- skeggjum húsa bera við himin. Lautarferð, farið í sumarkjóla, sandala og settir upp stráhattar, rauðvín, orange, baguette og ostar í körfu. Síðan skoðaður garðurinn hans Monet, vatnaliljurnar, brúin, báturinn og húsið hans. Ógleym- anleg ferð og oft rifjuð upp. Við nutum virkilega lífsins. Systir mín vann nánast alla sína ævi í þvottahúsi Ríkisspítalanna, var mjög hraust og bjó í sinni íbúð. Það er mikill söknuður í fjölskyld- unni, hún auðgaði líf okkar allra. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að sem systur. Nú er hún komin til pabba og mömmu eins og hún óskaði sér. Hann Svavar er góður að gefa mér fallega rós að gjöf og ég gaf honum líka rós að gjöf frá mér. Og dásamlega fallega á litinn. Hún er rauð á litinn með gulan hnapp inn í krónu sinni og brosir líka á sólina og himininn líka. Hún er falleg að sjá hana. Og þú réttir út hendi á móti henni og þessi ilmur er í henni. Að hún skuli hafa svona góðan lit á sér og hann fer inn í hjartað á okkur báðum og við erum bæði ástfangin þú og ég. En hún, rósin líka? (Ingeborg, 1972.) Hvíl í friði, elsku systir mín. Ólína. Elskuleg systir mín hefur kvatt þetta jarðlíf. Fyrstu minningar mínar tengjast einmitt Goggu systur og því hversu erfitt skap hún átti í æsku. Oft gekk mikið á við að reyna hemja hana. Líklega má rekja þessar skapsveiflur til þroskaskerðingar, einhverfu og fötlunar á fótum, en hún fór ekki ganga fyrr en seint og um síðir. Ekki bætti úr skák að fyrstu árin varð hún oft að dveljast á Land- spítalanum, fjarri foreldrum og systkinum á Húsavík, sem hefur verið henni þungbært. En læknum spítalans tókst það vel upp að hún losnaði við fótaspelkur og varð hinn mesti göngugarpur með ár- unum. Á níunda ári fór Ingeborg í Skálatún, þar sem hún fékk umönnun fagfólks sem kom henni til meiri þroska. Á Skálatúni lærði hún að lesa og skrifa, varð lestr- arhestur mikill og orti ljóð sem hún skrifaði samviskusamlega hjá sér. Þegar ég fluttist suður undir tvítugt, kynnist ég systur minni fyrir alvöru. Strax varð mér ljóst hve miklu máli skipti fyrir hana að vera í miklu sambandi við okkur systkinin og systkinabörnin. Það voru ófá skiptin sem farið var í Skálatún á þjóðhátíðardag- inn. Hátíðahöldin þar líða seint úr minni, svo vel var að þeim staðið. Ingeborg var orðin 32 ára þegar hún fluttist frá Skálatúni í sambýli við Sigluvog og ári síðar í sambýlið við Auðarstræti og svo í sjálfstæða búsetu á sama stað. Bæði þessi heimili hafa verið rekin af Ási styrktarfélagi af miklum myndar- brag og umhyggju. Vinnan sl. 36 ár hjá Þvottahúsi ríkisspítalanna var Ingeborgu mikils virði. Daglega fór hún með strætó upp á Tungu- háls, fyrst úr Mosfellsbæ og síðar frá Hlemmi. Árið 1993 fór Ingeborg fyrst í sumardvöl að Arnbjarnarlæk í Borgarfirði, þar sem hjónin Guð- rún og Davíð hafa annast hana nær öll sumur síðan, en svo vel lík- aði henni dvölin að ekki kom annað til greina en að eyða hluta sum- arfrísins hjá þeim. Ingeborg var mikið fyrir hvers- kyns veislur og viðburði í fjölskyld- unni og lét vita að hún myndi mæta hvort sem henni var boðið eða ekki, t.d. þegar um minniháttar við- burði var að ræða. Sjálf hélt hún upp á sextugsafmælið með bravör og ekki dugði minna en salur í Turninum í Kópavogi. Hún var mjög dugleg að fara í göngutúra og gekk um miðbæ Reykjavíkur nær allar helgar, fór á kaffihús, í Kola- portið, sótti listsýningar o.fl. Ræk- ist ég á hana á göngu og byði henni far, þáði hún ekki boðið og benti mér ákveðin á að hún væri í göngu- túr. Í ágúst sl. hætti hún að vinna í þvottahúsinu. Færni hennar hafði hrakað smátt og smátt hin síðari ár og hún átti orðið erfitt með fín- hreyfingar. Þetta var mikil breyt- ing fyrir hana og hefur líklega átt þátt í því að hún veiktist nú í jan- úar. Talið var að hún hristi veik- indin af sér sem fyrr, en því miður varð raunin önnur. Að eiga Ingeborgu að systur hefur verið ómetanlegt og hefur þroskað mig og aðra sem kynntust henni. Það er undarleg tilfinning að sjá á bak henni og þurfa að kveðja, en trúin á langþráða endurfundi hennar og foreldra okkar á himni gleður vissulega. Það gerir minn- ingin um hana líka. Benedikt Geirsson. Það er ekki jafnt gefið, þegar spilum eða gæðum lífsins er dreift milli okkar mannfólksins. Ingeborg mágkona mín var ekki meðal þeirra heppnu og þurfti að lifa lífi bundnu þroskahömlun og einhverfu, en gerði sannarlega það besta úr því, með hjálp góðs fólks. Hún var send barnung að heim- an á heimili fyrir þroskaskerta, eins og tíðkaðist í þá daga og syrgði það alltaf að hafa ekki fengið að vera heima eins og systkini hennar. En Ingeborg var dugleg. Þegar hún óx úr grasi hafði hún reglu á hlutunum og skipulagði daga sína vel. Allt hafði sinn tíma. Hún fór í gönguferðir og heimsóknir á viss- um tíma á vissum dögum, hún borðaði á tilsettum tíma, horfði á sjónvarp ákveðinn tíma á dag og fór að sofa á sama tíma á kvöldin. Í sumarfríinu fór hún í sömu sveitad- völina, ár eftir ár. Hún sótti vinnu og hélt eigið heimili síðustu 30 árin, í sambýli við vini og kunningja og með dyggri aðstoð og elsku góðs starfsfólks sem bar hag íbúa húss- ins fyrir brjósti. Hún naut þess að heimsækja systkini sín, ekki síst þegar eitthvað ljúffengt var í boði og auðvitað helst þegar ekki þurfti að bíða lengi eftir kræsingunum. Hún var spennt fyrir nýjum börn- um sem bættust í fjölskylduna og vildi láta taka mynd af sér með þau í fanginu. Hún hafði einstaklega gott minni og gat talið upp dagsetn- ingar á flestu markverðu og jafnvel lítilfjörlegu sem á daga hennar og fjölskyldunnar hefur drifið. En svo fór að halla undan fæti, draga úr getu og hæfni. Hún þurfti að hætta að vinna í ágúst s.l. og skipulag daganna riðlaðist. Það vissi ekki á gott og ekki leið á löngu áður en bæði hugur og líkami sýndu þess merki. Hún kunni þó að meta fólkið sitt og umhyggju þess á nýjan hátt, – þáði að haldið væri í höndina á henni, vildi gjarnan fá faðmlag og koss á kinn, nokkuð sem hún hafði ekki verið spennt fyrir áður. Hún taldi lífið vera að taka enda og hún óskaði sér að komast til mömmu sinnar og pabba. Og það hefur hún nú gert. Lífs- spili Ingeborgar Eide Geirsdóttur er lokið og miðað við það sem hún fékk á höndina, tapaði hún ekki, heldur spilaði vel úr sínu og lagði svo sátt frá sér spilin, umvafin ást og umhyggju fólksins síns. Helga Möller. Það er ljóst að fráfall föðursyst- ur okkar mun skilja eftir sig stórt skarð þar sem dagleg samskipti okkar systkinanna við hana voru mun meiri og tíðari en við eigum við flesta aðra fjölskyldumeðlimi. Þessi daglegu samskipti voru flest í formi símtala frá Ingeborg þar sem hún bauð okkur eða öðrum fjöl- skyldumeðlimum góða nótt. Þessi símtöl voru bæði nákvæm í orðavali og ávallt á sama tíma. Allir heim- ilismenn og reyndar einnig heim- alningar vissu hver þarna var á ferð og líka hvert erindið væri. Símtölin voru það regluleg að þeg- ar þau bárust ekki þá glöddumst við því Ingeborg var þá að öllum líkindum á ferðalagi eða í heim- sókn þar sem símaaðgengi var takmarkað. Nú þegar símtölin verða ekki fleiri þá finnum við að daglegum venjum okkar hefur verið raskað og því fylgir óneit- anlega bæði söknuður og tómleiki. Ingeborg átti það oft til að sjá hlutina í öðru ljósi en við hin og hún var ekkert að fara í kringum hlutina með óþarfa orðalenging- um. Ingeborg gekk oftast beint til verks og spurningar eins og „Hvers vegna átt þú ekki mann?“ „Hvers vegna átt þú ekki börn?“ og jafnvel „Hver ert þú?“ var hennar leið til þess að skilja oft flókið umhverfi sitt. Þessi bein- skeyttu samskipti gátu komið flatt upp á fólk en þau báru vitni um það að Ingeborg var að reyna að fylgjast með því sem fram fór í kringum hana. Frænka var til að mynda ávallt með það á hreinu þegar nýr fjölskyldumeðlimur bættist í heiminn og var hún oftast með þeim allra fyrstu til að koma í heimsókn til að sjá og mynda þennan nýja fjölskyldumeðlim. Ingeborg var líka dugleg að mæta í afmælisveislur og aðra fjöl- skyldufagnaði. Hún var reyndar oftast einnig sú fyrsta til að fara úr þessum mannfögnuðum, en þannig vildi hún einfaldlega hafa þetta og allir höfðu skilning á því. Það voru í raun mikil forrétt- indi fyrir okkur systkinin að alast upp með Ingeborg frænku. Strax frá upphafi kynntumst við fram- andi og skemmtilegum stöðum og fólki sem við hefðum að öllum lík- indum aldrei kynnst ef ekki væri fyrir hana frænku. Minningar frá glæsilegum 17. júní hátíðarhöld- um á Skálatúni, fjörugum afmæl- isveislum í Auðarstræti og frá- bærum jólaböllum eru bæði skemmtilegar og dýrmætar. Þetta eru minningar og lífsreynsla sem við metum mikils og mun hún Ingeborg frænka ávallt eiga sér- stakan stað í hjarta okkar og fjöl- skyldum okkar. Bergrún, Runólfur og fjölskyldur. Elsku Ingeborg okkar. Þakk- læti er okkur efst í huga þegar kemur að hinstu kveðju; þakklæti fyrir að við fengum að kynnast þér, svona yndislega fallegri manneskju. Margar góðar minn- ingar skjóta upp kollinum þegar við setjumst niður og rifjum upp farinn veg. Efst eru okkur í huga öll skemmtilegu tilsvörin þín t.d. þegar manni varð á að spyrja kjánalegra spurninga, þá kom svar um hæl sem yfirleitt var fylgt eftir með „auðvitað“. Ein af okkar fyrstu minningum um þig var að þú mundir alla afmælisdaga og ár- töl og ekki stóð á svari og aldrei þurfti að efast um hvort það væri rétt. Það hefur verið okkur mikill heiður að fá að verja með þér skemmtilegum stundum í gegnum tíðina. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Við kveðjum þig með sárum söknuði. Arnar Geir, Elínborg, Birkir Örn og Hjörvar Daði. Nú er hún Ingeborg okkar far- in frá okkur og eftir sitjum við með margar góðar minningar um yndislega og litríka persónu. Ingeborg flutti í sambýlið Auð- arstræti 15 árið 1983 og bjó fyrstu tíu árin í herbergi en flutti síðan ein í íbúð í kjallaranum og var það mikið gæfuspor fyrir hana, þar sem hún hefur alltaf viljað ráða sér sjálf og hafa hlutina eins og hún vildi, rétt eins og allir aðrir. Ingeborg var mjög sjálfstæð, hún eldaði matinn sinn sjálf að mestu leyti og þvoði sinn þvott. Hún kærði sig ekki um að hafa starfs- fólk inni hjá sér nema þegar hún óskaði eftir því, t.d. til að horfa á fréttir með sér en svo átti viðkom- andi að fara um leið og fréttirnar voru búnar. Ingeborg bjó yfir hreinum hafsjó af fróðleik um hina ótrúleg- ustu hluti og var óspör á að ræða lífið og tilveruna. Hún mundi alla afmælisdaga og eins var hún með á hreinu hvenær þessi og hinn starfsmaðurinn byrjaði að vinna í Auðarstræti og hvenær hann hætti. Ingeborg hafði óbilaðan áhuga á öllu mögulegu, vissi til dæmis allt um hagi starfsmanna, því hún spurði þá í þaula og mundi allt sem svarað var. Ingeborg bjó sér til mjög fasta rútínu og lifði eftir klukkunni. All- ar daglegar athafnir höfðu sinn fasta tíma og það átti alltaf að sjóða kartöflurnar í 20 mínútur, hvort sem þær voru litlar eða stór- ar. Hún lagði mikið upp úr stund- vísi og ef einhver kom mínútu seinna en umtalað var, fékk við- komandi tiltal. Ingeborg var afkastamikið ljóðskáld og byrjaði að yrkja ljóð um leið og hún lærði að skrifa. Hún samdi ljóð alla virka daga en tók sér sumarfrí og jólafrí frá skáldskapnum. Ingeborg talaði alltaf um hluti eins og persónur, það kom sterkt fram í ljóðunum hennar, sem fjölluðu um allt mögulegt, svo sem blóm, fugla, sólina, tunglið og stjörnurnar, sem öðluðust líf sem persónur í ljóðunum hennar. Ingeborg orti mörg ljóð um fólkið í kringum hana, meðal annars vögguvísur. Snemma á níunda áratugnum var ljóð eftir hana birt í Þjóðviljanum og var hún mjög stolt af því. Inge- borg hafði gaman af söng og hélt sérstaklega mikið upp á sálminn „Í bljúgri bæn“ og kunni textann utanað. Við eigum eftir að sakna mikið þessarar yndislegu konu með lit- ríka persónuleikann sinn og geymum minningarnar um hana í hjörtum okkar meðan við lifum. Að lokum viljum við minnast Ingeborgar með þessum tveimur ljóðum eftir hana sjálfa: Stjörnurnar Á himninum skína stjörnurnar á nóttinni tært. Ein stjarna er fallegust á himninum. Það er Betlehemstjarnan. Hún er skær og falleg á litinn en hinar stjörnurnar eru líka fallegar. Á kvöldin þegar stjörnurnar skína á himninum, er sjálfur Guð að bjóða okkur góða nótt og Jesú vakir yfir okkur og englarnir. Lækurinn Á veturna liggur ís yfir læknum Á vorin fer ísinn af læknum, þá rennur hann eftir jarðveginum, svo syngur hann sumarlagið sitt. Hann er glaður þegar sólin skín á hann. Á sumrin rennur hann niður í sjó svo að allir fuglarnir geta synt í sjónum. Lækurinn rennur hratt. (IEG) Við vottum systkinum og öðr- um aðstendendum innilega samúð okkar. Fyrir hönd starfsfólks og íbúa Auðarstrætis 15, Agnes Jensdóttir. Ingeborg Eide Geirsdóttir HINSTA KVEÐJA Ingeborg mín. Það var gaman að tala við þig. Þú varst alltaf svo hress og kát. Það var gaman að þú komst í heimsókn til systur minnar upp á Skálatúni. Það var gott að kynnast þér og við áttum heima saman í Auðarstrætinu í nokkur ár. Við Aldís töluðum þá oft við þig um daginn og veginn. Nú ert þú farin, góða stúlka. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért farin. Ég sendi öll- um ættingjum og vinum samúðarkveðjur. Stefán sendill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.