Morgunblaðið - 16.04.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2015
Árið 2011 var einka-
leyfi ríksins í Washing-
ton-ríki í Bandaríkj-
unum afnumið. Ekki
hefur sú ferð reynst til
fjár fyrir almenna
neytendur samkvæmt
nýlegri grein í Wash-
ington Post. Verð á
sterku áfengi hefur t.d.
hækkað um 15% frá því
að breytingin var gerð.
Mest hafa stóru verslanakeðjurnar
hagnast af „frelsinu“ enda hafa stakar
verslanir ekki getað keppt við þær um
úrval og verð. „Frelsið“ leiddi auk
þess til að margar litlar sérverslanir
með áfengi eiga í verulegum vand-
ræðum og fóru jafnvel í gjaldþrot.
Niðurstaðan er sú að markaðnum er
stjórnað af stóru keðjunum, minni
áfengisframleiðendur eiga erfiðara
uppdráttar og þjófnaður áfengis hef-
ur aukist verulega. Nokkrir alþing-
ismenn á Íslandi hafa ákveðið að líta
ekki til reynslu eins og þessarar og
lagt fram frumvarp um einkavæðingu
áfengissölu hér á landi.
Í nýrri skýrslu Samkeppniseftir-
litsins kemur eftirfarandi fram um
markaðshlutdeild í dagvörusölu hér á
landi: „Árið 2014 voru starfandi tæp-
lega 180 dagvöruverslanir á Íslandi.
Velta verslananna vegna sölu á dag-
vöru er áætluð um 130 milljarðar kr. á
árinu. Hlutdeild Haga var um 48-49%
en fyrirtækið rak árið 2014 alls 41
dagvöruverslun. Af verslanakeðjum
var Bónus með hæstu hlutdeildina
eða 38-39%. Hlutdeild Kaupáss var
um 19-20% en þar af var hlutdeild
Krónunnar 15-16%. Samkaup voru
með 15-16% hlutdeild en þar af var
hlutur Nettó 8-9% af heildarmarkaði.
10-11/Iceland var með 5-6%. Aðrar
dagvöruverslanir sem hafa nokkra
markaðshlutdeild eru Fjarðarkaup og
Víðir en hlutdeild þeirra var á bilinu
1-3%.“
Samkvæmt þessu eru tveir aðilar
með um 70% hlutdeild af íslenskum
dagvörumarkaði. Undirrituðum segir
svo hugur að verði sala áfengis gefin
frjáls muni svipuð þróun verða hér á
landi og einokun ríkisins breytast í
tvíokun „risanna“ þar
sem birgjar munu
væntanlega sækjast
mjög eftir að hafa
vörur sínar á því mark-
aðstorgi þar sem lang-
stærstur hluti viðskipta
fer fram. Það þarf varla
að koma nokkrum á
óvart að verslun eins og
Fjarðarkaup með sín
3% hafi lítið að segja í
þessu samhengi, hvað
þá aðrar með enn
smærri hlut. Birgjar
munu þá að öllum líkindum laga sig
að verði og vöruúrvali sem ákveðið
verður af þeim sem fara með stærst-
an hluta markaðarins. Það er skilj-
anlegt frá sjónarhóli þeirra en um
leið verulegt áhyggjuefni fyrir ís-
lenska neytendur, ekki síst alþing-
ismenn, sem verða um leið að spyrja
sig hvort þeir vilja feta þessa slóð
þrátt fyrir bitra reynslu annarra.
Fjarðarkaup munu ekki skorast
undan því að hafa þessa vöru á boð-
stólum verði salan gefin frjáls þrátt
fyrir þau varnaðarorð sem hér eru
sett fram og mörg önnur. En ljóst er
þó að þrátt fyrir aukna vitund um
lýðheilsu og skaðsemi vímugjafa
stefnir hér í þveröfuga átt við það
sem til dæmis hefur verið gert varð-
andi sölu á tóbaki. Þar hafa reglur
um smásöluna verið hertar verulega,
tóbak má ekki sjást í verslunum en
samt mega þær selja það. Þetta er
góð þróun vegna þess að tóbak er
óhollt. Áfengi getur líka verið óhollt
og skapað alvarleg samfélagsmein,
sérstaklega ef þess er neytt í óhófi.
En samt vilja nokkrir íslenskir al-
þingismenn gera það meira áber-
andi, auðvelda aðgengi að því og
auka neyslu þess en nýleg erlend
rannsókn bendir einmitt sterklega til
þess að áfengissala og óhófleg neysla
áfengis aukist í kjölfar afnáms einok-
unar á sölu þess. Hér á landi hefur
neysla á hreinum vínanda til dæmis
aukist úr 4,5 lítrum á mann 15 ára og
eldri sem hún var áður en bjórinn
var leyfður í 7,2 lítra á mann árlega
eins og hún er nú, samkvæmt upp-
lýsingum frá Hagstofunni og ÁTVR.
Raunar þykir ýmsum aukinheldur
undarlegt að aldurstakmark starfs-
fólks í verslunum sem afgreiða má
áfengi er sett við 18 ár í frumvarpinu
sem hér er til umræðu. Samkvæmt
því er þessu unga fólki ætlað að neita
sér eldra fólki um afgreiðslu á áfengi
þar sem aldurstakmark við kaup á
áfengi er 20 ár! Spyrja má hvaðan
kröfur um nákvæmlega þennan ald-
ur afgreiðslufólks hafi komið fram.
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
hefur staðið sig prýðilega hvað varð-
ar úrval og þjónustu víðs vegar um
landið og mun væntanlega halda
áfram að bæta sig fái fyrirtækið
svigrúm til þess. Með því fyr-
irkomulagi sem einkaleyfi ríkisins
felur í sér, er komið í veg fyrir að
sala áfengis í almennum verslunum
skapi enn meira ójafnvægi á dag-
vörumarkaði en orðið er. Jafnframt
kallar lögmál framboðs og eftir-
spurnar með tilheyrandi hagnaðar-
von á „frjálsum“ markaði á sterka
söluhvata einkaframtaksins. Það er
yfirleitt hættulítið hvað varðar al-
menna dagvöru en þegar áfengi á í
hlut sýna fjölmargar rannsóknir að
mikill háski getur verið á ferðum. Al-
þingi Íslendinga má ekki undir
nokkrum kringumstæðum líta fram
hjá því.
Er lesendum eftirlátið að vega og
meta hvaða áhrif það myndi hafa á
markaðinn ef velta upp á 20-30 millj-
arða króna færðist að langstærstum
hluta yfir á þær fáu hendur sem í
krafti stærðar sinnar stýra nú þegar
úrvali og vöruverði á landinu í dag.
Undirritaður teljur ljóst að hið mikla
forskot þeirra myndi varla gera ann-
að en aukast verulega og því má
spyrja hvaða ávinning hinn almenni
neytandi hefði af því?
Afnám einkaleyfis á sölu
áfengis er háskaleikur
Eftir Sigurberg
Sveinsson » Birgjar munu þá að
öllum líkindum laga
sig að verði og vöruúr-
vali sem ákveðið verður
af þeim sem fara með
stærstan hluta mark-
aðarins.
Sigurbergur Sveinsson
Höfundur er kaupmaður
í Fjarðarkaupum.
Ár er nú liðið síðan
stóra moskumálið skók
samfélagsumræðuna á
Íslandi. Það hófst með
næsta ógeðfelldri árás
frambjóðenda Fram-
sóknarflokksins í
Reykjavík á trúsöfnuð
múslima. Viðbrögð við
þessu urðu mjög hörð
og öfgafull sem aftur
varð til þess að þeir
sem hófu þennan ljóta leik stóðu uppi
með pálmann í höndunum og tvo
óvænta borgarfulltrúa.
Lengi á eftir hélt þó umræðan
áfram á sömu nótum þar sem ras-
ista- og fasistastimpli var í tíma og
ótíma klínt á flokksbræður borgar-
fulltrúanna í Reykjavík. En nú ber
svo við að Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, fyrrverandi leiðtogi Samfylk-
ingarinnar og utanríkisráðherra,
stendur upp og vill leggja steina í
götu sömu moskubyggingar. Þá ber
svo við að allir þeir unnendur mann-
réttinda og menningar múslima sem
áður höfðu hæst þegja þunnu hljóði.
Stimpilpúðinn sem áður var notaður
til að ausa út rasistastimplum er
þornaður. Hvað veldur?
Nú er rétt að halda því til haga að
engin þeirra þriggja stjórnmála-
kvenna sem hér koma við sögu vill
beinlínis banna moskubyggingu.
Borgarfulltrúarnir vilja að borgin
dragi til baka loforð um lóð og telja
eðlilegt að múhameðstrúarmenn
njóti hér ekki sömu réttinda og
kristnir. Slík skoðun er öllum sem
aðhyllast trúfrelsi bæði ógeðfelld og
fráleit.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill
setja blátt bann við því að hingað
komi peningar frá Sádi-Arabíu. Þó
er Sádi-Arabía ein helsta vinaþjóð
Vesturlanda í þessum heimshluta og
stjórnvöld þar hafa fram til þessa
fengið að styðja við
moskubyggingar víðs-
vegar um hinn vest-
ræna heim, þar á meðal
í Bandaríkjunum. Um
þessar mundir keppist
stjórn Erdogans í Tyrk-
landi við að gera það
sama og vel má vera að
einhverjir telji betra að
moskupeningar komi
frá Tyrkjum. Ekki er ég
viss um að svo sé.
Kristnir söfnuðir og
allskonar lífsskoðunar- og menning-
arfélög hafa til þessa fengið að taka
við styrkjum frá útlöndum. Þröng-
sýnir, erlendir heimatrúboðsflokkar
hafa átt greiða leið með sína aura til
að efla hér allskonar jaðarskoðanir.
Það er rétt sem bent hefur verið á
að á Arabíuskaganum ríkir ekki
vestrænt lýðræði og raunar er margt
í stjórnarfari múslima mér og fleir-
um á Íslandi ógeðfellt. En í umræðu
á seinni árum höfum við verið upp-
tekin af því sem miður fer í Austur-
löndum en mættum frekar horfa til
þess að margt getum við Vestur-
landabúar lært af siðum og speki
múslima sem bætt gæti samfélag
okkar.
Það er fráleitt okkar að sjá um
uppeldi austur þar.
Eru rasista stimpl-
arnir þornaðir?
Eftir Bjarna
Harðarson
Bjarni Harðarson
» ... þeir unnendur
mannréttinda sem
áður höfðu hæst þegja
þunnu hljóði. Stimpil-
púðinn sem áður var
notaður til að ausa út
rasistastimplum er
þornaður.
Höfundur er trúlaus bóksali og tíður
gistivinur múslima bæði í Afríku og
Asíu.
Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flo
ttir í fötu
m
Við seljum frægu
buxurnar
– frábært úrval
Fram kom í kvöld-
fréttum á RÚV sjón-
varp hinn 7. apríl síð-
astliðinn og svipaða
frétt hef ég heyrt þar
áður að „umskurn“
tengist ekki trúar-
viðhorfum hjá kristnu
fólki. Þetta vil ég leið-
rétta.
Gyðingar létu um-
skera sveinbörn sín 8
daga gömul og einnig þá sem eldri
voru. Samkvæmt ritningunum var það
gert til að „innsigla“ sáttmála milli
Guðs Biblíunnar og Abrahams. Þegar
svo kristnin kom til skjalanna var um-
skurnin eitt af því sem postularnir
urðu að taka afstöðu til. Og snerist sú
umræða m.a. um hvort umskera ætti
sveinbörn þeirra gyðinga sem tóku
kristni, og þess er VÍÐA getið í Biblí-
unni (Nýja testamentinu) að Páll post-
uli tók afdráttarlausa afstöðu gegn því
að kristnir létu umskerast. „Í honum
eruð þið umskorin þeirri umskurn
sem ekki er með höndum ger“ (Kó-
lossubréfið 2:11). Aldrei hefur verið
inni í myndinni, hvorki hjá gyðingum
né kristnu fólki, að umskera stúlkur
og það hefur verið kristið trúarviðhorf
frá dögun frumkristninnar að afleggja
alla umskurn og segja má að skírnin
sé sá sáttmáli á milli Guðs Biblíunnar
og kristinnar kirkju sem kemur í
hennar stað. Þetta er með því fyrsta
sem kristið fólk fræðist um þegar það
tekur kristna trú.
Kristið fólk í þeim ríkjum sem eru
undir stjórn annarra trúarbragða er
yfirleitt sannkristið fólk og oft betur
frætt og grundvallað í
kristni en fólk á Vest-
urlöndum sem telur sig
kristið. Þetta fólk er oft
undir ógn ofsókna og
hefur sterkari nálgun
við trúna í daglegu lífi
en þeir sem búa við frið
vestræns lýðræðis.
Kristið fólk í þessum
löndum er því alveg
með það á hreinu að
umskurn drengja og
stúlkna samræmist ekki
kristinni trú og viðbjóðslegar að-
dróttanir um að kristnir haldi ekki
þann trúararf í heiðri er ómerkilegur
tilbúningur.
Ekki vil ég saka frétta menn RÚV
um fáfræði í kristinni trú, en það fer
illa á því að fréttastofa allra lands-
manna skuli leggjast svo lágt að
draga kristna siðmenningu niður á
plan þeirra trúpólitísku viðhorfa sem
virða ekki mannréttindi.
Umskurn var með því allra fyrsta
sem kristindómurinn varð að taka af-
stöðu til og vel færi á því að RÚV
bæði kristið fólk, sem trúir Biblíunni,
afsökunar á umræddri frétt sem
greinilega er ætlað að veikja stöðu
kristinnar trúar.
Ég bið landsmönnum Guðs friðar.
Umskurn samrýmist
ekki kristinni trú
Eftir Ársæl
Þórðarson
Ársæll Þórðarson
» Samkvæmt ritning-
unum var það gert
til að „innsigla“ sátt-
mála milli Guðs Biblí-
unnar og Abrahams.
Höfundur er húsasmiður.