Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2015 Knox var fyrst á vettvang eftir morðið. Hún sagði að hún hefði um nóttina verið hjá kærasta sínum sem hún hafði verið með í tvær vikur. Fjórum dögum síðar var hún handtekin og eftir strangar yf- irheyrslur voru lagðar fram tvær yfirlýsingar, sem hún hafði und- irritað. Þar viðurkenndi hún að hafa verið í húsinu þegar Kercher var myrt. Kærasti hennar, Solle- cito, sem hún hafði aðeins verið með í tvær vikur, var einnig hand- tekinn ásamt 23 ára gömlum bar- eiganda og tónlistarmanni frá Kongó, Patrick Lumumba. Yfirvöld sögðu að þau þrjú hefðu myrt Kercher. Flækingur og innbrotsþjófur Nokkrum vikum síðar var Lum- umba látinn laus vegna þess að hann hafði fjarvistarsönnun og annar maður handtekinn, einnig af afrískum uppruna. Rudy Guede er lýst sem flakkara. Hann fæddist á Fílabeinsströndinni og kom til Ítal- íu fimm ára með föður sínum. Þeg- ar hann var táningur hitti hann jafnaldra sinn af einni af ríkustu fjölskyldum Perugia á körfubolta- velli. Jafnaldrinn fékk föður sinn til að taka hann að sér og í nokkur ár lifði hann lífi hinna ríku. 2007 vís- aði fjölskyldan honum hins vegar á dyr. Sagt er að Guede hafi átt við sálræn vandamál að stríða. Áður en morðið var framið hafði Guede brotist þrisvar inn á tveimur mán- uðum. Viku fyrir morðið var hann handtekinn og látinn laus aftur. Guede hefur aldrei neitað að hafa verið í herbergi Kercher og kveðst hafa horft á þegar henni blæddi út. Hann segir að hún hafi boðið sér inn og hann hafi verið á baðinu þegar hann heyrði hana öskra. Erfðaefni úr Guede fannst í saur í klósetti. Fingraför hans voru á tómu veski í rúmi hennar og erfða- efni hans fannst í leggöngum henn- ar, þó ekki sæði. Í samtali, sem Guede átti á samskiptavefnum Skype og lögregla fylgdist með, sagði hann að Amanda Knox hefði A manda Knox hefur í tvígang verið sak- felld fyrir morðið á Meredith Kercher. Nú hefur hún einnig verið sýknuð í tvígang. Fyrir viku komst æðsti dómstóll Ítalíu, Corte Suprema di Cassazione, að þeirri niðurstöðu að Knox hefði ekki myrt breska námsmanninn í Pe- rugia árið 2007. Dómstóllinn skar einnig úr um það að þáverandi kærasti hennar, Raffaele Sollecito, væri saklaus af öllum ákærum á hendur sér. Knox lýsti yfir því að ákvörðun dómstólsins væri henni „mikill létt- ir“ og hún væri þakklát. „Meredith var vinur minn, hún átti svo mikið skilið í lífinu,“ sagði hún við blaða- menn í Seattle, þar sem hún býr nú. „Ég er sú heppna.“ Úrskurðurinn kom mörgum á óvart. Meðal þeirra var Luciano Girgha, einn af lögmönnum Knox. „Úrskurðurinn lýsir hugrekki, hann hefur endurnýjað trú mína á kerfið,“ sagði hann. Knox er nú 27 ára gömul. Hún var tvítug þegar morðið var fram- ið. Kercher var 21 árs. Þær leigðu saman lítið hús ásamt tveimur Ítöl- um í Perugia þar sem þær voru í námi. Morðið á Kercher var sér- lega óhugnanlegt. Hún var skorin á háls og stungin 47 sinnum. Hálf- nakið lík hennar fannst í blóðpolli í herbergi hennar í húsinu. „Kvendjöfull með ásjónu engils“ Ódæðisverkið vakti mikla athygli og fjölmiðlar veltu sér upp úr mál- inu. Athygli þeirra beindist ekki síst að Knox, bandaríska skipti- nemanum, sem notaði gælunafnið „Foxy Knoxy“ á síðu sinni á fé- lagsvefnum Myspace. Fjölmiðlar settu viðurnefnið í samhengi við kynlíf, en hún sagðist hafa fengið það fyrir útsjónarsemi sína á knattspyrnuvellinum. Hún var köll- uð „kvendjöfull með ásjónu engils“ í gulu pressunni, en naut meiri samúðar í bandarískum fjölmiðlum og í The New York Times birtist leiðari undir yfirskriftinni „Sak- leysingi í útlöndum“. „ekkert komið nálægt þessu“. Það voru fyrstu ummælin, sem vitað er að hann hafi látið falla um málið. Saga Guedes átti eftir að breyt- ast. Hann var dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir morðið 2008. 2009 bar hann vitni fyrir áfrýj- unardómstól og sagði að hann hefði heyrt Knox rífast við Kercher um peninga kvöldið sem morðið var framið. „Hún skipulagði þetta allt saman fyrir kynlíf,“ sagði lögmaður Guedes og átti við Knox. Knox var dæmd í 26 ára fangelsi og Sollecito í 25 ára fangelsi. Þeim var gefið að sök að hafa stungið og skorið Kercher á meðan Guede hélt henni fastri.Þremur vikum síð- ar var dómurinn yfir Guede styttur úr 30 árum í 26 auk þess sem fangelsisvistin var stytt um þriðj- ung vegna þess að hann samþykkt að réttarhöldunum yrði hraðað. Áfrýjunardómstóll hnekkti dóm- inum yfir Knox og Sollecito í októ- ber 2011 og þau voru frjáls ferða sinna. Þá hafði Knox setið inni í fjögur ár. Æðsti dómstóll Ítalíu komst að þeirri niðurstöðu 2013 að meinbug- ir hefðu verið á þeim úrskurði og fyrirskipaði að réttað yrði að nýju í málinu í Flórens. Þar var sakfell- ingin staðfest og dómurinn yfir Knox þyngdur í 28 og hálft ár. Þeirri niðurstöðu var síðan hnekkt 27. mars. Engin lífsýni Rannsókn málsins virðist hafa ver- ið í ýmsu ábótavant. Játning Knox var ekki nothæf fyrir rétti. Hún var yfirheyrð daglega fyrstu dag- ana eftir morðið og kaus ekki að fara að ráði Ítalanna, sem bjuggu með henni, og hafa lögmann sér við hlið. Fjórða daginn stóðu yf- irheyrslurnar yfir nótt og eftir það lagði lögreglan játningu hennar fram. Yfirheyrslan fór fram í her- bergi þar sem hægt er að taka upp hljóð og mynd, en engar upptökur voru lagðar fram. Þess vegna mátti ekki nota játninguna fyrir rétti. Þess utan leit játningin ekki út eins og játning þegar hún var lesin í heild sinni. Knox sagði síðar að lögregla hefði hótað henni 30 ára fangelsi þessa nótt. Fullyrt hefði verið að hún hefði verið inni í húsinu og hún hefði verið löðrunguð til að segja að hún hefði verið þar með Lumumba. (Lögregla neitaði að hafa beitt Knox harðræði.) Ástæð- an fyrir því að lögð var áhersla á Lumumba var að hann var sá síð- asti, sem Knox hafði sent smáskila- boð um kvöldið. Í þeim stóð „sjáumst síðar“ og taldi lögreglan að það þýddi að þau hefðu ætlað að hittast síðar um kvöldið til að myrða Kercher. Knox sagði einnig að túlkur, sem Amanda Knox ræðir við blaða- menn fyrir utan heimili foreldra sinna í Seattle í Washington eftir að æðsti dómstóll Ítalíu sýknaði hana af morðinu á Meredith Kercher 27. mars. Sýknuð eftir átta ára þrautagöngu AMANDA KNOX VAR DÆMD Í FANGELSI ÁSAMT KÆRASTA SÍNUM FYRIR AÐ HAFA MYRT SAMBÝLISKONU SÍNA. SAK- SÓKNARI LAGÐI FRAM KENNINGAR UM DJÖFLADÝRKUN OG AFBRIGÐILEGAR ATHAFNIR, SEM VORU BERGMÁL FRÁ RANNSÓKN HANS Á RAÐMORÐUM SKRÍMSLISINS FRÁ FLÓRENS Á LIÐINNI ÖLD OG VORU MEIRA Í ÆTT VIÐ SKÁLDSKAP EN VERULEIKA. Karl Blöndal kbl@mbl.is * Gáfu sér aðskuggalegurhópur auðugra, valdamikilla og virtra einstaklinga hefði ráðið ein- staklinga úr lægri stigum samfélagsins til þess að drepa pörin til þess að ná í kynfæri stúlkn- anna, sem ætti að nota sem djöfullega „oblátu“ í svörtum messum þeirra. Kráareigandinn Patrick Lumumba við hæstarétt í Róm í liðinni viku. Hann var handtekinn fyrir morðið en hafði fjarvistarsönnun. Erlent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.