Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 36
stórt stökk frá fyrri gerðum, en hún var 2 MP í S5-símanum. Mér finnst það sniðug viðbót að hægt er að taka sjálfs- mynd með því að smella á púlsmælinn á bakinu. Í sem skemmstu máli, þetta er afbragðssími og ekki kemur á óvart að fyrirframsala á honum hafi verið meiri en Samsung á að venjast – alls hafa víst borist pantanir á tuttugu milljón Galaxy S6-símum, sem er umtalsvert meira en á fyrri Samsung-símum og spá manna er að sala geti orðið ríflega 55 milljón símar á árinu. Það orð hefur farið af Sansung-símum að þeir séu tæknilega vel gerðir, en óspenn- andi í útliti, en ljóst er að S6 snýr öllu á haus – þetta er í senn öflugasti og flottasti sími á markaði í dag, allir framleiðendur meðtaldir. Ellefta apríl næstkomandi birtist nýr sími frá Samsung,Samsung Galaxy S6, nýtt flaggskip sem leysa mun afhólmi Galaxy S5 sem kom einmitt á markað 11. apríl á síðasta ári. Það er ekki mikil frétt í sjálfu sér að Samsung sendi frá sér nýjan síma, fyrirtækið kynnir fjölmargar gerðir á hverju ári, en að þessu sinni finnst mörgum sem óvenju mikið sé í húfi, enda almennt talið að fyrirtækið hafi hrasað með síðasta síma sinn eftir samfellda velgengni í mörg ár. Því verður varla mótmælt að Samsung Galaxy S5 var af- bragðs sími á sínum tíma og er enn, ekki orðinn ársgamall. Það þykir líka harla gott að ná að selja ríflega tólf milljón eintök af einum síma, eða hvað? Málið er nefnilega að á jafn löngum tíma, tæpu ári, seldi Sam- sung 16 milljón Galaxy S4-síma og í því ljósi fannst mörgum sem Samsung hefði misstigið sig illi- lega; krafan er að salan aukist með hverjum síma. Ýmsar tilgátur eru um af hverju S5-síminn seldist ekki nógu vel, en flestar sneru að því að þó ekki væri hægt að kvarta yfir tæknilegri útfærslu símans þá væri hann óneitanlega heldur óspennandi í útliti, full- venjulegur, og plastbakið ekki traustvekjandi. Greinilegt er að Samsung-bændur hafa lært af „fimm- unni“, því nýi síminn, Galaxy S6, er glæsilegur svo ekki sé meira sagt. Hönnun hans er talsvert frábrugðin þeim Galaxy-símum sem á undan hafa komið. Það kemur ekki á óvart að hann sé þynnri er fyrirrennararnir, það er eðlileg þróun, en það að bakið á honum sé Gorilla-glerplata kemur á óvart, enda er fyrir vikið ekki hægt að taka bakið af símanum eins og á fyrri gerðum. Að þessu leyti sver Samsung sig í ætt við það sem margir aðrir framleiðendur hafa gert, þar helst Apple, en menn hafa gjarnan gripið til þess að bera saman iPhone 6 og Galaxy S6 á undanförnum dögum, enda beinir keppinaut- ar á markaði. Skjárinn er framúrskarandi, 5,1" að stærð Super AMO- LED og upplausnin 2.560 x 1.440 dílar sem gefur 577 díla á tommu – til samanburðar: S5 er með 432 díla á tommu og iPhone 56 með 326 díla (og 4,7" skjá). Skjárinn er því um- talsvert betri og hagnýtari en hjá arftakanum og helsta keppinautnum. Betri skjár er reyndar oft ávísun á minni endingu á rafhlöðu, en mér fannst líftími símans áþekkur og á S5. Myndavélin er sú besta sem ég hef séð í Samsung-síma og reyndar ein besta myndavél sem ég hef séð á farsíma yfir- leitt. Myndirnar voru reyndar það góðar að myndavélin í símanum skákar léttilega ódýrum vasamyndavélum. Svo er myndavélin á framhliðinni 5 MP, sem er SÍMI Í SJÖTTA HIMNI NÝR SÍMI FRÁ SAMSUNG, SAMSUNG GALAXY S6, KEMUR Á MARKAÐ EFTIR RÉTTA VIKU OG ER BEÐIÐ MEÐ EFTIRVÆNTINGU, ENDA MIKIÐ Í HÚFI FYRIR FYRIRTÆKIÐ. EFTIR KYNNI AF GA- LAXY S6 ER ÞÓ ÓHÆTT AÐ SPÁ HONUM VEL- GENGNI, ENDA MÁ SEGJA AÐ ÞAR FARI SAMAN HÁTÆKNI OG FRÁBÆR HÖNNUN. * Síminn er aðeins hærri en S5,en líka aðeins mjórri, því rendurnar til hliðar við skjáinn eru minni. Hann er annars 143,4 x 70,5 mm að stærð og 68 mm að þykkt, semsé: Næf- urþunnur og 138 g að þyngd. Ör- gjörvinn er átta kjarna Exynos 7 og keyrir á 2,1 GHz. Vinnsluminni er 3 GB, en gagnaminni er 32 GB. Raf- hlaðan er 2550 milliamper og síminn styður þráðlausa hleðslu. * Myndflagan er 16 milljón dílar,16 MP, og myndavélin er einkar hrað- virk í takt við það hvað síminn er al- mennt hraðvirkur. Allar stýringar eru líka miklu þægilegri en á eldri Sam- sung-símum, einfalt að kalla allt upp á skjáinn og stýra vélinni þannig. Þar er m.a. hægt að velja Pro-stillingu og þá ræður maður ISO-stillingu, ljóshita og fleiru, en einnig er hægt að stilla fók- us sjálfur ef vill. * Auk þess sem Galaxy S6 erkynntur þá kemur á markað nýstár- legt afbrigði hans, Galaxy S6 Edge, en skjárinn á honum er rúnnaður til hliðanna. Hann er líka aðeins öðruvísi ummáls, 142,1 x 70,1 mm að stærð og sjónarmun þykkari, 7 mm. Sím- arnir eru jafn þungir og eins að öllu öðru leyti. Frekar er fjalað um S6 Edge hér fyrir neðan. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Græjur og tækni Sannkölluð örtölva Varla er hægt að hugsa sér minni tölvu. *Heimilistölvan þarf ekki að veramargra kílóa hlunkur ef fólk er lít-ið annað að gera á henni en aðvafra á netinu. Það sannast á nýrritölvu sem Asus og Goggle smíðasaman og kallast Chromebit. Tölv-unni, sem er lítið stærri en minnislykill, er stungið í HDMI-tengi á skjá og er svo í Bluetooth-samband við lyklaborð og mús. Straum- inn fær hún í gegnum HDMI-tengið eða USB-tengi, annað þarf ekki. Ýmislegt hafa menn reynt til að vekja athygli á þeim, grúa af Android-símum sem finna má á markaði; haft þá risastóra, örþunna, hnaus- þykka, bogna eða fislétta. það gengur líka upp og ofan; einu sinni héldu allir að bognir símar myndu slá í gegn en annað kom á daginn. Fyr- ir stuttu kynnti svo Samsung enn nýjung, Samsung Note Edge, sem var ekki bara í yf- irstærð eins og Note-símarnir almennt, held- ur var hann með meira skjáflatarmál því á honum voru rúnnaðar hliðar. Samsung Gal- axy S6 Edge er áþekkur, því hann er með rúnnaðar hliðar, og mér skilst að von sé á fleiri Samsung-símum sem nota munu sömu tækni. Eins og fram kemur hér fyrir ofan er eftirspurn eftir sexunni meiri en Samsung hef- ur náð að anna, en það hefur einnig komið fyrirtækinu í opna skjöldu hve mikið hefur verið beðið um Edge-útgáfuna, enda verður hún talsvert dýrari í takt við það hve miklu dýrara er að framleiða síma með boginn snertiskjá. Upphaflegar áætlanir Samsung voru að þrettán milljón símar myndu skila sér á mark- að í apríl og þar af áttu Edge-símar að vera fjórar milljónir. Nú sýnist mönnum blasa við að það muni ekki duga og Samsung ræðir nú við fleiri framleiðendur sem skilað geti skjám með rúnn- uðum köntum, enda stendur til að fjölga Edge-símum um- talsvert. Það er þó hægara sagt en gert, enda er framleiðsla á slíkum skjá mun flóknari og afföll mun meiri. Í Galaxy S6 Edge eru rúnnaðar hliðar á símanum mest fyrir augað og höndina, enda er hönnun á símanum sú besta em ég hef séð til þessa og það er einkar þægilegt að halda á honum, aukinheldur sem hann virkar enn þynnri fyrir vikið. Það er sérstaklega skemmtilegt að bera símana saman, halda á „venjulegum“ S6 í annarri hendinni og S6 Edge í hinni, enda er þetta eins og gerólíkir símar; S6 Edge virðist þannig mun minni og nettari sími en S6 þó að skjáflöturinn sé sá sami og umgjörðin nánast jafn stór. Það er líka hægt að nota jaðarinn fyrir ýmsar stillingar, setja þar flýtivísa til að mynda á þá sem maður hefur oftast samband við svo dæmi sé tekið. Annað, sem er reyndar ekki stórvægilegt, er að ef síminn liggur á grúfu og slökkt á hljóði kviknar ljós á jaðrinum þegar hringt er í hann og hægt að vekja mismunandi lit eftir því hver er að hringja. Síðan má snerta púls- nemann á bakinu til að hafna símtalinu og senda fyrirfram ákveðið SMS ef vill. Líka er hægt að strjúka fingri eftir skjájaðrinum þeg- ar slökkt er á skjánum almennt og þá renna upplýsingar eftir röndinni sem viðkomandi hefur skilgreint, tíst eða ámóta. Ofangreint er skemmtileg viðbót, en í ljósi þess að nytsemin er aðallega þetta, upplýs- ingastraumur, flýtivísar sem draga má inn á skjáinn af röndinni og mismunandi litur eftir hringingum, þá má segja að útlitið skipti meira máli, en hugsanlega eykst notagildið á næstu mánuðum með uppfærslum. ÚTLITIÐ OFAR ÖLLU Brúnamjúk sexa slær í gegn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.