Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 30
Matur og drykkir *Guðrún Ögmundsdóttir notar rifinncheddarost í brauðsósu á næstu opnu encheddarost er frábært að nota í ýmsa réttiog einnig í brauðbakstur. Þannig má bætavið nærri hálfum osti í brauðdeig, betra aðnota lyftiduftsuppskrift og brauðið verðurhátíðarmatur. Þá er hann frábær í litlum teningum í salöt og mjög góður rifinn yfir kjötbollur ekki síður en parmesanrétti. Ekki gleyma cheddarostinum Þ etta er kvennaarmur Hvassaleit- isfjölskyldunnar, tengda- fjölskyldu minnar, sem þarna er samankominn,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþing- ismaður, sem í dag starfar sem tengilið- ur vistheimila hjá Innanríkisráðuneyt- inu. Guðrún er mikill listakokkur og krás- irnar sem hún bauð upp á á heimili sínu í Skuggahverfinu voru hver annarri girnilegri og eftirtektarvert hvað hún er frumleg. Guðrún grúskar mikið í mat og fer til dæmis reglulega á Tyrkneska basarinn í Ármúla þar sem að hennar sögn fæst æðislegur fetaostur. Þá útbjó hún eftirrétt sem er upplagt að prófa nú um páskana og hún kallar páska- eggjaeftirrétt, eins konar heimatilbúnar páskaeggjakökur með nammi og öllu. „Við konurnar skiptumst á að halda þetta boð árlega sem við köllum góuboð því það er haldið á góunni. Stúlkum og konum sem orðnar eru 18 ára er boðið en vitaskuld vantar alltaf einhvern, ein- hver er í útlöndum og svo framvegis svo það er ekki alltaf fullmannað. Tengdapabbi byrjaði á þessu með því að búa til samskonar gleði fyrir strákana í fjölskyldunni á þorranum og okkar svar við því var að halda góugleði hjá kon- unum. Þetta er óskaplega gaman og sérstaklega að hafa allar ungu konurnar með,“ segir Guðrún. Stundum hafa karla- og kvennaboðin verið haldin sama kvöld og hóparnir þá jafnvel sameinast eftir boðin. Guðrún segir að sér finnist fátt skemmtilegra en að halda matarboð, ekki aðeins mat- arins og eldamennskunnar vegna. „Mér finnst það svo stór partur af því að bjóða heim að sýna með því um- hyggju og fá tækifæri til að umvefja fólk, fólkið manns þarf líka á slíku á halda og það er svo gaman að sitja saman yfir góðum mat. Þetta þarf held- ur ekki að vera flókið, maður á að geta gert þetta á afslappaðan hátt og eldað bara alls konar.“ Það var komin vortilhlökkun í Guð- rúnu þetta föstudagskvöld sem hún bauð heim og boðið bar þess merki. Raunar var það allt skipulagt – hvernig sól og ylur áttu að skína í gegn og lyfta andanum. „Það var til dæmis þaulskipulagt að hafa sítrónubörkinn í nær öllu og láta hann koma þannig með sólina í boðið og chilikryddið, sem var meira að segja í eftirréttinum, kom með ylinn,“ segir Guðrún og bætir við að það hafi heppn- ast að láta gesti finna að vorið væri að koma. „Þetta var sannkallað sólarboð með æðislegum upptakti.“ Hópurinn frá vinstri: Rósa Björg Sigurðardóttir, Ingibjörg Helga Gísladóttir, Ástríður Viðars- dóttir, Marinella Arnórsdóttir, Ragnheiður Jóns- dóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þóra Víkings- dóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir og Guðrún sjálf. Morgunblaðið/Styrmir Kári GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR BÝÐUR HEIM Góugleði kvennaarms fjölskyldunnar GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR BAUÐ KONUNUM Í FJÖLSKYLDU EIGINMANNS SÍNS HEIM Í SVOKALLAÐA GÓUGLEÐI OG VAR HLEGIÐ OG MASAÐ FRAM Á NÓTT. GUÐRÚN ER AFSPYRNUFLINK Í ELDHÚSINU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Guðrún hífir tagliatelle upp úr pottinum, að sjálfsögðu ferskt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.