Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Síða 30
Matur og drykkir *Guðrún Ögmundsdóttir notar rifinncheddarost í brauðsósu á næstu opnu encheddarost er frábært að nota í ýmsa réttiog einnig í brauðbakstur. Þannig má bætavið nærri hálfum osti í brauðdeig, betra aðnota lyftiduftsuppskrift og brauðið verðurhátíðarmatur. Þá er hann frábær í litlum teningum í salöt og mjög góður rifinn yfir kjötbollur ekki síður en parmesanrétti. Ekki gleyma cheddarostinum Þ etta er kvennaarmur Hvassaleit- isfjölskyldunnar, tengda- fjölskyldu minnar, sem þarna er samankominn,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþing- ismaður, sem í dag starfar sem tengilið- ur vistheimila hjá Innanríkisráðuneyt- inu. Guðrún er mikill listakokkur og krás- irnar sem hún bauð upp á á heimili sínu í Skuggahverfinu voru hver annarri girnilegri og eftirtektarvert hvað hún er frumleg. Guðrún grúskar mikið í mat og fer til dæmis reglulega á Tyrkneska basarinn í Ármúla þar sem að hennar sögn fæst æðislegur fetaostur. Þá útbjó hún eftirrétt sem er upplagt að prófa nú um páskana og hún kallar páska- eggjaeftirrétt, eins konar heimatilbúnar páskaeggjakökur með nammi og öllu. „Við konurnar skiptumst á að halda þetta boð árlega sem við köllum góuboð því það er haldið á góunni. Stúlkum og konum sem orðnar eru 18 ára er boðið en vitaskuld vantar alltaf einhvern, ein- hver er í útlöndum og svo framvegis svo það er ekki alltaf fullmannað. Tengdapabbi byrjaði á þessu með því að búa til samskonar gleði fyrir strákana í fjölskyldunni á þorranum og okkar svar við því var að halda góugleði hjá kon- unum. Þetta er óskaplega gaman og sérstaklega að hafa allar ungu konurnar með,“ segir Guðrún. Stundum hafa karla- og kvennaboðin verið haldin sama kvöld og hóparnir þá jafnvel sameinast eftir boðin. Guðrún segir að sér finnist fátt skemmtilegra en að halda matarboð, ekki aðeins mat- arins og eldamennskunnar vegna. „Mér finnst það svo stór partur af því að bjóða heim að sýna með því um- hyggju og fá tækifæri til að umvefja fólk, fólkið manns þarf líka á slíku á halda og það er svo gaman að sitja saman yfir góðum mat. Þetta þarf held- ur ekki að vera flókið, maður á að geta gert þetta á afslappaðan hátt og eldað bara alls konar.“ Það var komin vortilhlökkun í Guð- rúnu þetta föstudagskvöld sem hún bauð heim og boðið bar þess merki. Raunar var það allt skipulagt – hvernig sól og ylur áttu að skína í gegn og lyfta andanum. „Það var til dæmis þaulskipulagt að hafa sítrónubörkinn í nær öllu og láta hann koma þannig með sólina í boðið og chilikryddið, sem var meira að segja í eftirréttinum, kom með ylinn,“ segir Guðrún og bætir við að það hafi heppn- ast að láta gesti finna að vorið væri að koma. „Þetta var sannkallað sólarboð með æðislegum upptakti.“ Hópurinn frá vinstri: Rósa Björg Sigurðardóttir, Ingibjörg Helga Gísladóttir, Ástríður Viðars- dóttir, Marinella Arnórsdóttir, Ragnheiður Jóns- dóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þóra Víkings- dóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir og Guðrún sjálf. Morgunblaðið/Styrmir Kári GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR BÝÐUR HEIM Góugleði kvennaarms fjölskyldunnar GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR BAUÐ KONUNUM Í FJÖLSKYLDU EIGINMANNS SÍNS HEIM Í SVOKALLAÐA GÓUGLEÐI OG VAR HLEGIÐ OG MASAÐ FRAM Á NÓTT. GUÐRÚN ER AFSPYRNUFLINK Í ELDHÚSINU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Guðrún hífir tagliatelle upp úr pottinum, að sjálfsögðu ferskt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.