Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 15
henni var fenginn, hefði sagt að fólk í losti ætti erfitt með að muna hluti og því væri henni fyrir bestu að játa. Þótt ekki hafi mátt nota játn- inguna segja sérfræðingar að slík- ar játningar hafi ávallt áhrif á rétt- arhöld, jafnvel þótt þær hafi verið þvingaðar. Ákæruvaldið gerði harða atlögu að mannorði Knox, sagði að hún væri „lostafull og hirðulaus“. Hún hefði neytt eiturlyfja og reglulega komið með ókunnuga menn á her- bergið hjá sér til að stunda kynlíf og skilið hjálpartæki ástarlífsins og eggjandi nærföt eftir á glámbekk sambýlingum sínum til mikillar ar- mæðu. Sögðu saksóknararnir að Kercher hefði verið myrt eftir að hún neitaði að taka þátt í kynlífs- leik þar sem eiturlyf voru höfð um hönd með Knox, Sollecito og Guede. Hins vegar var ekki mikið af beinhörðum sönnunum í málinu. Ekkert kom fram, sem benti til þess að Knox og Sollecito hefðu verið í herberginu þar sem morðið var framið. Þeir sem rannsökuðu vettvanginn reyndu að útskýra það með því að þau hefðu þurrkað fingraförin út, en með ótrúlegum hætti tekist að skilja fingraför Guedes eftir. Lífrænt efni úr kartöflu Lögreglan tók eldhúshníf úr skúffu til að rannsaka. Í sex daga var hnífurinn í skókassa heima hjá ein- um lögregluforingjanna. Nokkrum vikum síðar lýstu sérfræðingar lög- reglunnar yfir því að erfðaefni úr fórnarlambinu hefði fundist á hnífnum. Óháðir sérfræðingar kom- ust að þeirri niðustöðu síðar að líf- ræna efnið á hnífnum væri úr kart- öflu. Saksóknarinn í málinu, Giuliano Mignini, var með ýmsar kenningar – rán, afbrýðisemi kvenna eða úr- kynjað kynlíf og sá margvísleg teikn á vettvangi. Miklar sögur spunnust um morðið. Ítalskir fjöl- miðlar tengdu það við frímúr- araregluna, sem á sér margra alda sögu í Perugia og hafði mikil völd. Hreyfing Musterisriddaranna var öflug í Perugia var á 15. öld. Páfa- garður réðst gegn hreyfingunni og félagar í henni voru teknir af lífi. Aðrir fóru í felur og störfuðu á laun. Frímúrarareglan á rætur sín- ar að rekja til Musterisriddaranna og nú eru fleiri frímúrarar í Pe- rugia miðað við höfðatölu en í nokkurri annarri borg á Ítalíu. Mignini er frá Perugia og sagna- brunnur heimaslóðanna á greini- lega ítök í honum. Á morðvett- vangnum sá hann myrk tákn um að afbrigðilegur trúarsöfnuður hefði verið að verki. Hann sagðist hafa séð frá upphafi að sökudólg- urinn væri nánast örugglega út- lendingur og grunaði að á vett- vangi hefði verið einhver einstaklingur, sem aldrei hefði náðst. Hann hefði stjórnað verkn- aðinum af illsku og slægð líkt og hann væri að stýra athöfn. Mignini var sannfærður um að það væri engin tilviljun að morðið hefði ver- ið framið á allraheilagramessu, 1. nóvember. Saksóknarinn og djöfladýrkendurnir Mignini komst fyrst í sviðsljósið vegna framgöngu sinnar í morð- máli, sem var í heimsfréttum og urðu þættir úr því Robert Harris efniviður í eina af bókum hans um mannætuna Hannibal Lecter. Milli 1968 og 1985 voru framin sextán morð í Flórens. Í öllum tilfellum var um að ræða pör, nánar tiltekið elskendur í bílum. Lík kvennanna voru hræðilega útleikin og yfirleitt með svipuðum hætti. Mikil leit fór fram að morðingjanum, sem fékk viðurnefnið Skrímslið frá Flórens. Nokkrir voru dæmdir í málinu, en dómarnir þóttu ekki trúverðugir og það er mál manna að morðinginn hafi aldrei náðst. Mignini kom að málinu á seinni stigum og gekk hann út frá þeirri kenningu að morðin hefðu verið framin til að nota mætti líkams- hluta úr konunum í athafnir djöfla- dýrkenda. Hann og lögregluforing- inn Michele Giuttari gáfu sér að skuggalegur hópur auðugra, valda- mikilla og virtra einstaklinga hefði ráðið einstaklinga úr lægri stigum samfélagsins til þess að drepa pör- in til þess að ná í kynfæri stúlk- unanna, sem ætti að nota sem djöf- ullega „oblátu“ í svörtum messum þeirra. Allt kapp var síðan lagt á að færa sönnur á þessa kenningu og urðu tilraunirnar til þess æ lang- sóttari. Vísbendingar um annað voru hunsaðar. Um leið var ráðist að þeim, sem gagnrýndu kenning- arnar. Ítalski blaðamaðurinn Mario Spezi, sem fylgdist með málinu frá upphafi var settur í gæsluvarðhald og var gengið svo langt að segja að hann væri grunaður um morðin. Líkt og í máli Amöndu Knox virtist lykilatriði í rannsókninni að ganga út frá því að ekki væri allt sem sýndist. Fyrirbærið dietrologia Í bók Douglas Prestons og Marios Spezis um morðin og rannsóknina á þeim, The Monster of Florence, lýsir Preston samtali sínu við ítalskan aðalsmann, Niccolo Cap- poni greifa, sem segir að til þess að átta sig á rannsókninni á Skrímslinu frá Flórens þurfi aðeins að skilja eitt orð: Dietrologia. Dietro þýðir fyrir aftan og logia fræði; fræði þess sem býr að baki, er dulið. „Dietrologia er sú hug- mynd að það augljósa geti ekki verið sannleikurinn,“ segir að- alsmaðurinn. „Það er alltaf eitthvað falið að baki, dietro.“ Hann segir að dietrologia sé þjóðaríþrótt á Ítalíu. Allir vilji vera sérfræðingar og vita hvað sé að gerast í raun. Það sýni vald þeirra að þeir séu með á nótunum og tengist rann- sókninni þannig að rannsakend- urnir verði að finna eitthvað, sem sé að baki því sem virðist vera: „Það getur ekki ekki verið eitt- hvað. Hvers vegna? vegna þess að það er ekki mögulegt að það sem þú sjáir sé sannleikurinn. Ekkert er einfalt, ekkert er eins og það virðist.“ Þar við bætist að þegar menn eru einu sinni farnir af stað er ekki hægt að láta staðar numið, segir greifinn. Þar spilar stoltið inn í, óttinn við að missa andlitið. Ósnertanlegur saksóknari Mignini virðist hafa verið svo upp- tekinn af kenningum um djöfla- dýrkun og afbrigðilegar athafnir að hann var tilbúinn að laga þá glæpi, sem hann rannsakaði að kenningum sínum í stað þess að rekja fyrirliggjandi vísbendingar. Hann leitaði hiklaust til sjáanda og tók kenningar hans orðréttar upp. Þegar Mignini var kominn af stað gat fátt stöðvað hann. Á Ítal- íu hefur saksóknari afar sérstaka stöðu. Þeir hafa stöðu dómara og hluti af dómskerfinu. Þeir eru ráðnir ævilangt og hafa algert sjálfdæmi. Mignini var ákærður fyrir að misnota embætti sitt 2006 meðal annars með því að hlera og hefja ólöglega rannsókn á lögreglu og blaðamönnum, sem höfðu gagnrýnt rannsóknir hans. 2010 var hann sekur fundinn og dæmdur í 16 mánaða fangelsi, en hann áfrýjaði málinu og 2011 var dóminum hnekkt. Meðan á þessu stóð rak hann rannsóknina á morðinu á Meredith Kercher og hélt þegar upp var staðið embættinu. Þegar mál Amöndu Knox var tekið fyrir í hæstarétti Ítalíu 25. mars sagði saksóknarinn í málinu, Mario Pinelli, að framsetning máls- ins á dómstiginu á undan hefði ver- ið „gallalaus“. „Sú lýsing, sem dómararnir í Flórens settu fram er yfir gagnrýni hafin,“ sagði Pinelli. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki dygði til sakfellingar að fabúlera um djöfla- dýrkun og dulrænar athafnir án þess að leggja fram áþreifanlegar sannanir. AFP Saksóknarinn Giuliano Mignini stjórnaði rannsókninni á morð- inu á Kercher og fann merki um dulrænar athafnir á vettvangi. Raffaele Sollecito kemur til að halda blaðamannafund í Róm 3 dögum eftir að hann var sýknaður af morðinu á Kercher. 5.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.