Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.04.2015, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.4. 2015 Heilsa og hreyfing Þ egar tárvotur Eiður Smári Guðjohnsen lýsti því yfir í frægu samtali við Hauk Harðarson, íþróttafréttamann Rík- isútvarpsins, eftir ósigur Íslands gegn Króatíu ytra haustið 2013 að hann hefði að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik var engin ástæða til að ætla að honum skjöpl- aðist. Eiður Smári hafði stigið niður af stóra sviðinu og allt benti til þess að hann myndi ljúka glæstum ferli í rólegheitum í Belgíu. Þegar undankeppni EM í Frakklandi 2016 hófst síðastliðið haust hafði Eiður Smári losn- að undan samningi við Club Brugge og var án félags. Vitaskuld kom þá ekki til álita að velja hann í landsliðið. Mánuðirnir liðu og spark- unnendur veltu því alvarlega fyrir sér hvort atvinnumannsferill Eiðs Smára væri hreinlega á enda. Öll sund virtust lokuð. Á sama tíma brilleraði íslenska landsliðið í téðri forkeppni og hafði lítil sem engin not fyrir yngri og ferskari fætur, svo sem Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson, sem báðir höfðu markakóngstitla á afrekaskrá sinni í fyrra, í Hollandi og Noregi. Fáir hugs- uðu til Eiðs Smára. JÁ með hástöfum Steig þá ekki Bolton Wanderers inn í at- burðarásina. Hans gamli vinnuveitandi á Eng- landi. Ýmsir hleyptu brúnum, vitað var að Eiður Smári hafði æft vel í útlegðinni en væri hann, orðinn 36 ára gamall, einhver bógur í ensku B-deildina sem sumir segja þá hörðustu í heimi. Nú, fjórum mánuðum síðar, liggur svarið fyrir: JÁ. Og það með hástöfum. Eiður Smári hefur átt góðu gengi að fagna með Bolton og val hans í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Kasakstan kom fyrir vikið alls ekki á óvart. Og met lágu í loftinu. Þegar Eiður Smári kom Íslendingum á bragðið í Astana bætti hann ekki einungis eig- ið markamet – þetta var hans 25. mark fyrir landsliðið – heldur varð hann einnig elsti Ís- lendingurinn til að skora mark í landsleik, 36 ára og 195 daga gamall. Sló þar með sautján ára gamalt met föður síns, Arnórs Guðjohn- sens, sem var 36 ára og 74 daga gamall þegar hann var síðast á skotskónum í sínum sein- asta landsleik, 4:0-sigri á Liechtenstein haust- ið 1998. Feðgarnir eru langelstu markaskorarar í sögu landsliðsins. Birkir elstur Sjaldgæft er að menn hafi leikið landsleiki fyrir Íslands hönd orðnir eldri en 35 ára, raunar aðeins þrír fyrir utan feðgana. Elstur er Birkir Kristinsson, sem var 40 ára og fjögurra daga gamall þegar hann varði markið í sögufrægum leik gegn Ítölum á Laugardalsvellinum sumarið 2004. Elsti úti- leikmaðurinn er Guðni Bergsson, sem var 37 ára og 335 daga gamall þegar landsliðsferli hans lauk sumarið 2003. Guðni hafði þá verið í sex ár úti í kuldanum, eins og frægt er. Her- mann Hreiðarsson var 37 ára og 31 dags gamall þegar hann reimaði síðast á sig lands- liðsskóna, sumarið 2011. Albert Guðmundsson og Ríkharður Jónsson eru meðal þeirra sem léku sinn síðasta lands- leik 35 ára. Rúnar Kristinsson var rétt að verða 35 ára og Ásgeir Sigurvinsson var 34 ára. Eins Atli Eðvaldsson. Svo nokkrir af okk- ar fremstu og farsælustu sparkendum gegn- um tíðina séu nefndir til sögunnar. Þess má til gamans geta að elsti nýliðinn til að leika landsleik er Ragnar Sigtryggsson, „Gógó“, leikmaður ÍBA en hann var 32 ára þegar hann þreytti frumraun sína gegn Belgíu 1957 í 2:5-ósigri. Lék sem vinstri-innherji. Það varð hans eini landsleikur. Níu líf eins og kötturinn Ferill Eiðs Smára er um margt merkilegur. Hann virðist eiga níu líf eins og kötturinn. Það leit ekki gæfulega út í byrjun, slæm meiðsli sem Eiður Smári hlaut á unglingsaldri gerðu hér um bil draum hans um atvinnu- mennsku að engu. Eftir tvö ár reis hann loks upp aftur og flaug hátt lengi vel á eftir. Eink- um hjá Chelsea og Barcelona. Frægt var líka þegar Tony Pulis saltaði Eið Smára niður í tunnu hjá Stoke City. Einhverjir efuðust um að hann ætti afturkvæmt eftir það. Svo var það slæmt fótbrot hjá AEK í Aþenu, þegar hann var kominn á fertugsaldurinn. Það hefði líkast til stöðvað einhverja. En ekki Eið Smára. Það gerði heldur ekki útlegðin í fyrra. Hann andaði bara hinn rólegasti í bréfpoka og fann sér að lokum lið. Sem féll eins og flís við rass. Þá var leiðin aftur greið í landsliðið. Og þegar maður er valinn í lið mætir maður, eins og kappinn orðaði það sjálfur í samtölum við fréttamenn í Kasakstan. Kallast þetta ekki að mæta með læti? ALDUR ENGIN FYRIRSTAÐA Í KNATTSPYRNU Að sverja dýran Eið Eiður Smári Guðjohnsen glímir við Gafurzhan Suyumbayev í Astana um liðna helgi. AFP * Ferill EiðsSmára er ummargt merkilegur. Hann virðist eiga níu líf eins og kötturinn. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN VARÐ UM LIÐNA HELGI ELSTI MARKA- SKORARINN Í SÖGU ÍSLENSKA KARLALANDSLIÐSINS Í KNATT- SPYRNU. SLÓ SAUTJÁN ÁRA GAM- ALT MET FÖÐUR SÍNS, ARNÓRS GUÐJOHNSENS. FÁTÍTT ER AÐ LEIK- MENN ELDRI EN 35 ÁRA SKRÝÐIST LANDSLIÐSTREYJUNNI OG ENN SJALDGÆFARA AÐ ÞEIR EIGI VIÐ NETMÖSKVANA. ÞAÐ HAFA RAUN- AR BARA FEÐGARNIR GERT. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Birkir Kristinsson, elsti landsliðsmaður Íslands. Arnór Guðjohnsen missti met til sonar síns. Englendingurinn Dean Martin er að öllum líkindum elsti markaskorarinn í efstu deild á Íslandi en hann var nýorðinn fertugur þegar hann skoraði fyrir Skagamenn gegn FH haustið 2012. Martin lék síðast í efstu deild í fyrra, með Eyjamönnum, 42 ára. Sinisa Kekić var 39 ára þegar hann skoraði sitt síðasta mark í efstu deild fyrir HK 2008. Dean Martin elsti markaskorari á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.