Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 14

Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 14
hvítt og bjart yfir öllu úti, en fyrir mínum augum var myrkur og hætta í hverjum krók og kima. Mér varð litið á bækurnar mínar. Aldrei framar myndi ég hafa ánægju af að líta í þær — lífið hafði útskúfað mér. Fyrir augu mín hafði borið sýn, er ég myndi aldrei gleyma. Börnin komu heim — og ég bannaði þeim stranglega að fara út aftur. Loks varð mér ljóst, að ég yrði að taka eitthvað til bragðs — það var skylda mín! Hjá því varð ekki kom- izt. Eg yrði að gera hreppstjóranum aðvart. Það var svo sem nógu slæmt að vera ekki þegar búinn að því. — En þá yrði ég líka að segja konunni minni frá þessu. Ég fór fram til hennar og tjáði henni, hvað ég hefði fundið. Ég sneri baki í hana, gat ekki horft á hana. „Og nú verður þú að hafa böm- in hjá þér“, lauk ég máli mínu, „meðan ég hringi til hreppstjórans og skýri honum frá fundi mínum“. Ég hraðaði mér inn aftur og lokaði á eftir mér, án þess að líta á hana. Hún hafði ekki sagt aukatekið orð. Þá var sem sagt komið að þvi að hringja. Ég stóð lengi og starði á símatækið — betur að við hefðum engan síma haft! Æ, þvætting- ur — þá hefði ég mátt þramma langar leiðir til þess að komast í annan síma. Ég þreif tækið með frekju. „Má ég biðja um hreppstjórann, er hann við?“ Það leið lítil stund. „Nei, það svarar ekki á skrifstofunni!“ „Það hlýtur að vera!“ hrópaði ég. „Það hlýtur, það verður að vera einhver á skrif- stofunni!“.... „En það svarar enginn“. „Það er glæpur“, stamaði ég. „Þér verðið að hafa upp á hreppstjóranum; hann verður að koma strax — það — það.... “ „Ég skal gera hvað ég get. En hvað hefur komið fyrir?“ „Ég get ekki útskýrt það nánar. En það — það — það — það er mesti glæpur, sem fram- inn hefur verið í Noregi.... “ Ég skammaðist mín fyrir það, sem ég sagði. Þessi venjulega upphrópun blaðanna, sem jafnan er slegið upp með stóru letri, þegar glæpur er framinn.... og auk þess var engu líkara en ég væri að gorta af mikilleik glæpsins. — Miðstöð lofaði að gera allt sem unnt væri til þess að ná í hreppstjórann. Ég lagði tæk- ið á. Mér sortnaði fyrir augum og eitthvert ó- skapa máttleysi kom yfir mig.. ég varð að komast út í garðinn aftur, já, varð.... Ég reikaði út og var svo æstur, að ég gat varla gengið, komst einhvemveginn niður tröppurnar og flýtti mér eins og ég gat út að haugnum. Þarna var hann. Jú, moldinni var hrúgað ofan á leiðsluna. Rétt var nú það. En ég fann enga planka. Ég sparkaði í hauginn, rótaði og gróf. En það vottaði hvergi fyrir plönkum eða gjótu. Ég þaut inn og hringdi eins og vitstola maður í símstöðina. „Já, það er ég aftur. Gjörið svo vel að hringja ekki til hrepp- stjórans — þetta var misskilningur. Já, mis- skilningur, segi ég! Æ, drottinn minn dýri, er hann á leiðinni." Ég missti tækið úr höndunum, en tók það svo upp og lagði það á, rólegur eins og stein- gervingur. Já! Ég varð að taka eitthvað til bragðs! I sama bili kom bíll á fleygiferð og stanz- „Ég missli tickið tir hundunum-" 12 Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.