Reykjalundur - 01.06.1958, Side 15
aði fyrir framan húsið. Hreppstjórinn kom
æðandi inn. Hann leit valdsmannslega á mig.
„Jæja?“ spurði hann stuttaralega.
„Það er brunagildra í kjallaranum“, svar-
aði ég rólega. „Eg kom niður, þegar hún var
að því komin að kveikja í húsinu.
Það slaknaði á valdsmannssvipnum. „Er
það mesti glæpurinn í sögu norskrar saka-
málasögu?11
„Það hef ég ekki hugmynd um“, svaraði
ég og setti upp furðusvip.
„Nú, — það sögðuð þér stúlkunni á sím-
stöðinni.
„O, já“, svaraði ég brosandi. „Fólki hættir
stundum til að gera úlfalda úr mýflugunni,
þegar það heyrir eitthvað svona. Eg sagði
víst eitthvað á þá leið, að hér hefði verið
framinn stórglæpur. Og við erum mörg hér í
húsinu — það hefði getað orðið alvarlegt.“
Frásögn mín var víst ekki mjög sannfær-
andi. Hreppstjórinn sneri sér við og gekk út
til lögregluþjónsins, sem með honum var.
„Við skulum líta í kringum okkur“, sagði
hann. „Hvar eru kjallaradyrnar?“
Eg sagði honum það — og varð svo allt í
einu dauðskelkaður, því vitaskuld vottaði
ekki fyrir neinni brunagildru í kjallaranum!
Það var bót í máli, að hreppstjórinn hafði
ekki beðið mig að koma með sér. Eg hljóp
niður kjallarastigann, leitaði að kassa en fann
engan, þaut upp aftur — og þarna stóð ágæt-
ur kassi! Eg greip hann og þaut niður aftur,
bókstaflega eins og elding. Og til að full-
komna kraftaverkið lá kertisstubbur á
gluggasillunni. Eg greip kertið, neri því um
kassann, til þess að geta sýnt, hvar það hefði
staðið. Eg hafði engar eldspýtur, til að bræða
vax, svo að ég lagði kertið á miðjan kassann,
fleygði nokkrum tuskum og bréfarusli að
því og þaut svo upp í anddyrið.
Hreppstjórinn kom inn ásamt lögreglu-
þjóninum. „Jæja, við skulum líta á gripinn“,
sagði hann.
Þeir héldu niður í kjallarann og ég á eftir,
til þess að dást að handaverkum mínum. —
„Nú, og þarna er gildran", sagði hreppstjór-
ixm. „Það virðist vera ein af þessum venju-
legu....“
Reykjalundur
Hann þagnaði.. .. og starði. Og sama gerði
lögregluþjónninn.
Eg hef aldrei haft neitt við þá að athuga —
jafnlyndir, rólegir menn, sem skrifa húsgögn-
in manns upp í bækur sínar og segja: „Gott
veður í dag“, um leið og þeir fara. — En nú
fékk ég allt í einu illan bifur á þeim. Ætluðu
þeir sér e. t. v. að fara að gagnrýna eitthvað
þessa ágætu brunagildru mína? Og var ég
ekki saklaus eins og nýfætt barn? Ekki gat
ég gert að þessari vitleysu um líkin, sem
reyndust svo engin vera. Ætli ég hafi ann-
ars minnst nokkuð á þau í símann?
Lögregluþjónninn klóraði sér bak við eyr-
að og leit varfærnislega á yfirboðara sinn.
„Hm“, sagði hann.
„Hm“, sagði hreppstjórinn líka. Það var
óhugnanlegt samtal.
„Mesti glæpur, sem framinn hefur verið í
Noregi“, sagði hreppstjórinn háðslega.
„Að minnsta kosti einhver sá furðulegasti“,
bætti lögregluþjónninn við.
„Já“, sagði ég.
Þeir virtu mig vandlega fyrir sér. Hrepp-
stjórinn lyfti öðrum handleggnum og lagði
lófann á enni mér.
„Hm“, sagði hann. „Þessi brennugildra
kemur mér kunnuglega fyrir sjónir. Segið
mér eins og er, maður minn — eruð þér vel
hraustur?“
Ég var hreint ekki svo viss um það, svo að
ég tók þann kostinn að þegja. En ég skildi
ekki, hvað væri athugavert við brunagildr-
una.
„Hm! Þér ættuð skilið að fá hundrað ára
fangelsi fyrir þessa brunagildru.“
„Að minnsta kosti!“ sagði lögregluþjónn-
inn.
„Jæja“, hugsaði ég með mér. — „Það býr
eitthvað undir þessu!“
„Því að ég get semsé sagt yður“, hélt
hreppstjórinn áfram, „að ég á þessa fyrir-
myndar brunagildru yðar. Ég lagði þennan
kassa frá mér í anddyrið, þegar ég kom. Og
nú er hann orðinn að brunagildru. Þér hljót-
ið að vera með fullan hausinn af lausum
skrúfum!“
Mér þótti þessi yfirlýsing fjandi óþægileg.
„Ja, hérna!“ sagði ég og var alveg ráðþrota.
13