Reykjalundur - 01.06.1958, Síða 17

Reykjalundur - 01.06.1958, Síða 17
Frá ii. þingi S.I.B.S. Minnst tuttugu ára afmælis samtakanna. Ellefta þing S.Í.B.S. var haldið að Reykja- lundi dagana 4.—6. júlí s. 1. — Mættir voru 75 fulltrúar frá sambandsdeildunum. Við þingsetningu voru, auk fulltrúa mættir margir gestir, og var þingsetningin öll hin há- tíðlegasta, í tilefni af 20 ára afmæli sam- bandsins á þessu ári. Er fulltrúar og gestir höfðu tekið sér sæti í salnum, sem var fagurlega skreyttur, lék hljómsveit undir stjórn Carls Billich S.I.B.S.- marsinn eftir Oddgeir Kristjánsson. Oddur Ólafsson yfirlæknir bauð menn velkomna. Athöfnin hófst með því að hljómsveitin lék þjóðsönginn. Þá tók til máls forseti sam- bandsins, Þórður Benediktsson. Rakti hann að nokkru tildrög að stofnun sambandsins og ágrip af sögu þess. Þakkaði hann ennfremur þjóðinni drengilegan stuðning frá því fyrsta. Að lokinni setningarræðu forseta fluttu er- lendu fulltrúarnir frá D.N.T.C.-þinginu kveðjur og gjafir til S.Í.B.S. — Einar Hiller formaður D.N.T.C., Börge Nielsen formað- ur danska berklavarnasambandsins, dr. Laes, form. finnsku samtakanna, þá form. norska sambandsins, Knut Willoch og loks Alfred Lindahl fulltrúi sænska sambandsins. Úr hópi innlendra gesta töluðu þeir Hanni- bal Valdemarsson félagsmálaráðherra og dr. med. Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir. — Oddur Ólafsson yfirlæknir stjórnaði þing- setningunni og þakkaði góðar gjafir og óskir sambandinu til handa. Að setningarathöfninni lokinni var fulltrú- um og gestum boðið til kaffidrykkju. Hófust síðan þingfundir. Þingforsetar voru r ? | *~,rres■ - Finnarnir flytja S.I.B.S. afmœlis- kveðjur og gjöf. Oddur Ölafsson þakkar. Reykjalundur 15

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.