Reykjalundur - 01.06.1958, Page 24

Reykjalundur - 01.06.1958, Page 24
AfinftH sídustu ftrft Skýrsla um helztu viðburði og störf S.Í.B.S. 1953—1958. ☆ (Arið 1948 birtist í riti þessu löng grein eftir Gísla Guðmundsson alþingismann, þar scm sagt var frá aðdraganda að stofnun S. í. B. S. og rakin saga sandrandsins fyrstu tíu árin. — í til- efni af fimmtán ára afmælinu var svo í Reykja- lundi 1953 fluttur annáll næstu fimm ára (1948— ’53) — skýrsla um helztu viðburði og störf sam- bandsins Jiað tímabil. — í áframhaldi af þessu birtist hér, í tilefni af tuttugu ára afmælinu, annáll síðustu ára, 1953—’58). 1953: I nóvember kom til Reykjavíkur á vegum S. í. B. S. víðfrægt sænskt listafólk, Nor- mans tríóið og söngkonan Alice Babs. Haldn- ir voru 12 hljómleikar við húsfylli. Blaða- dómar góðir og hagnaður varð allmikill af fyrirtækinu. ☆ Hreinar tekjur sambandsins á árinu: kr. 2.376.109.00. Fjárfesting í Reykjalundi: kr. 2.962.702.00. 1954: Þann 1. janúar var Maríus Helgason, for- seti sambandsins sæmdur riddarakrossi fálka- orðunnar. ☆ í ársbyrjun var sú breyting gerð á tilhög- um Vöruhappdrættisins, að vinningum var fjölgað um 1000 og heildarfjárhæð vinninga hækkaði um kr. 200.000.00. Fjöldi vinninga var 6000 að fjárhæð kr. 2.600.000.00. 22 í byrjun ársins varð stórbruni að Reykja- lundi. Brann þvottahús staðarins, er nýlega var komið upp. í sama bruna brann einnig stór vöruskemma og nokkuð af vélum. Allt olli þetta truflunum og tapi, einkum véla- bruninn. ☆ Hingað kom í febrúarmánuði sinfóníu- hljómsveit frá Bandaríkjum N-Ameríku, skipuð 84 hljóðfæraleikurum, auk tveggja einsöngvara. Hélt hljómsveitin tvenna hljóm- leika í Þjóðleikhúsinu. Agóðinn rann allur til S. í. B. S. ■ír Stofnuð var 4. marz ný félagsdeild í Hafn- arfirði, nefnd Berklavörn Hafnarfjarðar. For- maður Björn Bjarnason málarameistari. ☆ Unnið að töku kvikmyndar um starf S. í. B. S. sérstaklega það sem viðkemur Reykja- lundi. Stjórnandi Gunnar R Hansen. Mynda- tökumaður Gunnar Rúnar Ólafsson. ☆ Keypt og tekin í notkun extruder vél af fullkomnustu gerð til plastiðjunnar að Reykjalundi. Vélin einangrar rafmagnsþræði og steypir garðslöngur og rafmagnsrör. ☆ Hlífarsjóði veittar auknar tekjur, sem fel- ast í því, að 10% af nettótekjum berklavarn- ardagsins og 50% af innkomnu fé fyrir minn- ingarspjöld S. í. B. S. rennur til sjóðsins. Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.