Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 25

Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 25
Níunda þing S. í. B. S. var haldið að Reykjalundi dagana 3.—5. júní. Við þingsetn- inguna færðu félögin að Reykjalundi, Vífils- stöðum og í Reykjavík sambandinu stóran silkifána að gjöf. Fjölmargar samþykktir voru gerðar á þinginu og voru þessar helzt- ar: Að sambandsstjóm beitti sér fyrir — að safna skýrslum um húsnæðismál berklasjúk- linga og veiti þeim þá aðstoð, sem skrifstofa sambandsins getur í té látið, — gerist aðili að stofnun landssambands öryrkja, telji hún það horfa til þjóðarheilla, — komi fram æskilegum breytingum á lögunum um al- mannatryggingar, þegar þau verða endur- skoðuð. Ur sambandsstjórn gengu Björn Guð- mundsson og Brynjólfur Einarsson. I þeirra stað voru kjörnir Júlíus Baldvinsson og Guð- mundur Jakobsson. Asberg Jóhannesson átti einnig að ganga úr stjórninni, en var endur- kjörinn. I stjórn Vinnuheimilisins að Reykjalundi var kjörinn Olafur Björnsson. Til vara Ast- mundur Guðmundsson. í stjórn vinnustofanna að Kristnesi var kjörinn Ásgrímur Stefánsson og frú Krist- björg Dúadóttir til vara. Fyrsti forseti þingsins var Jónas Þorbergs- son. Mættir á þinginu voru 83 fulltrúar frá 10 sambandsfélögum. ☆ Á fundi sambandsstjórnar 11. júní var Þórður Benediktsson kosinn varaforseti, Júlíus Baldvinsson gjaldkeri og Guðmund- ur Jakobsson ritari. í stjórn Vinnuheimilis- ins að Reykjalundi voru kjörnir Kjartan Guðnason og Höskuldur Ágústsson. ☆ Júlíus Baldvinsson og Árni Einarsson sátu stjórnarfund D. N. T. C., sem haldinn var í Stokkhólmi dagana 21.—22. júní. ☆ Maríus Helgason ásamt Erni Ingólfssyni heimsóttu um sumarið 52 umboðs- og trún- aðarmenn S. í. B. S. á Suður- og Vesturlandi. ☆ Maður ráðinn til að gera skýrslur um hús- næðismál berklasjúklinga í Reykjavík. Revkjalundur Víðfræg sænsk söngkona, Zarah Leander og Lars Rosén, t.enórsöngvari, héldu hljóm- leika í ágústmánuði á vegum S. í. B. S. Hljómleikarnir voru ekki vel sóttir og hagn- aður enginn af fyrirtækinu. ☆ I ágúst var hafin bygging íbúðarhúss í Reykjalundi fyrir yfirhjúkrunarkonu og ráðskonu staðarins. Húsið er einlyft, 120 m2. Tvær íbúðir. Þá var um haustið unnið að byggingu trésmíðaskála, sem hafin var á fyrra ári. Hafin bygging íbúðarhúss í Kristnesi handa verkstjóra í Vinnustofu S. I. B. S. þar á staðnum. Húsið er tvílyft, 103m2 að flatar- máli. ☆ Borgar Grímsson lézt að Vífilsstöðum 20. ágúst. Borgar vann mikið að félagsmálum berklasjúklinga og átti m. a. sæti í stjórnum Sjálfsvarnanna um skeið, bæði að Vífilsstöð- um og Reykjalundi. ☆ Nettóhagnaður af Berklavarnardegi var kr. 239.000.00. ☆ Normans-kvartettinn hélt hljómleika í Reykjavík fyrri hluta nóvember. Með honum var dægurlagasöngkonan Marion Sundh. Listafólkið var hér á vegum S. í. B. S. — Blaðadómar voru ágætir og aðsókn góð. Hagnaður varð af hljómleikum þessum. ☆ I árslok varð enn bruni í Reykjalundi. Brann þá stór braggi, er aðallega var notað- ur fyrir svína- og hænsnahús. Þar með var landbúnaður staðarins að velli lagður og hefur ekki risið upp síðan. ☆ Vistmenn að Reykjalundi voru í ársbyrjun 81, á árinu komu 50 en 48 fóru, þar af 40 til vinnu en 8 fóru á hælii á ný. Vistmenn í árslok voru því 83. ☆ Framlag bæjar- og sveitarfélaga til bygg- ingarsjóðs Reykjalundar, svo og gjafir og á- heit, námu á árinu kr. 77 þús. Tekjur af sölu minningaspjalda: kr. 35 þús. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.